Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.03.2005 at 11:01 #518394
Vélin er komin í herrar mínir og var þetta auðveldara en ég bjóst við en enn er langt í land. Það er bara búið að setja vélina skiptinguna og millikassann í en það á eftir að stytta og lengja sköft, koma vélinni í gang og almennar finiseringar.
Eina vandamálið sem komið er í ljós er að við settum vélina svo neðarlega í grindina að sennilega fjaðrar hásingin upp í pönnuna í mestu látum en það verður lagað.
Látiði nú í ykkur heyra hvernig ykkur líst á.
P.S. myndir í albúminu mínu
Kveðja Vignir E-1816
08.03.2005 at 14:35 #518386Svo er bíllinn í þokkabót allur úr plasti og áli og er þar með ógurlega léttur (1600 kg á 38") þannig að þetta hlýtur að rótvinna ef þetta gengur.
Kveðja Vignir E-1816
08.03.2005 at 09:50 #195621Nú langar mig að vita hvort þetta sé algjört brjálæði að reyna þetta eða hvort þetta sé bara ekkert mál? þetta er 460/C6/NP205 úr econoline og á kannski að fara ofan í 72 Bronco litla bílinn.
Vona að einhver svari
Kveðja Vignir E-1816
21.02.2005 at 14:52 #195541Sælir.
Einhversstaðar var sagt að rafmagnsviftur gætu eyðilagt MSD kveikjubox. Er þetta satt og ef svo er hver er þá lausnin?Kveðja Vignir E-1816
01.02.2005 at 15:23 #515178Ég fór nú bara á partasölu í Hafnafirði og fékk þar nöf af 76árgerð af hásingu og smellti öllu saman. Ekkert mál.
Kveðja Vignir E-1816
20.01.2005 at 14:31 #514004Þannig að málið er að setja 12" felgur undir en ekki 10" samkvæmt svörum flestra og sennilega geri ég það nú. En undir 74 Bronco eru þá einhver dekk sem ég á að forðast frekar en önnur þar sem ég er að leita að dekkjum undir kvikindið (er á slitnum mudder).
20.01.2005 at 10:06 #513998ég þakka svörin
20.01.2005 at 08:37 #195292Hvernig er það er það raunhæft að vera með 38″ mudder á 10″ breiðum felgum eða er þetta alveg vonlaust.
Vignir E-1816
11.01.2005 at 07:24 #513178Gæti hugsast að gormurinn sem kemur í veg fyrir yfirþrýsting sé brotinn eða slakur og að sú bilun lýsi sér í minnkuðum olíuþrýstingi í hægagangi og á snúningi?
Kveðja Vignir og Doddi
10.01.2005 at 22:55 #195210Risið hefur mikið vandamál í jeppamannaklúbbnum í Staðarsveit, einn bíllinn er bilaður og okkur vantar ráð. Svo er mál með vexti að olídælan í 360 AMC mótor virðist vera ónýt eða í besta falli léleg því hún heldur ekki þrýstingi í hægagangi og rýs lítið á snúningi.
Búið er að rífa allt í kringum dæluna og taka tannhjól niður en svo virðist sem dæluhúsið sé hálfur framendinn á vélinni.
Og nú kemur spurningin hvernig nær maður dælunni úr og haldiði að það sé hægt að finna dæluna í innlendum verslunum eða hvort leita þurfi til USA-Hrepps.Með Kveðju Vignir og Doddi
06.11.2004 at 15:05 #507816Glæsilegt ég verð einmitt að vinna í kvikindinu um jólin enda ekki tími annars (alltaf á sjó)
Kveðja Vignir
04.11.2004 at 17:56 #507808Ps Hjölli getur verið að þú eigir einhverja boddýhluti í Broncoinn sem þú getur selt mér á vægu verði
ef svo er þá er síminn 8686230 Kveðja Vignir
04.11.2004 at 17:40 #507806Mikið rétt hjá þér Hjölli þarna voru ég og félagi minn að fara með gripinn heim. Núna stendur yfir allsherjar yfirhalning á þeim gula. Svo hef ég tekið ákvörðun hvað varðar dekk og verða það Super Swamper SSR.
ps græni bíllinn er til söluKveðja Vignir
04.11.2004 at 14:02 #194791Nú er ég í svolítilli klemmu. Mig langar heil ósköp að kaupa mér 38 tommu super swamper bogger dekk sem er mjög gróf dekk og hörð, en það virðist enginn íslendingur hafa reynslu af þessum dekkjum.
Er einhver sem getur miðlað af reynslu sinni og sagt mér hvort sona dekk séu líkleg eða ekki til að virka undir 73 ford bronco og ef ekki þá hvaða dekk ég ætti að kaupa.
Mig langar helst ekki að fá mér GH eða mudder en geri það ef menn segja að það sé best
Hvernig eru 38 tommu trxus dekkiin að virka undir léttum bílum?
Vignir
27.06.2004 at 18:18 #194494Mig langar soldið að vita hvort þessi dekk (Bogger) virka eitthvað í snjó eða eru þau of stíf? Og líka Baja Claw eru þau að virka vel eða illa?
Vignir
12.04.2004 at 17:23 #194184ég er með no spin í afturhásingu (dana 44) og ætla að skipta um gírolíu í drifinu og var að spá hvort ég þarf ekki að nota spes olíu á tregðulæsingar eða hvort Esso gearoil GX dugar bara fínt.
26.03.2004 at 11:06 #500488þakka ykkur kærlega fyrir góð svör
mér leist sérstaklega vel á þetta svar frá Chewyllis í sambandi við að breyta vélinni bara smá og það fer á to do listann minn í staðinn fyrir vélaskiptiKv. Vignir
26.03.2004 at 11:06 #493220þakka ykkur kærlega fyrir góð svör
mér leist sérstaklega vel á þetta svar frá Chewyllis í sambandi við að breyta vélinni bara smá og það fer á to do listann minn í staðinn fyrir vélaskiptiKv. Vignir
23.03.2004 at 19:45 #500455nei það er ekki líklegt að maður fari að setja dísel í bílinn og ég held að 350 efi chevy sé það sem maður er að horfa á
ég veit ekki hvað bíllinn er þungur nákvæmlega en í vottorðinu stendur 1600 kíló og hann er örugglega orðinn þyngri með breytingu á 36 og lengingu
kv Vignir E-1816
23.03.2004 at 19:45 #493188nei það er ekki líklegt að maður fari að setja dísel í bílinn og ég held að 350 efi chevy sé það sem maður er að horfa á
ég veit ekki hvað bíllinn er þungur nákvæmlega en í vottorðinu stendur 1600 kíló og hann er örugglega orðinn þyngri með breytingu á 36 og lengingu
kv Vignir E-1816
-
AuthorReplies