Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.03.2003 at 19:19 #470062
Ég veit um tvo Toyotu-eigendur sem ætla að mæta á Hekluplanið, enda segja sveinar félagsins að þetta er ferð 4X4 en ekki bílaumboða, þó að við fögnum þatttöku þeirra.
Kv. Vals
06.03.2003 at 16:30 #470052Ég hef ekki áhyggjur af jeppamönnum sem margir hverjir vita að þetta er torfærusvæðið á Hellu !
Ég hef áhyggjur af húsmóðirinni í vesturbænum sem hefur engar upplýsingar aðrar en þæa sem hún sér á myndinni og það er utanvegaakstur og náttúruspjöll og ályktunin sem hún dregur er að allir jeppamenn eru sóðar.
Það þýðir ekkert að vera að bera á borð fyrir okkur að við eigum að halda kjafti þar sem við vitum ekki hvað við erum að tala um, við eru að tala um þessa mynd sem er á vefnum.
Ég er sammála öðrum hér á vefnum að menn sem eiga svona myndir í forum sínum, vinsamlegast setjið þér í fjölskildu albúmið en ekki hér á vefinn.Kv. vals
06.03.2003 at 10:23 #470014Þakka þér fyrir PalliHalli. Þetta hljómar eins og óvissuferð og ekki er það verra.
Það er alveg rétt að það getur verið erfitt að skipuleggja svona uppákomu, vitandi lítið um aðstæður en þið eigið allir hrós skilið fyrir þetta framtak. Ég vona bara að sem flestir sjái sér fært að taka þátt þannig að þessi dagur komist á spjöld sögunar.Kv. vals
05.03.2003 at 19:19 #192277Ég var að skoða ferðaáætlu Heklu í 1000 bíla ferðinni og þá sérstaklega flokk A,
Ég er á MMC Pajero á 38″ og ætlaði með þeim flokki á laugardaginn, þar sem hann er ætlaður mikið breyttum bílum.
Þegar ég skoðaði ferðaáætlunina varð ég svolítið undrandi, það er að sjá á áætluninni að þetta verði ferð í kringum Þingvallavatn á þjóðvegi eitthvað. Ef það er rétt sem mér sýnist get ég ekki séð að það þurfi mikið breytta bíla í þessa ferð ?Getur einhver komið með nákvæmari ferðaáætlun fyrir flokk A sem fer frá Heklu, ég vil ekki fara með öðru umboðið eða öðrum en Pajero-eigendum, Það væri eins og svertingi á ferðalagi með Kukuxklan !
Kv. vals
R-3117, fékk gíroseðilinn í dagEs. það er vissulega gaman að ferðast með eigendum annara bílategunda en þessi ferð er vissulega sérstök ferð
03.03.2003 at 13:18 #469772Voru engar myndir teknar á Snæfellsjökkli. Hvernig væri að henda nokrum inn á vefinn, ég veit að þú átt digital myndavél þannig að þú hlítur að hafa tekið nokkrar. Bíð spenntur.
Kv. vals
28.02.2003 at 09:25 #469588Hej strákar voru menn ekki að tala um jeppadekk, en ekki félagsgjöld. Hérna er maður sem vill fá einhvern til að prófa ný dekk og þá er það komið út í að menn fái ekki að prófa dekkinn nema hafa gild félagsskirteini ?
Musso eða önnur tegund, er aðalatriðið að hafa sem léttastann bíl ! eða er þetta spurnngin um alvöru próf.
Það sem mig langar að vita er, hvort þetta eru Radial eða Diagonal.
Hvað félagsskirtini varðar þá er ég búinn að sækja þrisvar um inngöngu í klúbbinn, þar af einn af 30 í þessum mánuði, nú hlýtur það að takast. Ég skal viðurkenna að ég hef aldrei sótt félagsfund eða opin fund en þar hef ég örugglega getað kvalið félagsskirteini út.
Með kveðja og þökk fyrir góðan vef, vals.
25.02.2003 at 10:02 #469188Eik, svona skrif eru fyrir neðan allar hellur, maður bara skemmast sín að lesa svona. Bróðir minn fann bílinn hennar og kynnti sér þess vegna hvað hefði gerst.
Kv. Vals
14.02.2003 at 14:23 #468612Freyr hjá Arctic Trucks gerði tilraun inni á verkstæði þar sem hann hallaði bíl sínum með hjálp talía og spotta, hann sýndi myndir af þessari tilraun á kynningarkvöldi hjá AT.
Það var ótrúlegt hvað hann gat hallað honum mikið áður en hann fór yfir þyngdarpunktinn.
Það væri gamann ef þeir hjá AT settu þessar mundir á netið þannig að fleiri gætu séð/lært af þessari tilraun.Kv. Vals
13.02.2003 at 11:06 #468314Það rétta er hvað varðar stýrisarminn sem brottnaði í Pajero er að átakið er mest þegar bíllinn stendur kyrr og þess vegna eru meiri lýkur en minn að hann brottni í þeim átökum. Ég hef heyrt um tvo arma sem hafa brottnað en Hekla í samráði við MMC hefur innkallað alla Pajero-a sem þessir armar voru í og skipt þeim út þ.a.m. í mínum Pajero. Ekki veit ég hvort TOYOTA hefur gert það ??
Kv. Vals.
07.02.2003 at 13:44 #468098Þetta eru mjög fróðlegar umræður og ýmislegt sem maður getur lærir á þeim en það er eitt sem ég vil benda á sem gamall suðumaður en það er, að aldrei á að sjóða þvert á átaksstefnu, hvorki á grind, hásingu eða annað sem á að þola burð. Það er alveg ljóst, eflaust geta reynslunarmenn staðfest það, að ef hásingin brotnar gerist það við suðurnar. Ef það er nauðsynlegt sjóða eitthvað við þessar aðstæður á að hafa suðustrengi langsum, með því skerðir hann minnst burðargetu bitans/hásingarinnar.
Það er annað sem ég er svolítið undrandi á; eru menn ekki hræddir um að þenslur og/eða samdráttur vegna suða, geta valdi því að legur og eftilvill eitthvað annað endist skemur við þessa meðhöndlun.
Persónulega finnst mér menn fari ansi frjálslega í þessum efnum, enda eru menn að brjóta stífur ofl. undan bílum sínum.
En þessar umræður, svo ekki sé talað um myndir, er mikill fengur fyrir reynslu minni aðila og er bara hið besta mál.Kv. vals
16.01.2003 at 16:35 #466560Ég er með álkassa á afturhurðinni á bílnum sem ég smíðaði sjálfur. þetta er kassi út 2mm áli með 17mm rúfmet einangrun og 0,8mm ríðfríu stáli að innan sem tengist við áli með þéttikanti sem er einnig þéttikantur fyrir lokið, s.s. einangraður kassi með drenstút. Eftir að ég setti hann á bílinn hef ég skilið kæliboxið eftir heima og fiskikassinn (slorkassinn) kemur ekki lengur inn í bílinn, þess á milli geymi ég spottann og eitthvað smálegt í honum. Ég er mjög ánægður með notagildið en eins og áður er skrifað fer það allt eftir þörf hvers og eins hvaða geymslu menn kjósa sér en þar sem ég er að bögglast við veiðar af ýmsu tagi þá kemur hann mjög vel út.
Kveðja , Vals
15.01.2003 at 13:17 #466398Það sem er gott við Pajero er að þeir koma orginal með stífleika stillanlegum dempurum, þannig að það er ekki vandamál. En af skrifum ykkar hérna þá líst mér vel á að setja loftpúða í hann, það gefur mikla möguleika hvað varðar hæðarstillingu vegna hleðslu og gæti örugglega komið að gagni við akstur í snjó, festum og akstri yfir vötn.
14.01.2003 at 17:18 #191991Í fyrstu langar mig til að þakka fyrir mjög skemmtilegan vef en vil í leiðinni koma með ábendingu/fyrirspurn um hvort ekki væri hægt að fjölga pistlunum í vefspjallinu á forsíðunni, núna sjást aðeins fimm síðustu pistlarnir en í dag 14.01.03 kl: 17:00 eru 14 pistlar í gangi með þessum. Fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á þessu sporti, þá væri það mjög þægilegt að sjá fleiri af nýjustu pistlunum á forsíðunni
Með fyrir þökk, Vals
14.01.2003 at 17:16 #466388Þakka þér fyrir Einar þetta eru fínar upplýsingar. Ég er búinn að skoða aðstæðurnar undir Pajero og með smá breytingum er nægjanlegt pláss fyrir púða og samsláttarpúðarnir eru fyrir utan gormana alveg við hjólin. Stýringin verður rafræn, þ.e. rofar og þrýstimælar inni í bíl og loftlokar í húddinu. Einnig er ég með dælu og 8 lítra loftkút þannig að þetta á að vera í lagi.
Kv, Vals
13.01.2003 at 16:48 #191980Ég er að hugsa um að setja loftpúða undir Pajero-inn minn að aftan í staðinn fyrir gormana. Gaman væri að heyra í þeim sem hafa reynslu af þeim t.d. hverjir eru kostirnir og/eða ókostir ?. Er eitthvað sem þarf að varast, verður bíllinn hastari eða mýkri, hvernig er hann í hliðarhalla o.s.f.
Kveðja VS.
09.01.2003 at 17:31 #466204Ég var að bæta fleiri myndum í albúmið mitt.
Flottar myndir hjá þér Jóhann, ég hef saknað að sjá ekki fleiri myndir af pajero á netinu. Það er búið að breyta ca. 15 pajero-um ’98-’02 á ’38 dekk og eitthvað af eldri týpum, ég er ekki klár á hversu marga, gamann væri ef þessara bíla eigendur hefðu nennu til að setja myndir af þeim á vefin.
Pajero kveðja ,
09.01.2003 at 14:04 #466200Ég er með 2-3 myndir í albúminu mínu og var að spá í að fjölga þeim.
28.12.2002 at 14:31 #465906Ég þekki ekki heldur Prologng, en ég hef tröllatrú á Militec, ástæðan er sú að ég tók upp vél í Spacevagon og vegna vinnuskipta fékk ég bifvélavirkja til að setja hana samann. Ekki vildi betur til en að ein höfuðlegan snéri öfugt þannig að smurgatið vísaði niður. Það varð til þess að tvær stangalegur fengu enga smurningu, en ég hafði fyrirlagt að bera Militec á allar legur við samsetningu á vélinni.
Eftir nákvæmlega 114 km. akstur heyrðist skyndilegt brak og vélin festist.
Eftir seinni upptektina kom í ljós að stangalega var brunnin föst, en höfuðlegan sem snéri öfugt var ekki þörf á skipta út, sennilega vegna þess að hún fékk smá leka yfir sig utanvert.114 km. ! hver hefði trúað því en sem betur fer hef ég vitni að því. Eftir þessa reynslu læt ég Militec í alla olíu í bílnum.
Þetta hljómar eins og auglýsing en ég varð að lesa á brúsann til að vita hver flytur þetta inn.
22.12.2002 at 14:25 #465758Samkvæmt vegamálastjóra kostar um 150-200 millur á ári að viðhalda götum borgarinnar, hluti af því viðhald myndi vera ef engir væru nagladekk. Það er sannað frá rannsókn í Svíþjóð, Japan og fleiri stöðum að nagladekk séu um 40% öruggar en önnur dekk, þ.e. hefur 40% styttri hemlunarvegalengd en þau dekk sem næst koma.
Fyrir fáeinum árum lenti tvítugur drengur í umferðaróhappi sem varð í hálku á Reykjanesbrautinni. Þetta var ekki mikill árekstur en nóg til að hann fékk höfðuhögg sem gerði hann ósjálfbjarga og algjörlega upp á aðra kominn.
Ef við reiknum með að hann lifi í fjörtíu ár í viðbót þá, samkvæmt einföldum reikningi, mun hann kosta þjóðfélagið um 500 milljónir á þessum tíma.SVO (Capslock) EKKI TALA UM AÐ BANNA NAGLADEKK EÐA SETJA EINHVERJAR HÖMLUR, því að miklu má forna til að auka öryggi í umferðinni.
18.12.2002 at 15:28 #465542Það er gott að menn lesi yfir póstinn áður en hann er sendur og allt í lagi að benda mönnum á ef betur má fara. En það er óþarfi að telja upp stafsetningarvillur og annað sem mætti bæta, eingöngu til að gera lítið úr mönnum. Ekki eru allir jafn miklir pennar og ef þeir sem ekki eru klárir á hvernær á að setja y eða i inní orð, myndu hætta að skrifa á þennan vef, gæti hann orðið annsi þurr.
Ég vona að svona skrif verði ekki til að menn dragi úr skrifum á vefinn, því margt hefur maður lært og mikill fróðleikur flæðir um vefinn þó að sumt meigi missa sín.Þar sem þessi póstur byrjaði á myndaalbúm, vil ég segja vefstjórum til hrós að albúmið er frábært og hefur mikið skemmtanagildi. Ég tek undir þetta með textann, endilega hafið hann með.
Es. Hr. gjaldkeri, ég sótti um inngöngu í klúbbinn fyrir ca. ári síðan og er en að bíða eftir gíró-seðli.
Kveðja , Vals
-
AuthorReplies