Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.01.2010 at 20:14 #636624
Áttu 35W 4300 gráðu H4 HID-ljósin nú ? Hvað er endanlegt verð ?
Ágúst
06.01.2010 at 19:17 #674400Rétt og skylt er að virða reglur um fjarskipti því þær eru ekki settar bara fyrir eintóma sérvisku einhverra skriffinna.
Svo er hitt málið að ég átta mig ekki alveg á því hvaða öryggi fylgir því að hafa talstöð á hjóli sem hefur oltið og liggur á hvolfi ofan í skurði, loftnetið brotið og allar snúrur slitnar úr sambandi. VHF og UHF fjarskipti eru bundin við sjónlínu, þ.e. drífur hvorki gegn um fjöll né firnindi. Væri ekki fullt eins gott að hafa netta UHF vasastöð – eða bara GSM farsíma í vasanum og skreiðast með hann upp á næsta hól í von um að ná sambandi ?Ágúst
03.01.2010 at 22:27 #674178Er örugglega frostþolin olía á eldsneytistankinum og er hugsanlegt að sé frosið vatn einhvers staðar í eldsneytisleiðslum eða síu ?
Ágúst
30.12.2009 at 16:00 #673362Ég hef heyrt frásagnir af slysi þar sem olíukælirör í vatnskassa tærðist eða brotnaði þannig að vatn og frostlögur komust inn í sjálfskiptingu og káluðu henni. Minnir að það hafi verið Grand Cherokee.
Sjálfur hef ég átt 3 sjálfskipta bíla með svona kælingu og enginn þeirra fengið fengið svona lekanda – ennþá. 7-9-13. Þetta eru Subaru Legacy, Galloper og Pajero dísel 2,5l.
Setti viðbótarkælingu á Subaruinn og þá varð hann mjög ófús til að setja lock-upið á. Hugsanlega þarf olíuhitinn að vera kominn upp í e-ð lágmark (t.d. 80 gráður ?) áður en hann leyfir lock-up.Sem sagt þá veit ég að þetta getur farið að leka og valdið stórtjóni en erfitt að meta líkurnar á að það gerist. Hugsanlega fer það eftir bílmerkjum eða gerðum. Veit einhver meira um málið ?
Ágúst
30.12.2009 at 15:33 #673570Heyr !!!
26.12.2009 at 23:06 #672970Er hugsanlega hægt að komast að þessu að rafsjóða rörstúf á kertisstubbinn?
Ég hef aldrei gert svoleiðis, en datt það svona í hug (sel ekki dýrara en…).Ágúst
24.12.2009 at 15:37 #672660Ekki hef ég prófað þetta sæklón galdratæki. Virknin sem það á að skila er eitthvað sem ég hef aldrei skilið og leyfi mér að efast stórlega um að nokkuð sé raunhæft í þeirri sölumennsku.
Í staðinn get ég gefið öllum sem eru að leita að aðferðum til að lækka eldsneytiseyðslu og auka snerpu bíla sinna nokkur 100% pottþétt ráð.
Með því að fylla eldsneytistankinn aldrei nema til hálfs eða þaðan af minna þá er alveg pottþétt að snerpan eykst og eyðslan minnkar. Einnig mun dekkjaslit minnka og slit á hjóllegum o.s.frv.
Sama gildir um allt það dót sem menn eru að skreyta bílana með: Loftpressukerfi, spil, aukarafkerfi, stór dekk og að ógleymdri ístru ökumanns – allt bætir þetta aukakílóum við massann sem sífellt er að streytast á móti hraðabreytingum bílsins. Með því að forðast að setja þessa hluti í bílinn minn held ég að hafi sparast einhver hundruð kílóa.
Loks má nefna hluti sem auka á loftviðnám svo sem stór dekk, toppgrindur og loftnet.
Allt þetta stuðlar að hækkaðri eldsneytiseyðslu og lækkar hámarkshraða bílsins.Öll þessi ráð eru þess eðlis að ekki þarf að kaupa neitt, aðeins að beita almennri skynsemi, vega gagnsemi hlutarins á móti auknum rekstrarkostnaði bílsins og velja síðan og hafna samkvæmt því. Sem þumalputtareglu má reikna með að hver 200 kíló sem bætt er við þyngd bílsins hækki eldsneytisnotkun um 1 lítra á hundraðið. Það gerir 250 lítra á ári ef ársaksturinn er 25000 km. Sama lögmál gildir um hvert kílógramm sem maður léttir bílinn.
Síðan óska ég öllum lesendum 4X4 spjallþráðanna gleðilegra jóla og þakka ýmis ráð og ábendingar sem ég hef fengið frá ykkur á árinu.
Ágúst
21.12.2009 at 11:04 #209274Er einhver sem veit hvort hætta sé á að skemma framljósker sem eru úr plasti (acryl ?) ef maður skiptir út gömlu H4-halogen perunum og setur Xenon perur í staðinn ?
Mér dettur helst í hug hvort það kunni að vera einhver útfjólublá geislun frá xenon perunum sem plastið þolir illa og einnig er spurning hvort hitamyndun sé meiri eða staðbundnari með þessum perunum þannig að plastinu geti verið hætt við skemmdum.
Loks er það spurning hvort það varði við einhverjar reglugerðir að gera svona breytingu á bílnum og geti komið í bakið á manni við næstu skoðun.
Ástæðan fyrir því að ég er að pæla í þessu er ábending sem kom fram við síðustu skoðun á bílnum um að ljósmagn aðalljósa væri ekki nema rétt yfir lágmarki.
Ágúst
21.12.2009 at 09:08 #672538Er einhver sem getur útvegað mér rafmagnsteikningar að Galloper 2000 árgerðinni?
Ágúst
19.12.2009 at 22:03 #209254Hvaða lími mæla menn með til að festa upphalarajárn á rúðu ?
Þarf að undirbúa eða hreinsa glerið eða járnin eitthvað sérstaklega svo að límist tryggilega ?Kv.
Ágúst
19.12.2009 at 21:52 #672410Svipuð lýsing og daginn áður en túrbínan í Pajerónum mínum gaf upp öndina.
Ágúst
11.12.2009 at 13:44 #671106Hvurs lags afturhleramix er í honum?
11.12.2009 at 13:39 #671032Er Skódinn að fá svona fínar tölur í sparakstri af því að hann brennir smurolíu til að spara bensín/díselolíu ?
Wolf
24.11.2009 at 21:04 #668234Eitt atriði til viðbótar:
Segjum svo að einhver noti lykilinn til að fara inn í bílinn og stela úr honum. Heldurðu að tryggingafélögin bæti slíkt tjón eins og það væri "alvöru innbrot" ? Ég efast um það.Ágúst
18.11.2009 at 23:23 #666968Ég lét á sínum tíma setja opið 2,5 tommu púst á gamla Pajeróinn minn. Hann hresstist talsvert við það og hljóðið var í góðu lagi – aðeins þyngra og karlmannlegra á vissu snúningsbili en alls ekki til skaða. Það var einn lítill kútur aftarlega og ekkert meir.
Túrbínan gefur svo mikla hljóðdeyfingu að stórir kútar fyrir aftan hana eru óþarfir.
Lét gera þetta hjá Pústþjónustunni Ás á horninu á Nóatúni og Borgartúni.Ágúst
18.11.2009 at 23:14 #666864Það er einhver að bjóða nýlegan Ranger Dísel 2,5 L túrbó til sölu á auglýsingaspjallinu hér.
Færðu ekki bara að kíkja undir húddið hjá honum og bera saman við 2,5 Pajeróvélina sem er í eldri Pæjum, L200 o.fl. bílum ?Ágúst
13.11.2009 at 21:25 #666428Hvað sem þú gerir skaltu [b:27z29fx7]alls ekki[/b:27z29fx7] reyna það sem nágranni minn gerði eitt sinn.
Ég var búinn að sjá hann vera kvöld eftir kvöld að reyna að ná gangtruflunum úr bílnum sínum, rífa blöndunginn úr, blása í öll göt og svo framvegis svo að ég fór út að spjalla við hann. Lengi vel vildi hann ekki segja mér hvað hafði gerst, en loks gat ég togað það út úr honum að hann hafði lent í því að stíflaðist hjá honum bensínsían og til að bjarga sér hafði hann prófað að snúa henni við og keyrt af stað. Stíflan losnaði strax, en ökuferðin varð víst ekki ýkja löng áður en gangtruflanirnar fóru að segja til sín.Ágúst
05.11.2009 at 22:52 #664066Svarið gæti verið já já og nei nei og ekki er allt sem sýnist.
Raffræðilega er einfaldasta málið að lækka spennu, t.d. úr 24 í 12 Volt. Ef þú hefur 12 Volta tæki sem tekur t.d. 1 Amper þá myndi 12 Ohma viðnám í seríu við það gefa þessa 12 Volta spennulækkun úr 24 í 12 Volt. Ohms lögmál segir: Volt = Amper sinnum Óhm.
En svo byrja vandræðin ef tækið tekur ekki alltaf nákvæmlega þennan straum og stöðugt. Það gera t.d. flest útvarps- og fjarskiptatæki, straumþörfin eykst mikið við sendingu og einnig ef þú stillir hátalarastyrkinn í útvarpinu vel upp. Ef straumþörf tækisins hoppar t.d. tímabundið upp í 2 Amper við 12 Volt þá færðu ekki lengur 12 Volt frá viðnáminu, heldur eitthvað miklu lægra og sennilega svo lága spennu að tækið slær út eða hættir að virka rétt.
Annar galli er sá að þú tapar heilmikilli orku, sem breytist í varmaorku og hitar viðnámið. Í dæminu hér með 1 Ampers straum og 12 Ohma viðnámið þá tapast helmingur orkunnar, 12 vött og fer í að hita viðnámið.
Með rafeindarásum er hægt að smíða sjálfstillandi spennulækkunarrás (Series Voltage regulator) sem gefur út stöðuga 12 Volta spennu út þótt álagsstraumurinn sveiflist. Samt sem áður eyðist alltaf helmingur orkunnar og breytist í hita.
Önnur lausn og fullkomnari er til og notuð í flestum spennubreytum sem seldir eru í verslunum. Þeir byggjast á spanhrifum spólu og er 24 Volta straumnum breytt í púlserandi straum sem matar slíka rás. Út koma stöðug 12 Volt, sem sveiflast nánast ekkert þótt álagsstraumur sveiflist upp og niður. Þessir spennubreytar hafa miklu betri nýtni, þannig að ef 12 Volta tækið notar 1 Amper þá eyðir þú kannske ekki nema 0,6 Amperum af 24 Volta kerfinu. Í hinu tilfellinu eyðist 1 Amper.
Að mínu viti er það engin spurning að fjárfesta í "alvöru spennubreyti" ef þú endilega þarft að hafa 12 Volta spennu í 24 Volta bíl.
Það er sama hvaða gerð spennubreytis þú myndir smíða sjálfur það myndi aldrei vera til friðs nema þú gangir vel frá honum og setjir í þéttan kassa til að verja hann fyrir raka og skít. Áður en þú veist af kostnaðurinn kominn upp í svipað verð og "alvöru" spennubreytir kostar út úr búð fyrir utan öll 12 Volta tækin sem þú værir búinn að steikja við mislukkaðar prófanir á spennubreytinum.
Loks vil ég bæta einu við. Ef þú ert með tvo 12 Volta ljóskastara (verða að vera með jafn stórum perum) og raðtengir þá til að nýta 24 Voltin beint þá ætti það að vera OK – en mundu það að ef önnur peran springur þá slökknar á báðum kösturunum. Jólaseríueffektinn kominn. Ef þetta eru aukaljós þá þarf það ekki að koma að sök, en ef það eru ökuljósin þá ertu í verri málum.
Vonandi skýrir þessi langloka eitthvað fyrir þeim sem eru að spá og spöggulera.Ágúst
03.11.2009 at 20:00 #664796Ég útbjó vetnistæki úr ryðfríum rörum líkt og margir af þeim sem sýna svona á Utube hafa gert. Vetnið eða HHO gasið, sem reyndar er blanda af vetni og súrefni bobblaði ágætlega úr þessu, lauslegar mælingar voru ca 0,5 l/mín.
Þótt ég léti díselbílinn minn anda þessu að sér gat ég ekki merkt að hann bætti neitt við snúningshraða í tómagangi.
Næst tengdi ég þetta inn á Briggs og Stratton sláttuvélarmótor og einnig prófaði ég að láta lítið vélorf sem ég á anda gasinu að sér og niðurstaðan var alltaf sú sama. Engin merkjanleg breyting á hraða. Á Briggs vélunum er sjálfvirkur hraðastillir, sem ég aftengdi að sjálfsögðu meðan á prófuninni stóð.
Á Utube myndböndunum eru flestir að sýna að þeim tekst að rafgreina vatn það hefur verið gert í efnafræðitímum í flestum skólum heimsins, en ég hef ekki séð eitt einasta myndband þar sem svörun vélarinnar þegar opnað er og lokað er fyrir gasið kemur fram. Það væri einfaldasti hlutur í heimi að leyfa manni að heyra það ef tómagangshraðinn breytist við að fá gasið.Ég eyddi ca 2-3000 krónum í efni og einhverjum klukkustundum í smíðina. Ef einhver trúir enn að þetta virki þá er tækið falt á kostnaðarverði.
Ágúst
02.11.2009 at 16:38 #660894Langbesta náttúruverndin felst augljóslega í því að leggja malbikaða vegi að náttúruperlunum. Því fleiri Yaris ökumenn sem komast þangað á undan virkjunarliðinu þeim mun meiri eru lífslíkur svæðisins.
Þetta kann að hljóma heimskulega, en haldið þið að Kárahnjúkasvæðið hefði verið virkjað ef annar hver Íslendingur hefði verið búinn að kynnast því ?Ágúst
-
AuthorReplies