Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.01.2004 at 00:08 #485302
Muffin:
Til að sannreyna virkni relayanna myndi ég tengja 12 volta ljósaperur yfir eitt af fremri kertunum og aðra á eitt af þeim aftari.
Á tvípóla kertunum tengir þú peruna milli pólanna en á einpóla kertunum er vélarblokkin hinn póllinn.
Vattafjöldi perunnar er ekki krítískur, litlar 12 V perur eins og í mælaborði eða parkljósum eru fínar til að prófa með.Ef allt virkar eðlilega ættu báðar perurnar að loga með fullri birtu fyrst, meðan full hitun er, en dofna síðan þegar framhaldshitunin tekur við. Þegar upphitunartíminn er liðinn á að slokkna alveg á báðum.
Að sjálfsögðu geturðu notað spennumæli í staðinn, en hann ætti þá að sýna fulla geymisspennu á öllum kertunum í upphafshitun, en lækka í hálfa geymisspennuna við framhaldshitunina.
Kv.
Wolf
20.01.2004 at 22:24 #485310Ég mæli með að þú talir við snillana á horninu Súðarvogi/Dugguvogi. Minnir að það heiti Rafstilling.
Wolf
28.12.2003 at 01:52 #193351Ég rakst á vefsíðu Hollensks fyrirtækis sem ætlar að leysa orkuvanda heimsins (næstum) með því að framleiða rafmótora sem geta drifið bílhjólin beint.
Með þessu telja þeir að náist miklu betri nýting en ef drif og gírkassar koma við sögu.
Raforkan er geymd í rafgeymum og síðan er notaður lítill díselrokkur til að viðhalda hleðslunni. Menn hafa prófað svipaðar „hybrid“ útfærslur fyrr, a.m.k. á fólksbílum, en þessir eru að hefja prófun á strætisvagni og ætla að setja svona drifbúnað í tvo mismunandi jeppa. Það gæti verið spennandi að fylgjast með því hverju þetta skilar.Linkurinn er: http://www.e-traction.com/TheWheel.htm
Kv.
Wolf
27.12.2003 at 20:45 #482560Sælir.
Ef ég hef skilið málið rétt þá er EGNOS og WAAS sami hluturinn, annað bara fyrir Evrópu, en hitt fyrir BNA.
Skömmu eftir að ég las þessa grein í Mogganum datt mér í hug að prófa og fór með göngutækið mitt (Garmin Geco 201) út og athuga hvort þetta breytti einhverju.
Án WAAS komst nákvæmnin í 7 metra samkvæmt tækinu og án athugasemda, en eftir að ég kveikti á WAASinu lækkaði nákvæmnin heldur og svo fór tækið að kvarta yfir veikum merkjum. Það var kalt í veðri svo ég nennti ekki að endurtaka tilraunina og hef ekki gert það enn.Gaman væri að heyra hvort aðrir hafi prófað þetta.
Wolf
02.12.2003 at 19:41 #481808Ef þú varst að prófa að setja íslandsmet í löngum mannanöfnum, þá held ég að tilraunin hafi bara tekist nokkuð vel
23.11.2003 at 21:31 #193217Ég fór í dag að prófa GPS uppsetninguna „mína“. Þótt margir séu búnir að fara gegn um þetta á undan mér þá var ég svo hrifinn (að það skyldi virka) að ég skrifaði niður helstu punktana.
Varðandi smíð á leiðslum þá er öruggara fyrir óvana að kaupa þær tilbúnar hjá umboðsmönnum en að mixa þær sjálfir. Munið að ef illa tekst til og allt fer í bál og brand þá er það ykkur sjálfum að kenna.GPS tæki í jeppann
Vélbúnaður:
· Garmin Geko 201 (minnsta og ódýrasta tækið með tölvutengi sem ég fann)
· Gömul hálfónýt fartölva, 133 MHz með 32 MB minni og ónýta rafhlöðu.
· Heimagerð tengisnúra til að flytja 12 Volta spennu til tölvunnar úr bílnum.
· Heimagerðar tengisnúrur milli GPS og tölvu. Gögn og afl fyrir GPS.
· Pajero Dísel árgerð 1990.Hugbúnaður:
· Í GPS tækinu er hugbúnaður merktur Version 2.0
· PC tölvan keyrir Windows 98 SE og OZI explorer, útg. 3.95.3c.
· Hugsanlega má nota forrit frá Pivot Software til að hvolfa skjámyndinni (sjá kaflann um frágang).
· Kortgrunnur: LMÍ 1:50.000. Rýmisþörf tæp 500 MB með MAP, GEO og NOS skrám fyrir allt Ísland.Stillingar:
· Til að flytja vegmerki og ferla úr GPS tækinu í tölvuna hef ég stillt GPS á ?Garmin? samskipti og í OZI forritinu farið í aðgerðirnar Garmin / Get xxx from GPS.
· Til að fá stöðu og feril jafnharðan inn á kortið hef stillt GPS á ?NEMEA? samskipti og í OZI ræst ?Moving map Control? (velja Moving map / Moving map control) og smella á Start-hnappinn þar til að ræsa samskiptin. Þá birtist stór píla sem sýnir hvar maður er og stefnuna sem ferðast er í. Einnig birtast hraði, stefna og hæð í tölusvæðum.Frágangur tækja í bílnum:
· GPS tækið hafði ég bara liggjandi laust við framrúðuna og án aukaloftnets. Oftast þegar ég gáði gaf það upp nákvæmnina 6 til 7 metrar.
· Tölvan var laus í framsætinu farþegamegin, en ég þarf að finna henni betri stað, t.d. uppi í rjáfri, á hvolfi. Þar getur Pivot hugbúnaðurinn komið að gagni til að snúa skjámyndinni rétt.Nánari lýsing á tengisnúrum:
· Aflsnúra fyrir tölvuna tengir 12 Volt frá vindlingakveikjaratengi í bílnum inn á tengið á tölvunni sem ætlað er fyrir hleðslustraumbreyti (220 niður í 19 Volt). Ferríthólkur er á snúrunni til að minnka hættu á raftruflunum. Straumnotkun tölvunnar við 12-14 Volt er u.þ.b. 2,4 Amper
· Snúra sem tengir GPS við tölvu: GPS megin er heimagert tengi sem skrúfast aftan á GPS tækið. Hún hefur 4 leiðara: Jörð, gögn inn, gögn út og + 3 Volt. Auk þess er 3 Volta zenerdíóða tengd milli jarðpóls og +3 Volta póls til að tempra spennuna. Í hinn endann eru 2 tengi, sem skrúfast aftan í tölvuna: Eitt DB9 kvk, sem tengir gagnabrautirnar við COM-port tölvunnar. Tengið sem ég notaði er fengið af gamalli tölvumús. Sömuleiðis snúran. Straumur fyrir GPS tækið er sóttur úr DB15 karltengi sem fer í ?gameport? tengi tölvunnar. Spennan er felld úr 5 Voltum með ca 15 Ohma viðnámi og tempruð með 3 Volta zenerdíóðu. Báðir hlutirnir eru felldir inn í tengishúsið og verjast þannig fyrir hnjaski. Ekki er (enn) ferríthólkur á þessari snúru. Öll tengin eru fest með skrúfum og detta því síður úr sambandi við hristing.Prófun 23.11.2003
Ók um í Breiðholtshverfi og nágrenni Reykjavíkur, m.a. Hafravatnshring með nokkrum útskotum. Moving map virknin var mjög sannfærandi að öllu leyti eftir að ég hafði fundið hvernig átti að ræsa hana. Ók suma hluta leiðarinnar tvisvar, ýmist fram eða til baka. Ekki kom fram neinn sýnilegur mismunur á ferlunum sem teiknuðust á skjáinn. Það eina sem mér fannst að mætti vera betra er það að hæðin birtist í fetum en ekki metrum.
Staðsetning var mjög vel í samræmi við umhverfið og hvergi fundust áberandi skekkjur.
Kortið færðist sjálfkrafa til á skjánum þ.a. punkturinn sem maður var á hélst alltaf á miðjum skjáglugganum.
Vistaði ferilinn. Þegar ég kallaði hann upp aftur seinna birtist hann á jafn góðri upplausn og fyrr.
Í lokin prófaði ég að stilla til baka á Garmin samskipti og hlaða ferlinum niður frá GPS. Það sem birtist á skjánum var miklu grófari ferill (lengra milli punkta) en úr NEMEA dæminu auk þess sem hluta leiðarinnar vantaði inn í af einhverjum orsökum (hugsanlega minnisskortur í GPS tækinu).
Ekki var sjáanlegt að skortur væri á tölvuafli þótt einungis væru 133 MHz og 32 MB til ráðstöfunar.Niðurstaðan er sú að ódýrt GPS tæki, úrelt, hálfbiluð fartölva og gamall Pajeró geta virkað alveg prýðilega saman. Tölum ekki um eigandann, en honum fannst mjög gaman.
22.11.2003 at 01:07 #481108Sælir spekúlantar.
Eru ekki til belgmiklar slöngur sem má annað hvort sjóða "botna" í eða jafnvel nota óbreyttar við svona tilraunir.
Lauslegir útreikningar mínir á lyftigetu eru svona:
Slanga, 50 cm í þvermál með ásoðnum botnum samsvarar þá stimpli með flatarstærðinni ca 25 * 25 * pí fersentímetrar eða næstum 2000. Eins kílógramms trukk á hvern ersentímetra er ekki mikið, en ætti þá að fara langt með að lyfta 2 tonnum. Það hlýtur að vera hægt að þenja þann þrýsting út úr meðal pústkerfi ef það er sæmilega þétt.
Að vísu skilst mér að díselvélum líki ekki mjög vel að fá fyrirstöðu í útblásturskerfi, en það er e.t.v. í lagi stuttan tíma meðan skotið er í eina slöngu.
Hvað segja besservisserarnir – er ekki bara að prófa svona dæmi áður en allt fennir í kaf ?
Wolf (Zeppelin)
22.11.2003 at 00:35 #480918Heyrðu Vals:
Segðu okkur eitthvað meira af þessu hæðarstýri fyrir Pæjur í stíl Citroen, sem þú veist af í þróun.
I am all ears eins og hérinn sagði.
Wolf
13.11.2003 at 20:17 #480468Sælir
Mikið er ég sammála SkúlaH, sem tjáði sig í þessari umræðu fyrr í dag.
Ég ætla að muna eftir þessu þegar kemur að innkaupum á áramótaflugeldunum og kaupa heilan helling af þeim – með bros á vör.Ágúst (Wolf) Sigurðsson.
16.10.2003 at 23:11 #478214Ég keyri olíubrennarann minn ekki nema ca 13 til 14 þúsund km á ári og var búinn að velta því fyrir mér um nokkurt skeið hvort sparnaðurinn sem fengist með ökumæli væri virði óþægindanna sem fylgja álestri og öllu því.
Fyrir sléttu ári sló ég svo til, fjárfesti í notuðum mæli og lét setja hann í. Ég borgaði 5 þús fyrir mælinn og ísetningin kostaði 15 þúsund.Kílómetraskatturinn sem ég greiði á árinu er rúmar 80 þús í stað 140 þús í fastagjalds.
Mismunurinn er löngu búinn að borga mælinn og drjúgan hluta af eldsneytinu að auki.Óþægindin sem fylgja mælinum eru óveruleg. Skattmann sendir mér vingjarnlegt áminningarbréf þegar mál er að láta lesa af og strákarnir í Aðalskoðun eru ljúfmennskan uppmáluð hvort sem ég kem til að láta þá lesa af eða til að fá hina árlegu skoðun.
Eitt atriði sem ég hafði líka óttast var að ég myndi fá aðkenningu af nískukasti vegna hvers ekins kílómetra,
en ég hef ekki fundið til verulegra óþæginda af þeim sökum.Um framtíðina og þróun mála á Alþingi er að sjálfsögðu erfitt að spá, en það tekur alltaf tíma að breyta skattkerfinu. Ég verð mjög hissa ef slík breyting tekur gildi næstu 12 mánuðina.
Satt best að segja þá vona ég að breytingin dragist sem lengst því að verðið á Díselolíunni verður örugglega ákveðið svo hátt að Skattmann fái sinn hlut óskertan – og gott betur. Pottþétt.Kv.
Wolf
12.10.2003 at 01:44 #192993Ég ef verið að velta fyrir mér hvernig megi koma ódýru GPS kerfi í bílinn og held að hér sé komin nothæf uppskrift. Hún er enn óprófuð og þess vegna vil ég gjarna fá athugasemdir og ábendingar um það sem mér kann að hafa yfirsést um.
Eitt af stóru vandamálunum er að staðsetja fartölvuna í bílnum. Pajeróinn minn er háþekja og þá er álitleg lausn að setja tölvuna upp í toppinn, líkt og í flugvélum. Þetta krefst einhvers hugbúnaðar til að snúa skjámyndinni 180 gráður. Sumar fartölvur hafa þetta innbyggt, en ekki mín. Ég er búinn að finna hugbúnað sem virðist duga. Uppskriftin að GPS fyrir fátæka manninn er þá þessi:1. GPS viðtæki: Garmin Geko 201. Kostar ca 14.000 kall í Leifsstöð. Er með tengi fyrir samskipti við tölvu og straumgjafa. Lítil og nett og hentar líka í gönguferðir.
2. Tölva: Gömul 120 MHZ fartölva. Win98/32MB/2GB diskur. Afskrifuð vegna þess að rafgeymar eru útbrunnir og nýir kosta allt of mikið.
3. Tengi milli tölvu og GPS: Hjá umboði ca 5.500 kall, en efni í heimasmíði kostar enn minna. Endanleg útfærsla ekki fullprófuð, en efniskostnaður gæti verið undir 1500 kr ef lóðbolti og kunnátta á hann er til taks. Straumbreytirás til að knýja GPS tækið er í báðum tilfellum innifalin.
4. Straumgjafi til að knýja PC tölvu: Vegna þess að ónýti rafgeymirinn í tölvunni minni er með ástimplað spennugildi 12 Volt datt mér í hug að prófa að tengja 12 Volta rafgeymaspennu úr bílnum beint í stað 19 Volta straumbreytisins. Fyrsta prófun lofar góðu, en ég á eftir að prófa það betur. Verð: 0 kr. í stað 220 Volta áriðils sem kostar glás af þúsundköllum.
5. Festibúnaður fyrir tölvu: Ekki enn búinn að hanna roof-top-console og tölvufestingar, sem varla verða þó dýrari en gólfstatíf eða annar festibúnaður. Þar verður líka rými fyrir fjarskiptabúnað og annað sem ekki má blotna ef …
6. Ef tölvan á að hanga niður úr þakinu þarf hugbúnað til að snúa myndinni á skjánum í 180°. Hann er innbyggður í sumar nýrri tölvur. Ég er búinn að finna hugbúnað sem virðist henta í mína. Hann heitir Pivot Pro og kostar US$ 40 á netinu (http://www.portrait.com).
7. Festibúnaður fyrir GPS: Eftir er að athuga hvort nóg sé að líma GPS tækið innan á framrúðuna. Geko 201 er ekki með loftnetstengi en ef það virkar ekki þannig í bílnum gæti þurft að fara í dýrari græjur.
8. Hugbúnaður fyrir kortaforrit: OZI-explorer kostar US$ 75. Önnur forrit kunna að koma til greina. Athugasemdir og ábendingar óskast.
9. Íslandskort.. Ábendingar óskast varðandi kröfur, valkosti og verð.Kostnaður er þá fyrir utan vinnu:
GPS tæki: (liður 1) 14.000
Tengidót (liður 3) 1.500 til 5.500
Hugbúnaður (US$ 115) 9.200
Kort: ?Alls fyrir utan kort og festibúnað: 25 til 30 þús kall.
Veit einhver um betri lausnir fyrir þá sem enn eru að burra á dollum sem kosta minna en milljón kall ?
Kveðjur
Wolf
12.10.2003 at 01:44 #192994Ég ef verið að velta fyrir mér hvernig megi koma ódýru GPS kerfi í bílinn og held að hér sé komin nothæf uppskrift. Hún er enn óprófuð og þess vegna vil ég gjarna fá athugasemdir og ábendingar um það sem mér kann að hafa yfirsést um.
Eitt af stóru vandamálunum er að staðsetja fartölvuna í bílnum. Pajeróinn minn er háþekja og þá er álitleg lausn að setja tölvuna upp í toppinn, líkt og í flugvélum. Þetta krefst einhvers hugbúnaðar til að snúa skjámyndinni 180 gráður. Sumar fartölvur hafa þetta innbyggt, en ekki mín. Ég er búinn að finna hugbúnað sem virðist duga. Uppskriftin að GPS fyrir fátæka manninn er þá þessi:1. GPS viðtæki: Garmin Geko 201. Kostar ca 14.000 kall í Leifsstöð. Er með tengi fyrir samskipti við tölvu og straumgjafa. Lítil og nett og hentar líka í gönguferðir.
2. Tölva: Gömul 120 MHZ fartölva. Win98/32MB/2GB diskur. Afskrifuð vegna þess að rafgeymar eru útbrunnir og nýir kosta allt of mikið.
3. Tengi milli tölvu og GPS: Hjá umboði ca 5.500 kall, en efni í heimasmíði kostar enn minna. Endanleg útfærsla ekki fullprófuð, en efniskostnaður gæti verið undir 1500 kr ef lóðbolti og kunnátta á hann er til taks. Straumbreytirás til að knýja GPS tækið er í báðum tilfellum innifalin.
4. Straumgjafi til að knýja PC tölvu: Vegna þess að ónýti rafgeymirinn í tölvunni minni er með ástimplað spennugildi 12 Volt datt mér í hug að prófa að tengja 12 Volta rafgeymaspennu úr bílnum beint í stað 19 Volta straumbreytisins. Fyrsta prófun lofar góðu, en ég á eftir að prófa það betur. Verð: 0 kr. í stað 220 Volta áriðils sem kostar glás af þúsundköllum.
5. Festibúnaður fyrir tölvu: Ekki enn búinn að hanna roof-top-console og tölvufestingar, sem varla verða þó dýrari en gólfstatíf eða annar festibúnaður. Þar verður líka rými fyrir fjarskiptabúnað og annað sem ekki má blotna ef …
6. Ef tölvan á að hanga niður úr þakinu þarf hugbúnað til að snúa myndinni á skjánum í 180°. Hann er innbyggður í sumar nýrri tölvur. Ég er búinn að finna hugbúnað sem virðist henta í mína. Hann heitir Pivot Pro og kostar US$ 40 á netinu (http://www.portrait.com).
7. Festibúnaður fyrir GPS: Eftir er að athuga hvort nóg sé að líma GPS tækið innan á framrúðuna. Geko 201 er ekki með loftnetstengi en ef það virkar ekki þannig í bílnum gæti þurft að fara í dýrari græjur.
8. Hugbúnaður fyrir kortaforrit: OZI-explorer kostar US$ 75. Önnur forrit kunna að koma til greina. Athugasemdir og ábendingar óskast.
9. Íslandskort.. Ábendingar óskast varðandi kröfur, valkosti og verð.Kostnaður er þá fyrir utan vinnu:
GPS tæki: (liður 1) 14.000
Tengidót (liður 3) 1.500 til 5.500
Hugbúnaður (US$ 115) 9.200
Kort: ?Alls fyrir utan kort og festibúnað: 25 til 30 þús kall.
Veit einhver um betri lausnir fyrir þá sem enn eru að burra á dollum sem kosta minna en milljón kall ?
Kveðjur
Wolf
02.10.2003 at 21:33 #477282Þetta gerist svo spennandi að ég má til að leggja aftur orð í belg.
Til þess að úrskurða hvort drifhlutfall sé t.d. 5,13 eða 5,42 þarf mælingu með hlutfallslega óvissu innan við 5,6 prósent Algengustu gerðir hraðamæla og snúningshraðamæla hafa óvissu allt upp í 10 prósent og hún eykst þegar draslið slitnar og eldist. Hugsanlega hafa stafrænir mælar betri nákvæmni, en ég efast samt um að hún nægi fyrir svona mælingar.
Ég myndi fremur telja út hringina sem drifskaftið snýst meðan dekkinu er snúið 20 hringi (10 hringi ef drifið er læst).
Fyrir þá sem vilja reikna hlutfall milli ummáls og þvermáls dekks minni ég á töluna pí, sem var einmitt fundin upp til þess arna. Pí hefur verið reiknað með skrambi mörgum aukastöfum, en 3,1415926 ætti að vera meir en nógu nákvæmt fyrir dekkja- og drifreikninga. Sumir nota brotið 22/7 sem er mun auðveldara að muna og alveg nógu nákvæmt í þessum reikningum.Kveðjur
Wolf
01.10.2003 at 20:12 #477240Ef bíllinn er með læstu drifi þá er bara að tjakka þannig að bæði hjólin séu á lofti, snúa öðru hvoru hjólinu einn hring og telja snúningana á drifskaftinu. Hitt hjólið hlýtur að elta og snúast með. Ef öxullinn er ólæstur þá er nóg að tjakka bara öðrum megin og snúa 2 hringi. Ef maður fær ekki sennilega niðurstöðu má bæta nákvæmnina með því að snúa t.d. tífalt fleiri hringi.
Er málið nokkuð flóknara en þetta ?ps. Veit nokkur hvaða hlutföll eru original á Pajero 1990 (Diesel 2,5, sjálfsk.) ?
Wolf
25.09.2003 at 20:58 #476832Ef pláss finnst frammi í vélarsalnum þá myndi ég setja áriðilinn þar og helst sem næst rafgeymunum þannig að 12 volta lögnin verði sem allra styst. Að sjálfsögðu skal nota vel sveran vír, alls ekki minna en 2,5 kvaðröt og því sverari sem lögnin er lengri. Mér reiknast til að 300 vatta áriðill taki til sín yfir 30 Ampera straum ef hann er undir fullu álagi og vinnur með 80 % nýtni.
Málið er það að straumurinn í 12 volta lögninni er næstum því 20 falt hærri en 220 volta megin og spennufall þar skiptir miklu meira máli.Í 220 volta lögnina má hins vegar nota miklu grennri vír, venjuleg tveggjaleiðara lampasnúra ætti að duga ágætlega.
Straumbreytar á flestum fartölvum eru gerðir fyrir spennusviðið 100 til 240 volt svo að tölvan hefur góða möguleika á að vinna vel svo lengi sem áriðillinn gefst ekki alveg upp.Algengt er að í tómagangi lækki geymisspennan nokkuð nema alternatorinn sé sérhannaður til að hlaða á lágum snúningi. Ef spennufall í langri 12 volta lögn bætist við þá er skiljanlegt að áriðlar hætti fljótt að starfa eðlilega og slái út.
Þá gæti verið ódýr úrlausn að stilla tómagangssnúninginn á vélinni aðeins hærra þ.a. alternatorinn geti fremur viðhaldið fullri kerfisspennu. Einnig má huga að því að spara aðra stórnotendur að rafmagni s.s. rúðu- og sætahitara, miðstöðvarblásara og ljóskastara meðan bíllinn er kyrrstæður.Ágúst
15.09.2003 at 00:13 #192868Ég er að velta fyrir mér að kaupa GPS tæki. Reikna með að nota það bæði á gönguferðum og í bílnum, sennilega þá tengt við tölvu. Sem sagt lítið og létt og með tölvutengi og að sjálfsögðu alls ekki mjög dýrt.
Fara þessar kröfur um tæki til að nota á göngu og í bíl e.t.v. illa saman ? Hvað eru menn að nota og hvernig er reynslan af þeim.Ég sá að fríhöfnin í Keflavík býður einhver Garmin Geko 201 á 13.490 kr. Þau eru lítil og létt og með PC tengi þótt snúran fylgi ekki með. Er þetta algjört drasl ?
Kveðjur
Ágúst
01.09.2003 at 10:08 #192830Lokað á Leirubakka.
Ég eyddi frábærri helgi að Fjallabaki og burraði heilmikið um vegi og slóðir þar. Eins og venjulega þá fór undir lokin að ganga full mikið á eldsneytisbirgðir manna. Ég miðaði því heimaksturinn við það að fá olíu á Leirubakka ofanvert á Landvegi. Það var hins vegar miður skynsamleg ákvörðun því að bensínsjoppan var lokuð og enginn fannst sem vildi eða gat afgreitt hinn dýrmæta vökva.
Til allrar hamingju dugði olían niður á Landvegamót og fékk ég þjónustu þar.Á Þjónustuveri Essó fékk ég þær upplýsingar að engar reglur væru til um opnunartíma eða lágmarksþjónustu á þessum minni stöðum, best væri að hringja á undan sér ef maður vildi vera viss. Þá er bara eftir að komast að því hvert sé vænlegt að hringja ef maður er ekki því betur kunnugur á svæðinu.
Eru til upplýsingar hjá F4x4 um þessi mál, hvar sé hægt að kaupa olíuvörur og á hvaða tíma sjoppurnar séu opnar eða hvert megi snúa sér (símanúmer) ? Þarna á ég að sjálfsögðu við stöðvar á hálendisvegunum, næstu eða síðustu stöð áður en lagt er í hann.
Ef slíkar upplýsingar eru ekki nú þegar á vefsíðum félagsins þá sting ég upp á að þeim verði komið upp við fyrstu hentugleika.
Kveðjur
Ágúst
12.08.2003 at 18:15 #475458Ég var með nýja XP-fartölvu sem hefur ekkert seríuport, bara USB, en þær eru margar orðnar þannig. Ég byrjaði á því að hringja í RSigmundsson, sem bauð mér breytistykki sem var "garanterað" að myndi virka, en kostaði um 7500 kr. Mér þótti það dýrt svo að ég keypti annað ódýrara í Tölvulistanum á ca 2000 kr. Síðan fylgdi ég bara leiðbeiningunum við uppsetningu tengistykkisins og draslið svínvirkaði strax í fyrstu tilraun, a.m.k. til að flytja vegpunkta í og úr Garminum.
Það er mjög líklegt að þetta sé meira vesen ef vélin er með eldri gerðir af Windows, en ég var með XP-home.Kv.
Ágúst
09.08.2003 at 23:14 #475322Pajeróinn minn er byrjaður að reykja og hægagangurinn ójafn. Skyldi þetta allt lagist þegar Atlantsolía kemur á tankinn ?
Wolf
06.08.2003 at 00:39 #192770Sælir
Ég er með háþekjubíl og datt í hug að það gæti verið snjallt að nýta plássið þar uppi fyrir hin margvíslegustu rafeindatæki sem ég get hugsað mér að setja í skrjóðinn. Til að festa tækin þarf þá einhvern stokk eða kassa (Roof Console) sem festist í þakbitana. Best væri ef auðvelt væri að taka stokkinn úr bílnum með öllu innihaldi til að skilja ekki eftir freistingar fyrir þjófapakkið.
Hefur nokkur séð svona þakstokka til sölu – eða smíðað þá sjálfur ?Kveðjur
Ágúst
-
AuthorReplies