Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.01.2005 at 18:10 #480012
Ef allt er í lagi með kveikjudraslið þá myndi ég kanna betur með blöndungsísmyndunina.
Það sem gerist er að við uppgufun bensínsins í blöndunginum verður kæling og ef loftrakinn er mikill þá hreinlega frýs rakinn í blöndunginum og myndar ís sem fer að trufla eðlilegt flæði á lofti og bensíni. Það hjálpar ekkert gegn þessu að setja ísvara í bensínið því það er loftrakinn sem frýs. Stundum má losa um svona klakastíflur m.þ.a. snöggbotngefa vélinni nokkrum sinnum.
Prófaðu að skoða ofan í blöndunginn þegar vélin er búin að vera í miklu óstuði í nokkurn tíma. Það er alveg týpiskt að þetta kemur í miklum raka og bráðnar úr á nokkrum mínútum ef heit vélin fær að standa.
Eru hugsanlega stíflaðar hitaslöngur eða vatnsrásir í neðri hluta blöndungsins ? Flestir blöndungar eru einmitt með hitunarbúnaði til að vinna gegn þessu.Ágúst
02.01.2005 at 20:49 #479998Ef þetta væri bíll með blöndungi myndi ég giska á að það væri blöndungsísing að hrekkja þig, en er þetta ekki örugglega vél með beinni innspítingu ??
Wolf
25.12.2004 at 21:30 #511694Hefurðu prófað að setja ísvara í tankinn ? (fæst á bensínstöðvum). Ef það hefur komist vatn í tankinn er mjög líklegt að það frjósi eða krapi í leiðslum og stöðvi eðlilegt flæði.
Kv.
Wolf
23.12.2004 at 19:52 #511450Þeir hjá http://www.autoenginelube.com/ eru hreinir snillingar.
Ég er búinn að ganga með svipaða hugmynd í maganum í mörg ár, að smyrja vélina áður en maður byrjaði að snúa henni. Hugmyndin að nota þrýstiloft til að knýja olíuna inn á kerfið er ekkert nema tær snilld.
Jafnvel þótt ég sé búinn að kaupa jólagjöf handa bílnum er ég að pæla í að panta svona.
Veit nokkur hvað US$ 189 verða margar krónur þegar skattmann er búinn að fá sitt ?Wolf
22.12.2004 at 21:34 #511348Eins og glöggir menn hafa bent á þá er BYKO áriðillinn í minnsta lagi fyrir flestar fartölvur – en þó ekki allar.
Ég á eina og henni fylgir spennubreytir (afriðill) sem er ástimplaður 19,5 Volt, 2,3 Amper eða 45 vött. Hann ætti að duga fyrir þessa þótt lítið sé umfram.
Svo skoðaði ég nýja Toshiba Satellite A60 súper dúper 2,3 GHz tölvu og henni fylgir afriðill sem er 120 wött. Hann er örugglega miðaður við erfiðasta tilfelli, vélin ræst með rafhlöðuna galtóma og skjábirtu á hæstu stillingu o.s.frv. Eftir að rafhlaðan fyllist er öruggt að straumnotkunin minnkar, en þó tæplega niður í 50 vöttin sem BYKO græjan ræður við.Sem sagt, látið BYKO ekki plata ykkur til að kaupa ódýrt drasl.
Þar sem einhver spurði um orðið áriðill þá er það tæki sem búr til riðstraum úr jafnstraumi, öfugt við afriðil.
Wolf
22.12.2004 at 19:36 #51148220.12.2004 at 19:01 #195078Nú eru til í BYKÓ litlir áriðlar 12 í 220Volt, sem kosta aðeins 1690 Krónur. Þeir passa í kveikjaratengi og eiga að geta skilað 50 vöttum út Það ætti að duga fyrir flestar fartölvur nema þær allra öflugustu.
Ég keypti einn svoleiðis áriðil og 99 króna ljósaseríu og stakk í samband. Það virkaði og kom ljós !Wolf
07.12.2004 at 21:30 #510428Ég lenti í því í sumaar að tankurinn fór að leka.
Einhverjir spekingar hér á 4×4 vefnum ráðlögðu mér að nota plastviðgerðaefni (P70) og aðrir nefndu Sikaflex.
Ég fór að ráðum allra, hreinsaði svæðið vel, smurði svo P70 í sprunguna og eftir að það var hart smurði ég lagi af Sikaflex yfir. Hefur ekki lekið dropa – enn !!Wolf
27.11.2004 at 23:08 #194950Hraðamælissnúran í Pajeronum mínum var að gefast upp. Gírkassaendinn á nýju snúrunni sem ég fékk í Heklu er með sívölum pinna og kíl, en sú gamla er með klofi sem passar á spaða í ökumælisgírnum.
Eru til millistykki þannig að maður þurfi ekki að láta breyta snúrunni ?
23.11.2004 at 22:55 #194922Sælir.
Það sprakk hjá mér bremsurör í Pajeronum (annað langa rörið frá höfuðdælu í afturbremsurnar) og þegar ég fór að skoða ummerkin þá er ekki hægt annað en að dæma þau bæði ónýt.
Hvað gera bændur í svona málum: Varla fást tilsniðin rör og frágengin í umboðinu nema kosta heila glás. Eru einhverjir aðrir kostir en að fara á verkstæði og láta menn sem eiga efni og verkfæri um hituna. Hefur einhver hugmynd um hvað Stilling tekur fyrir endurnýjun á löngu rörunum ? Varla er gott að skítmixa einhverja bót á lekastaðinn – eða hvað ?Kveðjur
Ágúst
ps. Þetta gerðist mjög snögglega, allt í fína lagi þar til bremsupedalinn fór bara að sunka í gólfið, en ég var svo heppinn að vera í mjög rólegri umferð þannig að handbremsan dugði.
20.11.2004 at 17:08 #509108Nú fer að verða fátt um fína drætti.
Hefurðu kannað hvort sé einhver útleiðsla í rafkerfinu í námunda við kveikjuna eða í mælaborði ?
Ef það er svo mikil útleiðsla að kveikjan fái ekki næga spennu og dregur niður í öllum tækjum þá ætti það að segja til sín með reyk eða sviðalykt og vera auðfundið.
Einnig gæti hugsanlega verið einhvers staðar léleg tenging sem þá veldur spennufalli. Það veldur oftast miklu minni hitamyndun, en afleiðingarnar svipaðar, þ.e. lækkuð spenna.Eitt dettur mér í hug, en það er að fylgjast með því hvort 12 volta spennan til kveikjunnar sé að svíkja – eða hugsanlega mínuspóllinn, sem hugsanlega fer beint í brettið. Það er nokkuð algengt að svona tæki séu látin fá jörð beint úr boddíhlutum, en svo kemur ryð og tæring og þá er tengingin orðin ótraust.
Þú gætir t.d. tengt 12 V peru yfir 12 V mötunina á kveikjunni og haft nægilega langan vír til að draga hann inn í húsið svo þú getir fylgst með hvort ljósið á henni slökkni þegar vélin fer að missa. Athugaðu að tengja jarðpólinn á perunni við jörð á kveikjunni en ekki beint í boddí svo að peran fái nákvæmlega sömu spennu og kveikjan.
Good luck.
Wolf
20.11.2004 at 14:32 #509104Er þessi vél með blöndungi eða beinni innspítingu og vélartölvu og skynjurum úti um allar trissur ?
Ástæður fyrir því ef bensínvél stoppar af sjálfu sér eru annað hvort þær að vélin fær ekki bensín eða neista á kertin.
Þú skalt byrja á að setja ísvara á tankinn til að útiloka að krapi í leiðslum sé að hrekkja þig. Ef truflanirnar halda áfram þá myndi ég fara að kanna rafleiðslur og tengingar og bilanakóda í vélartölvu ef um slíka er að ræða.
Það er mjög undarlegt ef rafspennan lækkar við hækkaðan vélarsnúning nema það sé einhver klikkuð vélartölva sem stýrir hleðslunni og slær henni út. Ég hef heyrt að sumir bílaframleiðendur (Ford Focus) láti alternatorinn hætta að hlaða þegar gefið er vel inn, væntanlega til að ná aukreitis einu eða tveim hestöflum í mælingu. Auk þess passa engir alternatorar í bílinn nema original frá umboðinu.
Wolf
03.11.2004 at 22:06 #194786Sjálfskiptingin í frúarbílnum er að gera sig líklega til að fara í verkfall. Getur einhver ykkar vísað mér annað hvort á stað innan lands eða utan þar sem ég fæ notaða góða skiptingu á vægu verði eða einhvern pottþéttan sérfræðing til að gera hana upp ?
Mig minnir að einhverjir Ljónsstaðabræður hafa verið nefndir í svipuðu samhengi – hafa þeir síma ?
Þetta er Subaru Legacy árgerð 1993 með 2,2 lítra vél.
Ég er búinn að tala við Japanskar vélar og þeir eiga ekkert svona gamalt !!Kveðjur
Ágúst
31.10.2004 at 18:43 #507512Sæll. Mér dettur í hug hvort það gæti hugsast að bleyta á smurþrýstipungnum sé að gefa fölsk boð um of lágan þrýsting. Ef merkið frá smurpungnum fer fyrst í einhvern rafeinda- eða tölvubúnað og síðan út á aðvörunarljósið þá gæti tiltölulega lítil útleiðsla dugað til að gefa falskt merki um lágan þrýsting.
Ef þetta gerist alltaf eftir vatnssull og hverfur síðan þegar leiðslurnar þorna þá gæti þetta verið skýringin. Annars ættirðu að skella smurþrýstimæli á vélina og fá alvöru mælingu.Wolf
26.10.2004 at 22:43 #507018Ég fór að velta fyrir mér hvort einhver þekki gott orð fyrir Wastegate ventilinn sem ég nefndi í fyrra skeyti. Sjálfum datt mér í hug orðið "Afsláttarloki" og legg til að það verði notað hér á spjallinu þar til annað betra kemur fram.
Wolf
26.10.2004 at 22:35 #507016"Fróður" maður sagði mér að áður en menn fundu upp á því að setja takmörkunarventla (Wastegate) á túrbínur hafi verið æskilegt að pústkerfið gæfi bakþrýsting til að minnka hættuna á að ofkeyra túrbínurnar. Þær eru nefnilega þannig gerðar að við vaxandi inngjöf eykst pústkrafturinn sem drífur túrbínuna, en það eykur við kraftinn á vélinni sem aftur eykur pústkraftinn og svo koll af kolli þar til aðð fer til andsk… Ofurlítið einfaldað, en sem sagt það gat myndast vítahringur sem endaði illa. Þetta er liðin tíð, allir alvöru túrbóbílar komnir með svona ventil og best að hafa bara sem allra opnast út aftan við túrbínuna.
Ég lét setja 2,5 tommu opið púst á Pajeróinn minn í sumar og finnst það koma vel út. Efast um að stækkun í 3 tommur svari kostnaði.Þetta að bakþrýstingurinn verndi túrbínuna þegar drepið er á vélinni er bara rugl. Þeir sem drepa á vél með glóandi heita túrbínu fá hvort eð er að gjalda fyrir það fyrr eða seinna.
Wolf
26.10.2004 at 22:11 #507140Ég lét Ás í Nóatúni smíða 2,5 tommu opið púst undir 2,5 lítra Pajeroinn minn í sumar. Það kom reyndar í ljós eitt suðugat, sem var gert við undir eins þegar ég kvartaði. Mig minnir að ég hafi borgað 18.500 kall fyrir og er mjög ánægður. Meiri kraftur og minni reykur, svolítið hressilegra hljóð.
Wolf
20.09.2004 at 19:17 #505818Ég þakka öll góðu ráðin sem bárust í baráttu minni við hrekkjótta Pajeróinn.
Orsökin reyndist vera tæring í eldsneytisröri, rétt við afturhásingu. Þar tókst honum að draga inn loft þegar lækkaði á tankinum, en gatið var svo lítið að ekkert smit var sjáanlegt fyrr en ég var búinn að blása í rörið.Nú malar hann sem aldrei fyrr.
Kveðjur
Wolf
16.09.2004 at 19:33 #505878… og eyðslan maður; 6 til 10 MPG. Það samsvarar 24 til 39 lítrum á hundraðið – af díselolíu.
14.09.2004 at 20:44 #194636Sælir díselfræðingar.
Ég á í basli við Pajeróinn minn, 1990 módel, 2500 ccm vél og leita nú ráða hjá ykkur.
Svo er mál með vexti að þegar tankurinn er minna en 3/4 fullur fer að bera á eldsneytissvelti ef vélin er á lágum snúningi. Á hægagangi dregur smám saman niður í henni þar til hún fer að hökta og stoppar svo alveg. Ef ég held henni á snúningi, 1500 og þar yfir þá virðist hún ná að sækja nægju sína af eldsneyti og allt í lagi. Með fullan tank gengur hún fínt, jafnvel þótt halli upp á við í brattri brekku.
Ég er búinn að skipta um olíusíu, setja rakaeyði á tankinn, blása í aðfærslurörið frá tankinum að síunni og allt virðist vera ofur eðlilegt.
Þekkið þið eitthvað til svona kúnsta – og hvað er helst til ráða ?Ágúst
-
AuthorReplies