Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.10.2004 at 12:48 #507146
Í hvert skipti sem ég hef farið til BJB, hef ég þurft að koma aftur 2 sinnum til að láta laga það sem smíðað var.
Enn þetta hefur aldrei verið neitt mál og gert strax!
Ég neita því ekki að ég varð svolítið pirraður síðast end þá að koma aftur í 5 skiptið þetta árið.
Annars eru þeir með mesta úrvalið og hröðustu þjónustuna. ´
kv,
Viðar
26.10.2004 at 13:48 #507092Takk fyrir þetta!
Emil; Ég slæ á þráðinn í vikunni.
kv,
Viðar
26.10.2004 at 13:15 #194728Sælt veri fólkið,
Ég ætla ganga frá rafmagnstengjum fyrir spil á jeppann og leikur forvitni á að vita hvort ráðlegt sé að tengja jörð beint í boddi úr tengi. T.d. til þess að vera ekki með 2 víra (+ & -) aftur í skott. Eða hvort það sé betra að fara með þessa víra bæði + og – alla leið í rafgeymi.
Ég var að hugsa um að nota 35kvaðrata rafsuðuvír. er það nóg fyrir 9.000punda spil?
Gott væri að fá ráðleggingar frá fróðari mönnum.
kv,
Viðar
10.10.2004 at 01:35 #498845Sælir enn og aftur strákar.
Ég var rétt í þessu að rekast á þessa heimasíðu;http://store.summitracing.com/default.a … =hyp-50012
Ef ég skil rétt þá á þetta að vera tölvukubbur sem endurforritar tölvuna í Jeep til þess að auka aflið á öllum sviðum. Ég held að þetta sé ekki hefbundin aflestratölva eins og Biljöfur og Kjartan (Mosó) eru með.
Mér leikur forvitni á að vita hvort einhver hefur prufað þetta og eigi svona forritara fyrir Jeep.
kv,
Viðar
05.10.2004 at 19:49 #498837Það væri forvitnilegt að vita hvaða túrbínu er hægt að setja við þessar vélar. Eins ef þeir sem hafa strokað þessar vélar kæmu inní spjallið með sýna reynslu.
Hvað er þetta með EFI og túrbínur sem gengur ekki saman?
kv,
Viðar ..ein eyru.
05.10.2004 at 00:11 #498818Sælt veri fólkið aftur.
Til að upplýsa þá sem áhuga hafa er ég búinn að taka hvarfakútinn úr bílnum. Til þess að það væri hægt fékk ég þar til gerðan simmulator frá USA sem kemur í stað aftari súrefnisskynjara sem í hvarfakútnum var. Boggi í Mótorstillingu getur útvegað þennan simmulator en mér skilst að fyrsta sending hafi selst upp hið snarasta.
Ég er líka búinn að setja í Grandinn ryðfríar flækjur en ég var orðinn leiður á að hlusta á sprungnar pústgreinar í húddinu. Í staðinn fyrir hvarfkútinn setti ég túpu sem dempar lítilega hljóð en hleypir vel í gegnum sig, einnig lét ég smíða nýtt 2,5" púströr afturúr, en það er orginal 2" ég vildi ekki fara í 3" þar sem það hefði líklega bara aukið hljóð en ekki skilað neinu extra. Núna er pústið jafnt aftur úr þ.e. 2,1/4" framan af en 2,1/2 aftast þar sem beigjur eru og ætti því að jafnast út.
Það kom mér á óvart hvað hljóð jókst lítið við þessar aðgerðir en það eru örlítið meiri drunur án þess að vera til leiðinda.
Meiri kraftur? JÁ! ekki spurning. Eftir stutta prófun..finn ég verulegan mun á krafti og snerpu.
Tork? á eftir að prufa betur síðar.
Næst ætla ég að taka loftsíuboxið í burtu og setja við hann KN kón loftsíu auk þess að bora út Trottleboddyið til þess að koma meira lofti ofaní vélina. Þessar aðgerðir ættu að tryggja meira tork!
Ég vona að einhver hafi gagn og gaman af þessum upplýsingum.
kv,
Viðar
27.07.2004 at 11:08 #505114"Kennileiti" eru þeir einnig kallaðir. Enda alltaf fastir á sömu stöðunum, þ.e. í hálendisjaðrinum. Þeim fer síðan fækkandi þegar öræfin taka við.
kv,
viðar
07.06.2004 at 13:25 #503624Fín grein!
Ég er honum algjörlega sammála enda er ég viss um að hann er eingöngu að tala um ofvaxin Pattröll sem duga hvort sem er bara til innanbæjar aksturs.
Skyldi rithöfundurinn fá listamannalaun þetta árið?
kv,
Viðar
09.05.2004 at 11:07 #194336Sælt veri fólkið!
Undirritaður fór við annann jeppa á Langjökul í gær. Bongóblíða var og gott færi. Ekið var í Húsafell og þaðan á jökul en stefnan var tekinn á íshellana við Flosaskarð. „Það verður reyndar að vara við hellunum þar sem ber á hruni og heyra má töluverðan vatnsnið í þeim“!
Í lósi umræðna um ágang jeppamanna í garð göngumann í fjölmiðlum höfðum við sérstaklega varan á okkur til þess að aka ekki of nærri göngumönnum og planið var að ef við sæum þá í tíma gætum við jafnvel reynt að fela okkur á bak við rifsafl!
Frá hellinum var stefna tekinn á 1330 metra bungu en viti menn… það var ENGINN gögnumaður á leið okkar. Já þar sem við töldum jafvel að við myndum sleppa við að valda meðbræðrum okkar á óbærulegu ónæði,stefndum við því kokhraustir á 1316 metra bungu og þaðan í Þursaborg.
Já og enginn göngumaður!…. EKKI einu sinni kúlutjald sem yrði til þess að við þyrftum að leggja hlykk á leið okkar.
Jæja adam var í paradís og við fengum okkur að borða við Þursaborgir en á meðan við borðum…logandi hrædd um að vera FYRIR göngumönnum, kom ENGINN ekki einu sinni annar jeppabróðir.
En Adam var ekki lengi í paradís… þar sem hár niður heyrðist niður til okkar ofan úr skýunum og sjá mátti greinilega Macdoglas eitthvað í 25þ fetum með tilheyrandi ónæði (sjón og hljóðmengun). Það er alveg spurning hvort við ættum ekki að fá göngumenn í lið með okkur um að banna allt flug yfir hálendi Íslands.
Er þetta ekki óþolandi yfirgangur!?
P.s. eftir að hafa farið tölvert um hálendið Íslands á jeppa er það afar sjaldgæft að á mínum vegi hafi verið göngumenn (gönguskíða, fjallgöngu eða..) svo sjaldgæft að að ég get líklega talið á fingrum annarar handar ..jæja kanski einn eða tveir puttar á hinni líka. Mér er þó mjög mynnistætt þegar við ókum að gönguskíða hóp á leið okkar í Jökulheima fyrir um það bil 15 árum. Mikið voru þeir fegnir og þakklátir farinu! En þá voru tjöld rifinn og skíðabyndingar brottnar.. og svo framvegis.
kv,
Viðar
06.05.2004 at 15:46 #501512Sæll Freyz,
Ég er búinn að vera með minn Grand á 12" felgum á 35 tommu BFG megnið af árinu, síðustu 2-3ár. Virkar ágætlega, reyndar er góður soðinn kantur að innan svo þau fara ekki svo glatt af felgunni, líklega alls ekki.
Ég er með 18pund í dekkjum eftir að hafa prufað allt frá 18-26pund en mér finnst 18pund koma best út fyrir mig.
Ég er líklega búinn að keyra um það bil 30-35þ km á þessum dekkjum og þau eru í fínu lagi enþá, reyndar mjög góð!
Það eina sem ég er ekki alveg sáttur við er að á hlutfallinu 4,88 og á 35" dekkjum er vél og drifbúnaður farinn að snúast töluvert á 95-110km hraða og ég heyri svolítið í drifrásinni, líklega kæmi betur út að vera á hærri dekkjum t.d. koyoto sem eru hærri en mjórri en 38" Mud eða Ground.
Annars er þetta bara fínt!
kv,
Viðar
29.04.2004 at 09:05 #500421Sælt veri fólkið,
Það mætti halda að menn væru að vakna upp úr Þyrnirósar svefni og allt í einu eru breyttir jeppar orðnir hættulegari en allt sem hættulegt getur verið í umferðinni. Það gefur auga leið að stór bíll sem lendir í óhappi við minni bíl veldur væntalega meira tjóni.. og stærri bíllinn verndar farþega betur. Það gefur ekki augaleið að þeir valdi slysum frekar en aðrir bílar, reyndar ef ég man rétt nýleg könnun sem benti alls ekki til þess!
Og kannast ekki við að það sé konungleg tilskipun um að allir séu á jafnstórum bílum!
Það er mjög eðlilegt að bifreiðarskoðun (sérskoðun) hafi eftirlit með öryggisþáttum í breyttum bifreiðum. Það er líka mjög eðlilegt að sá þáttur sé endurskoðaður og reglum breytt í samræmi við reynslu og þróun í bíla og breytingasmíði.
EN ég hef það alltaf á tilfynningunni að þeir sem tala mest og hæst um "Viðurkennd verkstæði" og "Viðurkennda fagaðila" séu þeir sem hafi hagsmuna að gæta! Ég vil benda á að í gegnum tíðina voru það bílskúrskallar "þúsundþjalasmiðir" sem þróuðu breytingar og eða komu með jeppana sýna á "Viðurkennd verkstæði" og báðu um breytingar sem voru unnar á einhverju þróunarstigi á þessum ágætu verkstæðum. Ath.. það voru jeppakallarnir sem borguðu fyrir þetta! Þ.e. borguðu fyrir þróunina og sem betur fer eru jeppadellukarlar meðal þeirra sem reka viðurkennd verkstæði og hafa tekið þátt í þessari þróun!
En hversu langt nær ábyrgð þessa viðurkennda verkstæðis? Ekki ýkja langt.. kanski viku eða tvær.. hvort suðan haldi eða ekki!
Ekki miskilja mig ég held að þau séu mörg mjög góð! reyndar nauðsynleg! en að þau ein geti breytt bíl á öruggan hátt er hreynt og klár vitleysa! eftirlitsþátturinn á að vera í höndum annara! Eins og t.d. Bifreiðarskoðunar fyrirtækja.
Ég eins og flestir jeppadellukallar leggja metnað sinn í að hafa jeppan í lagi.. jú okkur leiðist flestum gera við bilun á fjöllu. Þetta þýðir að við erum flestir mjög meðvitaðir um jeppann, og erum uppteknir af fyrirbyggjandi viðhaldi, og þekkjum bílana okkar mjög vel.
Ég leyfi mér að fullyrða að svona viðhald og eftirlit er frekar fáttít á óbreyttum fólksbílum!
Nóg í bili…
kv,
Viðar
19.04.2004 at 16:44 #49940516.04.2004 at 11:08 #498813Af þessu að dæma, þarfnast þessi aðgerð töluverðar skoðunar þ.e. koma fyrir mótstöðu sem virkar eins og aftari skynjarinn og slá úr hvarfakútnum postulínið eða setja lítinn kút í staðinn. Maður vill helst ekki hafa check engen ljósið logandi þannig að mótstaðan verður að passa.
En hafið þið hugmynd um hvað þetta munar miklu í afli? Það sem er að veltast í mér er að mér finnst vanta meira tork og jú langar í meira afl. !meira meira!
Ég átti áður 87árg Laredo, 3ja dyra boddýinu með 4.56 hluföll á 38" en hann vigtaði 1.720kg / 300kg léttari en Grandinn sem er á 4.88 hlutföllum 38"
Þannig að munurinn er þyngri bíll og meira niðurgíraður.
Í öðrum þræði er talað um Strok, og eftir að hafa lesið þann þráð og erlendan link, finnst mér það töluvert löng leið þ.e. mjög róttæk en ekki útilokuð! En er ekki til einfaldari leið að þessu? Aðrir stimplar án þess að bora og betra súrefnisflæði? Hvað hafa menn verið að gera ofnaí húddinu? Þekkið einhvern sem hefur látið stækka trotle boddyið (uppí 60-62mm)?
Ég hef hingað til verið þeirrar skoðunar að hafa allt í húddinu eins orginal eins og hægt er. En núna er ég að stíga skrefi lengra á þroskabrautinni.
kv,
Viðar
15.04.2004 at 11:42 #194208Sælt veri fólkið,
Ég er að velta því fyrir mér að taka hvarfakútinn undan Grandinum til að ná meira afli úr 4L vélinn.
Það eru súrefnisskynjari fyrir aftan hvarfakútinn sem væntalega verður að vera áfram í pústinu? eða ruglast tölvan við þessa breytingu?
Ef ég hef rétt eftir þá var þessi skynjari ekki á eldri týpum af Jeep. Gaman væri að heyra frá einhverjum sem hefur prufað þetta?
kv,
Viðar
13.04.2004 at 17:07 #498523Sælir strákar,
Viljið þið upplýsa mig fávísa konuna um hvað Stroke er? og hvað það gerir?
kv,
Viðar
13.04.2004 at 16:35 #498152Sæll Freyz,
Það sem flestir eru að gera er að taka orginal framgorman og setja þá undir að aftan auk 5cm kubbs. Ef ég skil þig rétt ertu að nota orginal aftur gorma??? þeir eru einfaldlega of stuttir! Síðan verður þú að skoða samsláttin hjá þér þar að vera allavegana 10cm "helst meira" þ.e. með því sem samláttarpúðarnir fara saman. Ég er með 13-14cm saman að aftan ef ég man rétt. þetta þarfnast svolítillar pælingar. Ég þekki ekki þessa dempara sem þú ert með .. en mæli með stillanlegum Koni dempurum. Hverrar krónu virði.
Samslátarpúðar eiga vera mjúkir… Benz púðar eru ágæti, en þeir bestu eru líklega 90crúser púðar. En það er erfiðara að koma þeim fyrir inní gorminum á grandinum, "þarf að skræla utanaf þeim"
kv,
Viðar
11.03.2004 at 13:38 #491280Sæll Freyz,
Ég þekki nákvæmlega efri mörkin, en ef þú ætlar að nota orginal hlutföll borgar sig að setja auka kælir. Mjög einföld aðgerð, fæst hjá Benna eða Bílanaust og er sett fyrir framan kælikassan. Ef þú er með lækkun hlutföll þ.e. 4.56 eða 4.88 og aukakælir hitnar hún sáralítið, nema við verstu aðstæður. Ég er með mæli á skiptinni hjá mér og aukakæli og fylgist með hitanum þegar ég er að keyra í háa drifinu með úrhleypt þ.e. ef nálin er orðin bein upp stoppa ég og leyfi henni að kólna. Akstur í lága drifinu virðist ekki hita hana að ráði.
Annars virðist þetta ekki vera vandamál þ.e. ef þú ert með aukakæli.
kv,
Viðar
11.03.2004 at 13:38 #497980Sæll Freyz,
Ég þekki nákvæmlega efri mörkin, en ef þú ætlar að nota orginal hlutföll borgar sig að setja auka kælir. Mjög einföld aðgerð, fæst hjá Benna eða Bílanaust og er sett fyrir framan kælikassan. Ef þú er með lækkun hlutföll þ.e. 4.56 eða 4.88 og aukakælir hitnar hún sáralítið, nema við verstu aðstæður. Ég er með mæli á skiptinni hjá mér og aukakæli og fylgist með hitanum þegar ég er að keyra í háa drifinu með úrhleypt þ.e. ef nálin er orðin bein upp stoppa ég og leyfi henni að kólna. Akstur í lága drifinu virðist ekki hita hana að ráði.
Annars virðist þetta ekki vera vandamál þ.e. ef þú ert með aukakæli.
kv,
Viðar
09.03.2004 at 12:38 #491138Sæll Freyz,
Þú þarft ekki vottorð fyrir þessari breytingu á stýrisgangi þar ekki er um að ræða nýsmíði.
Þarna er aðeins verið að snúa stýrisstöngum.
Ég er búinn að láta breyta 2 stýrisgöngum svona án athugasemda en að sjálfsögðu er þetta skoðað í breytingarskoðun.
kv,
Viðar
09.03.2004 at 12:38 #497720Sæll Freyz,
Þú þarft ekki vottorð fyrir þessari breytingu á stýrisgangi þar ekki er um að ræða nýsmíði.
Þarna er aðeins verið að snúa stýrisstöngum.
Ég er búinn að láta breyta 2 stýrisgöngum svona án athugasemda en að sjálfsögðu er þetta skoðað í breytingarskoðun.
kv,
Viðar
-
AuthorReplies