Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.11.2005 at 17:44 #533774
Þetta stefnir í alvöru tæki hjá þér. Enginn hætta á að "Speed Way Blue" Tacoma stingi þig af þegar þetta verður allt komið saman.
Maður verður eiginlega hálf grænn við að lesa þessa lýsingu
–
Bjarni G.
23.11.2005 at 16:14 #533768Meira afl, stærri dekk… þarftu ekki að stækka hásingarnar líka?
–
Bjarni G.
23.11.2005 at 15:48 #533762Hvað segirðu Teddi á að fara að stækka undir cruisernum? Þú veist að það þýðir ekkert að vera á 44" lengur, það er annar hver lúði kominn á svoleiðis
–
Bjarni G
23.11.2005 at 13:10 #533758Ég lagaði þetta aðeins. Það væri ágætt að fá það hingað ef menn eru með í kollinum hvað 38" vigtar.
–
Bjarni G.
23.11.2005 at 12:44 #533754Ég gróf einhvern tíman upp þyngdina á dekkjunum sem við erum að nota, þá er ég að tala um 44" og stærra.
–
Super Swamper TSL 44/18.5/15……..121 lbs..55 kg
Super Swamper TSL 44/18.5/16.5LT..120 lbs..54 kg
IROK 49/21.00/15……………………….180 lbs..82 kg
IROL 49/21.00/17………………………..167 lbs..76 kg
Baja Claw 46/19.5/16…………………..137 lbs..62 kg
Baja Claw 46/19.5/16.5………………..138 lbs..63 kg
Baja Claw 46/19.5/15…………………..138 lbs..63 kg
Fun Country 44/18.5/16.5……………….94 lbs..43 kg
Fun Country 44/18.5/15………………….96 lbs..44 kg
–
Bjarni G.
23.11.2005 at 11:11 #533380800 kílóa púði er of lítill fyrir svona bíl að framan. Gefum okkur að bíllinn sé 1400 kíló að framan tilbúinn í ferð. Þá er þrýstingurinn í púðanum orðinn ansi nálægt 100 pundum og fjöðrunin hundleiðinleg. Til að loftpúðar blómstri þá er best að þrýstingurinn í þeim sé ekki mikið meiri en 50 pund í fullhlöðnum bíl þannig fæst mýksta og skemmtilegasta fjöðrunin. Þumalputtareglan er því sú að nota 2×800 kílóa púða ef bíllinn er 800 kíló að framan/aftan 2×1300 kílóa púða ef bíllinn er 1300 kíló að framan/aftan osfrv.
–
Bjarni G.
23.11.2005 at 09:22 #533374Það er of lítill loftpúði að framan. Ef púðinn er "skráður" 800 kílóa þá lyftir hann 800 kílóum við 100 punda þrýsting. Ef það er ekkert loft í púðanum að aftan og kannski lítið í púðanum hinum megin að framan þá þarf hann að lyfta gott betur en 800 kílóum, sem er náttúrulega ástæðan fyrir því að bíllinn lyftist ekki upp.
–
Bjarni G.
18.11.2005 at 10:25 #532938Ég held að menn ættu nú að innbyrða þessi skrif hans Lúdda með hæfilegum skammti af kaldhæðni. Hann er hérna á öðrum þræði að lýsa því yfir að hann sé sjálfur að fá sér bensínhák með litla burðargetu. Reyndar svo litla að þegar búið að er að setja í hann nauðsynlegan búnað til fjallaferða þá er svo lítið eftir af burðargetunni að Lúddi má ekkert borða í tvo daga fyrir ferð. Hann mun því hér eftir ekki verða þekktur sem Lúddi fasti heldur Lúddi fastandi
–
Bjarni G.
10.11.2005 at 13:28 #531650Það sem ég átti við er að ef vefurinn væri jafn stórgallaður og látið er í veðri vaka þá myndi það kosta milljónir í aðkeyptri vinnu að laga hann. En þar sem hann er það ekki þá erum við kannski að tala um einhver hundruð þúsund í aðkeyptri vinnu sem er reyndar ekki langt frá því sem hann kostaði í heild. En ætli þetta verði ekki eins og með bílana hjá mörgum, það er sífellt verið að bæta þá og loksins þegar þeir eru orðnir góðir þá eru þeir seldir og byrjað upp á nýtt.
–
Bjarni G.
10.11.2005 at 10:45 #531676Ég ætla nú aðeins að taka upp hanskann fyrir eik, hann er örugglega búinn að ferðast meira um hálendið en allir á þessu þræði samanlagt. En það þýðir þó ekki að ég sé sammála honum um drifgetu léttra og þungra bíla. Ég hef margreynt það að léttari bílar hafi ekki drifið neitt og þurft þyngri bíla til að "jarðýtast" á undan sér. Þetta kemur sérstaklega fyrir þegar hörð skel er ofan á púðursnjó. En ég hef að sjálfsögðu upplifað hitt líka.
–
Bjarni G.
10.11.2005 at 10:24 #531776Það má alveg réttlæta númerabirtinguna því það er jú augljóst þetta er bíllinn sem kom við sögu í þessu máli. En það er enginn leið að segja til um hvort eigandinn hafi verið undir stýri á þessum tímapunkti og þvi kannski umdeilanlegt hvort rétt sé að birta nafn hans.
–
Bjarni G.
10.11.2005 at 10:18 #531642Vissulega er samanburðurinn við trúðasíðuna ósanngjarn en það var ekki ég með byrjaði á honum. Ég vildi bara aðeins ná þeim niður á jörðina.
Ég veit að til eru margir vefir sem nota "open source" kerfi og virka vel en það eru líka margir sérsmíðaðir vefir til sem virka vel. Að deila um þetta er ekki ósvipað og Toyota vs. Nissan deilurnar, það hafa allir sína skoðun og engin þeirra er rétt.
Ég er ekki sammála því að vefurinn sé það stórgallaður að það þurfi að kosta til fleiri milljónum til að fá hann góðan (útseld vinna á forritara er ekki undir 15 þús./klst.) en það eru ansi mörg atriði sem fara í taugarnar á fólki og þau fara frekar í flokkinn "Það sem betur má fara". Líftími svona vefsíðu er ekki mörg ár þannig að það eru ekki mörg ár í endurnýjun. Hvaða leið verður farin þá er ómögulegt að segja. Ég myndi telja að hæfileg blanda af sérsmíði og "open source" væri málið.
–
Bjarni G.
10.11.2005 at 09:26 #531636Svo þið eruð svona jákvæð þessa dagana, aldeilis frábært.
Castor hefur ekkert með þessa síðu að gera lengur, vefnefnd hefur tekið yfir alla þróun og viðhald á síðunni og er eingöngu við hana að sakast ef eitthvað er að.
Það má endalaust deila um hvort betra hefði verið að nota ókeypis kerfi eða sérsmíðað. Báðum leiðum fylgja vandamál og ekkert víst að við værum í neitt betri málum ef önnur leið hefði verið valin. Við getum t.d. tekið trúðasíðuna sem dæmi fyrst búið er að nefna hana hér. Hún er búin að vera meira og minna óvirk síðan í sumar og loksins þegar hún fór að virka þá voru allir gamlir spjallþræðir horfnir, ég er hræddur um að eitthvað hefði heyrst í ykkur ef þessi síða ætti í sömu vandræðum. Mér sýnist líka að ansi stór hluti af því sem þar er skrifað núna sé tengt vandræðum við notkun hennar og að sjálfsögðu er auðvelt að fylgjast með á síðu þar sem aðeins um handfylli af nýjum færslum koma á dag.
Ég ætla ekki að halda því fram að myndasafnið hér sé fullkomið en það er út í hött að bera það saman við myndaalbúm með hvað fimm notendum? Það segir sig sjálft að það er auðvelt að rata um þannig safn.
En það er margt sem má betur fara hér á síðunni og þetta kjörtímabil völdust einstaklingar í vefnefnd sem því miður hafa allt of lítinn frítíma. Þetta er sjálfboðavinna, mjög vanþakklát oft á tíðum, og situr því á hakanum þegar kemur að ráðstöfun frítíma. Ég er þó ekki á því að klúbburinn eigi að kaupa vinnu við að laga það sem betur má fara, það kemur að því að við finnum tíma til að sinna þessu.
Ef fólki finnst vanta efni eða upplýsingar frá nefndum þá á að sjálfsögðu að ýta við viðkomandi nefnd og biðja hana að koma því til okkar.
–
Bjarni G.
Vefnefnd
03.11.2005 at 14:53 #530860Það er snjallt að vera með falinn takka einhvers staðar sem kemur í veg fyrir að bíllinn fari í gang. Einfalt, ódýrt og kemur í veg fyrir að druslan hverfi. Menn gætu þó áfram lent í því að það verði hreinsað innan úr þeim.
–
Bjarni G.
01.11.2005 at 23:24 #528682Veigar, þú ert kominn með pláss.
–
Ég vil ítreka að það er áhrifaríkast að senda póst á vefnefnd@f4x4.is ef menn eru í vandræðum á vefnum.
–
Bjarni G.
31.10.2005 at 10:25 #530354Ég hef notað svona FRS/GMRS handstöð keypta í USA bæði á þjóðvegum þar í landi og svo á fjöllum hér heim. Þessar stöðvar eru á svipuðu tíðnisviði og NMT en ég hef ekki prófað hvort þær ganga við evrópsku stöðvarnar sem eru á svipuðu tíðnisviði (væntanlega ekki). Þær svínvirka í sjónlínu (nokkrir km.) en það dregur fljótt úr þeim í hæðóttu landslagi. Ég myndi telja að drægnin væri svipuð og á CB, þ.e.a.s. þetta er ágætis "dyrasími". Lítið, létt og ódýrt.
–
Bjarni G.
28.10.2005 at 21:42 #530188Fín saga og ennþá fínni litur:
[img:1y1sg1ny]http://www.toyota.com/images/vehicles/2006/tacoma/gallery/exterior/photo_7.jpg[/img:1y1sg1ny]
–
Bjarni G.
25.10.2005 at 21:16 #529932Það er lítið mál í rennibekk. Þú getur meira að segja keypt nýjar miðjur/botna á góðu verði í Hjólbarðahöllinni.
–
Bjarni G.
25.10.2005 at 15:46 #528778Ég varpaði þessu fram sem spurningu. Ég kalla það skítamix ef ekki er hægt að nota felgurnar eftir þessa aðgerð fyrir dekk sem fylgja stöðlum. Það má vel vera að felgurnar séu nothæfar og þá kannski ekki hægt að kalla þetta skítamix, þess vegna spurði ég.
Freyr í AT fullyrðir að það sé búið að laga þennan framleiðslugalla í gleðigúmmíinum og það væri frekar súrt fyrir þá sem láta valsa felgur núna ef þeir geta svo ekki sett dekk á felgurnar næst þegar þeir kaupa ný dekk.
–
Bjarni G.
25.10.2005 at 12:19 #528772Kanturinn á 16,5" felgunum er kónískur, það er ekkert sem heldur dekkinu að kantinum nema loftþrýstingurinn inni í dekkinu, þess vegna er kantlæsing nauðsynleg á þessari stærð. Menn hafa jú soðið svaka fúgur á þessar felgur til að dekkið geti ekki farið frá kantinum en eftir svoleiðis aðgerð er góður möguleiki að slátra dekkinu við ásetninu.
Ég hef verið á 15" felgum með góðum kanti og Super Swamper dekkjum og mér hefur ekki tekist að affelga það ennþá. Heldurðu að þú komir þannig dekki sem passar vel á 15" felgu upp á felgu sem er búið að valsa í kannski 15,5" án þess að skemma það, ég efast um það? Er þetta ekki bara "skítamix" til fá gleiðu gleðigúmmíin til að tolla á felgunni og felgurnar ónothæfar á eftir fyrir venjuleg dekk?
–
Bjarni G.
-
AuthorReplies