Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.01.2003 at 00:06 #467194
Takk fyrir góð ráð varðandi Intercoolera og allt það.
Mér líst samt ekki alls kostar á að færa skynjaraslönguna fyrir wastegate ventilinn inn á grein því að túrbínan fær að puða meira og snúast hraðar en fyrr – og sennilega meira en hún var hönnuð fyrir. Annars væri ekkert "gagn" í að færa slönguna
Aðaltilangur með wastegate ventlinum er einmitt að vernda túrbínuna fyrir yfirálagi, yfirsnúningi og eigandann fyrir dýrum viðgerðum.Þeim sem finnst aflaukning mega kosta hvað sem er bendi ég á möguleikann að gera wastegate ventilinn bara alveg óvirkan með því að aftengja og blinda slönguna. Það verður sennilega mjög gaman – í stutta stund, en alveg hundfúlt á eftir.
Til að fylgjast með bústinu er alveg gráupplagt að hafa mæli. Ég fann lítinn og nettan mæli (1 Bar) hjá þeim í Barka í Kópavogi ásamt tengi og plastslöngu. Verð ca 1000 kall. Tengdi þetta með T-stykki á lögnina sem fer í wastegate eða díselverkið, en mælisnálin sveiflaðist mikið á vissu hraðabili svo að ég útbjó lítinn "hljóðkút" úr spraybrúsa og setti á lögnina að mælinum.
Mælinn festi ég ofan á mælaborðið með festingu sem ég útbjó úr krómuðu raufarloksstykki aftan af gamalli tölvu.
Þetta þrælvirkar og kostaði sáralítið.Wolf
19.01.2003 at 22:24 #192020Lokaniðurstöður París – Dakar rallsins skv MBL.IS:
Tíu efstu sætin í bílaflokki skipuðu annars:
1. Hiroshi Masuoka (Japan) Mitsubishi 49:08,52 klukkustundir
2. Jean-Pierre Fontenay (Frakklandi) Mitsubishi 1:52,12 klst. á eftir
3. Stephane Peterhansel (Frakklandi) Mitsubishi 2:16,28 klst. á eftir
4. Carlos Sousa (Portúgal) Mitsubishi 2:27,47
5. Giniel de Villiers (S-Afríku) Nissan 2:45,55
6. Stephane Henrard (Belgíu) Volkswagen 3:42,15
7. Ari Vatanen (Finnlandi) Nissan 4:25,59
8. Jutta Kleinschmidt (Þýskalandi) Volkswagen 8:16,56
9. Luc Alphand (Frakklandi) BMW 8:56,06
10. Jose Luis Monterde (Spáni) Mitsubishi 9:08,19
Voru engar Toyotur með ??????
Wolf
28.12.2002 at 00:59 #465904Þetta Prolong þekki ég ekki, en hef notað Militec með góðum árangri og nota það á alla bíla. Keyrði eitt sinn Lada Sport ca 3 Km með brotinn olíudæluöxul (smurþrýstingur = 0,0). Eftir að ég skipti um öxul og dælu virkaði allt fínt og ekkert meira bank eða læti en áður. Þakka það Militekkinu þó rússneska handbragðið hafi e.t.v. skipt máli líka.
Wolf
21.12.2002 at 19:06 #465748Sælir.
Ef nú á að banna að bæta grindum framan á bíla þurfa þeir sem þegar hafa slík háskatól ekki að tryggja á einhvern hátt að áframhaldandi notkun þeirra verði viðurkennd ?
Ég á við hvort þetta sé skráð eins og aðrar stórbreytingar á bílunum.
Hvað segja sérfræðingarnir um það ?Wolf
12.12.2002 at 19:50 #465356Skemmtilegar prófanir. Ótrúlega lítill munur á merkjum.
Þó koma sjálfskiptu bílarnir alltaf betur út en þeir beinskiptu. Kunna þessir gæjar bara nokkuð á beinskipta bíla ?Wolf
26.11.2002 at 22:47 #464616Sælir.
Pajeróinn minn fór fyrir nokkru að væla og skrækja þegar túrbínan trukkar yfir ca 0,4 bör. Hljóðið minnir helst á ýlustrá, en er mjög mismunandi áberandi.
Ég er búinn að leita að leka á túrbínu- og millikælisslöngunum, en hef engan fundið. Það eina sem ég á eftir að prófa er greinarpakkningin, en hún er tvínotuð því þegar ég setti nýja túrbínu í bílinn sl. haust (90 þús. kall) þá tímdi ég ekki að kaupa nýja pakkningu (1-2 þús ?). Gáfulegt ?? Það var einmitt skömmu eftir túrbínuskiptin sem söngurinn byrjaði.Er þetta ekki borðleggjandi ?
Ágúst
23.11.2002 at 23:30 #191814Sælir félagar
Hér eru nokkrar vegalengdartölur sem geta hentað til að kvarða vegmæla og ökumæla í bílum:
Reykjanesbraut:
Fjarðarbraut (Krýsuvíkurvegur), brú – Vatnleysustrandarvegur 11,93 km
Vatnsleysustrandarvegur – Grindavíkurvegiur 12,98 km
Grindavíkurvegur – Víkurvegur (Fitjar) 6,03 km
Víkurvegur – Flugstöð (vegamót koma) 6,50 km
Öll leiðin frá Fjarðarbraut til Flugstöðvar 37,44 kmSuðurlandsvegur:
Rauðatorg (v. Breiðh.braut hjá Rauðavatni) – Þrengslavegamót 18,89 km
Þrengslavegamót – Hveragerði (hringtorg v. Þorlákshafnarveg) 16,06 km
Öll leiðin frá Rauðavatnstorgi til Hveragerðis 34,95 kmTölurnar fékk ég úr Vegaskrá VR. Mér fannst of mikill munur á kílómetrateljara og ökumæli í bílnum mínum og vildi komast að hinu sanna í málinu. Eftir eina ferð til Hveragerðis og til baka veit ég nú að skattmann ætlar að rukka mig um 73 kílómetra þegar ég ek bara rétt tæpa 70.
Ég er ekki alveg nógu hress með niðurstöðurnar því að dekkin eru næstum óslitin og ég er nýlega búinn að fá mælinn stilltan og ísettan. Einhvern tíma heyrði ég að allt að +/-10% skekkja væri leyfð á ökumælum. Veit einhver nánar um það ?Kveðjur
Ágúst Ú Sigurðsson
27.08.2002 at 20:54 #462880Verdens Gang er ekki talið með allra áreiðanlegustu dagblöðum, svo ekki er ráðlegt að henda NMT símum strax út á hafsauga.
Efni greinarinnar er um einhverja sænska rannsókn sem bendir til að "stórnotendur" NMT síma hafi 80% meiri möguleika á að fá heilaæxli en aðrir.
Ætli tölurnar séu ekki framreiknaðar með einhverjum kúnstum þannig að samsvari 24 stunda símanotkun á dag eða e-ð enn meir.Takið eftir að þeir segja möguleika en ekki líkur.
Er þetta ekki bara týpisk slúðurblaðamennska ?Ég á reyndar ekki NMT síma, læt nægja að grilla heilasellurnar með GSM bylgjum. Þess vegna held ég að þetta sé bara bull.
Kveðjur
Wolf
10.08.2002 at 21:53 #462764Þú færð frábæra frauðplastkassa með þéttu loki í fyrirtæki sem heitir Stjörnusteinn, Kaplahrauni 2-4 Hafnarfirði.
Svo færðu þér slatta af ís, t.d. í Nóatúnsbúðunun (ókeypis ?) og setur í plastpoka. Helst frosið/kalt dögum saman og kælir bæði bjór og fisk.Wolf
03.08.2002 at 21:56 #191634Væri ekki gaman að hafa í jeppanum vél sem torkar yfir 400 fetpund, snýst 52000 snúninga á mínútu og er samt a.m.k. helminig léttari en meðal V8 ? Auk þess getur hún gengið á nánast hvaða eldsneyti sem er, t.d. Tequila og Chanel 8 ilmvatni !
Frá slíkri vél og tilraunum Chrysler verksmiðjanna með gastúrbínudrifna bíla á 7. áratug síðustu aldar er sagt á þessari bráðskemmtilegu vefsíðu.
http://www.turbinecar.com/sia/sia127.htm
Góða skemmtun.
Wolf
25.07.2002 at 17:00 #462260Sælir 4×4 félagar og takk fyrir áhugaverðar umræður um jeppamálin og hvaðeina annað.
Eftir að ég fékk síðustu kveðju frá Tollstjóra settist ég niður eina ferðina enn til að meta samskipti mín við innheimtumenn ríkissjóðs. Mínar niðurstöður eru þessar:
1. Meðan einnig er frúarbíll á heimilinu þá ferðast Pajeró díseljálkurinn minn varla nema í almesta lagi 10.000 km á ári, og mest á sumrin, meðan stangaveiðitímabilið stendur yfir.
2. Á föstu gjaldi kostar hver dagur 382 krónur hvort sem bíllinn er í notkun eða bilaður inni í skúr.
3. Nú fæ ég tvisvar á ári rukkun frá Tollstjóra upp á 69.704 krónur. Ef ég myndi í staðinn greiða samkvæmt akstursmæli, 7,11 krónur á kílómetrann myndi ég sleppa með rúmar 70.000 krónur á ári í stað 140.000.
4. Nýr ökumælir á hjólnaf kostar 28.000 kr með ásetningu.
5. Ný lög (ólög ?) um að færa skattinn inn í olíuverðið munu í fyrsta lagi taka gildi í janúar 2004.
6. Ég fjárfesti í ökumæli strax að stangveiðitímabilinu loknu og hann verður búinn að borga sig upp í byrjun næsta árs. Næsta ár, 2003, mun ég spara 60-70 þúsund kall, sem ég get þá notað í veiðileyfi eða einhvern annan munað. Ef lagabreytingunni verður enn og aftur seinkað (hver veit ?) þá held ég bara áfram að græða.
6. Þar sem Pajeróinn er nokkuð frekur á olíuna sýnist mér að hann verði óhagkvæmur í rekstri ef olíuverðið fer upp á svipaðar tölur og bensínverðið. Þá er aldrei að vita nema maður fari að spá í að skipta yfir í eitthvað annað, en í bili ætla ég bara að segja: "Den tid den sorg".
Kveðjur
Wolf
ps Veit nokkur um ökumæla sem kosta minna en 28 þús. (Ökumælar ehf) ??
09.07.2002 at 22:27 #462244Ég hef ekki reynslu af Koni dempurum á jeppum eða stærri bílum, en hef tvisvar fjárfest í Koni undir fólksbíla sem ég átti. Bæði skiptin voru þetta síðustu demparaskipti á bílnum, virkuðu vel og entust og entust og … Ef þeir væru ekki svona dýrir þá myndi ég sko ekki hugleiða annað.
Wolf
30.05.2002 at 21:15 #461372Ég á auka trissuhjól af 2,5 lítra díselvélinni (4D56).
Hef ekki hugmynd um hvort það sé sama hjólið og á þínum, en ef það passar þá er það falt.Ágúst s. 8624078
24.05.2002 at 22:36 #191528Sælir.
Ég hef verið að spá í það að kaupa Galloper eða Hyundai H100 flak með 2,5 TDI-vél til að endurnýja þreyttu vélina í Pajerónum mínum. Mér skilst að þetta séu „sömu“ vélarnar, a.m.k. upphaflega byggðar á sama grunninum. Pajeróinn minn er árgerð 1990, 2.5 TDI og sjálfskiptur.
Hefur einhver ykkar reynslu af því að setja svona Hyundai Dísel í svona Pajero eða öfugt ?
Hvaða hlutir passa ekki, hvað þarf að smíða eða slípa til o.s.frv – eða er þetta bara „plug and play“ ??Ennfremur væri gott að vita hvort ég geti reiknað með að Hyundai vél fyrir beinskiptingu muni passa vandræðalaust móti original MMC-drifhjóli og sjálfskiptingu, ásamt startara og startkrans. Eru sem sagt sveifarásinn og allur breiði endinn eins á Hyundai og MMC ?
Svo að lokum smá skoðanakönnun:
Hvað teljið þið sanngjarnt að borga fyrir svona Hyundai-rokk sem er lítið keyrður (t.d. undir 50 þús km) en keyptur í tjónabíl án nokkurrar ábyrgðar ?Kveðjur
Ágúst Úlfar (Wolf) Sigurðsson
24.04.2002 at 21:39 #458776Mig langar til að leggja orð í belg um verð á varahlutum í Pajeró (árgerð 1990) og þjónustu umboðsins, Heklu.
Ég er með 2,5 lítra dísel og tók upp í honum heddið í vetur og skipti þá í leiðinni um ýmsa hluti utan á og ofanvert í vélinni. Verðið á flestum hlutunum kannaði ég bæði hjá Heklu og helstu vélahlutaverslunum. Niðurstaðan var sú að ef hlutirnir fengust hjá samkeppnisaðilum þá munaði sjaldnast miklu á verði. Í einhverjum tilfellum var Hekla með lægstu verð sem ég fann. Í örfáum tilfellum munaði samt verulega í hina áttina svo það borgar sig alltaf að spyrja. Niðurstaða mín er sú að í heildina eru verðin hjá Heklu mun betri en sögur herma.
Sennilega er niðurstaðan svipuð hjá öðrum bílaumboðum, en ég mun seint gleyma verði á dempurum í Ni$$an sem ég neyddist til að kaupa hjá IH fyrir nokkrum árum.
Loks get ég ekki orða bundist að nefna þægilegt viðmót MMC-þjónustustjórans hjá Heklu. Hann hefur fúslega útvegað mér afrit af síðum úr þjónustubókum og ýmsar tæknilegar upplýsingar og ráð – allt án endurgjalds.
Fyrir alla muni segið samt eigendum Heklu ekki frá þessu, það er ekki víst að þeir líti málin sömu augum og ég.Breytingakveðjur
Wolf
05.03.2002 at 22:09 #459486Það var fínt að fá slóðina á reglugerðina og fá hana "direct from the horse´s mouth" (= beint úr kúnni).
Mér sýnist að gamla Marshall kastaraparið sem ég festi á Pajeroinn minn um síðustu helgi geti samkvæmt þessu flokkast sem "Auka háljósker" og þurfi því hvorki hlífar né gaumljós, en þessa tvo hluti "geymdi" ég mér að setja upp.
Ég tengdi kastarana þannig að þrýstirofinn á endanum á stefnuljóssstönginni, sem eitt sinn ræsti "ljósapissið" kveikir á þeim en þó aðeins ef háu ljósin eru á. Um leið og ég lækka ljósin þá slokknar sjálfkrafa á kösturunum. Með þessu móti þurfti ég ekki að hreyfa við neinu í mælaborðinu né draga einn einasta vír þaðan og fram í hesthús. Enginn aukarofi í mælaborði né gaumljós.
Þessi "stýring" svínvirkar og í hana þurfti aðeins tvo rafliða og eina díóðu.
Kveðjur
Wolf
03.03.2002 at 02:52 #191364Enn og aftur leita ég eftir ráðum reyndra f4x4 manna.
Fyrir skömmu var ég að skoða ljóskastara sem voru til sölu í varahlutaverslun í Reykjavík. Á pakkan hafði verið límdur aðvörunarmiði (í stíl við sígarettupakkana) þar sem varað var við notkun á kösturum.
Eftir á minnir mig að samkvæmt miðanum hafi ekki mátt kveikja á þessum ljósum og helst þurft að hafa einhverjar hlífar á þeim svo tryggt væri að þau gætu örugglega ekki lýst neitt.
Auk þessa þurfti að tengja einhver gaumljós til að sýna ökumanni hvort straumur væri á kösturunum eða ekki (augljós þörf ef skylt er að hafa hlífar alltaf á þeim).En svo öllum hálfkæringi sé sleppt þá langar mig til að vita hver staðan sé í raun. Er tiltekin gerð ljósa lögleg og önnur ekki, er gengið eftir að þau séu tengd á ákveðinn hátt og svo framleiðis.
Er reglunum einungis fylgt við árlega skoðun eða utan þess o.s.frv ???????????????????
Sem sagt: REYNSLUSÖGUR ÓSKAST.
Kveðjur
Wolf
03.03.2002 at 02:21 #459364Sælir, og takk fyrir innleggin.
Ég býst við að ræsingarvandamál mín séu einkum af tveim ástæðum:
1. Ég er vanur bensínbílum með kveikjukerfi í 100 prósent lagi, þoli ekki blauta kertaþræði með útleiðslu og gangsetningarvandræði. Geri strax við ef svoleiðis kemur upp. Ef stutt start dugar ekki þá er eitthvað að.
2. Pajeroinn minn er orðinn 12 ára og ekinn næstum kvartmilljón kílómetra. Sennilega eru original stimpilhringirnir á sínum stað ennþá og ég hef ekki hugmynd um hver þjöppunin er, nema að eftir ganghljóðinu er hún svipuð á öllum fjórum.
Nokkrum dögum eftir að ég setti þennan umræðuþráð í loftið kom 15 stiga frost í Breiðholtinu. Ég bjóst við hinu versta og glóðaði því tvisvar áður en ég byrjaði að starta og eftir 5 – 7 sekúndna start var vélin farin að svara inngjöf og allt í lukkunnar velstandi eftir það.
Þetta er greinilega spurning um reynslu eins og á svo mörgum öðrum sviðum.Mig langar þó til að spyrja vana jöklafara hvort þeir mæli með að nota startsprey á díselbíla þegar í harðbakkann slær, og ef svo er hvort ekki sé hætta á að það sprengi út í soggreinina og skemmi millikælinn eða aðra parta þar.
Frostkveðjur
Wolf
24.02.2002 at 19:10 #191354Sælir enn og aftur.
Ég hef enga reynslu af díselbílum og hef nýlega eignast minn fyrsta olíubrennara, 12 ára Pajero. Í frostinu í gærmorgun sem mældist ca 13 gráður var dísellinn verulega tregur í gang, þótt hann samþykkti það um síðir. Hann snérist ágætlega (nóg rafmagn) og kveikti í með reyk og tilheyrandi, vélin vildi bara fremur stoppa en ganga þegar ég sleppti startaranum – þar til eftir góða stund. Það er stutt síðan ég tjékkaði glóðarkertin og ég hugsa að þau séu í lagi (6 volta hraðkerti með tímastýringu).
Mér varð hugsað til þess hvernig myndi ganga ef frostið færi upp í alvöru fjallafrost í stað Breiðholtsblíðunnar.Nú langar mig til að fræðast af reyndum díseleigendum í f4X4 hvort þetta sé óeðlilegur slappleiki eða hvort menn hafi jafnaðarlega startsprey eða önnur töfratól meðferðis til notkunar í kulda.
Er e.t.v. eðlilegt að beita startara í díselbílum lengur en á bensínbílum (10 – 20 sekúndur eða meir) ?
20.02.2002 at 23:10 #459154Þakka ábendingarnar.
Wolf
-
AuthorReplies