Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.06.2006 at 21:08 #554678
Ef bremsuvökvinn á forðabúrinu lækkar ekkert þótt pedallinn fari nokkrar ferðir í gólfið þá er þetta framhjáleki í höfuðdælunni og þarf að skipta um eða endurbyggja hana. Hann gæti t.d. verið á ákveðnu vinnslusvæði og ef pedallinn er mjög ofarlega eins og sennilega er tilfellið þegar frambremsurnar eru aftengdar þá er dælustimpillinn hugsanlega að vinna á óslitnu svæði og því enginn framhjáleki.
Ef hins vegar tæmist af forðabúrinu þá fer vökvinn eitthvert. Hann hverfur ekki. Ef hann kemur hvorki út við hjól, bremsulagnir eða undir teppið við bremsupedalann þá hlýtur hann að leka úr höfuðdælu inn í sogslönguna sem drífur powerbremsurnar – og endar svo inni í vél.Ágúst
05.06.2006 at 21:14 #553718Þetta er orðið algjörlega óþolandi ástand að einhverjir gaurar á torfæruhjólum virðast fá að komast upp með hvað sem er. Landspjöllin eru út af fyrir sig nógu slæm, en sumir hjólamennirnir hafa lagt það í vana sinn að trylla á götum og gögnustígum í austurhverfum borgarinnar, a.m.k. í Breiðholtinu. Fyrir utan að vera kolólögleg eru hjólin vafalaust ótryggð og ekki þarf að fjölyrða um slysahættuna sem þessir menn leggja á börn og saklausa vegfarendur.
Til að kóróna allt virðast Lögregluyfirvöld standa gersamlega ráðþrota. Þar eru hvorki til tæki né mannskapur til að elta þessa þrjóta. Er e.t.v. kominn tími til að hjólavæða Víkingasveitina og siga henni á þá?
05.06.2006 at 20:51 #553940Ég held að mælir sem sýnir túrbínuboost upp á mínus 4 sé hreinlega kolbilaður. Prófaðu að tengja annan mæli við til samanburðar áður en þú ferð að fikta í öðrum hlutum.
Varðandi bakþrýsting í pústgrein þá hef ég það eftir einum úr pústþjónustunni Ás að bakþrýstingur sé bara til trafala og dragi úr virkni túrbínunnar. Hann sagði að áður fyrr hafi verið nauðsyn að halda vissum bakþrýstingi í pústkerfum til að sprengja ekki túrbínurnar við botngjöf, en eftir að allar túrbínur fóru að koma með framhjáhleypiventli sem slær sjálfkrafa af áður en allt fer úr böndum þá sé sá vandi úr sögunni. Þjóðsagan um að þurfi bakþrýsting lifir samt enn. Ég er aðeins fúskari í þessu og því væri áhugavert ef sérfræðingarnir í 4×4 hafa betri vitneskju um málið.Kv.
Ágúst
04.06.2006 at 18:02 #553822Þetta er snjallt að kaupa litla ódýra pressu og nota kútinn í jeppann ásamt fylgidótinu.
Pressostatið er ekki hægt að nota til að stýra fullvaxinni 12 Volta pressu beint, en það má leysa með því að setja rafliða (relay) á milli sem ræður við straumstyrkinn sem loftpressumótorinn tekur.
Rétt er samt að benda á vandamál sem geta fylgt því að ræsa 12 Volta pressu ef ekki er notaður aflestunarventill við ræsingu. Þetta hefur verið krufið til mergjar á eldri spjallþráðum hér.Kv.
Ágúst
29.05.2006 at 23:06 #553320Notkun allra fjarskiptatækja er háð reglum, sem eru einkum settar til allir notendur geti stundað fjarskipti án þess að trufli hver annan.
Mörg fjarskiptatæki eru hönnuð þannig að hætta á að valda með þeim truflunum er lítil eða nánast engin. Dæmi um slík tæki eru GSM símar, enda er ekki krafist þess að notendur þeirra taki neins konar próf. Önnur tæki s.s VHF talstöðvar eru með takmörkuðu rásavali og fremur lágu hámarks sendiafli. Þannig er tryggt að sérhver notandi sé aðeins að senda innan þeirra rása sem hann hefur fengið úthlutað og trufli ekki rásir annarra. Ekki er heldur krafist prófa til að mega nota slíkar stöðvar.Öðru máli gildir um amatörstöðvar. Þær eru ekki háðar þessum takmörkunum með bundnar rásir og einnig er í flestum tilvikum leyft mun hærra sendiafl. Í höndum þeirra sem ekki kunna að nota þær rétt er hættan á að trufla fjarskipti annarra orðin veruleg. Prófin eru notuð til að skera úr um hvort kunnáttan sé til staðar hjá viðkomandi. Ennfremur gilda ýmsar takmarkanir um notkun amatörstöðva og er því bæði prófað í tæknilegum atriðum og kunnáttu í þ.a.l. reglugerðum.
Vonandi svalar þetta fróðleiksþörf þinni um radíóamatörpróf, en ef þú kýst að fræðast meira um radíóamatöra og starfsemi þeirra vil ég benda þér á [url=http://www.ira.is/:vjzj2utp]vef íslenskra radíóamatöra, ÍRA[/url:vjzj2utp]
Með bestu kveðju
Ágúst, TF3AU
29.05.2006 at 20:09 #553316Ég óska TF3EK og öðrum sem hafa nú fengið amatörleyfi til hamingju.
TF3AU
14.05.2006 at 23:07 #552552Too good to be true
13.05.2006 at 00:28 #197955Hér er fréttum að andfætlingar okkar séu búnir að þróa aðferð þar sem þörungar breyta klósettskolpi í díselolíu. Nú er bara að vonast eftir að komi á markaðinn hentugur búnaður til heimabrúks svo menn geti nýtt hráefnið sem fellur til heima – eða í skálum f4x4!!
16.04.2006 at 15:39 #197776Veit einhver hversu háan þrýsting bensínrör þurfa að þola ?
Málið er það að á Daihatsu Charade bíl dóttur minnar er bensínrörið að ryðga sundur aftast og farið að leka.
Þetta er rörið sem flytur frá tankinum að vélinni. Dælan er vafalaust í tankinum og allur frágangur á rörinu er eins og það eigi að þola talsverðan þrýsting.
Það er umtalsvert mál að skipta rörinu út alla leið með sama konar stálröri og kónum, margar beygjur og þröng aðkoma, en ef þrýstingurinn er ekki mjög hár má e.t.v. mixa yfir ryðgaða kaflann og lengja svolítið í líftíma bílsins.
Halda menn t.d. að þrýstislanga úr glæru plasti með þráðum eins og fæst í Húsasmiðjunni á 100 kall meterinn
dugi í þetta ásamt hosuklemmum ??? Eru e.t.v. aðrar uppástungur um viðgerðarefni tiltækar ?
30.03.2006 at 20:17 #547908Væri ekki verðugra verkefni að beita sér fyrir því að þessir löngu bílar fái að aka á sama hraða og aðrir sem þeir eru í samfloti við. Það hlýtur að vera mjög óhollt ef sumir í hópakstri fá aldrei nein pissustopp af því að þau fara öll í að ná hinum sem mega lögum samkvæmt aka 10 eða 20 km hraðar. .-(
15.03.2006 at 18:42 #546468Ég setti mynd af tveim svona bílum inn á svæðið mitt. Eftir því sem ég veit best eru þeir enn í Svíþjóð, en eru e.t.v. falir.
Ágúst
12.03.2006 at 23:18 #546246Þetta er algjört mega leikfang, en varla eru margir hlutir í honum original Hummer.
12.03.2006 at 23:00 #546260Miðbæjarradíó í Skúlagötu, horninu þar sem Fossberg var fyrir alllöngu.
11.03.2006 at 18:52 #546160Umferðarstofa heldur utan um ferilskrá ökutækja.
Ég hef nokkrum sinnum fengið útdrátt úr eigendaferilskrá símleiðis, bara hringt og fengið að vita hvað nafn skráðs eiganda sé og hvort bíllinn hafi áður verið skráður í eign tryggingarfélags eða bílaleigu. Líka fjölda eigenda. Kostaði ekkert.Ágúst
10.03.2006 at 18:46 #545972Hæ hvernig er það, hefur enginn í þessum klúbb rekist á neitt uppbyggilegt um það hvernig maður kemur sér upp húsbíl ?
Látið linkunum rigna inn.
Ágúst
08.03.2006 at 23:07 #197493Þar sem mér hefur ekki tekist að finna kaupanda að gamla Pajerónum mínum er ég að spá í að breyta honum í húsbíl og reyna að hafa gagn eða gaman af honum þannig. Hefur einhver ykkar reynt svoleiðis æfingar eða rekist á bækur eða vefsíður með frásögnum, myndum eða verklýsingum sem gætu gefið góðar hugmyndir áður en maður fer að klambra eitthvað út í loftið ?
Kv.
Ágúst
22.02.2006 at 22:39 #543920GPS tækin eru mjög góð til að kvarða hraðamælinn eftir, bara að keyra á beinum vegi með jöfnum hraða í nokkrar sekúndur með hraðamælisnálina á miðju strikinu og láta farþegann lesa hraðann af GPS-inu. Nákvæmni mælinganna eykst með vaxandi hraða.
Öðru máli gildir með vegmælingu. GPS tækið tekur staðarákvörðun með einhverra sekúndna millibili, reiknar út fjarlægðina milli þeirra sem beina línu og síðan heildarvegalengdina sem samtölu af öllum stubbunum. Ef einhver minnsta beygja er á veginum eða hæðarbreyting þá er beina línan sem tækið reiknar styttri en raunveruleg akstursleið. Eftir því sem leiðin er krókóttari eða mishæðóttari þá vex skekkjan og magnast við aukinn hraða.
Þetta er a.m.k. svona fræðilega séð, en ekki víst að skekkjan sé svo mikil að hún skipti máli. Gaman væri að fá nokkrar GPS mælingar milli hringtorganna við Rauðavatn og Hveragerði frá þeim sem eiga leið um svæðið og sjá hvernig þeim ber saman.
Ágúst
21.02.2006 at 21:18 #543852Mér finnst mjög góð hugmynd að f4x4 útbúi spurningalista og reyni að kreista skrifleg svör út úr öllum tryggingafélögunum, bæði varðandi kaskótryggingar og áyrgðartrygginguna. Ég hef reynt að fá skýr svör um gildi kaskótryggingar við akstur utan vega, en svörin voru svo loðin að ég hætti við og keypti enga kaskótryggingu. Varðandi ábyrgðartryggar og bætur fyrir tjón sem aðrir valda manni er einnig mjög mikils vert að vita strax hvort von sé á sanngjörnum bótum frá viðkomandi tryggingafélagi án milligöngu lögfræðings.
Ágúst
21.02.2006 at 19:40 #197379Til að kanna nákvæmni á kílómetramælinum hef ég fengið frá Vegagerðinni glænýjar vegalengdir á leiðinni Reykjavík – Selfoss.
1. Frá hringtorgi við Rauðavatn til hringtorgs við Hveragerði eru 34,27 km.
2. Frá hringtorgi við Hveragerði til hringtorgs við Selfoss eru 12,28 km. Ég geri ráð fyrir að það sé fyrsta torgið á Selfossi sem miðað er við, en gleymdi að spyrja. Það væri ágætt ef einhver getur staðfesta það.Þessar tölur eru miðaðar við þjóðveg 1 eins og hann er í febrúar 2006 (eftir breytingar í Svínahrauni).
Kv.
Ágúst
12.02.2006 at 13:36 #542384Þetta eru hinar bestu umræður. Mér tókst að vista eintak af skjalinu góða meðan það var aðgengilegt og ætla að hafa það tiltækt í bílnum.
Fyrir utan neyðartilvik þegar heilsutjón er yfirvofandi vil ég líta á björgun úr festu sem samning milli tveggja aðila. Annar býðst til að kippa í spotta o.s.frv. en setur einhverja skilmála, t.d. um bætur fyrir hugsanlegt tjón eða annan kostnað. Hinn aðilinn þiggur greiðann og samþykkir skilmálana – eða hafnar þeim að afþakkar greiðann. Einfalt, en getur vafist fyrir mönnum ef það er ekki frágengið fyrirfram.Í ferðum lokaðra hópa, t.d. f4x4 eða þar sem menn þekkjast vel er tæpast ástæða til að veifa svona samningum, en þeim mun meiri ástæða til að skipuleggjendur ferðarinnar hafi tiltækar "siðareglur" sem taka á helstu atriðunum og öllum þátttakendum verði fyrirfram gerð grein fyrir þeim.
Ágúst
-
AuthorReplies