You are here: Home / Veigar Arthúr
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Góða kveldið félagar.
Nú rétt í þessu var að aukast hávaðinn í Pattanum hjá mér en aflið er ennþá jafn lítið ;0)
Það fór í sundur rétt fyrir framan aftur hásingu og er ég að forvitnast hvort þið vitið um eithvert pústverkstæði sem er opið á morgun laugardag til að takast á við þetta verkefni.
Kv. Veigar hávaðasami
Stefnan er tekin á Drangajökul hjá okkur Strandamönnum en hjá þér?
Þetta er nú 38" Patrol sem er nú einnig til sölu á þessum vef sýnist mér en þetta með það að bíllinn sem myndatökumaðurinn er á drífi mest gæti nú stafað af því
að það sé minni loftþrýstingur í dekkjum því ekki sýnist mér nú dekkin á rauða cruisernum bælast mikið sýnist þau frekar hörð.
Kv. Veigar
Sæll Þröstur hvenær á að leggja í hann?
Verður ekki leiðindarveður á morgun?
Kvöldið félagar.
Ég var að velta því fyrir mér hvort þið vissuð eithvað um eyðslu á Pajero V-6 3000 bensínbíl sem er árgerð „92 ekinn um 250 þús algerlega óbreyttur.
Endilega látið í ykkur heyra
Kveðja Veigar
Ég var að pumpa og var búinn með tvö dekk og þá kom alveg svakalegur hávaði og það er einsog hún sjúgi loftinu í stað þess að blása því. Furðulegt.
Quick air 2
Sælir, ekki getur einhver bent mér á hvar ég get farið með loftdæluna mína í viðgerð? Þetta er rafmagnsdæla.
Þakka fyrir.
Var að gerast félagi í klúbbnum og er að reyna að setja inn myndir, en það gerist bara nákvæmlega ekki neitt því að ég á að vera búinn með allt pláss hvernig lagfærir maður það?
"99 árgerð ekinn rétt um 112000 þúsund