Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.12.2002 at 22:37 #465434
Ég er með Pajero ’98 á 38" það er stýristjakkur í honum. Ég er ekki klár á hver setti hann í en það er í sjálfum sér einfalt fyrir þá sem það kunna.
Kveðja ,
05.12.2002 at 15:30 #461622Hvenær er fjórhjólaökutæki skilgreint sem jeppi og hvenær sem jepplingur.
Einhvern tímann var Honda auglýst sem kraftmesti jepplingurinn ??
Mín persónulega skoðun er að ökutæki sem hefur sjálfstæða grind þannig að mögulegt er að lyfta boddíinu frá grindinni til að koma undir stærri dekkjum ofl. geti talist vera jeppi.
Ökutæki sem hefur innbyggða grind inni í boddíið mundi ég setja í flokk jepplinga t.d. Hondu, nýja Pajeroinn ofl.
Að halda því fram að nýji Pajeroinn sé grindabíll, aðeins að grindin sé inni í bódíinu, er bara brandari.Ég skoðaði nýja Pajeroinn og eftir lauslegt mat og viðræður við sölumann Heklu er það alveg ljóst að það er ekkert einfalt mál að setja þennan jeppling á t.d. 38? dekk.
Hitt er annað mál að menn hafa sett moskvit á stór dekk og ef einhver er tilbúinn í svoleiðis æfingar með nýja Pajeroinn væri gaman að sjá það.Ég á sjálfur Pajero ?98 á 38? og var því svolítið leiður yfir því að arftakinn skuli bara vera jepplingur.
14.11.2002 at 16:51 #461528Ma ma maður verður alveg kjaftstopp á að lesa þessa pisla. Hér kemur maður með gamlann PAJERO til að fá ráðleggingar reyndari manna á jeppa breytingum. Þá ríða mann fram á ritvöllinn og fara að rakka jeppann hans niður aðeins vegna þess að hann á ekki jeppling eins og þeir. 95% ræðumanna eru TOYOTU eigendur en samt endar einn sinn pirstil á "látum þetta ekki yfir okkur ganga" ??
Ég á PAJERO á 38", sem hefur aldrei verið dreginn af TOYOTU en hefur aftur á móti dregið TOYOTU fjórum sinnum.
Ég hef fest mig, en hver hefur ekki, sem eitthvað hefur farið.
TOYOTUR eru engar undrakerrur aðeins járnarusl eins og allar aðrar tegundur. Ég skil bara ekki af hverju Agnar er að spá í hilux hásingu, er hún ekki einn af veikleikum Toyotunar?.
PAJERO-EIGENDUR RÍSUM UPP TIL VARNAR !!! Þvílikt bull
30.10.2002 at 17:55 #191757Ég er að fara að setja 38″ á nýmálaðar felgur. Hvernig er best að minnka líkur á að dekkið affelgist?. Bara setja það á! grunna felgusætið! líma dekkið á og þá hvaða lím! Ég væri svakalega feginn ef einhver hefði skoðun á þessu
E.s. Ég set dekkin sjálfur á felguna, ég treysti engum öðrum.
30.10.2002 at 12:09 #463902Er með eina CB sem heyrist í frá Select út á Seltjarnarnes en vandræðin er að viðtalandi minn verður að vera innan við 1 km. frá mér ef ég á aðheyra í honum, þ.e.a.s. ef hann er ekki með tjúnaða stöð eins og mín. Ég keypti hana notaða og kann engin skil á þeirri tækni sem er beitt við svona lagað en þetta er allavega hægt
18.07.2002 at 16:08 #462440Sæll Fer-upp
Ég á Pajero með topplúgu,
Fyrsta: það er ekki hægt að gera hana vatnsþétta!!.
Ég er búinn að taka topplúguna niður nokkrum sinnum en topplúgan sjálf er í skúffu sem boltast upp í toppinn. Í skúffunni eru fjórir drenstútar í hverju horni skúffunar til að koma frá leka í lúgunni. það liggja slöngur úr þessum stúttum niður úr body-inu. Þú verður að fá þér allt settið en brasið verður að gata toppinn, ég sé ekki alveg hvernig þú ætlar að gera það svo vel fari.
Svona topplúga er örugglega dýr í umboðinu því eru bílapartasalar sennilega besti kosturinn.
Hvað bronco-inn varðar get ég ekki hjálpað
-
AuthorReplies