Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.01.2011 at 22:19 #717224
Á flestum straumgjöfum fyrir fartölvur er gefin upp spenna og mesti straumur sem straumgjafanum er ætlað að skila. Margfeldið af Voltum og Amperum gefur vattatöluna.
Dæmi af straumgjafa á nýlegri Lenovo tölvu: 19 Volt, og 3,42 Amper. Margfaldað saman gefur það u.þ.b. 70 vött, sem straumgjafinn getur gefið út til fartölvunnar. Það dugar bæði til að knýja hana og hlaða rafhlöðuna.
Hins vegar hefur straumgjafinn innri töp og notar fleiri vött en þessi 70, sem hann skilar frá sér. Oft eru það nálægt 20 % sem bætast þannig við. Það þýðir að 100 vatta straumgjafa ætti að sleppa fyrir þessa vél ef allar aðstæður eru upp á það besta (tengingar, kæling o.fl).
Ég mæli samt með því að stækka aðeins og fara frekar upp í 200-300 vatta straumgjafa. Þeir eru fyrirferðarlitlir, tiltölulega ódýrir og bjóða upp á að hafa e-ð fleira í gangi samtímis, t.d. hleðslutæki fyrir myndavélina o.þ.h. Auk þess má reikna með að ending á straumgjafa sem er ekki keyrður á fullu álagi verði miklu betri en á straumgjafa sem er alltaf við það að stikna vegna mikils álags.Ágúst
11.01.2011 at 21:39 #716040Er ekki draumabíllinn lítill og nettur að utan en rúmgóður og flottur að innan – líkt og félagsheimilið í Stuðmannanyndinni forðum? Hét hún ekki Með allt á hreinu?
Wolf
22.12.2010 at 22:39 #714308Ég myndi giska á að þetta sé túrbínan, hún sé farin að leka smurolíu meðfram öxlinum.
Ef satt reynist þá er vafalaust hagkvæmara að láta endurbyggja hana áður en hún fer alveg í steik. Blár reykur bendir til að það sé smurolía að brenna.
Ennfremur getur komið upp sú háskalega staða að vélin fari að ganga stjórnlaust á smurolíunni sem hún fær frá túrbínunni. Ef bíllinn er sjálfskiptur þá getur orðið útilokað að stöðva vélina nema aftengja eða skera sundur loftslönguna inn á soggrein. Það er ekki sérlega eftirsóknarvert verk að fara að gramsa í ærandi hávaða og reykjarkófi í vél sem er komin á yfirsnúning og við það að brotna í spað.Ágúst
19.11.2010 at 20:12 #215951Ég fékk athugasemd í skoðun vegna þess að xenon perur sem ég hafði sett í staðinn fyrir gömlu þreyttu halógen perurnar voru of bjartar. Reyndar var athugasemdin um það að geislinn væri of bjartur til hliðanna og ekki nóge vel skorinn eða fókuseraður.
Þetta eru H4 perur, tveir glóðarþræðir í halógenperunni en xenon peran er með innbyggðum færslubúnaði til að skipta milli háa og lága geislans og passaði xenon peran beint í sæti gömlu halógenperunnar og líka í raftengið.
Hafa einhverjir aðrir lent í svipuðum útistöðum við yfirvaldið og hvaða reglur skyldu annars annars gilda um þetta ?
Kv.
Ágúst
13.11.2010 at 22:24 #709536Smá nostalgía:
Þessi þráður rifjar upp hjá mér nokkuð sem gerðist á gamla Willys, fyrsta jeppanum sem ág átti.
Ég fékk lánuð tvö dekk á felgum sem voru með sama gatamynstri og gömlu dekkin mín voru og smellpössuðu þess vegna á bílinn. Eini munurinn var sá að þessi dekk voru talsvert belgmeiri en gömlu dekkin og lyftu bílnum heilmikið upp. Það hentaði mjög vel því að afturfjaðrirnar voru farnar að slappast og hann varð bara helv. flottur með þessi dekk undir.
Svo kom að sjálfsögðu að því að ég setti hann í aldrif og keyrði þannig bæði vegleysur og vegi. Eitthvað var hann þungur á skriðinu líkt og að bremsurnar lægju út í, en það var svo sem ekkert óvenjulegt.
Einhverjum dögum seinna hafði loftið lekið úr einhverju dekkinu og þegar ég ætlaði að pumpa í var enginn loftventill sýnilegur lengur. Hann var horfinn inn í felguna og ekkert nema tómt gatið eftir.
Ef einhver áttar sig ekki á því hvað gerðist þá er rétt að taka fram að þarna hafði mismunur á drifhlutföllum milli fram – og afturöxuls vegna misstórra dekkja valdið því að felgurnar hreinlega spóluðu inni í dekkjunum og slangan snúist með dekkinu meira og minna.
Þetta var að sjálfsögðu áður en slöngulausu dekkin urðu allsráðandi, en þótt ventillinn sé festur í felguna í slöngulausum hjólbarða þá hlýtur fyrr eða síðar að koma fram leki milli felgu og dekks sem er undir þvingun og fer að snúast á felgunni. Ef svoleiðis ástand er viðvarandi þá hlýtur þéttikanturinn á dekkinu að slitna fljótt og lekinn með.Kv.
Ágúst
08.11.2010 at 18:57 #708620Ég er kominn með bústmæli, en hann er ekki að fara nema upp í ca 11 psi eða 0,7 atu.
Það virðist vera gott svigrúm til að tjúna hann slatta upp.Kv.
Ágúst
06.11.2010 at 22:20 #708614Hefur einhver reynslu af því hvort EGR ventillinn (sem hleypir útblásturslofti inn í soggreinina) í Gallopernum sé til vandræða ?
Hvernig er best að prófa hvort hann er að virka rétt – eða mæla menn bara með því að aftengja/blinda hann ?
Skilar það einhverri aflaukningu ef hann er aftengdur ?Ágúst
03.11.2010 at 22:23 #708612[quote="grimur":iqb0hcfe]Ætli ég sé ekki að nálgast 40.000km á þessum þrýstingi. Gæti reyndar verið meira.
Original er þetta um 12psi.
Aðal málið er að gösla ekki of mikilli olíu með….svartur reykur er merki um hita og ávísun á vesen. Smá reykskot á meðan vélin er að ná snúning gerir ekkert til, en hún á ekki að smóka að ráði undir álagi.Hingað til ekkert vesen með pakkningar eða hosur…á svosem alveg von á að önnur hvor hosan hætti að vera með í partíinu einhvern tímann. Þá er bara málið að setja nýja.
Engin hitavandamál svo lengi sem ekki vantar vatn eða viftureimar….kvikindið bara hreyfist ekki í hita sama hvernig ég misbýð draslinu. Samt fékk trektin fyrir viftuna að fjúka vegna þess að ég nennti ekki að koma henni fyrir aftur eftir boddíhækkun.
Þetta er allavega hið skemmtilegasta tilraunaverkefni. Næsta mál er uppfært púst, kannski nýr cooler og/eða vatnsinnspýting. Stabílli mótorpúðar eru líka alveg pæling….þetta dót er útum allt ef maður tekur eitthvað á því.
Ég hætti sennilega ekki fyrr en með brotinn sveifarás eða bognar stimpilstangirkveðja
Grímur
Galloper er svosem engin TOYOTA, en furðu seigt kvikindi samt.[/quote:iqb0hcfe]
Það er áhugavert að heyra hvað hann þolir hjá þér, Grímur.
Minn er farinn að slappast og þetta með olíusíuna er komið efst á athugunarlistann.
Ég hef verið að hugleiða að prófa að binda wastegate ventilinn fastan og aðgæta hvort hann nær upp þrýstingi til að opna yfirþrýstingsventilinn. Heyrist ekki vel í honum þegar hann hleypir af ?Hefurðu nokkuð fiktað við EGR-draslið sem hleypir útblásturslofti inn á soggreinina? Mér skilst að sumir mæli með að loka alveg fyrir það. Það er a.m.k. miklu einfaldara að blinda alveg en að prófa hvort lokinn stýrist rétt og sé þéttur – sérstaklega þegar maður veit ekki við hvaða skilyrði hann á að opnast og lokast.
Ágúst
02.11.2010 at 22:54 #708606[quote="grimur":31i5aunu]Inntakssían olli svipuðum einkennum hjá mér.
Eina vitið er að græja þrýstilækkun inná membruna og breyta þannig raunþrýstingnum sem hann opnar við.
Svo þarf að stilla olíuverkið uppá nýtt eftir svona græjarí til að allt fari nú að virka.
Að lokum má ekki gleyma að blinda yfirþrýstiventilinn, annaðhvort með bindivír eins og ég gerði vegna þess að ég á ekki nógu hentuga rörtöng til að rífa hann úr, eða ná honum úr og setja tappa í staðinn. Hann opnar við ca 13psi original, sem er alltof lítill þrýstingur fyrir svona vél sem á að geta eitthvað. Ef þetta gleymist, þá minnir hann alveg á sig. Rosa hávaði þegar hann opnar.
Ég er að keyra á 18-20psi að staðaldri. Meira en það hefur lítið uppá sig með original intercoolerinn, skolloftið fer að hitna alltof mikið í þessu þegar komið er yfir 20psi. Við inngjöf skýst bústið í 25psi í smástund, sem er ágætt til að rífa draslið af stað.
kkv
Grímur[/quote:31i5aunu]
Segðu mér Grímur hversu marga km er vélin hjá þér búin að endast með þessum 18-20 psi búst þrýstingi ? Hefur ekkert gefið sig – túrbína, heddpakkning, slöngur, intercooler o.s.frv.?
Hversu hátt á annars bústþrýstingur að fara originalt í ótjúnuðum Galloper?Ágúst
12.09.2010 at 14:21 #214478Eru einhverjar „alvöru“ partasölur ennþá á SV-horninu – svipaðar Vökuportinu áður en það lenti í höndum útrásarvíkinganna ?
Fyrir grúskara eins og mig var Vökuportið algjör helgidómur, hér um bil allt til þar milli himins og jarðar, hægt að skoða og læra hvernig hlutir voru settir saman- og verðlagning á varahlutum mjög sanngjörn.Ágúst
22.05.2010 at 22:16 #212841Mig langar að vita hvaða hlutverki pungarnir tveir sem eru vinstra megin á díselverkinu í Galloper þjóna.
Annar er ofarlega á verkinu og tengdur armi sem hækkar tómagangsstillingu á olíugjöfinni. Hann er með slöngu úr hliðinni og er hún tengd bremsuvakúminu. Það er rafmagnsloki á lögninni að honum.
Hinn er neðar, stendur á ská og kemur gúmmíslanga í botninn á honum. Ég hef ekki enn rakið hvert hún liggur. Þessi pungur snýr öxli sem er neðarlega á hliðinni á díselverkinu og gæti hæglega legið inn í það. Ég var helst að ímynda mér að þetta væri einhver „kveikjuseinkun“ eða innsprautunartímastillir til að auðvelda gangsetningu.
Getur einhver leiðrétt mig eða staðfest hvaða hlutverki þessir pungar þjóna og ennfremur hvaðan og hvernig þeim er stýrt?Ástæða þess að þetta vekur forvitni mína er sú að fyrir nokkrum vikum fór bíllinn að vera seinn í gang og fór það dagversnandi. Í morgun sprautaði ég svo vænum slurk af WD40 yfir áðurnefnda punga og armana sem þeir virka á og eftir það hefur hann rokið í gang á fyrsta starti eins og hann gerði áður fyrr. Það væri gott að vita meira um þetta áður en áhrifin af WD40 hverfa svo ég geti einbeitt mér að því að liðka þá hluti sem helst skipta máli þarna.
Ágúst
19.05.2010 at 21:28 #694018Einhver sagði mér að komin væri á markaðinn ný og endurbætt útgáfa af bjórnum sem heitir Kaldi.
Nýja gerðin heitir Stinningskaldi og dregur nafn af einhverju lyfi sem er sett út í hann.
Var það svoleiðis bjór sem þið drukkuð ?Wolf
19.05.2010 at 21:21 #693952Þessi "snjalla" aðferð hefur e.t.v. verið ágæt á gömlu flathead Willysana, en ég mæli ekki með henni á yngri bíla.
Nokkrar ástæður:
1. Ekki er ráðlegt að skrúfa kerti úr heitu álheddi. Þarf að láta kólna vel.
2. Á sumum bílum er mikið mál að komast að kertunum.
3. Ólíklegt að dekkjagúmmíið endist vel með bensín- eða díselgas innan borðs.
4. Sprengi- og eldhætta.Er ekki miklu betra að hafa litla rafmagnsdælu meðferðis – eða bara venjulegt varadekk ?
Ágúst
22.03.2010 at 23:29 #211622Frúin hringdi í mig í dag og tilkynnti að gamli Subaruinn hennar væri orðinn svo ofsalega þungur í stýri. Þegar ég fór að kanna málið hafði reimtrissan losnað á sveifarásnum og hnoðast þar til þangað til reimin fékk nóg og fauk af.
Það sér talsvert minna á sveifarásnum en reimskífunni svo ég er að gera mér vonir um að geta reddað frúnni í gang aftur ef ég finn nothæfa reimskífu á partasölu.
Þá kemur upp spurningin um það hvort til sé eitthvað töfralím sem geti fyllt upp í bilið á sveifarásnum þar sem áður var kílspor og haldið trissunni í skefjum svo hún fari ekki að snúast laus á ásnum.
Ef til vill er þetta hreinasta óskhyggja og bíllinn bara öskuhaugamatur, en ef einhver hefur reynslusögur af svona skítreddingum og hvaða efni voru notuð, þá vil ég gjarna fá að vita allt um það.
Kv.Ágúst
18.03.2010 at 21:28 #687226Hvað kostar svona hátíðni-pinnasuðuvél ?
Ágúst
14.03.2010 at 00:27 #686922Góður punktur – GÞÞ:
Ég er einmitt fyrir skömmu búinn að endurnýja bæði olíurörin aftur í tank. Þau voru ryðguð og farin að smita út olíu þótt hann væri ekki orðinn neitt áberandi seinn í gang þá.
Hugsanlega gæti nú verið kominn einhver leki á samsetningar svo hann slefi lofti inn þegar hann stendur. Þetta er miklu þægilegri bilun en heiladauði í plasthlunkinum aftan á díselverkinu sem reyndar er búið að blogga um hér á 4×4 vefnum. Tjékka hana fyrst.B.t.w:
Getur annars einhver skýrt í stuttu máli fyrir mér hvaða gagn draslið vinstra megin á díselverkinu gerir og getur einhver sent mér heildarteikningu af rafkerfinu ????
Þá til agustus@internet.is.Kv.
Ágúst
13.03.2010 at 21:44 #211413Nú leita ég ráða frá þeim sem hafa reynslu af Gallhopperum.
Ég á 2000 módelið af svona Kóreupæju, sem tók nýlega upp á því að vera sein í gang.
Hún fer þó alltaf í gang en yfirleitt ekki fyrrr en á 2. eða 3. starti (7,9,13).
Ég er búinn að tékka glóðarkertin með að hleypa á þau hvert fyrir sig 12 Voltum gegn um framljósaperu. Komu öll svipað út þannig. Ég hef líka sannreynt að þau eru með spennu samfellt í ca 3 mínútur eftir að svissað er á og bíllinn löngu kominn í gang þótt glóðarljósið í mælaborðinu logi ekki nema stutta stund.
Þegar bíllinn er kominn í gang er ekkert að, hvorki áberandi kraftleysi né gangtruflanir svo að ég efast um að sé neitt síuvandamál á ferðinni, en er farið að gruna að sé eitthvað í ádreparadótinu sem stendur á sér.
Mér skilst að aftan á díselverkinu sé svartur kassi með rafeindadóti sem stjórnar ádreparasegulrofa sem er þar fyrir innan. Hefur þetta verið að bila og hvað er þá helst til ráða ?
Svo eru einhverjir loftpungar og dót utan á díselverkinu sem hugsanlega þarf að smyrja eða endurnýja. Veit einhver hvað þetta gerir og hvort það sé líklegur sökudólgur ???Með von um gagnlegar upplýsingar áður en Kóreupæjan tæmir rafgeyminn alveg.
Kv.
Ágúst
27.01.2010 at 18:14 #679622Hljóð sem passar við lýsinguna kom eitt sinn í gamla Pajeroinn minn. Ég tel að það hafi komið vegna þess að pakkning milli pústgreinar og túrbínu gaf sig.
Þetta er stálpakkning sem getur farið að sveiflast líkt og ýlustrá gerir ef það byrjar að blása meðfram henni.
Ég gerði svo sem ekki mikið í málinu, hélt áfram að keyra og smám saman hætti ég að taka eftir hljóðinu. Vafalaust hefur lekinn smám saman aukist, enda sáust sóttaumar við flangsinn þegar vel var gáð og loftsían sem dregur inn loft þarna nálægt var fljót að svertast.Þótt ég hafi látið þetta danka í gamla skrjóðnum mínum þá mæli ég ekki með því að aðrir geri það líka því að óhljóð í vélarsalnum eru oftast aðvörun um að eitthvað þurfi að laga.
Ágúst
23.01.2010 at 00:39 #678964Þeta aftan á olíuverkinu – er það tölvubúnaðurinn sem "veit" hvort það er rétt forritaður lykill í svissinum ?
Ágúst
11.01.2010 at 22:47 #676024Þú segist hafa þurft að aftengja fullt af tengjum til að komast að kertunum. Ertu þá alveg 100% viss um að þau hafi öll farið rétt og pottþétt saman aftur ? Þekki þessa bíla ekki neitt, en datt þetta svona í hug.
Ágúst
-
AuthorReplies