Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.02.2004 at 13:05 #488530
Sæll,
Ég mynd prufa taka loftsíuna úr honum eða setja nýja í ef hún er gömul.
kv,
Viðar
13.02.2004 at 13:05 #494064Sæll,
Ég mynd prufa taka loftsíuna úr honum eða setja nýja í ef hún er gömul.
kv,
Viðar
03.02.2004 at 13:07 #193647Sælir strákar,
Ég ætla fara kaupa mér 1 fasa suðugræur í skúrinn. Tek það fram að ég er algjör amatör í suðumálum en hef soðið pínulítið.
Gott væri að fá ráðleggingar um hvar bestu vélarnar (bestu kaupin) eru?
Er eitthvað sérstakt sem er æskilegt að skoða eða varast?
Var með 140amp vél í láni nýverið sem mér líkaði ágætlega en man ekki hvað hét. þó ekki Mig.
Hafið bestu þakkir fyrir,
kv,
Viðar Örn
30.01.2004 at 12:15 #485618Sælt veri fólkið,
Hvað kvennaferð varðar get ég ekki séð að það skipti neinu máli hvaða dekkjastærðar takmörk eru. Var ekki ferð hjá konum í vestulandsdeildinni nýverið þar sem óbreittur bíll hefði vel getað tekið þátt, en þar var ekið um uppsveitir Suðurlands.
Ég heyrði í konum sem höfðu miskilið upphaflegt ferðaplan og fannst leiðaval ekki krefjandi, enda fóru þær snemma á sunnudag, á og yfir Mýrdalsjökul til þess að fá almennilegan jeppatúr út úr helginni.
Varðandi dekkjastærðir almennt er það nú svo merkilegt að þeir sem eru búnir að prufa 31" 32" 35" og síðan enda á 38" eru nokkuð sammála vegna reynslu, að það hentar ekki alltaf að blanda þessum dekkjastærðum saman. Og stundum er það alls ekki viðeigandi!
kv,
Viðar
23.01.2004 at 16:49 #485542Smá viðbót;
Ég notaði 10" felgur með 10cm back space fyrir 36" og líkaði ágætlega. En menn hafa mjög misjafnar skoðanir á felgu breiddum. Margir þræðir á þessum vef um það.
Það er misritun í póstinum að ofan þar sem stendur "ballanstangarlóð" ætti að standa ballansseringarlóð þ.e. lóð til þess að leiðrétta dekk og felgur en felgan er mjög nálægt stýrisendum.
kv,
Viðar
23.01.2004 at 15:07 #485540Sæll aftur Gunni,
Flestir eru að nota 12-14" flegur með 10cm back space (þ.e miðjan er 10cm frá innri felgubrún) undir þessa bíla. Ég hef heyrt um menn sem hafa notað sama og undan Mussó þ.e. 12.5cm en þá fellur felgan yfir stýrisendana sem getur verið vandamál og ballastangarlóð fara rekast í.
Með 10cm back space ertu með mjög góðann beygju radíus meira en flestir jeppar og rekur dekkin líklega ekki í stífur. Ath að þetta er innvíðara en á mörgum breittum jeppum samanber Toytum og fl. og er því betra fyrir legur!
kv,
Viðar
23.01.2004 at 08:26 #485466Megin reglan með jöklaferðir er að það séu ekki fleiri en ca: 10 bílar. Ef fjöldinn fer fram yfir það er bætt við aðstoðarfarastjóra. Það er mjög erfitt fyrir einn fararstjóra að halda utan um stærri hóp.
Þó er mjög misjafnt hvað það eru margir bílar í jeppaferðum hjá Útivist. Algengt 6-8 bílar. En í styttri vinsælum og þá ódýrari ferðum geta þetta verið allt að 18-20 bílar.
Enn kemur ekki fram í þessari umræðu hvað er innfalið í 2.475,-kr, per dag: Og enþá er verið að tala um dýrustu ferð vetrarinns!
kv,
Viðar
22.01.2004 at 17:12 #485460Mikið að borga lítið létt í vasa!
Ég held reyndar að fólk reikni þetta ekki alveg til enda!
Vatnajökulsferð hjá Útivist er yfirleitt með dýrari ferðum vegna margra þátta. Lengri ferð hefur verið 3-4 dagar yfirleitt, farastjórn dýr þar sem flestir vilja jú vera ferðast sjálfir þá þessum bestu tímum um páska og síðla vetrar.
Dæmið sem er tekið hér að ofan 9.900kr segir svo sem ekkert um hvað sé innifalið sé það nokkuð annað en farastjórn?
29.700 er gjald fyrir 3 fullorðna samkvæmt þessu, en venjan hefur verið sú að það séu aðeins 2 fullorðnir í bíl + unglingar eða börn, vegna þyngdar bíla og annara öryggisþátta sem taka þarf í reikninginn.Jæja 2.475kr á dag fyrir farastjórn???? er það há tala???
Eins og ég sagði hér að ofan MIKIÐ AÐ BORGA LÉTT Í VASA.(þ.e. ferðin er á mörkum þess að standa undir sér)
Annars er svolítið skrítið að ræða verðlagningu Útistar á vef fyrir 4×4 félaga. Nær væri að fá betri upplýsingar um hvað sé innifalið, þ.e. hjá Útivist.
kv,
Viðar
22.01.2004 at 13:46 #485450Sæl Lella,
Þetta eru svolítið ónákvæmar fullyrðingar sem þú setur fram Lella. Þar sem það er mismunandi verð á ferðum hjá Útivist en ekki eitt helgarverð. Verð getur t.d. verið háð hvar sé gist í eigin skálum eða hjá öðrum félögum. Ef um 2 nátta gistingu er að ræða þá 2.500-3.500kr væntalega gistigjöld, er kvöldmáltíð innifalinn?
Ef ég man rétt þá kostaði 2.500 eða 3.000kr í þrettánda ferð Jeppadeildar Útivistar í Bása, gisting innifalinn.
Í ferðum Útivistar eru farastjórar sem fá greiddan kostnað auk uppihalds. Og flestar ferðir eru í járnum að standa undir sér +/-.
Gróðavon? varla!
Bestu kveðjur,
Viðar Örn,
Fyrverandi stjórnarmaður í Jeppadeild Útivistar og farastjóri í nokkrum ferðum á þeirra vegum.P.s. Líklega er best Lella að hafa samband við skrifstofu Útivistar og fá það sem réttara reynist.
22.01.2004 at 12:50 #193544Sælt veri fólkið;
Getur einhver frétt mig um snjóalög inn í Landmannalaugar?
Bæði um Sigöldu og Dómadal. Er Dómadalshálsinn pakkaður í snjó?
Bestu þakkir,
Kv,
Viðar
21.01.2004 at 15:57 #485380Sæll Gunni,
Það sem flestir gera er að henda org.aftur gormum og setja org.framg ormana undir að aftan auk upphækkunar kubbs ca:5cm.
Með þessu móti þarftu bara að færa gomasætið á hásingunni fram um þá sentimetra sem þú færir hásinguna aftar.
Kaupa síðan nýja orginal fram gorma (þykkari gerðina) í bílanaust á ca: 15þ og bæt við 7-9cm röri + 3cm upphækkunarkubbs næst gorminum. þ.e. hækkun að framan í röri eða kubbum 10-11cm. (löglegt er 10cm)
Ég fór þá leiðina að aftan að smíða nýtt gormasæti með röri og notaði Rangerover gorma en þá kom ég alvöru samsláttarpúða inní gormana. Hin leiðin er einfaldari og fljótlegri.
kv,
Viðar S: 863 4649 / þér er velkomið að hringa í mig ef það eru einhverjar spurningar!
04.12.2003 at 11:23 #482086Sælir strákar,
Ég lenti í þessu þ.e. með músina. Eins og fyrr segir þarf að ræsa tölvuna fyrst upp og síðan Gpsið annars les tölvan gagnasendinguna sem mús. ´
Ég þurfti líka að taka út allar svefn, eða power safe stillingar í tölvunni, annars byrjaði hún á svona vændræðum um leið og hún var vakin upp aftur.
kv,
Viðar
25.11.2003 at 11:52 #481222Siggi,
Ma mamamamama á ekki eitt einasta orð: "drífur helling"
Hver sagði þér það?
Jæja ok… drífa smá! en ekkert voðalega mikið!
Þinn vinur,
Viðar!
01.10.2003 at 09:07 #477180Í stuttu máli er þetta svona:
Skálar í Básum: Útivist
Langadal: Ferðafélag Íslands
Húsadal: Umsjá AusturleiðarSíðan getað menn besservissast um hvað fellur undir Þórmörk og hvað ekki!
kv,
Viðar
15.09.2003 at 16:24 #476414Sæll,
Ég er búinn að vera með svona búnað í nokkur ár án vandræða.
þ.e. ég nota eldir týpuna af læsingu sem er með 4 mismunadrifshjól. Fékk bræðurna á Ljónsstöðum í að breita hásingunni, setja krumpuhólk og nýja legu út í stút til þess að losna við C splittin í kúlu. Það gefur auga leið að 3 mismunadrifhjól eru mun veikari en 4 hjól. Eins hef ég heyrt að öxlarnir geti togað læsinguna í sundur en það er bara sögusögn.
Það er til búnaður (kitt) til þess að breyta þessum hásingum sem er boltaður á.. mæli ekki með þessu þar sem legan er mjög illa varinn. Dugaði hjá mér í 6 mánuði í senn.
Kv,
Viðar
12.09.2003 at 14:18 #476384Þú getur ekið á harðpumppuðu uppað Gljúfurleitaskála. En þá verður þetta örlítið grýttara.
Leiðin uppað Klakki er ágæt, ég hef reyndar ekki farið uppfyrir Dalsá þetta haustið en þetta á ekki að vera nokkuð einasta mál fyrir flesta jeppa. Ef þú þekkir ekki vaðið á Dalsá þá er venjulega stika útí ánni sem þú ekur að og síðan frá henni beint á slóðann (þ.e. upp með ánni) ef stikan er ekki þá er þetta beint þvert á ánna rúmlega hálfa leið yfir og síðan skáhalt upp með ánni á slóðann. Það eru djúpir pittir í þessari á sem þarf að varast. Þetta á við þegar ekið er upp Gljúfurleitaleiðna upp með Þjórsá.
Annars góða ferð!
Viðar
12.09.2003 at 08:50 #476364Hvað skyldu vera búið að gefa út mörg kort á nýja grunninum?
Ég vil benda á að þeir sem eru að nota Navtrack forritið eru að vinna með kortgrunn sem er Hjörsey 1955.
kv,
Viðar
12.08.2003 at 17:09 #475456Sælir strákar,
Ég er með converter frá Nýherja, sem virkar……. það tók þó nokkurn tíma að finna útúr því. þar sem þessir convertar vilja lesa GPS sem mús og músarbendillinn fer á óumbeðið flakk um skjáinn!
1. Best að ræsa upp GPS síðast þ.e. fyrst tölvuna og síðan GPS.
2. Allt sem heitir Powersaving á fartölvunni truflar, þarf að aftengja. ,
Best að tölvan tengd í rafmagn í bílnum "alltaf".3. Man ekki meira í bili…. var þó nokkuð mál á sínum tíma en virkar fínt í dag!
kv,
Viðar
05.08.2003 at 09:37 #475234Góðann daginn gott fólk!
Ég get sagt ykkur reynslusögur sem taka til Ground Hawk, Dick Cebeck og jú ég þekki einn sem hefur lent í þessu 2x með Mudder.
Þetta hefur ekkert að gera með tegund dekkjanna! (mér var reyndar sagt það einhverntímann að það væri sama strigalag "sami grunnur" í Ground og Mud.??
Þessi kýli myndast við notkunn þeirra eins og einhver sagði ekið of hratt með of lítinn þrýsting. Ég ók á malarvegi með 4-5pund í 20 mínútur. Dekkin fengu graftarbólur eitt af öðru á næstu 12 mánuðum "lítið slitinn DC"
Í árdögum jeppamensku voru menn einfaldlega duglegri við að fylgast með dekkjum sínum og voru ekki að aka jafn hratt á jafn loftlausu.
Ég blæs á kenningar um tegundir! Bara passa loftþrýstinginn betur og passa þau hitni ekki þ.e. að innan sem utan.
kv,
Viðar
29.07.2003 at 13:45 #475124Sæll,
Hvaða hlutföll ertu að hugsa um? Það tekur því að varla að skipta um hlutföll fyrir 33" þ.e. niðurgírunin verður of mikil?
36" eða 38" dekk. Ef þú ert að leita af 4.56 eða 4,88 eiga strákarnir á Ljónstöðum (Jeppasmiðjan) þau og líklega Stál og Stansar, jafnvel Bílab. Benna.
Það geta líklega einhverjir bent þér á póstverslanir í USA.
þú þarft að vita hvort þú ert með rewers drif að framan eða venjulegt dana 30 hásingu. Afturhásingin er líklega dana 35.
kv,
Viðar
-
AuthorReplies