Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.04.2004 at 20:54 #503033
Orð í belg.
Þar sem menn eru farnir að gægjast út úr skápnum og viðra skoðanir sínar á breyttu skattakerfi díselbíla þá vil ég líka taka þátt í leiknum.
Ég er mótfallinn fyrirhugaðri breytingu og hef til þess eftirfarandi ástæður:
Fyrsta:
Svo langt sem ég man hafa allar breytingar á skattlagningu verið framkvæmdar þannig að hlutur Skattmanns stækkaði og pyngja almennings að sama skapi orðið léttari. Ég hef upplifað mestu skattahækkun Íslandssögunnar, sem var þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp. Almenningi var talin trú um að það væri öllum til hagsbóta, skattlaust ár o.s.frv. Enginn græddi samt meira á breytingunni en Skattmann. Ég get ekki ímyndað mér að þetta verði öðruvísi þetta skiptið, álagningin hækkuð og allir látnir trúa því gagnstæða. Hafið þið annars lesið bókina 1984 eftir George Orwell ?Önnur:
Af þjóðhagslegum ástæðum og út frá umhverfissjónamiðum er æskilegt að fleiri einkabílar verði díseldrifnir, líkt og í grannlöndum okkar. Því verður ekki mótmælt, en slíka breytingu hefði verið hægt að gera fyrir löngu síðan með því að bæta léttari þyngdarflokkum í gömlu gjaldskrárnar í stað þess að skattleggja alla smábíla með stórtrukkataxta. Skattmann gaf út nýjar gjaldskrár á nokkurra mánaða fresti og afréð hvert einasta sinn að halda vitleysunni áfram. Vill einhver giska á ástæðuna ? Ég er viss um að það er vegna þess að Skattmann sá fram á að um leið og almenningur fengi kost á að nota hagkvæma díselbíla myndi bensínbílum fækka og þar með minni peningur í kassa ríkissjóðs. Hefur nokkur sennilegri skýringar ?Þriðja:
Ég ek í dag á gömlum grútarbrennara, sem er laus við flestar orkusparandi nýjungar s.s. tölvustýringar og common rail kerfi. Auk þess er hann sjálfskiptur og eyðir einhverju aukreitis fyrir bragðið, sennilega góðum 17 lítrum að jafnaði. Ef skattur á díselolíuna verður svo hár sem horfir þá hækkar rekstrarkostnaður minn af bílnum umtalsvert og gæti jafnvel orðið hagkvæmt að skipta honum út með nýlegum bensínbíl. Endurnýjunin kostar að sjálfsögðu sitt og ekki verð ég mjög vistvænn ef ég hendi díselnum og kaupi bensínbíl í staðinn.Vafalaust get ég fundið enn fleiri ástæður til að vera mótfallinn breytingunni, en ég held að þetta dugi í bili og endurtek bara gömlu tugguna; VÉR MÓTMÆLUM ALLIR.
Mótmælakveðjur
Ágúst Úlfar Sigurðsson
31.03.2004 at 22:10 #459416Ég skora á vefstjórann að setja svona leitarvélalink beint á forsíðu klúbbsins, en taka í staðinn út löngu úrelt efni, t.d. um myndaalbúm sem var einu sinni í klessu, en vonandi löngu komið í lag.
Til að sannreyna hversu gagnlegur linkurinn getur verið þá reyndi ég að finna með honum vinsældir nokkurra vel þekktra bílmerkja. Niðurstaðan var afgerandi. Toyota fannst á 981 stað, Nissan á 703 og Pajero á 636. Þá vitum við það.
Til að kóróna verkið og finna svar við hinni eilífu spurningu um það hvaða bílar bili mest setti ég inn leitarforsenduna toyota bilaður o.s.frv. Þannig fundust 34 bilaðar Toyotur, 9 bilaðir Nissan og einnig 9 bilaðir Pajeróar.
Eftir þessu að dæma er vinsælasta bílmerkið það sem bilar mest og staðfestist þá grunur sem ég hef haft um skeið varðandi hið innsta eðli jeppamannanna í f4x4.
Kv.
Wolf
21.03.2004 at 14:16 #499924Mér hefur reynst véladeild Fálkans nokkuð vel.
Wolf
21.03.2004 at 14:16 #492669Mér hefur reynst véladeild Fálkans nokkuð vel.
Wolf
19.03.2004 at 20:30 #499571Hefurðu athugað hvort jarðtengingin frá mínuspól á geyminum sé örugglega tengd alla leið í bílgrindina ?
Það liggur væntanlega sver kapall frá mínuspól geymisins niður í vélarblokkina og svo einhvers staðar fléttaður vír áfram úr vélarblokk í í grindina. Ég myndi skoða tengingar á honum vel.Wolf
19.03.2004 at 20:30 #492302Hefurðu athugað hvort jarðtengingin frá mínuspól á geyminum sé örugglega tengd alla leið í bílgrindina ?
Það liggur væntanlega sver kapall frá mínuspól geymisins niður í vélarblokkina og svo einhvers staðar fléttaður vír áfram úr vélarblokk í í grindina. Ég myndi skoða tengingar á honum vel.Wolf
29.02.2004 at 20:15 #496826Ef bíllinn er sjálfskiptur og olían í vatninu er rauðleit en ekki sótsvört þá gæti verið leki í kælielementi fyrir sjálfskiptinguna.
Ef bíllinn er turbo og með vatnskældri túrbínu þá gæti sprunga í túrbínukjarnanum orsakað þetta.
Annars eru sprungið hedd eða heddpakkning líklegustu bilanirnar.Wolf
29.02.2004 at 20:15 #490244Ef bíllinn er sjálfskiptur og olían í vatninu er rauðleit en ekki sótsvört þá gæti verið leki í kælielementi fyrir sjálfskiptinguna.
Ef bíllinn er turbo og með vatnskældri túrbínu þá gæti sprunga í túrbínukjarnanum orsakað þetta.
Annars eru sprungið hedd eða heddpakkning líklegustu bilanirnar.Wolf
09.02.2004 at 21:50 #493297Ég geri ráð fyrir að þú viljir geta rofið straum frá geyminum þannig að allur bíllinn verði straumlaus. Þá skiptir í teoríunni engu máli hvort þú rýfur plús- eða mínusmegin, straumrásin rofnar í báðum tilfellunum.
Þú verður bara að gæta þess að hafa rofann nægilega öflugan því að startstraumurinn getur orðið helv.. mikill, ég giska á að 250 amper sé varlega reiknað. Rofinn þarf að þola gott betur svo hægt sé að treysta á hann. Einnig flækist málið ef þú ert með tvo rafgeyma því að þú þarft að rjúfa leiðslur að þeim báðum til að gera bílinn straumlausan.Ég hygg að þetta sé oft leyst með því að hafa sveru startaraleiðsluna áfram tengda beint á plúspól geymisins (geymanna), en láta höfuðrofann virka á allt hitt draslið. Þá þarf ekki eins hrikalegan rofa, en hann verður að vera plúsmegin því þú getur ekki skilið að mínuspól á startara frá öllum hinum mínuspólunum sem fara í vélarblokk og boddýið.
Ef þú heldur þig við stóra rofann í mínuspólnum þarftu ennfremur að gæta þess að hafa "vírana" að honum a.m.k. jafn svera og þá sem liggja úr geymi niður í startarann og hafa þá sem allra stysta til að verði ekki allt of mikið spennufall í þeim.
Sem sagt allt er hægt en mismunandi praktískt.
Kv.
Wolf
09.02.2004 at 21:50 #488156Ég geri ráð fyrir að þú viljir geta rofið straum frá geyminum þannig að allur bíllinn verði straumlaus. Þá skiptir í teoríunni engu máli hvort þú rýfur plús- eða mínusmegin, straumrásin rofnar í báðum tilfellunum.
Þú verður bara að gæta þess að hafa rofann nægilega öflugan því að startstraumurinn getur orðið helv.. mikill, ég giska á að 250 amper sé varlega reiknað. Rofinn þarf að þola gott betur svo hægt sé að treysta á hann. Einnig flækist málið ef þú ert með tvo rafgeyma því að þú þarft að rjúfa leiðslur að þeim báðum til að gera bílinn straumlausan.Ég hygg að þetta sé oft leyst með því að hafa sveru startaraleiðsluna áfram tengda beint á plúspól geymisins (geymanna), en láta höfuðrofann virka á allt hitt draslið. Þá þarf ekki eins hrikalegan rofa, en hann verður að vera plúsmegin því þú getur ekki skilið að mínuspól á startara frá öllum hinum mínuspólunum sem fara í vélarblokk og boddýið.
Ef þú heldur þig við stóra rofann í mínuspólnum þarftu ennfremur að gæta þess að hafa "vírana" að honum a.m.k. jafn svera og þá sem liggja úr geymi niður í startarann og hafa þá sem allra stysta til að verði ekki allt of mikið spennufall í þeim.
Sem sagt allt er hægt en mismunandi praktískt.
Kv.
Wolf
07.02.2004 at 15:19 #487862Það hlýtur að vera einhver miðstöð í þeim. Mér skilst að þarna sé skítakuldi á nóttinni, a.m.k. ef ekki er hásumar.
Veit einhver hvert verðið er á bílunum þarna suðurfrá ?Wolf
07.02.2004 at 15:19 #492721Það hlýtur að vera einhver miðstöð í þeim. Mér skilst að þarna sé skítakuldi á nóttinni, a.m.k. ef ekki er hásumar.
Veit einhver hvert verðið er á bílunum þarna suðurfrá ?Wolf
05.02.2004 at 21:45 #486604Miðstöðin hjá mér hitnar illa og hitamælirinn stendur alltaf fremur lágt svo ég ætla að skipta um termóstat við fyrstu hentugleika.
Ég fór í Heklu í dag til að kaupa nýtt, en það var reyndar ekki til. Ég spurði í rælni hvaða hitastig væri á þeim sem Hekla selur sem original og gaurinn sagði mér að það væri 76 gráður. Mér finnst það með ólíkindum ef svona köld termóstöt eru original og langar til að heyra hvort einhver veit betur. Hvað eruð þið að nota í gömlu pæjurnar með 2,5 lítra díselvélum ?Kv.
Ágúst
04.02.2004 at 21:24 #487644Það er ágætt að maka vaselíni á pólana og samböndin. Það hefur reynst mér vel og virðist ekki valda sambandsleysi, en ver málminn fyrir tæringu.
Wolf
04.02.2004 at 21:24 #492299Það er ágætt að maka vaselíni á pólana og samböndin. Það hefur reynst mér vel og virðist ekki valda sambandsleysi, en ver málminn fyrir tæringu.
Wolf
04.02.2004 at 20:31 #487470Ef þú setur 300 watta rafmagnsmiðstöð í bílinn þá kann að vera að þeir sem sitja uppi við hana finni svolítinn yl, en ég efast um að það verði nokkurn tíma til mikils gagns.
Hins vegar er 25 Ampera viðbótarálagið sem þetta gerir á alternatorinn umtalsvert og ef hann er ekki þeim mun öflugri fyrir þá fer þetta langleiðina með að hirða helminginn af öllu því sem hann getur framleitt þegar best lætur.
Á tómagangi er hleðslan aðeins lítið brot af ástimpluðu gildi og ef bíllinn gengur lengi þannig með logandi ljós og svona miðstöð þá eru geymarnir ekki lengi að tæmast. Auk þess veldur þetta auknu álagi á rafkerfið með hækkaðri bilanatíðni o.s.frv.Ég held að ég myndi frekar reyna aðrar aðferðir við að halda hita á konunni.
Wolf
04.02.2004 at 20:31 #491947Ef þú setur 300 watta rafmagnsmiðstöð í bílinn þá kann að vera að þeir sem sitja uppi við hana finni svolítinn yl, en ég efast um að það verði nokkurn tíma til mikils gagns.
Hins vegar er 25 Ampera viðbótarálagið sem þetta gerir á alternatorinn umtalsvert og ef hann er ekki þeim mun öflugri fyrir þá fer þetta langleiðina með að hirða helminginn af öllu því sem hann getur framleitt þegar best lætur.
Á tómagangi er hleðslan aðeins lítið brot af ástimpluðu gildi og ef bíllinn gengur lengi þannig með logandi ljós og svona miðstöð þá eru geymarnir ekki lengi að tæmast. Auk þess veldur þetta auknu álagi á rafkerfið með hækkaðri bilanatíðni o.s.frv.Ég held að ég myndi frekar reyna aðrar aðferðir við að halda hita á konunni.
Wolf
03.02.2004 at 18:31 #193651Veit einhver ykkar um málmsmíðaverkstæði á Reykjavíkursvæðinu þar sem hægt er að fá ýmis smáverk unnin fljótt og vel fyrir hófleg verð ? Nú vantar mig að fá soðna saman álvinkla til að mixa festingar fyrir tölvu.
Kv.
Ágúst
02.02.2004 at 19:56 #486566Bústmælirinn minn er ódýr þrýstimælir, keyptur í Landvélum minnir mig. Á vissum vélarsnúningi vildi hann sveiflast skratti mikið svo að ég útbjó "hljóðkút" á lögnina að honum úr tómum spreybrúsa (ca 0,25 lítra) og koparröri. Rörið fer inn um annan endann á kútnum og út um hinn. Áður en ég lóðaði rörið við blikkbotnana var ég búinn að krumpa það saman í miðjunni til að loka beinu leiðinni og bora 0,5 mm göt sitt hvoru megin við krumpuna. Loftið fer þá inn um annan stútinn, um 0,5 mm gat inn í kútinn og síðan út úr honum um hitt 0,5 mm gatið að hinum stútnum. Þetta er einfalt, kostar næstum ekkert og virkar.
Ég á einhverjar myndir af þessu og skelli e.t.v. inn á myndasafnið (Wolf)Ágúst
23.01.2004 at 20:09 #485666Gæti hugsast að þú hafir víxlað plús- og mínusleiðslunum þ.a. plúsleiðslan frá geyminum fari í jarðpólinn (mínuspól) á spilinu ?
Ef ekki er svo myndi ég helst giska á að það sé alvarleg útleiðsla á ferðinni hjá þér.
Wolf
-
AuthorReplies