Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.06.2006 at 15:05 #554936
Veiki hlekkurinn í sjálfskiptu bílunum er öxullinn út úr skiptingunni. Hann er óþarflega grannur og of grannur til að vera nothæfur út úr milligír. Þá þarf að skipta um inntaksgírinn í original millikassanum og fá sverari úr t.d. Ford (sem er með samskonar millikassa). Hásingarnar eru ekki lengur frá Dana en ættu að vera sambærilegar að styrk. Líklega er þó talsvert minna úrval af hlutföllum og læsingum til í þær.
–
Bjarni G.
14.05.2006 at 21:31 #552482Hahahaha, það kemur kleinulykt úr pústinu á bílum sem keyra á djúpsteikingarolíu… það verður fróðlegt að vita hvaða lykt kemur úr pústinu á bílum sem keyra á þessu
–
Bjarni G.
07.05.2006 at 21:22 #552074Þú þarft Dana 60 framhásingu… 14 bolta afturhásingin dugar fínt (ef hún er fljótandi) en þú þarft að sjálfsögðu sömu drifhlutföll framan og aftan.
–
Bjarni G.
14.04.2006 at 12:19 #549396Kaninn er að troða ýmsu inn í þessar felgur sjá t.d. [url=http://www.pirate4x4.com/forum/showthread.php?t=430955:3gkgmxtt][b:3gkgmxtt]hér[/b:3gkgmxtt][/url:3gkgmxtt]. Mér lýst einna best á valsaðan blikkhring úr þunnu efni með gúmmíkannti, ekki ósvipuðum hurðagúmmíköntum, sem leggst að dekkinu. Ætti að vera ódýrt og létt. Gallinn við flest þessi innlegg er að þegar felgan er orðin breiðari en gatið á dekkinu er orðið vandamál að koma innlegginu inn í dekkið.
–
Bjarni G.
29.03.2006 at 20:46 #547716Ég er ekki nógu ánægður með þessi nýju frímerki… núna geta allir sleikt afturendann á grænum Land Rover, áður fyrr þurftu menn að ná mér fyrst 😉
[img:bdkiwfit]http://www.posturinn.is/Frimerki/2006_jeppafrimerki.jpg[/img:bdkiwfit]
–
Bjarni G.
27.03.2006 at 17:30 #547570Ég myndi byrja á því að skoða afhverju gömlu dempararnir eyðilögðust. Slógu þeir svona rosalega saman eða fóru þeir í sundur? Ef það er ekki lagað þá fara nýir demparar sömu leið á stuttum tíma.
–
Bjarni G.
13.03.2006 at 15:08 #546278Fullt af dempurum út um allt. Ég hef t.d. verslað MMC varahluti af [url=http://www.autoparts-autoparts.com/partslookup1.jsp:2idzfs55][b:2idzfs55]þessum[/b:2idzfs55][/url:2idzfs55] gaurum með góðum árangri. Þarna eru til ekki stillanlegir demparar á ca. $60. Svo er náttúrulega [url=http://www.amazon.com/gp/product/B0006HNWXE/002-1867273-0036830?v=glance&n=15684181:2idzfs55][b:2idzfs55]Amazon[/b:2idzfs55][/url:2idzfs55] með eitthvað. Þetta er að vísu allt í langan Montero en ætti að vera nógu svipað… Amazon er reyndar þarna að selja frá [url=http://www.summitracing.com:2idzfs55][b:2idzfs55]Summitracing[/b:2idzfs55][/url:2idzfs55].
–
Bjarni G.
05.03.2006 at 10:00 #545532[url=http://www.relentlessdiesel.com/3rdgentwins.htm:ixc9rk5a][b:ixc9rk5a]Hér[/b:ixc9rk5a][/url:ixc9rk5a] er ástæðan fyrir skiptunum
Það kostar að vísu meira að styrkja skiptinguna heldur en að yfirklukka Cumminsinn.
Bensínmótorinn, sem er Ford 400, hentar frábærlega í léttan jeppa eða þá í fólksbíl. Það kostar fullt af bensíni að búa til svona afl og þegar bíllinn hefur loftflæðieiginleika á við hús þá verður bensínreikningurinn ansi hár. En það er svosem ekki aðalástæðan fyrir skiptinum, aðallega að fá meira tog á réttum snúning. Cumminsinn er 305 hö. og 555 pundfet í tog frá ca. 1200 sn./mín óbreyttur.
–
Bjarni G.
05.03.2006 at 00:05 #545524Ég á eftir að reikna út togið. Bekkurinn sýnir ekki snúningshraða vélar á vélum með MSD box. Það sem ég hef er hraðinn á hjólunum þegar þetta mældist og hann var ca. 170km/klst. á slitnum 31" dekkjum og 4,10:1 hlutfalli. Mér reiknast til að það sé um 4800 sn/mín.
–
Bjarni G.
04.03.2006 at 23:02 #545518Það er best að pína ykkur ekki lengur. Kvikindið mældist 378 hestöfl út í hjól. Mér finnst það ekki nóg og vil meira… þýðir það að ég sé skrýtinn?…
😛
Bjarni G.
03.03.2006 at 22:12 #545514Við skulum orða það þannig að ég þarf að tjúnna Cumminsinn aðeins meira en ég ætlaði til að "vera á pari" 😉
–
Bjarni G.
03.03.2006 at 21:36 #545506Nei ég ætla að pína ykkur aðeins lengur. Allavega þangað til ykkur detta í hug einhverjar verðhugmyndir 😉 Þetta er náttúrulega ónotaður mótor eða þannig.
–
Bjarni G.
03.03.2006 at 20:43 #197465Jæja nú fór ég með dósina í hestaflamælingu í dag til að hafa eitthvað í höndunum þegar ég sel bensín mótorinn til að rýma fyrir nýjum díselmótor. Niðurstaðan kom vægast sagt á óvart. Hvað finnst mönnum sanngjarnt verð fyrir gamlan bensínmótor? 1000 kall hestaflið út í hjól eða eitthvað allt annað?
–
Bjarni G.
03.03.2006 at 13:24 #538350Það er hægt að fara margar leiðir. "Open source" kerfi er ein þeirra. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla en allar hafa þær það sameiginlegt að það þarf einhvern sem hefur tíma og getu til að koma þeim af stað og síðan halda dótinu gangandi. Flest þessi opnu spjallkerfi eru opin fyrir árásum því allir, sem það vilja, vita hvernig þau eru upp byggð (kóðinn öllum aðgengilegur). Uppitíminn er líka misjafnt. Þetta kerfi, þrátt fyrir ýmsa smávægilega galla, hefur verið ótrúlega stöðugt og niðritími nánast enginn (7-9-13) og enginn nennt að "hakka" sig inn á það (aftur 7-9-13).
–
Bjarni G.
Vefnefnd
03.03.2006 at 10:42 #538330Það er alltaf auðvelt að vera á áhorfendapöllunum og öskra á dómarann…
Ég vona að þú Valur standir við það sem þú hefur sagt hér á öðrum þræði og bjóðir þig fram til vefnefndar á næsta aðalfundi, mitt sæti er allavega laust.
–
Ég vonaði þegar ég var beðinn um að bjóða mig fram til setu í vefnefnd að ég myndi hafa tíma til að taka þetta að mér. Reyndin er sú að ég hef hann ekki og mun ekki hafa næstunni. Sama gildir um alla sem völdust í þessa nefnd, því miður.
–
Vinna vefnefndar er sjaldnast sýnileg en við erum talsvert í því að aðstoða nefndir og deildir við að setja inn fréttir og annað efni. Einnig er talsverð vinna við að aðstoða notendur sem hafa gleymt notandanafni og/eða lykilorði ásamt nýskráningu eftir að henni var breytt. Við höfum sinnt minniháttar lagfæringum á kerfinu og einhverjar lagfæringar bíða þess að fara í gagnið, þar með talið sú sem þessi þráður snýst um.
–
Bjarni G.
Vefnefnd
01.03.2006 at 18:06 #545060Ég flutti inn vél frá Ameríkuhrepp núna rétt fyrir jól og hún rúmlega tvöfaldaðist í verði við að flytja hana inn. Þar spilaði reyndar inn í að seljandi smíðaði risa kassa utan um hana og það gerði rúmmál ráðandi í flutningskostnaði en ekki þyngd eins og maður hefði giskað á. Vörugjald er 15% ef maður flytur inn vél í heilu lagi en ekkert ef fluttir eru inn vélavarahlutir, alveg frábært. Vörugjaldið leggst ofan á flutninginn innan USA og flutninginn til Íslands og svo er náttúrulega vaskur ofan á allt saman.
–
Bjarni G.
01.03.2006 at 11:12 #545138Stórglæsilegur bíll með stórum baksýnispeglum sem rúma 6,5L Chevrolet bíla með Toyota húsi ofl. 😉
[img:3lu8eavp]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4257/29075.jpg[/img:3lu8eavp]
Þetta er ekki endanleg afturfjöðrun, sá sem ætlaði að redda honum loftpúðum (undirritaður) stóð sig ekki í stykkinu og því var einhverju gorma- og demparadrasli hent undir hann til að komast í kvennaferð.
–
Bjarni G.
23.02.2006 at 22:30 #197395Hvar getur maður látið sandblása og grunna hásingarrör ofl. ? Einhverjir sem þið mælið sérstaklega með?
–
Bjarni G.
20.02.2006 at 23:46 #543816Endilega senda á [url=mailto:vefnefnd@f4x4.is][b:1mnwj3l0]vefnefnd[/b:1mnwj3l0][/url] eða setja hér á spjallið ábendingar um hættulega staði. Best að fá staðsetninguna og svo smá lýsingu á staðháttum. Við setjum það svo í aðgengilegt skjal sem hægt væri að hlaða beint inn í GPS tæki.
–
Bjarni G.
Vefnefnd
20.02.2006 at 10:45 #543388Það er frekar "tricky" að setja converterinn í skiptinguna og ef hann fer ekki nógu langt inn í skiptinguna þá brýturðu dæluna og skemmir converterinn, hef klikkað á þessu sjálfur og það var dýrt. Bilunin lýsir sér alveg eins, það gerist ekkert hvað sem þú hrærir í skiptinum. Það ætti þó að hafa komið smá surg eða smellur þegar þú settir í gang fyrst eftir að skiptingin fór í.
–
Bjarni G.
-
AuthorReplies