Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.02.2006 at 09:37 #540998
Stærsti kosturinn við Land Rover er að það er hægt að nota þá svo lengi eftir að þeir eru ónýtir
–
Bjarni G.
31.01.2006 at 22:22 #540884Það er væntanlega stórhættulegt að snúa dekkjunum öfugt á þjóðvegi. Mynstrið safnar vatninu undir miðjuna á dekkinu og bíllinn flýtur upp mjög auðveldlega.
–
Bjarni G.
31.01.2006 at 16:35 #540878þú nærð ekki að snúa dekkjunum jafnhratt afturábak
–
Bjarni G.
31.01.2006 at 16:18 #197203Hafa menn prófað í miklum krapa að snúa „directional“ dekkjum öfugt?
Þessir gaurar fundu út, trúlega the hard way, að ef dekkin snúa öfugt þá leita þau upp úr vatninu. Spurning hvort það sama gildi í krapanum, snúa dekkjunum við og standa svo drusluna flata
–
Bjarni G.
25.01.2006 at 23:03 #197167Ætli þetta Tweel fyrirbæri geri út af við sportið okkar? Þetta flýtur tæplega í snjó, haldið þið það?
–
Bjarni G.
25.01.2006 at 22:59 #540260Með því að setja 35 rillu öxla ertu búinn að flytja veika punktinn í hásingunni í drifið. Spurning hvort það sé endilega betra, en hásingin er þó sterkari í heildina en með 30 rillu öxlum.
–
Bjarni G.
25.01.2006 at 21:17 #540256Fljótandi Dana 60 afturhásingar með 35 rillu öxlum eru afar sjaldgæfar og sjaldnast er hægt að koma 35 rillu öxlum í gegnum legustútana á 30 rillu hásingunum nema rýmka þá.
Ef ég man rétt þá var hægt að þekkja 35 rillu hásingarnar á því að þær voru með þykkri kant þar sem lokið skrúfast á og/eða með stimplað HD (Heavy Duty) ofan á kúluna. Hásingar undan Econoline (á einhverju árabili sem ég man ekki) eru líklegri en aðrar til að vera með rýmri legustúta og oft hægt að fara í sverari öxla í þeim með lítilli fyrirhöfn.
Ef þú ert að leita að 35 rillu Dana 60 afturhásingu þá get ég útvegað eitthvað af hráefni í hana, t.d. nýtt ónotað afturrör, læsingar og lausa legustúta sem taka 35 rillu öxla.
–
Bjarni G.
25.01.2006 at 21:04 #540274Þið verðið aðeins að anda með nefinu drengir. Alveg óþarfi að fara á límingunum þó einhverjir misheppnaðir brandarakallar fari í taugarnar á ykkur. Það sem virkar best á þessa gauka, eins og önnur börn, er virk hunsun. Þeir þrífast á athyglinni og veslast upp ef hún er engin.
–
Bjarni G.
Vefnefnd
23.01.2006 at 14:27 #539900Þetta hljómar eins og "sticky" bremsuklossar. Hefurðu prófað að bakka, losnar upp á honum þá? Gæti mögulega verið einhver stirðleiki í höfuðdælu og/eða bremsubooster.
–
Bjarni G.
18.01.2006 at 14:41 #534380Þessir [url=http://www.northwestfab.com/203-205adaptor.html:2l680rc4][b:2l680rc4]gaurar[/b:2l680rc4][/url:2l680rc4] eru með ansi sveigjanlega lausn.
–
Bjarni G.
03.01.2006 at 19:42 #537676Vigtin við göngin er ekki mjög nákvæm ef allur bíllinn er settur upp á hana í einu. Hún "flýtur" og er lengi að "ákveða" þyngdina. Hún er gerð til að vigta einn öxul í einu, þannig fæst mesta nákvæmnin. T.d. setti Emil allan Toyeroinn á vigtina og léttist bíllinn um 200 kg. við það að konan hans hoppaði út. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/2053/17929:34wmw5n1][b:34wmw5n1]þetta[/b:34wmw5n1][/url:34wmw5n1] ekki konan hans
–
Bjarni G.
21.12.2005 at 23:15 #536404Fyrst það er nú búið að minnast á kerlingarjeppann minn ætli maður neyðist þá ekki til að setja inn mynd af honum
–
Bjarni G.
[img:3zsv1l75]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4036/27129.jpg[/img:3zsv1l75]
20.12.2005 at 11:07 #536662Ég sting upp á Þóri "Tudda" svo hann komist nú örugglega í kvennaferðina 😉
–
Bjarni G.
12.12.2005 at 23:26 #535704Ég er byrjaður að setja þetta inn. Talsverð vinna við að snyrta þetta og laga stafsetningarvillur. Bætti líka inn þar sem mér fannst vanta.
[url=http://www.f4x4.is/new/misc/?file=29/28:2po7h0mx][b:2po7h0mx]Hér er slóðin á síðuna[/b:2po7h0mx][/url:2po7h0mx]
–
Bjarni G.
12.12.2005 at 11:55 #535690Það væri fínt ef þið gætuð snyrt þetta aðeins, sett í HTML töflu og sent á vefnefnd@f4x4.is (spjallið tekur ekki við nema takmörkuðu HTML-i). Þetta er dáldið í belg og biðu eins og það er og ég kemst ekki í að laga það núna.
–
Bjarni G.
09.12.2005 at 16:41 #535460Ekki hlusta á Gúrkuna Ford býr til prýðisgóðar vélar. Annað en þetta Dodge dót…
–
D- doing
O- overhauls
D- daily
G- gets
E- expensive
–
D-rips
O-il
D-rops
G-rease
E-verywhere
–
Bjarni G.
08.12.2005 at 11:28 #535266Endilega pikka þetta inn og senda svo á vefnefnd. Við finnum góðan stað fyrir þetta undir "Fróðleikur".
–
Bjarni G.
06.12.2005 at 15:24 #535086Það fer nú talsvert eftir því hvaða mótor þú ætlar að nota og hvort þú velur beinskiptingu eða sjálfskiptingu (með/án yfirgírs).
Annars ættu 4,88:1 hlutföll að duga í flestum tilfellum allavega ef mótorinn er ekki þeim mun máttlausari.
–
Bjarni G.
04.12.2005 at 14:26 #534548Það er ekkert til sem heitir "reverse rotation" drifhlutfall, þau eru "reverse cut" en snúast eins og venjuleg drifhlutfall. Munurinn er sá að pinjóninn fer inn í kampinn á öðrum stað (ofar) en á venjulegum drifum. Ef venjulegt drifhlutfall (ekki reverse cut) er sett að framan þá kemur átakið á það eins og þú sért að bakka sem er ekki alveg það besta. Til að bæta úr þessu eru (reverse cut) drifhlutföllin skorin út með þetta í huga og í bónus lendir pinjóninn ofar á kambinum.
Það er hægt að nota nánast hvaða Dana hásingu sem er undir svona bíl. Það er lítið mál að færa kúluna til og/eða mjókka eða breikka þær.
–
Bjarni G.
28.11.2005 at 15:05 #533458Þetta er náttúrulega fyrir utan efni þráðarins…
En, það eru engar fastar venjum um liti á hlekkjum (linkum) á vefsíðum, yfirleitt er valinn litur sem tónar við bakgrunninn. Persónulega finnast mér undirstrik á hlekkjum ljót.
Ég get tekið undir það að hlekkir í spjalli mættu vera skýrari en því er ekki breytt í þessari skrá sem Einar nefnir. Breyting í þeirri skrá hefur áhrif á alla hlekki á síðuna ekki bara hlekki í spjallþráðum.
–
Bjarni G.
Vefnefnd
-
AuthorReplies