Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.09.2004 at 13:14 #505776
Miðbæjarradíó á Skúlagötu á ýmsar gerðir.
Wolf
07.09.2004 at 20:20 #486994Sælir.
Nýlega er pæjan farin að stríða mér með því að vélin missir afl líkt og þegar tankurinn tæmist. Helst ber á þessu ef hún gengur tómagang og snýr upp í brekku, en þá smá dregur niður í vélinni þangað til hún stoppar alveg. Ef ég næ vélinni upp á snúning og þen hana smástund án álags þá jafnar hún sig og er OK meðan hún fær að snúast þokkalega hratt.
Ég er búinn að skipta um hráolíusíu og setja rakaeyði á tankinn.
Eru einhver sigti í sjálfu díselverkinu eða aðrir hlutir þar líklegir til að valda þessu ? Er ekki fæðidælan innbyggð í díselverkið sú sem dregur olíuna upp frá tankinum ?
Gæti þetta verið leki í slöngunum við síuna og díselverkið ? Þær eru orðnar mjög trosnaðar. Er eitthvað sérstakt slönguefni hentugast í þetta ?Vonandi kann einhver öll svörin eða góð ráð til að laga þetta !
Kveðjur
Wolf
03.09.2004 at 21:46 #505294Sælir.
Veit nokkur hvernig leiðin frá Húsafelli að Arnarvatni er nú ?
Ágúst
01.09.2004 at 23:55 #486984Ég þurfti nýlega að endurnýja pústkerfið undir Pæjunni og eftir að hafa lesið frásagnir hér af víðum rörum og opnum kútum sló ég til og lét pústsnillingana neðst í Nóatúni smíða undir hann.
Ég er mjög ánægður með útkomuna því að fyrir sama verð og Bílanaust gaf upp fyrir einhver verksmiðjukútaviðriðni fékk ég smíðað undir hann tveggja og hálfrar tommu kerfi með opnum kútum.
Við þetta jókst vélarhljóð lítillega og varð dimmara, en um leið vöknuðu nokkur hross í vélarsalnum og veitti svo sem ekki af. Ég hef engar mælingar til samanburðar en munurinn er greinilegur, bæði í viðbragði og hámarkshraða.
Auk þess ber mun minna á reyk aftur úr bílnum, ég hugsa að það megi rekja til betri útöndunar sem skilar meira súrefni í innöndun o.s.frv. sem auðvitað getur skýrt hluta af kraftaukningunni. Það ætti þá einnig að lækka eyðsluna eitthvað ef tilgátan er rétt því að svartur reykur myndast við ófullkominn bruna á díselolíunni .Efnisþykktin í rörunum er 2,5 mm og vonandi líka í kútunum. Venjuleg pústkerfi eru úr helmingi þynnra efni og ætti endingin að vera í samræmi við það.
En sem sagt þá er ég harðánægður með árangurinn. Mæli með þessu.
Kv.
Ágúst
01.08.2004 at 17:50 #194587Hvernig er það, hefur enginn í f4x4 tekið upp á því að flytja sjálfur inn notaðan jeppa eða 4×4 pallbíl ?
Ég er búinn að snuðra dálítið á internetinu og leita að bílum erlendis, en hef ekki enn fundið ?rétta? bílinn, hvernig sem á því stendur.Mig langar til að vekja upp umræðu um þetta mál, legg hér fyrsta innlegg í púkkið og skora á þá sem hafa reynslu eða skoðanir á málinu að fylgja á eftir og láta heyra í sér og sér í lagi þá sem hafa slegið til og keypt bíl erlendis – sjálfir.
Ef maður fer á Ebay og leitar eftir stikkorðunum ?4×4? og ?diesel? finnst venjulega hellingur af bílum, mest Ford F-250 og F-350 pallbílar. Þetta eru vafalaust ágætir bílar og auk þess eru nú lág aðflutningsgjöld á pallbílum, en ég held að þeir séu þungir og óþægilega stórir að mínu mati. Hugsanlega er athugandi að kaupa svona hlunk á tvöföldum afturdekkjum (dually) til að breyta fyrir fjörutíuogeitthvað tommur. Hefur nokkur reynt þetta eða eru e.t.v. botnlaus vandræði með framhjólin ?
Einnig er talsvert framboð á Ebay af 4×4 Pajeróum (Montero) á góðu verði, en það eru allt saman bensínhákar og mér líst ekki alls kostar á slíkt dæmi. Svo virðist sem japönsku jeppaframleiðendurnir hafi ekki komið díselvélum sínum inn á USA-markað. Eru það e.t.v mengunarkröfur sem einungis stóru sleggjurnar geta uppfyllt ?
Mörgum bílanna fylgja ítarlegar myndaseríur og ég hef sérlega gaman af að skoða myndir úr vélarhúsinu. Þær sýna næstum undantekningalaust tandurhreina vél, svo hreina og glansandi að manni dettur helst í hug að hún hafi aldrei verið sett í gang, jafnvel þótt bílnum hafi verið ekið hundruð þúsundna mílna. Þótt maður bjóði ekki í bílinn finnst mér þetta hin ágætasta skemmtun og sé fyrir mér fjölda fólks við að fægja vélasalinn.
Í Þýskalandi er talsvert til af díselknúnum jeppum, Toyum, Pæjum og Mússum. Við fyrstu sýn eru verðin ekki sérlega hagstæð, en ég ætla samt að skoða þá betur. Ágæt leitarvél er t.d. http://www.mobile.de en dálítið erfitt er að nota hann nema maður sé sæmilega fær í Þýskunni. Önnur þýsk leitarvél er http://www.autoscout24.de . Þeir sem þekkja til annarra góðra leitarvéla mættu gjarna segja frá þeim hér.
Svo er það flutningur á bílnum. Sumir sem bjóða bíla á Ebay gefa upp að þeir sendi þá um allan heim, Worldwide, meðan aðrir vilja einungis senda innan USA. Ég fékk uppgefið hjá einum bílasala í Texas, sem er tilbúinn að senda hvert sem er að flutningur á F-150 pallbíl fra Houston í Texas til Íslands kostaði 1600 dollara (115 þús kall). Hins vegar minnir mig að Eimskip hafi gefið upp eitthvað í námunda við 200 þúsund kallinn fyrir flutning frá Norfolk. Þarna munar miklu og veit ég ekki hvorn er meir að marka.
Flutningur á bíl frá Evrópu eru e-ð ódýrari, öðru hvoru megin við 100 þús kr. samkvæmt símtali við Eimskip, en fer þó eftir stærð bílsins. Langsamlega er samt ódýrast ef hægt er að flytja bílinn sem hluta af búslóð og virðist því sem fargjaldafrumskógurinn teygi anga sína víða. Spurning er hvort maður geti ekki flutt tímabundið til útlanda til að geta nýtt sér þetta tilboð.Loks eru það aðflutningsgjöldin, hlutur skattmanns. Af kaupverði og flutningskostnaði þarf að greiða 24,5% vask og aðflutningsgjöld, sem eru 13% af pallbílum og 45% af öðrum bílum (35% ef rúmtak vélar er undir 2 lítrum). Þetta eru þá alls 40,7% af pallbílum en 80,5% af jeppum.
Það sem eftir stendur er að meta áhættuna og gæti jafnvel borgað sig að fara út og skoða bílinn áður en gengið er frá fullnaðargreiðslu. Ég hef keypt létt tjónaðan fólksbíl frá USA samkvæmt lýsingu á internetinu, var heppinn og fékk góðan bíl á ágætu verði. Vinnufélagi minn sem sló til skömmu seinna og keypti bíl af sama aðila var hins vegar óheppinn og reyndist tjón á bíl hans vera miklum mun meira en lýsing á því gaf til kynna. Sem sagt engum er treystandi í bílaviðskiptum.
Nú skora ég enn og aftur á þá sem búa yfir reynslusögum af innflutningi notaðra bíla að senda inn upplýsingar og sögur af reynslu sinni.
Kveðjur
Wolf
02.07.2004 at 19:54 #503522… og ég veit ennþá minna.
Wolf
02.07.2004 at 19:48 #504414Ég ek um á 90 módelinu af Pajeró, 2500 DTI, ssk. og stendur teljarinn í 265 þús km. Ég hef þurft að endurnýja heddpakkningu og túrbínu auk ýmissa minni hluta í heddi og utan á vélinni. Auk þess er augljóst að fyrri eigendur hafa eitthvað fúskað við heddið því að ekki hafði verið hirt um að setja skinnur undir alla heddboltana. Skipting og drif hef ég ekkert þurft að hreyfa fyrir utan pinjónpakkdós í afturdrifi, sem var hið minnsta mál.
Svo á ég líka Subaru Legacy 2200, ssk, 1993 módel og hann er ekinn u.þ.b. jafn mikið. Í honum hefur ekkert verið gert annað en að skipta um kerti, tímareim og skreppa reglulega á smurstöð.
Það hefur stuðað mig hve margir jeppar eru auglýstir til sölu með nýuppteknar vélar eða hedd þótt aksturinn sé aðeins 100 þús km. Trúlega er það ábending um illa meðferð eða slakt viðhald og því harla léleg auglýsing.Wolf
20.06.2004 at 00:52 #194475Sælir.
Þar sem aðflutningsgjöld eru nú aðeins 13% á pikkupbílum þá sveigist hugurinn gjarna í þá áttina þegar vafrað er um bílasíðurnar á Ebay. Mig langar að heyra um eftirfarandi atriði frá þeim sem reynslu hafa:
1. Þarf skúffubíll að uppfylla einhver önnur tæknileg atriði en bara það að vera með skúffu svo að hann komist í 13% draumaflokkinn ? Eru einhverjar kröfur um stærð skúffunnar eða útfærslu sem sumir skúffubílar uppfylla en aðrir ekki ?
2. Mér sýnist framboðið af 2×4 bílum í USA vera talsvert meira en 4×4. Ef ég myndi kaupa t.d. 2×4 Ford F150 eða eitthvað sambærilegt sem einnig er framleitt í 4×4 útfærslu, getur einhver sagt mér hvort það sé lítið eða mikið mál að breyta honum í aldrifsbíl ? Hefur einhver farið þessa leið og hvernig kom það út í kostnaði ?
3. Ég hef heyrt að skúffubílar á tvöföldum afturdekkjum (dually) séu í núll prósenta vörugjaldi. Veit einhver hvort það er rétt ? Ef svo er – má ekki skipta yfir í einfalt strax og búið er að ganga frá öllum pappírum ? Það ætti ekki að vera mikil viðbót ef á annað borð er verið að breyta úr 2×4 í 4×4, hækka upp, stækka dekkin og allt það.
4. Hafa menn reynslu af einhverjum bílasölum í USA sem hægt er að mæla með eða ætti að vara sig á ?
5. Ég sá á Ebay fyrirtæki sem nefnir sig texasdirectauto.com og mailaði eftir upplýsingum um sendingarkostnað. Fékk þaðan svör við öllum mínum spurningum, bæði fljótt og vel. Hefur einhver reynslu af viðskiptum við þá ?
Sem sagt:
Hefur nokkur einhverjar reynslusögur af innflutningi notaðra bíla (frá USA) til að hvetja eða letja þá sem eru í hugleiðingum ??Kveðjur
Ágúst
17.06.2004 at 22:55 #503924Sælir og takk fyrir ráðin.
Blikkamiðjan Grettir er hætt að plasthúða bensíntanka svo það er ekki lengur inni í myndinni.
Lekinn virðist vera úr gamalli suðu sem hefur ekki lukkast nógu vel. Þetta er ekki álagsstaður (nema þegar tankurinn er rekinn niður
svo að ég ætla að vera latur og sparsla yfir hana með P38 plastviðgerðaefninu án þess að taka tankinn úr.
Samkvæmt því sem segir á umbúðunum er P38 bæði olíu- og bensínþolið og þar sem ég á slatta í túbu af því held ég að ég prófi það bara. Hefur annars einhver reynslu af því í svona viðgerðir ?Það er gott að vita af Sikaflex ef það þolir olíuna vel. Ég hef reynt að nota rautt RTV sílíkóngúmmí, en það breytist í hlaupkennda drullu af díselolíunni. Mæli ekki með því.
Kveðjur
Ágúst
16.06.2004 at 08:35 #194465Sælir.
Það er kominn smá leki á eldsneytistankinn á gamla Pajerónum mínum, ekki mikill, en maður sér eftir hverjum dropa sem fer niður. Eru til einhver efni sem þola díselolíu og er hægt að smyrja yfir svona smáleka til að redda málunum til bráðábirgða ?
Mér skilst að blikksmiðjan Grettir geti plasthúðað tanka sem eru farnir að leka. Hefur einhver prófað þessa þjónustu, hvað kostaði hún og hvernig hefur hún dugað ?
Á e.t.v. einhver ykkar góðan tank til sölu ?
Kveðjur
Ágúst
31.05.2004 at 21:23 #503443Jæja þar kom að því. Nú eru komnir tveir skattar á stærri díselbíla, þ.e. olíugjald og kílómetragjald að auki á bíla sem eru yfir 10 tonn að heildarþyngd. Fyrr en varir verða 10 tonna mörkin færð niður og eigendur díseljeppa boðnir velkomnir í hópinn. Þið sem eigið ökumæla ættuð þess vegna að passa þá vel, þeir gætu komið sér vel fyrr en varir.
Hvernig er það annars, Leggst ekki 24,5% virðisaukaskattur ofan á þetta 45 króna olíugjald ? 45 * 1,245 = 56,025
Svo þurfa olíufélögin væntanlega að fá inn eitthvað upp í tilkostnað vegna litunargræjanna o.s.frv. Ekki er hægt að láta aumingja mennina sem kaupa lituðu olíuna, útgerðarmenn og aðra fátæklinga borga allan kostnað af litunargræjunum.
Mér sýnist að lítraverðið sé strax komið vel af stað í annað hundraðið og ekki er útséð með áframhaldandi hækkanir erlendis.Wolf
18.05.2004 at 21:06 #502723Ég tengdi Geco 201 í seríuportið á gamalli lapptop. Það gekk mjög vel að ná sambandi við OZI explorer forritið. Navtrek hef ég ekki prófað.
Ég tek ennfremur 5 Volta spennu frá tölvunni og lækka í 3 Volt til að knýja Gecoinn meðan hann er tölvutengdur.Wolf
18.05.2004 at 20:56 #503127Ef tilgangurinn með skattkerfisbreytingunni er einhver annar en dulin skattahækkun þá eiga stjórnvöld tvo augljósa kosti sem mér finnst að megi viðra:
1. Halda óbreyttu fyrirkomulagi, en fjölga skattþrepum fyrir léttu díselbílana svo að þeir fái sanngjarnan skatt í stað þess að borga sama gjald og fimm tonna tröll.
Einfalt, engin kerfisbreyting og kostar ekki neitt.eða
2. Setja upp kerfi með litaða og ólitaða olíu eins og lagt er upp með, en gefa bíleigendum þann valkost að auki að greiða díselskatt með óbreyttu fyrirkomulagi, þ.e. mæli eða fast 6 mánaða gjald. Þeir bílar myndu að jafnaði keyra á litaðri olíu og það væri gert löglegt því þeir greiða skattinn eftir öðrum leiðum en hinir sem keyra á ólitaðri. Hugsanlega þyrfti að banna mönnum að hoppa milli kerfa til að auðvelda eftirlit.
Ég var reyndar að vona að díselgjaldamálið myndi gleymast í öllu fjölmiðlalagaruglinu á Alþingi, en það virðist ekki ætla að rætast.
Kveðjur
Ágúst (Wolf)
18.05.2004 at 20:56 #495805Ef tilgangurinn með skattkerfisbreytingunni er einhver annar en dulin skattahækkun þá eiga stjórnvöld tvo augljósa kosti sem mér finnst að megi viðra:
1. Halda óbreyttu fyrirkomulagi, en fjölga skattþrepum fyrir léttu díselbílana svo að þeir fái sanngjarnan skatt í stað þess að borga sama gjald og fimm tonna tröll.
Einfalt, engin kerfisbreyting og kostar ekki neitt.eða
2. Setja upp kerfi með litaða og ólitaða olíu eins og lagt er upp með, en gefa bíleigendum þann valkost að auki að greiða díselskatt með óbreyttu fyrirkomulagi, þ.e. mæli eða fast 6 mánaða gjald. Þeir bílar myndu að jafnaði keyra á litaðri olíu og það væri gert löglegt því þeir greiða skattinn eftir öðrum leiðum en hinir sem keyra á ólitaðri. Hugsanlega þyrfti að banna mönnum að hoppa milli kerfa til að auðvelda eftirlit.
Ég var reyndar að vona að díselgjaldamálið myndi gleymast í öllu fjölmiðlalagaruglinu á Alþingi, en það virðist ekki ætla að rætast.
Kveðjur
Ágúst (Wolf)
02.05.2004 at 19:51 #194300Sælir.
Mig vantar ráð vegna fyrirhugaðra viðgerða á Daihatsu Charade 1991, ssk, 1,3 lítra.
Veit einhver hvað þarf að rífa til að geta skipt um ónýtar öxulhosur úti við hjólin.
Er nóg að fjarlægja hjólnafið eða þarf að taka öxulinn alveg úr ?
Hvernig er þá frágangurinn inni við drifhúsið? Er bara splitthringur sem heldur honum og smellur laus eða eru einhver þversplitti eða boltar sem þarf að fjarlægja ?
Opnast fyrir gírfeitina og rennur hún út þegar öxullin er dreginn út ?
Hvað er tekið sundur til að koma nýju hosunni yfir hjöruliðinn ?Einnig stendur til að skipta um tímareimina. Er nokkuð sem þarf að vita um frágang á henni, strekking, herslutölur o.þ.h. umfram það sem blasir við þegar hlífin hefur verið tekin af ?
Eru tímamerkin auðfundin ?Kveðjur
Ágúst
26.04.2004 at 21:37 #500153Fyrir skömmu gafst upp alternatorinn í Subaru Legacy sem ég á. Ég fór með hann á verkstæði á horninu á Súðarvogi og Dugguvogi, minnir að það heiti Rafstilling. Fékk fína þjónustu þar.
Hann gaf sér tíma til að skoða bilaða torinn og gefa mér ráð samkvæmt því sem hann fann að honum.Þekki ekki til hjá öðrum, en mæli með þessum. Svo gaf hann afslátt þegar ég nefndi f4x4 þótt hann sé ekki á listanum.
Kv.
Ágúst
17.04.2004 at 15:13 #499100Ég tel ekki rétt að klúbburinn taki einstrengingslega afstöðu með eða móti því að breyta aðferðum við álagningu skatta í landinu, en það er til meðalvegur sem ég legg til að stjórn klúbbsins taki til alvarlegrar skoðunar og leggi til við stjórnvöld.
Það er sú leið að gefa mönnum kost á að kjósa hvort þeir halda óbreyttu fyrirkomulagi eða fara í það nýja. Þá gæti ég kosið að kaupa litaða olíu á gamla verðinu og halda áfram að mæta 3svar á ári í álestur og allt það. Þeir sem greiða fast gjald 2svar á ári fengju líka halda því fyrirkomulagi ef þeir kjósa svo. Hinir sem það kjósa geta svo farið beint í nýja kerfið og keyrt á ólitaðri olíu að vild. Mér er hjartanlega sama hvort olían sem ég nota er lituð eða ekki svo lengi sem það er löglegt.
Það má færa ýmis rök með þessu fyrirkomulagi. Ekki sérstök refsing á þá sem eyða mikilli olíu í lólódrifi á jöklum og ekki heldur verið að refsa þeim sem eiga gamla eyðslufreka bíla (eins og ég). Kerfi til að leggja skatt á bíla eftir gamla kerfinu er til og þarf enga kostnaðarsama breytingu til að halda áfram að nota það.
Að auki má klúbburinn minna á að verulegur hluti olíunotkunar í jeppaferðum fer fram utan við þjóðvegakerfið og æskja þess að tekið sé tillit til þess á einhvern hátt við skattlagningu. Gjarna mættu fylgja útreikningar á því hvað meðaltúr á Langjökul kostar í þungaskatti og díselolíu fyrir og eftir breytinguna og einnig hversu mörgum krónum hann skilar ríkissjóði pr. ekinn kílómetra á þjóðvegum.
14.04.2004 at 21:29 #194204Hvar á vefnum finnur maður pallhús til að setja á skúffujeppa og hvað skyldu menn í Ameríku helst nefna svoleiðis nokkuð ?
Wolf
14.04.2004 at 21:14 #498481Ef þið eigið maka sem vill ekki láta segja sér til um gírskiptingar eða er óþarflega duglegur að segja öðrum til þá er sjálfskipting góður kostur.
Allir bílar í minni fjölskyldu eru nú sjálfskiptir og ekkert kvabbað um gírskiptingar lengur.Wolf
07.04.2004 at 20:54 #495705Orð í belg.
Þar sem menn eru farnir að gægjast út úr skápnum og viðra skoðanir sínar á breyttu skattakerfi díselbíla þá vil ég líka taka þátt í leiknum.
Ég er mótfallinn fyrirhugaðri breytingu og hef til þess eftirfarandi ástæður:
Fyrsta:
Svo langt sem ég man hafa allar breytingar á skattlagningu verið framkvæmdar þannig að hlutur Skattmanns stækkaði og pyngja almennings að sama skapi orðið léttari. Ég hef upplifað mestu skattahækkun Íslandssögunnar, sem var þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp. Almenningi var talin trú um að það væri öllum til hagsbóta, skattlaust ár o.s.frv. Enginn græddi samt meira á breytingunni en Skattmann. Ég get ekki ímyndað mér að þetta verði öðruvísi þetta skiptið, álagningin hækkuð og allir látnir trúa því gagnstæða. Hafið þið annars lesið bókina 1984 eftir George Orwell ?Önnur:
Af þjóðhagslegum ástæðum og út frá umhverfissjónamiðum er æskilegt að fleiri einkabílar verði díseldrifnir, líkt og í grannlöndum okkar. Því verður ekki mótmælt, en slíka breytingu hefði verið hægt að gera fyrir löngu síðan með því að bæta léttari þyngdarflokkum í gömlu gjaldskrárnar í stað þess að skattleggja alla smábíla með stórtrukkataxta. Skattmann gaf út nýjar gjaldskrár á nokkurra mánaða fresti og afréð hvert einasta sinn að halda vitleysunni áfram. Vill einhver giska á ástæðuna ? Ég er viss um að það er vegna þess að Skattmann sá fram á að um leið og almenningur fengi kost á að nota hagkvæma díselbíla myndi bensínbílum fækka og þar með minni peningur í kassa ríkissjóðs. Hefur nokkur sennilegri skýringar ?Þriðja:
Ég ek í dag á gömlum grútarbrennara, sem er laus við flestar orkusparandi nýjungar s.s. tölvustýringar og common rail kerfi. Auk þess er hann sjálfskiptur og eyðir einhverju aukreitis fyrir bragðið, sennilega góðum 17 lítrum að jafnaði. Ef skattur á díselolíuna verður svo hár sem horfir þá hækkar rekstrarkostnaður minn af bílnum umtalsvert og gæti jafnvel orðið hagkvæmt að skipta honum út með nýlegum bensínbíl. Endurnýjunin kostar að sjálfsögðu sitt og ekki verð ég mjög vistvænn ef ég hendi díselnum og kaupi bensínbíl í staðinn.Vafalaust get ég fundið enn fleiri ástæður til að vera mótfallinn breytingunni, en ég held að þetta dugi í bili og endurtek bara gömlu tugguna; VÉR MÓTMÆLUM ALLIR.
Mótmælakveðjur
Ágúst Úlfar Sigurðsson
-
AuthorReplies