Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.02.2002 at 22:25 #191334
Getur nokkur frætt mig um það hvernig best sé að meðhöndla álfelgur sem eru orðnar mattar og freknóttar ?
Helst vildi ég heyra af einhverjum töfraaðferðum sem kosta ekkert og gefa felgunum áferð eins og nýjar væru án fyrirhafnar, en margt fleira kemur til greina, einkum og sér í lagi ef það virkar.Kveðjur
Wolf
08.12.2001 at 22:02 #457916Sælir.
Ég þakka allar gáfulegu athugasemdirnar um Pajero, sem hafa borist og vil
mjög gjarna fá fleiri slíkar svo lengi sem menn nenna að miðla þeim.
Það er t.d. gott að vita af rúllurokkerunum hjá Heklu. Kosta þeir ekki helling ?
Í fyrsta póstinum sagði ég ekki frá öllu í bílnum sem hefur böggað mig,
en það gæti verið gott efni í metsölubók að greina frá lífsreynslu manns
sem kaupir bíl á 200 þús kall og vill svo hafa allt kramið í toppstandi.Það er ég.
Þegar ég ákvað að gambla þessum tvöhundruðkalli þá var bíllinn varla ökufær því að túrbínan var með brotnum öxli og smurolía flæddi óhindrað út í pústgang og soggrein þannig að sólmyrkvi myndaðist stuttu eftir að hann var gangsettur.
Ég byrjaði á því að loka götum í túrbínunni og smurgangi. Þannig prufukeyrði ég í nokkra daga og sannfærðist um að vélin væri ekki alvarlega úrbrædd. Síðan keypti ég notaða túrbínu á 15 þús kall og hef keyrt á henni síðan. Vel getur verið að framhjáhlaupsventillinn sé lekur og þá skýrir það bæði lága verðið og slappheitin í vélinni. Ef allt annað kemst einhvern tíma í toppstand þá splæsi ég e.t.v. í nýja túrbínu í Blossa fyrir 90 þúsund kall (300 þúsund hjá Heklu !).Það er sitthvað í rafkerfinu sem virkar illa og sumt alls ekki, en ég dútla því í lag þegar mér hentar ? no problem. Hins vegar er þetta fyrsti díselbíllinn minn og ég er svolítið stressaður vegna vélarinnar.
Það sem ég hef helst áhyggjur af er eftirfarandi:
1. Loftbólur í kælivatnstanki.
2. Vatnsdropar á olíukvarða.
3. Ójafn og skrykkjóttur gangur fyrst á morgnana.
Er nokkur vafi á því að orsökin sé leki í heddi eða heddpakkningu ?
Ég vil gjarna heyra af reynslu annarra í þeim efnum. Er t.d. algengt
að heddin gefi sig eftir 200 til 300 þús km eða á ég að vera bjartsýnn og halda að það sé bara pakkningin ? Er ekki óhollt fyrir vélina að vera keyrð svona (með loft í kælivatninu og kælivatn í smurolíunni og … ??)Svo er það eldsneytiseyðslan. Ég hef mælt hana á bilinu 14 til 19 lítrar á hundraðið, hæst nú í snjófærðinni síðustu vikur.
Er þetta nokkuð óeðlilega hátt þegar tekið er tillit til allra þátta, sjálfskipting, 33 tommu dekk og mest innanbæjarakstur ?4×4 Kveðjur
Wolf
06.12.2001 at 20:56 #191217Ég sé að það eru margir kunnáttumenn á 4×4 tilbúnir að miðla af djúpum brunnum reynslu sinnar svo mig, nýgræðinginn, langar til að þiggja þær viskuskvettur sem kunna að bjóðast.
Svo er mál með vexti að ég keypti seint í haust Mitsubishi Pajero. Ég hef aldrei átt Dieselbíl fyrr og veit ekki svo gjörla við hverju ég á að búast af honum, en sumt við hann er þó öðruvísi en ég bjóst við.
Fyrst má nefna það að hann er alveg dj. seinn í viðbragði, algjör sleði og hreyfist varla úr sporunum meðan hann er kaldur. Hressist þó aðeins þegar hann hitnar.
Næst má nefna það að mér finnst eyðslan nokkuð há. Best að ég nefni engar tölur, vil gjarna vita hverju má búast við.
Loks er það að meðan vélin er köld er gangurinn herfilega ójafn, hikstar, ropar og rekur við, en eftir að hann fer að hitna lagast gangurinn og er bara nokkuð góður þegar vinnsluhita er náð – fyrir utan slappleikann sem ég nefndi fyrst.Til að hægt sé að gefa vitræn svör verð ég að upplýsa helstu tæknileg atriðin:
Þetta er langur Pajero, 1990 módel, sjálfskiptur.
Vélin er Diesel turbo með intercooler, 2500 ccm.
Hann er á 33 tommu dekkjum, drifhlutföll sennilega óbreytt.
Kílómetrateljarinn sýnir 235 þúsund en ég veit ekki hvort nokkuð í vélinni hefur verið endurnýjað fyrir utan reimar og síur.Hvað geta vitringarnir nú upplýst ?
Á ég að splæsa í stillingu eða yfirferð á díselkerfinu – eða bara fylla á tankinn og brosa ?
Eru einhverjir veikleikar í vélinni sem þarf sérstaklega að huga að þegar hún er komin er á þennan aldur (235 þús)? Ventlar, kambás eða annað ?
Veit einhver um vefsíður eða bækur með ítarlegum tækniupplýsingum um þessa bíla ? Ég geri við hérumbil allt sjálfur og fer ekki ótilneyddur á bílaverkstæði, en vantar upplýsingar um vélina (herslutölur, tímamerki o.fl. o.fl).Kveðjur
Wolf
-
AuthorReplies