Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.06.2003 at 12:29 #474442
Sammála síðasta ræðumanni.
Lenti í svipuðu dæmi. og fékk nýtt dekk strax hjá Dekkjalagernum. Mæli með þessum strákum! Þeir lækkuðu verð á dekkjum hér á markaðinum, þá er sjálfsagt að kaupa af þeim áfram!
kv,
Viðar
12.06.2003 at 16:06 #474182Þetta ætti að ganga.
Ég setti 87 hásingu (rörið undir) 98 árg af Grand en notaði Grand liðhúsin. Eini munurinn sem ég man eftir í svipinn er stillibúnaður fyrir spindilhalla er á hásingar festingu á Grandinu en á síkkun á 87árg. Þetta á þó ekki að breita neinu! Ath. þó að það eru til Revers (yfirliggjandi pinnjón) og venjulegar hásingar undir þessum bílum en þetta hefur áhrif á afstöðu (halla) á drifskafti, ef þú víxlar úr revers í venjulega eða öfugt.
Stýris (tog) stöngin eða millistöngin "man ekki hvort" er ekki alveg jafn löng á þessum bílum (einhver smá munur) en ef þú notar 87 búnaðinn ætti þetta allt að smella.
kv,
Viðar
09.04.2003 at 08:54 #472194Sælir Strákar,
Það virðist vera einhver faraldur í gangi. Samstarfskona mín lendir í því að um miðja nótt er stolið húddi af 94 árg. af fólksbíl sem hún á. Þjófarnir voru á bílleigubíl sem þeir höfðu vélað út á stolin skilríki. Bílleigubíllinn hefur ekki komið ljós ennþá!
Það sem er kanski mest óþolandi við þetta er að lögregla virðist ekki gera neitt í málinu, "ég fékk þá spurningu frá þeim hvort ég væri ekki örugglega tryggður?" (þ.e. þegar ég lenti í þessu fyrir nokkrum árum)annað gerðu þeir ekki.!
Jú og ef ekki nein skemd er á bílnum vegna innbrots eða þjófnaðar bætir tryggingarfélagið ekki stuldinn.
Hver var ykkar reynsla af lögreglu og tryggingarfélagi?
Er ekki nóg komið! Mér fynnst að 4×4 og jafnvel í samvinnu við FÍB, sem hagsmunasamtök okkar eigi að beita sér fyrir því að krefjast betri vinnubragða (þ.e. einhverra viðbragða lögreglu)"ransóknar" og eins að skilmálum trygginga verði breitt hvað þetta varðar. Það virðist vera ljóst að nútímaþjófar eru ekki að brjóta rúður! þeir erum með lykla eða önnur tól!
Við búum í pínulitlu landi… þetta ætti auðleyst mál!
Það er spurning hvort þetta fellur ekki undir eitthvað sem gæti heitið skipulögð glæpastarfsemi?
kv,
Viðar
01.04.2003 at 08:29 #471688Sælir strákar,
Þið eigið mína samúð og reiði!
Mér leikur á forvitni um að vita hvort eða hvernig menn komast upp með þetta? Gerir lögreglan eitthvað í málinu?
Voru þessir bílar dýrkaðir upp eða voru þessir ræflar hugsanlega með einhverja lykla?
kv,
Viðar
25.03.2003 at 14:36 #471266Sælt veri fólkið,
Það á aldrei að taka mark á veðurspá fyrr en á fimmtudagskveldi hið fyrsta! Það er jafnvel líklegt að veður breitist eftir það. Mín reynsla af þessu er sú að ef maður nær hálfum degi í góði veðri á fjöllum er ferðin vel heppnuð! Ef maður nær heilum degi er ferðin frábær og ef það er skaplegt veður 2 er ferðin æðisleg… mér brestur orð í framhaldið.
Það mikið atriði að fylgjast með veðri og veðurspá, og að hegða ferðum sínum eftir þeim! Vera kominn í skála áður en vont veður brestur á og bíða af sér versta veðrið!
En það á aldrei ákveða viku áður að ferð er farinn að veður verði ekki gott og vísa í misvitra verðurfræðinga sem yfirleitt eru ekki sammála um þess hluti, fyrr en eftir á! en þá eru þeir búnir að spá svo oft að eitthvað hlýtur að ganga eftir.
Ég segi bara góða ferð og það gæti bara vel verið að við hjónin skellum okkur í hópinn!
kv,
Viðar (Veðurbarinn… nei það er víst Barinn á Vopnafirði) eða var það Snjóbarinn…. hvar var sá bar aftur?
14.03.2003 at 08:31 #470760Jú þetta var fín ferð með Datsúnum.
Þeir stóðu sig þó ágætlega! En það er voðalega erfitt að tína þeim ekki og þeir skiluðu sér þó fyrir rest í skálann seinnipart dags.
Við Siguður Már tökum alltaf að okkur eina ferð á ári sem er samvinnuferð skíðagöngumanna og Jeppamanna hjá Útivist. Við sjáum þá um trússið og maturinn sé kominn í skála á réttum tíma. Þá set ég skíðin undir frúnna og fæ að leika mér alveg sjálfur! Henni finnst orðið svo gaman að keyra jeppann að líklega verð ég að breita öðrum handa henni fljótlega!
kv,
Viðar
13.03.2003 at 16:11 #192348Sælt veri fólkið.
Getur einhver upplýst mig um snjóalög frá Hrauneyjum í Þúfuvötn og hvort það sé örugglega gönguskíðafæri þaðan um Sóleyjarhöfða í Setur?
Það væri gaman að heyra í einhverjum sem var á ferðinn um síðust helgi.
kv,
Viðar
26.02.2003 at 09:09 #469256Ég verð að leiðrétta Matta örlítið þar sem hann nefnir dæmi um verðlagningu sem er ekki rétt. Nema kanski eigi við um 4 daga páskaferð á Grímsfjall eða Drangajökul.
Dæmi um verðlagningu ferða hjá Jeppadeild Útivist:
Hveravalla ferð sem felld var niður vegna veðurs og færðar en átti að vera um síðustu helgi.
Verð: 6.500kr á manninn. Innifalið: Gisting 2 nætur, matur (1xkvöldmáltíð), farastjóri og undanfari. 28 manns voru skráðir í þessa ferð.Önnur dæmi:
Aðventuferð Jeppadeildar Útivistar í Bása síðasliðinn desember.
2.000kr fyrir manninn, gisting 1 nótt innifalinn.13. ferð Jeppadeildar Útivistar í Bása í janúar 03.
2.300kr fyrir manninn gisting 1 nótt innifalinn.Algengt verð á vetrarferð um helgi með farastjóra hefur verið 3.900-4.900kr á bílinn sé gisting eða matur er ekki innifalinn.
Jepparæktin í janúar og febrúar: Ókeypis / þar mættu síðast 30 bílar!
Dæmi hver sem vill!
Það er rétt að eðlismunur á þessum 2 félögum er svolítill og þó!
Útivist er ferðafélag sem skipuleggur og auglýsir ferðir. Megin fjáröflun Útivistar eru félagsgjöld, ferðir og sala gistingar í eigin skálum. Útivist hefur verið í fararbroddi í því að hvetja fólk til ferðalaga um landið okkar.
Það er rétt að Jeppadeild Útivistar reynir að sameina alla fjölskylduna í ferð, þ.e. hafa skíðin með, skipuleggja gögnskíðaferðir samhliða jeppaferðum og reynum að nota gönguskóna svolítið líka.
Útivist á og eða rekur í samvinnu við bændur. 7 skála sem eru: 2 í Básum, Strút, 5VH, Álftavatnakrók, Skælinga og Sveinstind.
Ég hef litið á 4×4 sem hagsmunafélag Jeppamanna og ferðaklúbb (+/-) t.d. T.d. er í mínum huga verndun landsinns sem við eru að ferðast á í hagsmunamál klúbbsinns! (en um þetta má eflaust rífast endalaust)
Svo eru það þeir sem eru aðalega inní bílskúr og ferðast meira þar í orði en í verki.
Bæði er góðra gjalda vert enn!!!! þegar á botninn er hvolft snýst þetta um að vera í góðum félagsskap með svipuð eða sömu áhugamálin að ferðast í orðum eða verki um óspillta nátturu Íslands.
kv,
Viðar
25.02.2003 at 15:52 #469238Sælir strákar,
Ég held að það sem þið eruð að ræða um geti varla talist nema eðlileg þróun. Í Útivistarferðum verða menn að leggjast allir á eitt að gera ferðina sem skemmtilegasta og þó svo sé búið að leggja línum um hvert eigi að fara og stundum farastjórar eða undanfarar, verða menn að hjálpast að eins og í nýliðaferðum hjá 4×4.
Ferðirnar hjá Útivist skiptast í nokkar flokka (þ.e. vetrarferðirnar) Lítið breittir , meira breittir og mikið breittir jeppar. Megin reglan er sú eins og hjá 4×4 að ferðin verður að standa undir sér fjárhagslega og verða þáttakendur að standa undir þeim kostnaði. Séu fararstjórar fá þeir dagpening sem dugar fyrir eldsneyti og kanski 1-2 samlokum. Bissness telst þetta varla enda væri ég þá mjög slæmur í Bissness eftir að hafa farið margar ferðir í nafni Útivistar án nokkurar þóknunar.
Sumar ferðir eru ókeypis eins og t.d. Jepparæktin (dagsferðir annan laugardag í mánuði án farastjóra og allir hjálpast að) og aðrar ferðir eru hugsaðar sem fjáröflunarferðir og enn aðrar eru á þeim tímum t.d. páskum að farastjórar fást ekki til þess að fara án þóknunar.
En aðal málið er það að út úr þessum ferðum verða til nýir ferðahópar sem ferðast á eigin vegum og jú líka með Útivist, taka að sér hin og þessi sjálfboða verk eins og sækja skíta tunnurnar á 5VH, fara með olíu á skálana eða byggja nýja eins og Strút á Mælifellssandi núna í haust.
Nú og þannig varð sá ferðahópur sem ég ferðast mest með til! stundum með Útivist og eins stundum á eigin vegum!
Það er samt gott að muna að við vorum allir einhverntímann nýliðar og leggja okkar að mörkum til þess að opna félagsskapinn fyrir nýju fólki og leggja hönd á plóg í viðhaldi, byggingu skálum eða vera tilbúnir að taka með okkur nýtt óreynt fólk í þessa fjalla paradís.
Ég held að við eigum líka að umbera hvoru öðru það að fara á þeim tíma sem hentar okkur best þó það sé ekki endilega í nafni félagsinns.
kv,
Viðar
10.02.2003 at 12:52 #458330Sælir strákar,
Ég ek um á Grand Cherokee 98 árg. 4L 38" breittur og var áður á 87árg gamla laginu 38" breittur.
Grandinn er slétt 2tonn fullbreittur. Drífur helling (læstur framan og aftan 4,88 hlutföll. Það er ekkert flóknara að breita Grandinum fram yfir þann gamla.
það eru þó nokkur atriði sem gott er að skoða áður en bíllinn er keyptur. t.d. framhásing reevers, afturhásing 35 eða 44 (án C split) og fl.
Já Thengill: meðaleyðsla hjá mér er: 19.3 lítrar síðustu 7.000km, blandaður akstur þar af 2-3 fjallaferðir.
Ég veit ekki hvað þið kallið mikla eyðslu en mín skoðun er einföld: þetta er dýrt sport og þú verður að tíma kaupa eldsneyti til að hafa gaman af því. Það er reyndar ótrúlegt hvað menn leggja á sig í alskonar vélarskiptingum að reyna minka eyðslu með ótrúlegum tilkostnaði sem þeir hefðu bara átt að nota í bensín.
4L vélin er 190 hestöfl. sem er meira en nóg í þetta þó 8tan er örugglega mjög skemtileg 220 hestöfl.
Síðan er hægt að fá þessa bíla líka dísel, en ég þekki þær vélar ekki. Líklegt þó að mismunur á kaupverð verð það mikill að hægstæðara sé að eyða honum á löngum tíma í bensín.
En ég er einn af þessum mönnum sem sé ekki verðmæti í endursöluverði bíla, BÍLAR ERU NEYSLA! Og reif úr þeim gamla (87) allt það besta og seldi rest fyrir slikk!
Og Thengill, láttu ekki plata þig meira með eyðslutölum..
það er líka atriði að aka eins og maður!kv,
Viðar
27.01.2003 at 12:40 #467074Strákar… hvað eruð þið gamlir?
kv,
Viðar
22.01.2003 at 10:38 #466866Í stuttu máli eru þeir að koma vel út!
Drífa helling! eru fullbreittir tæp 2 tonn (minn er slétt 2 tonn) Hellingur af afli (ég er með 4l vélina) Skapleg eyðsla eða meðal eyðsla 19.0/100 á síðustu 7.000km.
Ég hef ekki reynslu af 5.2l vélinni 8cl en ég er viss um að þar sé öskrandi orka!Ég man reyndar ekki eftir neinum vanköntum en ef menn ætla að setja loftlás í afturhásingu 35d með C splitti þarf að breita hásingunni svolítið og útbúa sæti fyrir nýja legu og krumpuhólk út við hjól. Ég prufaði kitt sem Benni var að selja en gafst upp á því þegar kúlulegan í því fór eftir 4 mánuði og aftur 6 mánuðum seinna. (mæli ekki með þessu kitti). Óli á Ljónsstöðum var að endur hanna og smíða þetta fyrir mig í síðustu viku og ég hef væntingar um að þetta verði til friðs.
Ég get lofað því að þeir bila eins og aðrir bílar, þó ég muni nú ekki eftir neinni bilun…í mínum. á spjallþráðum að sjá eru það aðalega hrísgrjóna boxin sem eru að bila eða leita af meira afli!
Það er mjög gott að keyra þessa bíla, liprir og þægilegir!
Frúin vill ekkert annað og það eru meðmæli!
Nóg í bili.
kv,
Viðar
09.01.2003 at 13:00 #466190Sælir strákar,
Við þið hvernig færðin er við Meyjarsæti og með Sandkluftavatni áleiðis að gatnarmótum línuvegar?
kv,
Viðar
18.12.2002 at 16:38 #465548Ja hérna!
Ég vil endilega mynna á að eitt okkar frægasta skáld skrifaði ekki rétta íslensku!
Annað frægt dægulagartexta skáld fannst meira um það að textarnir hljómuðu rétt, sá hinn sami fékk íslensku verðlaun einhvurskonar!
Ég hef meiri áhuga á lesa eða skoða eitthvað sem gefur andann frekar en þurran leiðinlegann texta.
Myndir með nafni eða sögu gefa andann!
Eða eins og einhver sagði á góðri íslensku um sílicon brjóst!
If they look OK, feels OK, smells OK, … is OK!
kv,
Viðar
06.12.2002 at 08:57 #464986Eftir því sem ég best veit bætir utanvegakaskó ekki aukahluti eins og GPS, Tölvu, Talstöðvar og fl. Ekki nema það verði flóð inní bílnum þ.e. ef þú ert á húsbíl og það flæði uppúr vaskinum!
kv,
Viðar
27.11.2002 at 12:45 #464186Til að gera langa sögu stutta myndi ég fara á Ljónstaði (Jeppasmiðjuna) þar færðu góð vinnubrögð og borgar sanngjarnt verð!
Enginn ástæða til að borga hæstbjóðanda, þú færð enga tryggingu fyrir betri vinnubrögðum!
Bræðurnir á Ljónstöðum eiga meðmælin skilið!
kv,
Viðar
01.11.2002 at 11:35 #463958Á ég að trúa því að það hafi enginn sett Súkku á 35"?
Gaman væri að heyra hvað þarf að gera að framan svo þetta gangi og eins hvað þurfi að færa afturhásinguna aftarlega svo þetta gangi?
Eru til hlutföll í þessa bíla? Er nóg að setja flækjur við til að vega uppá móti dekkjunum!
kv,
Viðar
31.10.2002 at 09:42 #463598Það er ég viss um að Eyvindur og Halla snúi sér í gröfinni yfir þessu okri á Völlunum og líklega hafa þau komist í bað fyrir ekki neitt.
En svona til upplýsinga.. hefur gisting á Hveravöllum alltaf verið virðisaukaskattskyld, svo þau rök duga ekki!!!
Enda ætti gjaldið þá að hækka úr 1.200kr (14% vaskur) í 1.368kr. En það ætti að vera hverjum jeppamanni ljóst að hér guðin Mamon að verki.
Þetta er sama gamla sagan um að ferðafélögin riðja leiðina, svo sést í kollana á varginum á milli þúfnana og halda þeir geti grætt á öllu saman! Gróðra glottið hverfur síðan þegar þeir átta sig á að baki býr fórnfús sjálboðavinna og rekstur sem getur ekki staðið undir sér án þess að okra á náanganum. Því þegar sjálfboðavinnunni líkur vilja allir fá borgað í topp!
Ekki svo að skilja að FÍ hafi staðið sig sérstaklega vel í viðhaldi og uppbyggingu á staðnum. Það er mjög umdeilanlegt.
kv,
Viðar
13.09.2002 at 15:30 #462942Sæll,
Ég hef farið nokkrum sinnum yfir Mýdalsjökul en aldrei á þessum árstíma.
Ég held að það sé varla ráðlegt!
Þar sem hann er að hrista sig og ekki gott að vita hvaða sprungur eru opnar núna! Í fysta hefti tímaritsinns Útivist er grein um leiðangur sem ég og fleiri fórum yfir jökulinn í mars eða apríl mánuði í hittifyrra. Þar er eru GPS púntar sem við höfðum farið nokkrum sinnum frá skála Útivistar á 5VHálsi. Samt sem áður á þeim tíma voru sprungur á okkar leið sérstaklega utaní Goðabungu. Við fórum niður af jöklinnum með stefnu á Mælifell á Mælifellssandi.
ÉG MYNDI EKKI FARA ÞARNA NÚNA!
KV,
Viðar Örn
17.07.2002 at 16:45 #462370Ef það er eldsneytiseyðslan sem er að plaga þig, myndi ég reikna út hvað þú færð mikið af bensíni fyrir kostnaðinn af því að setja dísil ofaní húddið. HELLINGUR AF BENSÍNI!
kv,
Viðar
P.s. það er einfaldega dýrt að eiga Jeppa hvort sem hann er dísill eða bensín! Það er svolítið fyndið hvað menn halda það sé mikill draumur að aka á olíubrennara!
-
AuthorReplies