You are here: Home / Vigfús Magnússon
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Það eru að vísu rúm 8 ár síðan ég seldi minn sex gata Mússó. Hann var 33" breyttur og eyddi þetta ca. 16 l innanbæjar, en fór niður í 12 í langkeyrslu. Mér hefur ekki fundist ég vera með fótléttari mönnum á pinnanum. Held að ég muni þetta rétt, þó sé orðinn gamall og gleyminn.
Ég er sammála Hlyn. Það skiptir ekki máli hvert farið er svo fremi bíllinn er í lagi. Ég fyrir mitt leyti fer af gömlum vana til Frumherja uppi á Hálsi í trausti þess, að þeir finni allt sem þarf að laga. Betra að láta þá lúsleita bílinn heldur en lenda í e-rju brasi út af smábilunum þegar verst gegnir. Sé ekki tilgang í því að koma bíl í gegnum skoðun hjá e-m, sem ekki sinnir starfi sínu sem vert er eða er tilbúinn til að láta e-ð dankast þangað til það hrynur.
Brandur heitinn Stefánsson, sem gekk löngum undir nafninu Vatna-Brandur, eignaðist sinn fyrsta bíl á 3. áratug síðustu aldar, Ford T. Hann brá á það ráð, er hann sat fastur í sandinum við uppskipunarvinnu í Vík, að hleypa úr að aftan. Það er vafalítið með því fyrsta, sem slíkt hefur verið gert hérlendis. Þó má vera, að Brandur hafi haft spurnir af slíku ráði frá Bjarna í Hólmi, sem fyrstur eignaðist bíl í Vestur Skaftafellssýslu, eða jafnvel e-m í Rangárvallasýslu, þar sem aðstæður voru ekki mjög ólíkar.
Þetta var það sem Þjóðverjar lentu í haustið 1941, en áttu ekki von á.
Árni kom með ábendingu um Hamragarðaheiði sem bendir til, að hann vill hafa hlutina á hreinu. En má þá benda honum á, hvernig orðið á beygist með ákveðnum greini. Sem sagt: Áin, um ána, frá ánni, til árinnar. Þannig skrifar maður og segir Tungnaána, en ekki Tungnaánna, eins og honum varð óvart á.
Og þegar minnst er á vöð þá vil ég benda mönnum á heimasíðu Gísla Ólafs Péturssonar (GÓP) þar sem finna má ágætt vaðatal, ef mig rangminnir ekki.