Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.01.2009 at 09:46 #637452
Teddi, við verðum bara með miðjukvöld á höfðanum þessa helgi. Markmiðið verður að koma sem mestum bjór í miðjuna á okkur
–
Bjarni G.
24.01.2009 at 12:30 #638794Eldsnöggt gúggl án ábyrgðar skilaði þessu:
unimog 404 gear width is 1 7/8 = 48mm
unimog 406/416 gear width is 2,4" = 61mm
volvo 303 gear width is 1.5" = 38mm
–
Bjarni G.
23.01.2009 at 21:52 #638788…annað en það að þetta er mögulega nógu sterkt til að þola alvöru átök og alvöru dekk. Efri öxull er 1,5" sver og sá neðri 2" auk þess sem tannhjólin eru 2 1/4" á breidd (57mm á móti 40mm í áströlsku niðurgíruninni).
–
Veit einhver breiddina á tannhjólunum í Unimog hásingunum? Þá er ég aðallega að hugsa um þessar stóru undan U1300 og sambærilegt.
–
Bjarni G.
23.01.2009 at 17:20 #638782Ca. $6500 fyrir 4 stykki. Þetta er held ég ekki komið á markað ennþá en væntanlegt.
–
Bjarni G.
23.01.2009 at 16:39 #63877816,5" felga sleppur yfir gírhúsið og innri brún felgu getur því verið á sama stað og á venjulegri hásingu. Felgan þarf náttúrlega að vera innvíðari.
–
Bjarni G.
23.01.2009 at 16:36 #638776…er þetta kannski snjallara 😉
–
[img:3c4qs2e3]http://www.offroad.no/snitz/uploaded/dracan/susp21.JPG[/img:3c4qs2e3]
–
Bjarni G.
23.01.2009 at 16:25 #203632Hvernig lýst mönnum á þetta?: Bolt-on portals.
Nú þarf ekki lengur að horfa á Unimog dótið heldur bara skrúfa niðurgírun á Dana 60 ofl. hásingar.
–
Bjarni G.
23.01.2009 at 15:26 #638226Mikill munur að hafa restart takka. Þá þarf ekki lengur að loka öllum gluggum, fara út úr bílnum og inn í hann aftur til að endurræsa
–
Bjarni G.
14.01.2009 at 22:43 #635318Veit einhver um lítið slitið 49" dekk fyrir 17" felgu sem hefur rifnað svona og ég mætti hirða. Ég gæti alveg notað eitt stykki til að máta og svona. Hlýtur að vera hægt að græja það þannig að það haldi lofti í nokkrar mínútur í einu.
–
Bjarni G.
13.01.2009 at 23:05 #637166Atli, hvar kaupirðu þessa skynjara og hver er verðmiðinn? Þetta eru væntanlega "nándar" skynjarar sem gefa samband þegar málmur er settur fyrir framan þá er það ekki?
–
Það væri auðvelt að útbúa sjálfvirka hæðarstillingu með tveimur svona skynjurum á hvert hjól. Ég myndi stilla þeim þannig upp að þegar bíllinn væri í kjörhæð þá myndi hvorugur gefa samband en síðan myndi annar gefa samband ef bíllinn er of lár og hinn þegar bíllinn er of hár. Þetta mætti tengja beint inn á segulrofana til að bæta í eða hleypa úr púðunum. Það þyrfti þó að vera hægt að slökkva á kerfinu eða setja seinkun á skilaboðin frá skynjurunum því í miklum hossing þá hefur svona uppsetning tilhneigingu til að dæla of mikið í púðana. T.d. á þvottabretti þá er stanslaust verið að dæla í og úr púðunum. Þrýstingurinn inn á púðana er meiri en þrýstingurinn í púðanum (út úr púðanum) því fer meira inn í hann en út. Allavega þangað til búið er að pumpa nóg í púðana til að skynjarinn sem segir að bíllinn sé of lár hættir að nema nokkuð.
–
Bjarni G.
12.01.2009 at 22:09 #637156Ég setti tvöfalt kerfi hjá mér. Annað með handstýrðum rofum til að pumpa í og úr hverjum púða fyrir sig og hitt með mekkanískum hæðarstillum úr vörubíl. Til að þau væru ekki að þvælast hvort fyrir öðru setti ég segulrofa á milli loftpúða og hæðarstillis. Þegar hann var lokaður þá gat ég fiktað með handstýringunni en um leið og opnað var þá rétti hann sig af eftir hæðastillunum.
–
Bjarni G.
06.01.2009 at 01:58 #636320Þið eruð semsagt ekkert hrifnir af tölvuaflgjöfum 😉
–
Svo er alltaf rauðhálsa aðferðin. Okkur félagana vantaði fyrir nokkrum árum 100 amper af 14,4 voltum fyrir einhverja fólksbílagræjusýningu. Þá fengum við lánaðan 3ja hestafla rafmagnsmótor sem við tengdum með reim við alternator úr bíl. Smíðuðum bracket undir þetta og þetta var í gangi fyrir utan Höllina heila helgi. Svínvirkaði.
–
Bjarni G.
05.01.2009 at 10:09 #636308Eru vött ekki volt sinnum amper? Þannig að 800 amper á 12 voltum eru nærri 10.000 vött… Þú nærð því ekki út úr venjulegri innstungu.
–
Ef þú varst að meina 80 amper þá geturðu fengið nálægt því út úr venjulegum aflgjafa úr tölvu:
[url=http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_34&products_id=4431:u0ujftom][b:u0ujftom]t.d. gefur þessi 64 amper á 12 voltum[/b:u0ujftom][/url:u0ujftom].
Það eru til öflugri tölvuaflgjafar en nýir eru þeir dýrir. Spurning hvort þú kemst yfir aflgjafa úr gömlum stórum server.
–
Bjarni G.
04.01.2009 at 13:23 #636114Er ekki hægt að síkka klafana á þessum bílum? Virðist vera ótrúlega einföld aðgerð á Togogýtunum.
–
Bjarni G.
17.12.2008 at 22:04 #634900Afhverju líta allir nýir jeppar frá Japan út eins gamall Huyndai SantaFe? Fyrst LC200 og nú Patrol…
–
Bjarni G.
11.12.2008 at 10:49 #20334910.12.2008 at 20:16 #634396Ætli hann hafi ekki fyrst fest sig og svo hefur vélin örugglega hrunið 😉
–
Bjarni G.
03.12.2008 at 21:36 #634082Hey, var ekki búið að "banna" allt k-tal hérna. Ef þið viljið væla yfir ástandinu farið þá á barnaland.is 😉
Ég legg til að þessi vefsíða verði k-frí…
–
Bjarni G.
02.12.2008 at 09:55 #633996Það á ekki að vera neitt álag á forðabúrið þó bætt sé við stýristjakk. Eina ástæðan fyrir því að það brotnar er að það rekst í eitthvað. Ég er einmitt með svona brotið plast forðabúr og er ekki spenntur fyrir því að kaupa annað eins. Trúlega er ekki stórmál að smíða þetta úr áli eða ryðfríu. Það er frekar einfaldur stútur með O-hring sem gengur inn í dæluna úr forðabúrinu. Væri trúlega líka hægt að renna til stút fyrir svera slöngu og festa forðabúr á innra brettið.
–
[img:ao4a0fsh]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4072/29616.jpg[/img:ao4a0fsh]
Hérna er brackettið sem heldur forðabúrinu, þarna er reyndar pappaspjald í gatinu fyrir stútinn á forðabúrinu, en það ætti ekki að vera stórmál að smíða eitthvað sem passar í þetta.
–
Bjarni G.
01.12.2008 at 20:13 #633988Ef hann er ekki á tvöföldu að aftan þá er nánast öruggt að það er Dana 50 að framan.
–
Bjarni G.
-
AuthorReplies