Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.03.2004 at 13:34 #490856
Hummm… er ekki alveg að átta mig á þessu með hráolíusíuna og svo bensíndæluna er eitthvað nýtt eldsneytiskerfi þarna á ferðinni?????
kveðja vetur
04.02.2004 at 15:34 #193663Sælir félagar!
Er einhver þarna úti sem veit fyrir víst hvort að þau drifhlutföll(4,88:1) sem verið er að selja í dag passi í gamla bílinn þ.e árg ’67. Ég veit að það þarf að skipta um flangsinn þar sem að nýju hlutföllin eru með fínrilluðum pinion en þegar að ég hef spurt meira út í þetta hjá þeim sem eru að selja hlutföll verður frekar fátt um svör og fæ yfirleitt svarið „ég HELD að þetta passi“. Þannig að ef einhver hefur skipt um hlutföll í Fj 40 bílnum árg 58-67 þá vildi ég gjarnan vita af því.
Ps. þau hlutföll sem ég hef séð auglýst í búðum í USA eru öll gefin upp í árg 5/72-1/90.
kveðja Indriði
22.01.2004 at 20:43 #485502Sælir!
Ef þetta er 4,2 ltr 24 ventla landcruiser vél þá getur þetta nú ekki orðið mikið betra eða hvað ?kv. Indriði
14.01.2004 at 20:23 #484264Sælir!
ja hvur fjandinn! það er ekki nóg með að hjólalegurnar séu samskonar og í hilux heldur er drifið það líka, en jæja það er svo sem sama hvaðan gott kemur svo lengi sem það er TOYOTA. En annars hefur einhver hugmynd um hvað rafmagnslæsing og/eða ARB-læsing kostar í LC80 bara svona af forvitni spurt?kv. Indriði
14.01.2004 at 16:51 #484258Sælir!
Ég leyfi mér að efast um að loftlæsing úr hilux passi yfir í LC80 hásingu þar sem drifið í hilux er 8" en drifið í LC80 er 9,5" og þó svo að hún passi er hún örugglega ekki nógu sterk til að þola þennan bíl með tilliti til þyngdar. Reyndar veit ég til þess að nokkrir LC60 bílar sem komu frá þýskalandi voru með minni hásingar en t.d bílarnir sem P.Sam flutti inn en hvort að þetta eigi við um LC80 bílinn þekki ég ekki. En bíllinn minn, LC80 árg 95 er fluttur inn frá þýskalandi og hann er með orginal rafmagnslæsingum.
Skoðaðu þetta http://www.off-road.com/tlc/kv. Indriði
11.01.2004 at 14:51 #483806Það má vera að ég sé eitthvað að misskilja þessa umræðu og bið ég því bara forláts á því svona fyrirfram. En ég fæ minn greiðsluseðil sendan í pósti og hef hvort heldur sem er greitt hann í gegnum heimabanka(prenta út staðf. á greiðslu) eða farið með hann í banka og greitt og fæ þá að sjálfsögðu greiðslustimpil. Greiðsluseðillinn er hins vegar ekki hið eiginlega félagsskírteini það fæ ég svo sent ca. 2-4 vikum eftir að ég hef greitt greiðsluseðilinn og þar stendur skírum stöfum "félagsskírteini oktober 2003 – oktober 2004. Þessu hef ég allsstaðar veifað þar sem ég hef verslað og aldrei fengið athugasemd. þess má þó geta að á félagsskírteininu stendur þó "Athugið: skírteinið er ógilt ef greiðslustimpil vantar". Ég vil líka minnast á eitt atriði sem ég hef bent á á þeim stöðum sem ég versla(sem eru nú reyndar ekki margir)að ég sé skráður inn sem 4×4 félagi svo að ég fái þennan afslátt hvort sem að ég versla á staðnum eða þarfa að panta í gegnum síma því þetta hefur svolítið brunnið við á vissum stöðum þar sem að maður gleymir að minnast á afsláttinn.
kveðja Indriði
07.11.2003 at 14:59 #193131Sælir félagar!
Jæja þá er nú komið að því að endurnýja dekkin fyrir veturinn og þar sem að mér hefur sýnst að dekkjaumræða sé alltaf sívinsæl hér á spjallinu langar mig að heyra álit ykkar. Ég er með LC 80 ca. 2.5 tonn að þyngd. Með hvaða dekkjum mælið þið með undir svona bíl (35″dekk) með tilliti til lítils hávaða,góðu gripi í hálku og endingu. Hef séð að verið er að auglýsa 35″ bfgoodrich AT á fínu verði ca 16000 þús hefur einhver reynslu af þessum dekkjum undir svona bíl? hefði helst viljað sleppa við að negla þau en það verður ákveðið síðar eftir því hvernig veturinn verður (Hmm.. ekki beint líklegur þessa dagana 8-12 stiga hiti)kv. vetur
03.11.2003 at 10:36 #478312Mig vantar smá meiri upplýsingar um þessi startara skipti værir þú tilí að hafa samband við mig.
kvðja
Indriði Hauksson
8629245/indridi@lv.is
22.10.2003 at 16:55 #478310Takk fyrir ábendingarnar ég vissi af þessum veikleika í millikössunum eða réttara sagt húsinu. Ég er búinn að smíða stálstyrkingu á kassan hjá mér og ætla að láta reyna á hann en það má líklega flokka það undir sérvisku en þessi bíll sem ég er með (árg 67) er nánast orginal og þannig skal hann vera. Hjalti! ég man vel eftir þessum Fj40 bíl með 360 vélinni, sá honum einusinni hressilega gefið upp breiðholtsbrautina og þar var greinilega nóg af hestöflum. Kannski engin furða að eitthvað hafi gefið sig. Bíllinn minn hefur verið með innanborðs 6 cyl bensínvél(orgínal),5,7ltr oldsmobile diesel og svo þessa B diesel og aldrei hefur neitt gefið sig í kössum eða drifum þannig að líklega hefur nú aflið haft sitt að segja í þínu tilfelli en takk kærlega fyrir upplýsingarnar.
kv. vetur
20.10.2003 at 22:46 #478306Í fyrsta lagi á ég ekki 5-gíra kassan í öðru lagi er fyrsti gírinn í 4-gíra kassanum frekar lár (4,8-4,9:1 að mig minnir) en þessir kassar voru seldir á Canada markað og í þriðja lagi er búið að sérsmíða öxul aftur úr honum yfir í gamla 3-gíra millikassan en hann er með lægra lágadrifi en millikassinn fyrir 4-gíra kassan. Svo má bæta því við að þessi 5-gíra kassi+millikassi er mjög stór og þungur og svo á hann að kosta slatta af seðlum.
kv. vetur
20.10.2003 at 16:56 #193046Sælir félagar!
Ég ætlaði að kanna hvort að hér væri einhver mjög fróður um þessar vélar og það sem tengist þeim. Þannig er að ég er með B vél í bílnum mínum og við hana er 4-gíra kassi. Ég get hinsvegar fengið í hann 3B vél sem er töluvert öflugri vél og virkar mun betur með túrbínu+millikæli en B vélin. Vandamálið er það að þessi 3B vél var í stóra 60 bílnum (BJ60 árg 85) og í honum var stór og mikill 5-gíra kassi og öxullinn fram úr honum er bæði lengri og fínrillaður þannig að ég get ekki sett 4-gíra kassan beint aftan á vélina. Það sem ég er að spekulera er það hvort að ég geti fært kúplingshúsin á milli véla og passar þá t.d startarinn á milli? BJ60 bíllinn er með 12v startara en BJ40 árg 77(FJ40 árg 67)bíllinn er með 24v startara sem er mjög stór og mikill. Það væri gaman að vita hvort að einhver hefði einhverja reynslu af svona samskeytingum. Öll ráð og speguleringar vel þegin.
kv. vetur
10.10.2003 at 16:48 #192987Sælir félagar!
Eru einhverjir hérna sem hafa einhverja reynslu eða reynslusögu af 38″ breyttum terracan ? Ef svo er væri gaman að heyra hvað mönnum og/eða konum finnst um þennan bíl.kv. vetur
15.09.2003 at 11:35 #476356Ég hef hugsað mér að bora í gegnum róna og boltan þ.e. alveg í gegn og reka í gatið svokallað reksplitti en það ætti að tefja svolítið fyrir þeim sem þetta stunda. En hitt er svo annað mál að ég held að ef þeir nái þeim ekki af þá komi þeir bara til með að skemma þá til þess að gera eitthvað.
kv.
vetur
01.09.2003 at 23:29 #475982Nei er þetta nú ekki einum of ? Eru menn virkilega að borga 150-200 þús fyrir cooler + kubb (er það ekki full langt gengið að kaupa heila tölvu í bílinn). Ég skal ekki trúa því að aflaukningin sé svo mikils virði og í hvað eru menn að nota bílana, draga skuldahala og keyra um í fjörunni með fjölskylduna. Ég held að menn ættu nú aðeins að staldra við og hugsa rækilega um það hvort að bílinn og notkun hans þurfi á þessum fjáraustri að halda en þetta er að sjálfsögðu mjög góð viðbót við afföllin af bílnum. Nei nú er mál að linni hættum nú að versla einhvern óþarfa sem misvitrir sölumenn segja að sé algert "möst" að hafa í bílnum.
kv.
vetur
14.06.2003 at 10:36 #474190Takk fyrir svörin félagar!
Bíllinn sem ég er með er árg ’95 og með 24 ventla vélinni. Ég er með 38" mudder á 13" breiðum felgum sem ég ætla nú að láta duga að sinni. Bíllinn er núna breyttur fyrir 35" með ca. 50-60 mm klossum undir orginal gorma ég var að láta mér detta í hug að hækka bílinn ekkert meira upp en klippa frekar úr brettunum til að koma undir hann 38" vitið þið hvort að það hafi verið gert við þessa bíla ? Ég veit að þetta er gert við 90 bílinn þ.e hækkaður upp með 60 mm klossum í stað 100 mm og bíllinn er mun betri í akstri. En í sambandi við hlutföllin þá er ágætt að vita þetta þannig að ég er ekkert að hræra í þeim en það má líka geta þess að lága drifið er frekar lágt í þessum bílum 1:2,488 að mig minnir. Að sjálfsögðu verður settur í hann millikællir,sverara púst og opnari loftsía þó svo að ég leyfi mér nú að hafa ákveðnar efasemdir um þessar "opnu loftsíur" eða hvernig getur það verið að ef sían hleypir 40% meira lofti í gegn að hún geti á sama tíma varnað því að rykagnir sleppi í gegn. En þetta var nú bara smá útúrdúr, en annrs hafið þið persónulega reynslu af hásingarfærslu svona before and after svo maður sletti nú aðeins og hvað er verið að færa hásinguna mikið í cm?kveðja
vetur
12.06.2003 at 15:32 #192645Sælir félagar!
Mig langar til að heyra reynslusögur manna af 38″ breytingu á Lc 80. T.d hvaða gorma og dempara er verið að nota, hvaða hlutföll er verið að nota (bíllinn minn er beinsk. og með 3:70 hlutföll), hvaða felgubreidd er notuð og hverjir eru að smíða smekklega brettakanta á svona bíla. Öll önnur ráð og pælingar eru vel þegin.kveðja Vetur
30.04.2003 at 14:33 #192549Sælir félagar!
Mig langar að heyra ykkar álit á Nissan Patrol með nýrri vélinni þ.e 3.0 ltr vélinni. Hafa ekki verið einhver vandræði með olíuverkið eða eitthvað tengt því? Mér finnst þetta að mörgu leyti spennandi bílar og er svona að spugulera og það væri gott að heyra álit og reynslu manna af þessum bílum breyttum sem óbreyttum. Hrynja nokkuð framdrifin í breytta patrolnum eins og í 90 cruiser?kveðja
vetur
-
AuthorReplies