Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.11.2005 at 19:08 #531882
Í mínum (1990 árgerð) voru kolin búin og reyndar akkerið ónýtt vegna þess að hafði gengið á gormunum. Það er lítið mál að taka mótorinn úr, 10 mm toppur, 3 boltar í botnstykkinu og mótorinn laus. Leiðslurnar plöggast úr sambandi. Tekur max 10 mínútur. Þú færð örugglega svona á partasölum.
Þú gætir samt fyrst prófað að banka svolítið í mótorinn með straum á – ef ske kynni að hann fái samband við hristinginn.Ágúst
09.11.2005 at 20:23 #484906Að sjálfsögðu leiðir tvöföldun á vírsverleika til fjórföldunar á kvaðrötunum. Hvernig getur nokkrum heilvita manni dottið annað í hug ?? Sá hlýtur að hafa verið orðinn mjög syfjaður.
Varðandi það hvort maður splæsir rándýrum eðalmálmi í mínuspólinn eða lætur boddýblikkið duga, verður hver og einn að gera upp við sig. Ég hef bara svo oft séð afturljós bíla dofna þegar bremsuljósin kvikna eða blikka í öfugum takti við stefnuljósin. Orsökin er oftast tæring í jarðtengingu afturljósanna. Straumstyrkurinn í loftdælu er margfaldur á við afturljósin.
Eitt atriði enn varðandi kvaðrötin er það að í fjölþættum kapli er leiðarinn ekki massífur. Það er svolítið loftbil milli þráðanna þannig að mælt þvermál 33 kvaðrata kapals er ekki 6,5 mm, heldur nokkrum prósentum meira, e.t.v. nær 7 mm.
Kv.
Ágúst
09.11.2005 at 00:32 #484900Raftæknilegar pælingar vegna loftdælu.
Það skiptir miklu máli að spennufall í raflögnum að loftdælu sé sem allra minnst. Þar skipta þrjú
atriði mestu máli; sverir vírar, stuttar lagnir og góðar tengingar.
Ef vírarnir hitna eitthvað að ráði þegar dælan er í gangi þá er næsta víst að ekki hafi verið valinn
nægilega sver vír. Ef bara hitnar í endann eða samskeytum þá þarf að athuga tengingarnar þar sem hitnar, hreinsa, herða o.s.frv. Sama gildir um öryggishús, rofa og annan búnað sem flytur strauminn.
Huga þarf að því að þegar dælan er ræst þarf hún mun hærri straum en eftir að hún er komin á snúning og ef hún þarf strax í ræsingunni að puða gegn mótþrýstingi á beintengdum loftkút þá eykst straumþörfin enn meir. Hugsanlega liggur skýringin á því hvers vegna sumar dælur vilja ekki ræsa ef þær eru með mótþrýstingi í því að raflögnin skili ekki nægum straumi. Ekki þarf að tíunda það hvað gerist með rafmótor sem stendur lengi kyrr en með fullum straumi.Ég gerði smá útreikninga til að meta það hvaða vírsverleika þyrfti fyrir svona "typiska loftdælu".
Gaf mér þær forsendur að leiðin frá rafgeymi að dælu væri 3 metrar og dælan tæki 100 Ampera straum í ræsingu. Með 33 kvaðrata koparvír, sem hefur þvermálið 6,5 mm, fellur spennan um ca 0,3 Volt frá geymi að dælu, sem er vel ásættanlegt. Ef straumnotkunin lækkar niður í t.d. 25 Amper eftir að dælan er komin á snúning þá minnkar spennufallið niður í 0,075 Volt.Ef notaður væri helmingi grennri vír, 3,25 mm eða 16 kvaðröt þá fjórfaldast spennufallið í 1,2 Volt eða ca. 10% af geymisspennunni og þá fer að draga verulega úr ræsigetunni. Ef alltaf er séð til þess að dælan sé þrýstingslaus við ræsingu þá kann þetta samt að vera í góðu lagi.
Með því að setja dæluna í vélarhúsið styttast lagnir og spennutap minnkar að sama skapi. 3,25 mm sver vír gefur t.d. aðeins 0,4 Volta spennutap við 100 Amper ef lengdin er 1 Metri.
Jarðpólinn (mínuspólinn) mæli ég með að tengja með vír af sama sverleika alla leið milli dælu og
rafgeymis eða vélarblokkar. Leiðni í boddýstáli er ekki nógu traust fyrir svona há strauma svo maður tali ekki um áhrif af ryði og tæringu.
Ál er verri rafleiðari en kopar og þyrfti mun sverari kapla úr því efni. Silfur og gull eru hins vegar frábærir rafleiðarar og mæli ég með þeim málmum fyrir þá sem hafa efni á.Læt þetta duga í bili.
Ágúst
22.10.2005 at 18:53 #529770Byrjaðu á að tékka glóðarkertin, t.d. með því að tengja prufulampa frá plúspól rafgeymis inn á hvert kerti fyrir sig. Lampinn á að gefa svo til fullt ljós. Ef hann lýsir lítið eða ekkert á einhverju kertanna þá er það ónýtt.
Væntanlega er hráolíusía í bílnum sem rétt er að athuga og/eða skipta um. Á sumum bílgerðum er einnig aukasía á sjálfu díselverkinu og gæti verið skítur þar líka.
Ef þessir hlutir eru í lagi getur þú prófað að setja hreinsivökva sem fæst á bensínstöðvum í díselolíuna og keyra a.m.k. eina tankfylli af blöndunni. Þetta á að hreinsa sót úr spíssunum.
Ef ekkert af þessu dugar ættirðu að tala við sérfræðinga, t.d. hjá Blossa.Kv.
Ágúst
20.09.2005 at 18:15 #527178Vert er að hafa í huga að nú verða stólaskipti í blessaðri ríkisstjórninni og ekki er alveg víst að nýi fjármálaráðherrann telji sig bundinn af fyrirheitum Geirs. Ætti ekki félagið að bíða góðs færis á honum og ítreka sjónarmið sín ?
Ágúst
19.09.2005 at 20:12 #5271161990 árgerð af langa Pajeró / háþekja / 2,5 lítra turbo Intercooler / sjálfskiptur eyddi hjá mér 14 – 15 í langkeyrslu og 16-17 í bæjarsnatti.
Hann var á 33 tommu dekkjum, en tölurnar eru leiðréttar í raunverulega km.Kv.
Ágúst
29.08.2005 at 20:53 #525564Þetta er nú ljóta sagan hjá þér, Siggi.
Ég er ekki bifvélavirki svo að skoðun mín er minna virði fyrir bragðið, en ég myndi í þínum sporum afskrifa vélina strax. Til að svona gat myndist hafa verið svo miklir innri kraftar á ferðinni að það má reikna með að allir stóru hlutirnir hafi laskast, bognað eða brotnað. Þar á ég við blokk, sveifarás og hugsanlega heddið lika.
Eftir lýsingunni að dæma myndi ég halda að upphaflega bilunin hafi verið 100% viðgerð. Góð vinnsla, jafn gangur, engin ofhitnun og olía hætt að koma í vatnskassann.
Mín tilgáta er sú að við sullið inn í Mörk hafi gusast vatn upp í lofthreinsarann og setið þar þangað til seinna þegar komið var út á þjóðveg. Við góða gjöf á þjóðveginum hafi vélin síðan farið að sötra vatnið inn á sig og bang gamanið búið.Það hafa margir lent í svona tjóni, jafnvel í tiltölulega litlum sprænum þar sem of geist var ekið. En ég er bara fúskari svo að þú skalt ekki taka of mikið mark á tilgátunni.
Kveðjur
Ágúst
25.08.2005 at 18:07 #525338Það er nú fínt að kerran er endurheimt. Frábærust þykir mér samt myndin þar sem rakettuprikin standa upp úr kerrunni og ein rollan er í flugtaksstöðu. Sennilega er einhver skýring á öllu, en mér þykir gaman að tengja þessi tvö atriði og velta fyrir mér hversu hátt og langt hún hefur flogið.
24.08.2005 at 19:15 #525836Þetta er áhugavert, Pétur.
Hvernig var með rör og leiðslur, var margt sem þurfti að lengja eða færa til ?Ágúst
22.08.2005 at 22:08 #525828Pétur: Viltu vera svo vænn að gefa smá lýsingu á því sem þú ert að gera við Galloperinn og hvernig það kemur út. Ég hef nýlega eignast svona bíl og brenn í skinninu eftir því að vita um reynsu annarra af breytingum á þeim.
Ágúst
20.08.2005 at 09:12 #525722Veit þá einhver hvort þeir sem kaupa sér rafmagnsbíl verði að mæta í álestra eins og fyrr – og borga síðan kílómetragjald á sama taxta og 5 tonna trukkar ?
Það flaug sísvona að mér að með lögum hafi gamli skatturinn verið tekinn af um leið og 45 króna díselgjaldið var lögfest, en gleymst að taka tillit til þess möguleika að knýja ökutæki með öðrum orkugjöfum. Fyrst þeir gleymdu að reikna með virðisaukaskatti af 45 kallinum þá gætu þeir svo sem hafa gleymt þessu líka.Frh…Ég fór á vefsíðuna Althingi.is og fann þar gömlu lögin þar sem segir efnislega að fyrir alla bíla aðra en bensínbíla skuli greiða þungaskatt. Þannig náðu þeir til rafmagns- og metanbíla og hvaðeina. En þessi lög eiga að vera fallin úr gildi og nýju lögin taka einungis til díselolíu og bíla sem eru yfir 10 tonn. Best að panta einn eða tvo rafbíla í hvelli.
15.08.2005 at 22:51 #196156Veit einhver hvort ökutæki sem ganga fyrir vetni eða rafmagn séu nú orðin laus við kílómetragjaldið ?
13.08.2005 at 12:58 #525640Hvernig er það – nota menn ekki öryggiskeðjur ?
05.07.2005 at 20:39 #524740Hvernig skyldi það verða meðhöndlað t.d. ef bóndi myndi afskrá gamla dísellandróverinn sinn og nota traktorsdíselolíu á hann við að rúnta um landareign sína. Sennilega 100 % löglegt. Hvað ef hann myndi seinna meir kjósa að setja hann á númer á ný og nota hann á vegum. Varla er nokkuð ólöglegt við það heldur – eða hvað ?
Ég er viss um aðlögfræðingar fá fullt af verkefnum við að rífast um þetta á komandi árum.Wolf
20.06.2005 at 21:56 #524340Mér líst miklu betur á þessa útfærslu en skrúfuðu hringina. Það hlýtur einhver framtakssamur maður að taka sig til og panta svo sem eina gámfylli af þessu til að ná verðinu niður.
Svo datt mér sí svona í huga að stinga upp á að kalla fyrirbærið Barðalás (sbr. hjólbarða).
Kveðjur
Ágúst
05.06.2005 at 23:50 #523826Í öllum bílvélum er eðlilegt að eitthvað loftmagn ýri niður með stimplum og endar það að sjálfsögðu í sveifarhúsinu. Ef ekki væri sett öndun á sveifarhúsið myndi þetta byggja upp talsvert háan þrýsting og leita út um öll tiltæk op og e.t.v. sprengja pakkningar eða eitthvað annað.
Líklegustu orsakirnar fyrir vandanum hjá þér eru tvær:
a) Of mikill leki niður í sveifarhús, t.d. frá sprengirými eða
b) teppt öndun sem hleypir loftinu ekki nægilega hratt út úr sveifarhúsinu.
Auðveldara er að afsanna seinni tilgátuna m.þ.a. aftengja öndunarslönguna og hreinsa burt alla drullu sem kann að stífla öndunarveginn í ventlalalokinu. Ef þrýstingurinn er samt til staðar og svo hár að spýti olíu upp með kvarðanum þá hlýtur að vera fyrri orsökin, sennilega niður með stimplum eða í heddi inn í smurgang. Ég hef grun um að venjuleg þrýstiprófun á heddi sé einungis gerð í kælivatnsganginum og þá er ekki víst að leki milli cylinders og olíugangs finnist. Einnig gæti verið leki meðfram ventlum eða stýringum.Ef þú tekur olíuáfyllingarlokið af þá hlýtur að blása út þar miklu meira en eðlilegt er. Geturðu ekki borið það saman við sams konar vél sem ekki er með gubbupest ?
Gangi þér vel.
Ágúst
14.05.2005 at 08:42 #521888Er þetta ekki það sem er kallað að "koma út úr skápnum"?
13.05.2005 at 22:31 #521876Þar sem ég er einn þeirra sem eru meira fyrir aðfinnslur en hrós þá ætla ég að lýsa nokkrun af þeim "eiginleikum" sem ég hef séð á nýju vefsíðunni:
1. Við skráningu á auglýsingu er gefinn möguleiki að setja inn mynd. Gott og fínt, en ég gat ekki með nokkru móti fengið hann til að virka fyrr en ég valdi tvær myndir, þá loksins komust þær inn.
2. Ég finn enga leið til að finna (allar) eldri myndir sem ég hef sett inn á vefinn undir notandaheitinu mínu, líkt og var á gamla vefnum. Er einhver leið til að gera það ?
3. Prósentureikningurinn í skoðanakönnunum er öðru vísi en ég lærði, a.m.k. fæ ég ekki 100% út ef ég legg prósentutölurnar saman.
4. Loks er alltaf jafn pirrandi ef maður vandar sig og tekur sér góðan tíma í að skrifa spjallið að þá er manni hent út og þarf að byrja upp á nýtt og skrá sig inn og vona að það sem maður skrifaði sé enn á klemmuborðinu. Ctl+A og Ctl+C verða að kæk hjá manni í þessu kerfi.Nöldurkveðjur
Wolf
09.05.2005 at 22:19 #522392Ég óska skipuleggjendum mótmælanna til hamingju með vel heppnaðar aðgerðir. Því miður missti ég af þeim, ég ætlaði að koma með en tíminn hljóp frá mér enn einu sinni :-(.
Þess í stað hef ég sent skrifstofu og formanni FÍB eftirfarandi bréfkorn, sem ég vona að hjálpi þeim til að ná fótfestu í sínum málum:
——————————
Ég er ósáttur við afstöðu þá sem FÍB hefur tekið varðandi skattlagningu á bílaeldsneyti. Svo virðist sem FÍB telji það réttmætt að "jafna" gjöld á bíleigendur með því að hækka skattlagningu á þeim sem betur hafa sloppið til þessa.
Ríkissjóður heimtir miklu hærri skatt af bíleigendum en það sem hann leggur í umferðarmannvirki. Það hlýtur því að vera stefna FÍB að beita sér fyrir lækkun hjá þeim bíleigendum sem mest eru skattpíndir, en alls ekki hækkun hjá hinum.
Mér finnst að yfirlýsingar FÍB varðandi breytta skattlagningu á díselolíu séu með röngum áherslum hvað varðar þessi atriði og ég er svo óánægður með þær að ef ekki verður brátt breyting á mun ég íhuga alvarlega að segja mig úr félaginu.Virðingarfyllst
Ágúst Ú Sigurðsson
Lágabergi 3 R
Frá: agustus@isl.is
25.04.2005 at 21:51 #521442Það kemur greinilega fram á svari Geir Haarde fyrr í þessum þræði að þeir sem reka stóru flutningabílana eiga drjúgan þátt í þeirri reginvitleysu sem díselskatturinn stefnir nú í. Sennilega var það að gert í skjóli einhverrar dreifbýlisstefnu og hótana um hækkaðan flutningskostnað við það að keyra sláturlömb og kvótamjólk milli landsfjórðunga.
Mér til gamans eða ergelsis gerði ég smá samanburð á kostnaði við bensín- og díselbíl, fór á vefsíðu Bílabúðar Benna og skoðaði þar verðmun og eyðslutölur á Musso Grand Lux með bensín- og díselvél. Þar munaði sléttum 100 þúsund krónum, sem þurfa að skila sér á 1 til 2 árum í lægri eldsneytiskostnaði til að dæmið gangi upp. Eldsneytiseyðsla fyrir þessa bíla er gefin upp 12 og 9,3 lítrar á hundraðið. Miðað við 15 þús km ársakstur og lítraverðið 110 kr. bæði á dísel og bensín þá kostar eldsneyti á bensínbílinn 198 þús, en 153.500 á díselinn. Verðmunurinn, 44.500 á ári nær ekki að skila þessum hundraðþúsundkalli til baka á tveim árum þótt engir vextir séu reiknaðir. Þá er eftir að reikna með dýrari og fleiri heimsóknum á smurstöðvar sem dísellinn þarf og hærra kílógjaldi til ríkissjóðs vegna þyngri bíls.
Ef díselolían verður dýrari en bensínið þá kemur fljótt að því að verðmunurinn skili sér alls ekki.Eina leiðin sem ég sé til að ná hundraðþúsundkallinum til baka er að keyra nógu andsk. mikið á díselnum. Sér er nú hver umhverfisstefnan.
-
AuthorReplies