Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.01.2009 at 00:12 #639604
Sælir. Fyrir um 5 árum keypti ég svona 300 vatta inverter hjá Skorra sem var þá við Bíldshöfðann nánast beint á móti Bílanausti og er kannski enn. Það er búið að nota þetta tæki heilmikið og ekkert hefur bilað. Kv. Olgeir
20.01.2009 at 12:52 #637302Sælir. Þegar ég lenti í að fylgjast með nokkrum félögum á 44 tommu jeppum að kanna gömul vöð á Tungnaá haustið 2006 var einn á nýjum 44" Pajero. Sá bíll var mjög snyrtilegur og flottur að sjá og gat farið hægt yfir þar sem grýttast var. ( Það gátu hinir eflaust líka). Mynd er af þessum bíl í Hófsvaðinu í myndasafninu mínu undir Bjallavað og Hófsvað . Það sérstaka við þennan leiðangur var að enginn var á Toyotu . Með kveðju Olgeir
17.01.2009 at 11:23 #638058Sælir. Í apríl á síðasta ári kom ég á planið hjá Víkurvögnum og sá þar gamlan jeppa ,sem virtist vera útbúinn sem bátur sem hjólin stóðu niðurúr. þetta farartæki var grátt á litinn. Ég kom þarna nokkru seinna en þá var bíllinn farinn. Getur einhver hér frætt mig um þetta tæki? Kv. Olgeir
03.01.2009 at 23:54 #635992Sælir.Ég þakka svörin og Þórólfur þarna sjáum við hvað er mikilvægt að hafa rétt örnrfni í bókum.Sumstaðar eru reyndar fleiri en eitt nafn á sama fossinum eins og í Þjórsá til dæmis. Hér á mínu svæði er til dæmis fjallið Löðmundur. Sumir halda að fjallið heiti Loðmundur eins og í Kerlingafjöllum,en rétt nafn er Löðmundur frá fornu fari. Eins ber orðið á því að ferðamenn eru sumir búnir að útvíkka nafnið á Pokahrygg yfir á jafnvel alla leiðina yfir Höfðann. Pokahryggurinn er mjói hryggurinn norðaní Höfðanum þar sem Sigurður frá Laug hlóð sandpokum í skoru til að gera bílfært upp að sækja hrafntinnu á 4. áratugnum. KV. Olgeir
02.01.2009 at 23:11 #635974Sælir og þakka ég viðbrögðin við spurningunni. Þráðurinn þróaðist svolítið í aðra átt sem er bara gott mál.Öxarárfoss lendir í áramótamyndbandinu af því að hann er á Þingvöllum held ég. Sumir af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins eru manngerðir svo sem Bláa lónið, Jarðböðin í Mývatnssveit og svo er Elliðavatn uppistöðulón. Umræðan um fossana er skemmtileg og nöfn þeirra svolítið á reiki.Í Árbók FÍ frá 1951 skrifar höfundur bókarinnar Kristján G Þorvaldsson að Dynjandiá falli í Dynjandivog ".Stærsti og nafnkunnasti fossinn í ánni heitir Fjallfoss,oft nefndur Dynjandi í daglegu tali." Nú í seinni tíð er farið að skrifa Dynjandis-og svo frv. Ég á fallega mynd af Hrauneyjafossi meðan hann var og hét,en kann ekki að setja hana inn. Með kveðju Olgeir.
01.01.2009 at 16:35 #203450Gleðilegt ár. Við að horfa á áramótaávörpin vaknaði upp gömul spurning hjá mér. Ég hef áhuga á ýmsum fróðleik um landið, en hvergi hef ég getað fundið hver er hæð Öxarárfoss. Ég giska á svona 10 til 15 metra bara út í loftið . Gaman væri að fá svar við þessu. Með kveðju. Olgeir
07.11.2008 at 15:53 #632046Sælir. Héðan neðan úr sveitum sýnist nánast allur snjór vera farinn upp í 600-700 metra hæð. Ekki sést nákvæmlega hvernig þetta er "að fjallabaki". Ég held samt að það hljóti að vera fært inn í Laugar fyrir flesta jeppa. Kv. Olgeir
22.10.2008 at 23:35 #631464Sælir.Ég þakka fyrir svörin. Þau eru svipuð og ég bjóst við. Mér sýnist að 29 tommur komist vel undir en verði of þröngt um 30 tommu dekk sérstaklega ef þau eru breið. Skoða trúlega 225 eða 235/70 16. Kv. Olgeir
21.10.2008 at 20:57 #203093Er ekki einhver sem veit hvað stór 16 tommu dekk komast með góðu undir Grand Vitara án nokkurra klippinga.Er á 3 cm lágmarkshækkun . Með von um góð svör. Kv.Olgeir
13.10.2008 at 23:43 #631026Sælt veri fólkið. Ég þakka fyrir myndirnar af sýningunni. Sérstaklega fannst mér gaman að sjá að gamli "öskujeppinn" hans Elíasar á Uppsölum L 144 var þarna . Ég held að þetta sé örugglega einn af jeppunum sem bændur á öskusvæðinu frá Heklugosinu 1947 fengu að kaupa. Fyrir rúmun 20 árum fór ég með Ella í þessum bíl smáspotta milli bæja og spurði hann hvort hann væri nýbúinn að mála stokkinn milli sætanna því hann var svo glansandi fínn. Þá sagði hann af sinni alkunnu hógværð :hann var nú svona þegar hann kom. Ég mátti til að segja þessa sögu sem tengist þessum jeppa sem nú mun vera í eigu konu á Selfossi. Kv. Olgeir
24.08.2008 at 20:54 #628036Mér líst vel á að setja upp myndavél í Setrinu og nágranni minn fann í vetur á netinu veðurstöð sem hann er með sítengda á netinu. Veðurstöðin kostaði ekki nema eitthvað um 20 þúsund og sýnir allt sem þarf og mikið dýrari stöðvar gera. Svona skemmdarvargar eru alveg óþolandi og ætti að setja þá í gapastokk ef til þeirra næst. Kv. Olgeir
20.08.2008 at 12:38 #627382Sælir. Það er ekki rétt sem fram kemur hér að framan að sambandslaust hafi verið í Veiðivötnum. Mjög víða á svæðinu hefur í nokkur ár verið ágætt GSM samband eða síðan Síminn setti upp sendi á Vatnsfelli. Sambandið er að vísu slæmt á skálasvæðinu og líklega ekkert nema hjá veiðivörðunum sem eru með sérstakt öflugt loftnet við posa og síma. Sambandið hlýtur að batna með sendinum á Snjóöldu þar sem sá sendir er líka að senda úr gagnstæðri átt og nær til skuggasvæðanna sem voru. Þetta útheimtir að menn séu með síma frá báðum félögunum þangað til Síminn kemur með sendi á Snjóölduna. Snjóaldan kemur Landmannalaugum í öruggt samband,sem lengi hefur vantað. Það kemur væntanlega gott tékk á þetta í fjallferðinni í haust. KV. Olgeir
01.08.2008 at 09:28 #626540Mjög líklega er þetta Jón frá Laug í Biskupstungum. Hann var lengi starfandi lögregluþjónn og var heljarmenni að burðum og ganga af því sögur.Sigurður frá Laug var sá sem fór fyrstur á bíl norður yfir Sprengisand 1933.Þeir ferjuðu bílinn á bát yfir Tungnaá í Haldinu. Það var Sigurður sem hlóð sandpokum í skoru í Pokahryggnum til að gera fært þar upp meðal annars til að sækja hrafntinnu.Þetta var nokkru seinna,en einhverntíma á fjórða áratugnum. Árið 1942 var tengdafaðir minn í Landmannalaugum í eftileit.Þá sáu þeir bíl bera við himinn á öldunni suður af Brennisteinsöldu (1004).Seinna fréttist að þarna var Sigurður frá Laug á ferð ásamt fleirum . Kv. Olgeir
31.07.2008 at 22:32 #626534Sæll Hlynur. Gott hjá þér að hafa þetta með Hríshólmann. Sveinn í Lækjsrtúni fór oft yfir á Tangavaðinu í fjallferðum og hann vissi nafnið á hólmanum. Hreinn hjá Hekluskógum spurði mig um þennan hólma um daginn,en ég vissi ekki nafn á honum og spurði Svein. Skógurinn hefur lifað lengst í hólmun umflotnum vatni sem hefur tekið við sandinum svo sem Klofaey. Þarna með Þjórsá heita Árskógar sem bendir til að þar hafi verið skógur einhverntíma.Nú er verið að reyna að koma til skógi víða á Heklusvæðinu. Með Tungnaárkveðju Olgeir.
30.07.2008 at 23:52 #626528Sæll Hlynur og þið öll. Samkvæmt bókinni Hálendið eftir Guðmund Pál Ólafsson voru það Sigurður Þórarinsson og Jón Eyþórsson sem bjuggu til þetta örnefni á fjórða áratug tuttugustu aldar. (blaðsíða 262). Ég var nýlega að heyra örnefnið Hríshólmi og væri gaman að fá hér svör við því hvar hann er. Með hitabylgjukveðju Olgeir.
24.07.2008 at 11:22 #626394Sælir. Ég get bent á kort frá Máli og menningu sem heitir Fjallabak í mælikvarðanum 1:100000.Það kort nær frá Veiðivatnasvæðinu og suður fyrir Mýrdalsjökul. Síðan eru ferðaþjónustukort yfir Rangárvallasýslu og Mýrdal ókeypis á Upplýsingamiðstöðvum og víðar, þar á meðal hjá vörðunum við Landmannahelli. Þar eru gönguleiðir merktar inná og vegir og slóðar .Þetta kort er gefið úr árlega og leiðréttingar settar inn. Síðan get ég bent á síðuna http://www.nat.is . Þar er kort af þessu svæði og alveg austur um Eldgjá. Þar er teiknuð inn nýja gönguleiðin frá Landmannalaugum um Landmannahelli ,þaðan í Áfangagil og frá Áfangagili niður að Rjúpnavöllum. Þetta eru þrír áfangar nokkuð álíka langir og öllum hægt að skipta í tvo áfanga,ef menn vilja þar sem vegir þvera gönguleiðirnar. Á öllum áfangastöðunum er ferðaþjónusta. Einnig er á síðunni lýsing á gönguleiðinni sem fengið hefur nafnið Hellismannaleið . Ég hvet fólk til að ganga einhverja leggi þarna því að ýmislegt er að sjá sem ekki sést af veginum svo sem upptök Ytri Rangár og Fossabrekkurnar blasa við frá besta sjónarhorni.Einnig er gengið meðfram Lifrafjallavatni sem hvergi sést af veginum. Að lokum heitir fjallið Löðmundur og þaðan er frábært útsýni í allar áttir .Góða ferð með kveðju. Olgeir
22.07.2008 at 10:44 #626254Sælir. Ég er sammála Atla. Margar flottar myndir ,en mér finnst afskaplega mikið vanta þegar skýringar vantar með myndunum. Skemmtilegt hvað svörtu vatnsrásirnar í Illagilinu geta orðið að fallegri mynd svo dæmi sé nefnt. Gamli jeppinn er flottur. Kv. Olgeir
22.07.2008 at 10:23 #626252Sælir. Ég er sammála Atla. Margar flottar myndir ,en mér finnst afskaplega mikið vanta þegar skýringar vantar með myndunum. Skemmtilegt hvað svörtu vatnsrásirnar í Illagilinu geta orðið að fallegri mynd svo dæmi sé nefnt. Gamli jeppinn er flottur. Kv. Olgeir
11.07.2008 at 23:23 #625764Ég er svolítið hræddur um að þessi Vatnajökulsþjóðgarður verði eitthvert mikið bákn sem verði staðsett í Reykjavík og óstjórnlega dýrt í framkvæmd. Allar milliferðirnar þvers og kruss um landið með tilheyrandi kostnaði og tímasóun. Ég ætla í lengstu lög að vona að afrétturinn hjá okkur sleppi og held að reynslan hafi sýnt að á Veiðivatnasvæðinu sem er undir umsjón heimamanna þekkist ekki utanvegaakstur þrátt fyrir mikinn ferðamannastraum. Ég vona að þessar áhyggjur mínar séu ótímabærar ,en hafið þessi varnaðarorð í huga eftir svona 5 til 10 ár. Með kveðju .Olgeir
19.06.2008 at 23:21 #624578Vissara að hafa með deyfilyf og búr ef Hveravallabjörninn hefur ruglast á Langjökli og ísjaka. Kv. Olgeir
-
AuthorReplies