FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir
You are here: Home / Ágúst Úlfar Sigurðsson

Ágúst Úlfar Sigurðsson

Profile picture of Ágúst Úlfar Sigurðsson
Virkur síðast fyrir 8 years, 7 months síðan
  • Prófíll
  • Groups 0
  • Forums
  • Topics Started
  • Replies Created
  • Favorites

Forum Replies Created

Viewing 20 replies - 201 through 220 (of 423 total)
← 1 … 10 11 12 … 22 →
  • Author
    Replies
  • 11.10.2006 at 22:00 #563186
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Það er alveg krystaltært í mínum huga að öll tæki sem notuð eru til sakbendingar og ákæru vegna aksturs utan vega verða að vera kvörðuð þannig að óvissa í staðsetningu sé miklu minni en hin mælda eða reiknaða fjarlægð ökutækisins til næsta slóða eða vegar. Annars verður enginn dæmdur sekur.
    Ef ákæran tilgreinir ekki hnitakerfið sem notað er við mælinguna þá hlýtur hún að fá sömu örlög og flest ákæruatriðin í Baugsmálinu.





    11.10.2006 at 21:38 #563162
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Þetta er alveg nýtt fyrir mér að röð boltanna skipti máli.
    Þessi 5 skipti sem ég hef tekið upp hedd hef ég alltaf slakað boltunum í litlum áföngum, a.m.k. í byrjun og hef ekki orðið var við vandræði vegna þess.

    Úr því að þetta er svona mikilvægt, þarf þá ekki að slaka í útmældum þrepum líkt og þegar heddið er hert ?





    07.10.2006 at 20:21 #198684
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Getur einhver skýrt fyrir mér hvers vegna díselolían er nú á öllum stöðvum 1,30 kr dýrari en bensínið ? Eru olíufélögin enn byrjuð að safna fyrir sektum vegna ólöglegs samráðs eða er okkar ástsæla ríkisstjórn að hvetja menn til að kaupa frekar bensínbíla ?





    02.09.2006 at 18:51 #198482
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Aftursætin úr 1990 Pajeró (gamla boddýið) fást gefins ef einhver nennir að sækja þau. Þetta eru bekkurinn og bæði fellisætin. Gæti hentað í mix eða endurbyggingu á tjónabíl.
    Sætin eru í Breiðholtshverfi.

    Ágúst síma 5670078 / agustus@isl.is





    31.08.2006 at 22:51 #198475
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Sælir.
    Æðstaráð fjölskyldunnar hefur ákveðið að á næsta afmæli fái ég í gjöf GPS tæki í bílinn að eigin vali.
    Þetta verður að vera alvöru tæki – með korti og gagnlegustu fídusunum, en þó innan þeirra marka að sé nokkurn veginn peninganna virði.

    Hvaða tækjum mæla menn helst með ?

    Ágúst, sem á bráðum afmæli.





    29.08.2006 at 21:50 #558838
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Takk fyrir ráðin.
    Ég fór í Barka og keypti hjá þeim 8 mm nylonrör og fittings. Verð 2000 kall. Ég lét gömlu ryðguðu rörin vera og hengdi þau nýju utan á þau með plastböndum.
    Reyndar rifjaðist upp fyrir mér saga af manni sem ég þekkti vel. Hann þurfti að logsjóða eitthvað neðantil í bílnum sínum en áttaði sig aðeins of seint á því að sakleysislegur plastvír sem lá nálægt var ekki vír, heldur bensínrör úr plasti.





    28.08.2006 at 21:29 #198453
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ég þarf að endurnýja eldsneytisrörin milli tanks og vélar. Þar sem þetta eru nokkuð sver rör, 8 til 9 mm, reikna ég með að handaflið eitt dugi ekki til að forma stálrör svo að þau falli vel í gömlu festingarnar. Hafa menn verið að nota
    eir- eða plaströr í svona lagnir fyrir dísel – eða bara olíuþolnar gúmmíslöngur ? Verður ekki olían í retúrrörinu of heit fyrir plastið ?
    Hvað efni ráðleggja menn – og hvar fæst það ?





    21.08.2006 at 20:09 #558276
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ég keypti eitt sinn ódýra kapla í einhverri verkfærabúð. Þeir litu vel út við fyrstu skoðun, þykkir og pattaralegir, en þegar þeir dugðu ekki til að starta Daihatsu Charade pútu fór ég að skoða þá betur. Þá kom í ljós að koparkjarninn var örgrannur, ca. 1 mm. en margra mm þykk plastkápa utan um.
    Á sumum köplum er hægt að skoða vírinn þar sem hann er tengdur í klemmuna. Ef vírkjarninn er innan við 3 mm. í þvermál þá eru kaplarnir algjörlega gagnslausir, en því meiri kopar – þeim mun betra.





    06.08.2006 at 22:26 #557362
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Fyrst mér gekk svona vel í fyrstu upprifjun má reyna að bæta aðeins við.

    Rúmmálið á þessum 6,8 kolsýrutonnum sem LandCruserinn getur framleitt úr 2520 lítrum af olíu er líka auðreiknanlegt.
    Eitt grammmól af kolsýru vegur 44 grömm og hefur rúmmálið 22,4 lítra við staðalaðstæður. Samkvæmt þríliðureikningum verður rúmmálið þá í lítrum R=22,4 * 6800000 / 44 = 3464000 eða 3464 rúmmetrar.
    Ef ég gæti hamið kolsýruna og sturtað henni í kubb á lóðina mína, sem er meðalstór einbýlishússlóð þá myndi kubburinn vera 5,5 metra hár.
    Þetta er greinilega stór-mál.

    Ágúst





    06.08.2006 at 20:28 #557398
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Eftir ítarlegar vangaveltur fór ég að banka í relayræfil sem var u.þ.b. á þeim stað sem glóðarrelayin eru í Pajeró, þ.e. aftarlega á vinstra brettinu, og viti menn þá kom allt í einu spenna á glóðarkertin. Nánari athugun leiddi í ljós að þetta var einmitt umrætt relay. Það var falið inni í gúmmíkápu og svo lítið fyrirferðar að mér datt ekki í hug að mætti bjóða því heil 80 Amper, enda var það orðið alvarlega þreytt á lífinu og gersamlega ruglað á því hvenær skyldi hleypa straumi á glóðarkertin og hvenær ekki.
    Ekki leist mér á að setja annan eins aumingja í staðinn svo að ég fann í dótakassanum stærrarelay sem mér finnst líklegt til að duga. Að vísu tekur spólan í því mun meiri straum en spólan í aumingjanum svo að ég bætti öðru litlu relay framan við það stóra.
    Vonandi er málið þar með dautt.

    Hefur einhver fundið á vefnum verkstæðisbækur fyrir Galloperinn eða tæknilega sinnaðar spjallrásir ?
    Kveðjur

    Ágúst





    05.08.2006 at 22:44 #557358
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Smá upprifjun á menntaskólaefnafræðinni:

    Díselolía er blanda ýmissa lífrænna efnasambanda og er samsetningin síbreytileg. Samkvæmt Wikipedia er oft notuð efnaformúlan C10H22 sem eins konar meðaltal til að reikna efnahvörf hennar.
    Samkvæmt því er efnajafna fyrir fullkominn bruna olíunnar:
    C10H22 + 15,5 O2 ===> 10 CO2 + 11 H2O
    Olíumólekúlið hefur þyngdina 10*12 + 22*1 = 144 og kolsýrumólekúlið 1*12 + 2*16 = 44.
    Þyngdarhlutfallið milli kolsýru og olíu er þá 10*44/144 = 3,056
    Það þýðir að fyrir hvert kg af olíu myndast rúm 3 kg af kolsýru ef bruninn er fullkominn, hvorki verði til sót né kolmónoxíð.
    Sé eðlisþyngd olíunnar 0,9 þá getur hver olíulítri mest myndað 2,7 kg af kolsýru.
    Orkureiknivélin virðist stundum skila hærri tölum.

    Einar, það eru 40 ár síðan ég var í menntó, tékkaðu hvort ég man þetta rétt.





    05.08.2006 at 21:00 #198327
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ég fæ enga spennu á glóðarkertin í Gallopernum mínum og þar af leiðandi fer hann ekki í gang nema með mestu harmkvælum.
    Þegar ég svissa á kviknar glóðarljósið í mælaborðinu og logar í ca 2-3 sekúndur, en þetta eru fölsk boð því það kemur engin spenna á skinnuna sem tengir inn á kertin. Helst grunar mig að relay fyrir kertastrauminn standi á sér en ég finn ekkert relay af slíkri stærð, hvorki í vélarrúminu né undir mælaborðinu. Bíllinn er 2000 árgerð og ég hef grun um að þetta hafi eitthvað verið að breytast milli árgerða.
    Ath. Ég er búinn að mæla leiðni í öllum kertunum og 80 Ampera öryggið fyrir glóðarkertin er heilt. Ef ég tengi beint frá geymi inn á skinnuna og starta, þá rýkur hann í gang svo að kertin eru greinilega að virka.
    Veit einhvar þetta fj… relay er staðsett ?
    Getur verið að sé eitthvað transistordrasl í þessu – ég minnist nefnilega ekki að hafa nokkurn tíma heyrt neitt hljóð frá þessu relayi.





    04.08.2006 at 21:07 #557346
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Getur það staðist að ca 2 tonn af díselolíu (2520 lítrar) verði að 8,5 tonnum af koldíoxíði eftir að hafa brunnið í Land Cruser bílvél ?
    Er ekki reiknivélin eitthvað biluð ?





    01.08.2006 at 00:03 #557122
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Frábært. Melda mig strax inn.





    03.07.2006 at 20:29 #555728
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Gætu verið slitin kol í mótornum. Áttu ekki spennumæli eða prufulampa til að kanna hvort mótorinn fái spennu? Ef hann fær spennu en stendur kyrr þá eru 99 % líkur á að kolin séu sökudólgurinn.





    02.07.2006 at 22:29 #555188
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Það eru svo margar áhugaverðar skoðanir komnar fram á þessum þræði að ég gat ekki setið lengur á mér. Ég hreinlega varð að fara að prófa smá. Ég losaði loftslönguna af lofthreinsaranum á gömlu Pæjunni til að geta sprautað própangasi úr gaslóðbolta þar inn.
    Fyrst, meðan vélin var köld gat ég ekki merkt neina hraðaaukningu við gasgjöfina, en eftir að hún hitnaði fór hún að kunna betur við gasið. Erfitt var að stilla gasstreymið því ég þurfti að halla brúsanum niður á við en þá rennur gasið í fljótandi formi fram í spíssinn og frussast út. Sum skiptin þegar ég opnaði fyrir gasið munaði tiltölulega lítið um það, en þegar best lét hækkaði snúningshraðinn í tómagangi úr 750 í ca. 1500 sn. Engar tilraunir voru gerðar til að keyra bílinn með gasgjöf og sannreyna aflaukningu við alvöru notkun. Ekki hafði ég heldur nein tól til að mæla gasrennslið svo að niðurstöður af tilrauninni eru ekki birtingarhæfar í vísindaritum. Þó þykir mér með þessu fullreynt að própangasinnsprautun getur skilað aflaukningu ef stýribúnaðurinn er réttur.
    Hitt er svo annað mál að meðan lítrinn af gasi kostar tvöfalt til þrefalt á við díselolíuna þá er engin hagkvæmni fólgin í því að nota gas í staðinn fyrir díselolíu. Eini ávinningurinn gæti verið fólginn í aflaukningu þegar mikið liggur við s.s. í brekkum og framúrakstri og svo auðvitað hinn sívinsæli dótastuðull sem hlýtur að hækka um mörg stig við svona kerfi.





    27.06.2006 at 18:33 #555170
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Sennilega er rétt að hyggja að íkveikjuhættu ef vélin er með EGR kerfi (Exhaust Gas Recirculation) þar sem útblástursgasi er hleypt inn á soggreinina gegn um sérstakan ventil. Ég veit ekki hvort við það vinnist eldsneytissparnaður, minni mengun eða e-ð annað. A.m.k. hef ég heyrt að einhver bílaumboð bjóði upp á að afgreiða nýja bíla þannig að búið sé að taka EGR úr sambandi, væntanlega til að geta tjúnað eitthvað aðeins meira afl úr vélinni. Getur einhver frætt mig á því hvað vinnst með EGR og hvenær ventillinn á að opna á milli og hvenær hann á að vera lokaður?
    Hætta á að wastegate ventill á túrbínu hleypi heitu gasi inn á soggrein er ekki til staðar því hann gerir ekkert nema að opna leið fyrir útblásturinn til að komast fram hjá túrbínunni, beinustu leið út í púströr.





    24.06.2006 at 20:06 #555108
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Það er fremur auðvelt að skilja að 44 tommu dekk geti valdið auknu álagi á vél og drifrás, en að fella líka niður ábyrgð á hurðarhúnum og rúðuþurrkum finnst mér einfaldlega fáránlegt.

    Fyrir hartnær 20 árum keypti ég nýjan aldrifsbíl hjá þessu sama umboði. Honum fylgdu ýmsir pappírar og þ.á.m. plagg á Íslensku sem fjallaði um ábyrgð á bílnum. Meðal ýmissa gullkorna stóð þar að ef honum væri ekið utan vega skyldi öll ábyrgð falla niður samstundis. Það lítur út fyrir að sömu lögfræðingarnir vinni enn hjá fyrirtækinu þótt eigendur séu aðrir en þá.





    23.06.2006 at 22:49 #198139
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Hér hafa áður komið fram þræðir um það hvernig megi hressa upp á díselvélar með því að blanda gasi í loftið sem vélin tekur inn á sig. Mér leikur hugur á að vita hvort einhverjir hafa reynt þetta og hvort það hefur skilað merkjanlegri aflaukningu.
    Eins hefur hvarflað að mér að prófa þetta sjálfur. Ég á t.d. slátur af gömlu gasgrilli með fittings, þrýstijafnara og stillikrönum, Þá vantar ekkert nema slöngu fram í lofthreinsara, bísa svo gaskútnum af grillinu og burra af stað. Kannske of einfalt svona til að virki ?
    Hvað segið þið um þetta ? Reynslusögur og álitsgerðir díselfræðinga óskast. Hefur einhver t.d. hugmynd um það hversu mikið gasflæði þarf til að skili merkjanlegri aflaukningu?





    17.06.2006 at 21:00 #554814
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ég á svona disk.
    Ágúst s. 567-0078





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 201 through 220 (of 423 total)
← 1 … 10 11 12 … 22 →

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.