Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.05.2003 at 11:03 #473338
Það getur verið að maður sé nöldrari en miðað við hraðatölur sem menn eru að sýna hérna þá hafa menn tapað skynseminni í einhverjum skaflinum.
Ég gerði það reyndar í 1000 bílaferðinni, þá skildi ég skynsemina eftir í gýgnum í Skjaldbreið og elti ónefnda Dömu niður með Kálfatindum á fínum hraða og skemmti mér alveg konunlega en þegar komið var niður að þjónustumiðstöðinni við Þingvöll var þar faraskjóti Flippa og seinna heyrðum við um annan bíl í svipuðu ásigkomulagi eftir þennan dag á svipuðum stað. Það var ekki laust við að maður fengi hland fyrir hjartað.
Þó að þetta sé svakalega gamann og maður "fíli" sig eins og á snjóþotu, þá gilda sömu lögmál á jöklum og á malbikinu þar sem settar hafa verið hraðatakmarkanir til að reyna að koma í veg fyrir slys.
Hafið góðann dag á hvaða skafli sem er og brunið eins og hverjum langar, en munið bara eftir að hafa skynsemina með í farteskinu.
kv. vals
13.05.2003 at 13:14 #473324Ég furða mig oft á skrifum manna hér á vefnum en hér eru menn að metast um hver hefur brotið umferðalögin mest. Ég veit ekki hvort það eru hraðatakmarkanir á jöklum landssins en í 37. gr. umferðalaga stendur:
"Utan þéttbýlis má ökuhraði ekki vera meiri en 80 km á klst., þó 90 km á klst. á vegum með bundnu slitlagi."
Það er mín personulega skoðun að svona umræða og/eða metingur eigi ekki heima á þessari vef-síðu, heldur í fjallakofum eða á jöklum uppi.
kv. vals
28.04.2003 at 16:09 #472936Sæll, ég er með Pajero 1998. Ég tók boddy-ið af grindinni fyrir um 4 vikum og þá kom í ljós að loftrörin ofan á olíu tanknum voru orðin verulega ryðguð. Ég pússaði þau upp, málaði og ryðvarði, það var ekki komið gat á þau en mér fannst rörin ótrúlega mikið tærð miðað við rúmlega fjögura ára gamlann bíl.
Það gæti eftilvill verið eitthvað svipað dæmi hjá þér, en þú gætir sett smá loftþrýsting á tankinn þá kæmi að flotlega í ljós hvort og þá hvar lekinn er.kv. vals
25.04.2003 at 13:15 #472636Sæll Lalli, þakka þér fyrir ferðalýsinguna. Ég ætlaði að fara á sömu slóðir en því miður þá komst ég ekki. Ég er með ferilinn frá Kattarnesi að Fimmvörðuhálsi en vantar ferilinn austur á Sólheimajökli, spurning er hvort þú hafir sent Eyjólfi ferilinn, ef svo er gætir þú eftirlátið mér hann líka á e-mail (valurs@lsh.is).
Myndirnar frá þér eru mjög góðar en brekkan sem þú talar um, fer hún verstnandi með vorinum ?
Kv. vals
25.04.2003 at 13:10 #472806Þessi viðmið hjá Einfara eru í góðu lagi og voru mjög nærri lagi fyrir 15 árum og þaðan af eldra. Það sem menn verða að taka með í reikninginn er að nýjir bensín bílar eyða færri lítrum miðað við þyngd, en þeir gerðu hérna áður fyrr og það ættu flestir að við að dísel bílar eyða færri lítrum en bensín bílar.
Ég er með Pajero 1998 á 38" og er hann að eyða ca. 16,3 – 17,0 L/100km. Ég veit ekki hvernig Pajeroinn fær hann til að eyða allt niður í 13 L/100km þar sem þetta eru samskonar bílar, munar aðeins 2". Það væri gamann að heyra hvernig það er hægt.kv. vals
20.04.2003 at 14:16 #472624Sælir strákar, var að velta fyrir mér Eyjafjallajökli á mánudag, vinsamlegast látið vita hvernig færið er ef þið hafið farið á jökulinn, þá á ég við alveg frá Seljalandsfossi til Skógarfoss.
Kv. vals
08.04.2003 at 12:18 #472226Samkvæmt Stálsmíði Magnúsar Proppé sf. sem hafa krómað fyrir mig ýmsa hluti, er ekki hægt að króma stálfelgur hér á landi, það þarf sérstakann búnaði í til þess.
Ég lét þá hjá Pólíhúðun á Smiðjuvegin kóta felgurnar mínar og kom það bara ágætlega út.Kv. vals
25.03.2003 at 11:59 #471426Farðu í leitarvélina og skrifaðu "musso" þá getur þú eytt deginum í að fræðast um musso.
Kv. vals
Es. Leitarvélinn virkar fínnt, má hafa möguleika á að skilgreina hvort maður er að leit að auglýsingu, breytingum, ferðum ofl.
24.03.2003 at 20:01 #470754Sælir, fyrsta: þrýstingurinn þarf að vera í samræmi við þyngd bílsins þ.e. ef þrýstingur er of mikill slitna dekkin meira í miðjunni, of lítill þrýstingur slitna þau í könntunum, Ég er með um 20psi. í öllum dekkjum, en þarf sennilega að vera með aðeins meira í afturdekkjum þar sem þyndin er mismunandi á fram- og afturhjól. Með fullann tank (90L) og fimmtíu metra af spotta í kassanum, hvílir 1.090kg. á framhjólunum en á afturhjólunum 1.220 kg.
Ég hef ekki gert vísindalega könnun á hvernig dekkin leggjast, en hef horft á þau á bílskúrsgólfinu og fundist þessi þrýstingur passa.Óli, ég reiknaði með að ná þrýstingnum niður í 25 psi. Þetta er alltaf spurningin um forsendur. Ég reiknaði með að dælan fengi 12 mín. til að hjálpa við pumpunina en það er sennilega of langur tími en eins og ég segji þetta er spurning um forsendur.
Kv. Vals
24.03.2003 at 13:52 #470746Sælir strákar, þakka ykkur fyrir góð ráð. Ég reyndi að ná í þessa kappa en það tókst ekki í fyrstu svo ég gerði mínar athuganir sjálfur.
Óli, með tommustokk og kleinuhringjaaðferð fékk ég 136 lítra svo að við vorum nokkuð nálægt hvor öðrum en þar sem ónákvæmnin er mikil gerði ég nokkrar tilraunir með því að dæla lofti í dekkið og taka tímann. Ég er með 30L/mín dælu og eftir endurteknar tilraunir og sömu útkomu, sem var fjarri 136lítrum, fékk ég félaga minn?DITTO? til að gera tilraun með Fini (172L/mín) dælunni sinni á Ground Howk 38? dekkjum. Við komumst að því að kleinuhringjaaðferð dugir ekki þar sem þverskurður af dekkinu er elippsulaga, þ.e. að dekkið er ca. 42cm. ábreidd => radíus á þvervegin er því ca. 20 cm. Ég veit að þetta er ekki radíus en þetta er aðferð til að nálgast viðfangsefnið.
Útreikningur með betrumbættri kleinuhringjaaðferð:
R = 32cm
r = (r1 + r2) / 2 = (15 + 20)/2 = 17,5cm
Rúmmál = 193 lítrarÚtúr dælutilrauninni fékk ég ca. 200lítra, ég ákvað því að nota við áframhaldandi útreikning 195 lítra rúmmál í hverju dekki =>780 L/4dekk.
Útkoma er graf sem ég setti í myndaalmbúmið mitt, það er hægt að teikna upp gröf með mörgum mismunandi forsendum, en þessar forsendur henta mér.
Ef það er eitthvað rangt við þessa útreikninga eða ef einhver vill fá frekari útskýringu þá er bara að láta það koma.
Kv. Vals
19.03.2003 at 11:46 #471108Gott mál, muna það næst.
Kv. vals
19.03.2003 at 10:31 #192373Gott og vel, en hvernig gerir maður það !
Þarf maður að velja einhvern sem er á þeim lið sem maður ætlar að skrifa á eða er hægt að krossa einhversstaðar við þann lið ??.
Það getur verið að ég sjái ekki hvar á að gera þetta, en þegar ég vel að hefja nýjann þráð er eini möguleikin „efni:“ og „senda“.
Vinsamlegast leiðbeindu mér og kennski fleirum
Kv. Vals
13.03.2003 at 18:28 #470766Það er alveg sama hvernær þú spyrð þá hjá Snjófell, það er alltaf ófært, þeir halda nefnilega að þeir eigi þúffuna
Kv. vals
13.03.2003 at 18:25 #470764Skoðaðu nyndaalbúm DITTO’s.
Kv. vals
13.03.2003 at 14:04 #192347Ég er að fara að setja loftkut í bílinn hjá mér sem tengdur verður við loftdælu. Undir bílnum er Mudder 38″.
Það sem mig vantar að vita til að getað reiknað út stærð á loftkút sem hentar, þarf ég að vita hversu margir lítrar af lofti eru í einu dekki, þá á ég ekki við þrýsting heldur rúmmál.
Ég vil getað skotið þrýstingnum í dekkjunum úr tveimur pundum í ca. 10 pund án þess að dælan sé að puða.
Með því að mæla dekkið með tommustokk fær maður cirka-bát-eitthvað. Ef það er einhver sem veit með vissu loftmagnið vinsamlegast látið í ykkur heyra.
Es. Ég er búinn að hringja á tvö dekkjaverkstæði en ég heyra þá hrista höfuðið í gegnum símann, þeir hafa ekki hugmynd um þetta.
Kv. vals
12.03.2003 at 11:17 #470290Hættiði þessu, að mínu mati eiga menn að vera með svona málefni annarsstaðar en á þessum vef.
Þessi vefur er mjög skemmtilegur og fróðlegur en þegar maður þarf að fara að hoppa yfir skrif manna vegna þess að þar finnast personuárasir og annað ógeðfellt, þá er þetta orðið leiðinlegt.
Vinsamlegast leysið ykkar mál annarsstaðar og höfum þennann vef fyrir upplýsingar og skemmtileg málefni eins og hann hefur verið og á að vera.
Kv. vals
11.03.2003 at 16:55 #469738Ég hef eina spurningu varðandi nýjabílinn hans Þorra.
Þar sem hann breytti um bílategund frá TOYOTA yfir MMC, þotti TOYOTU-mönnum það synd og vilda þess vegna gefa nýja bílnum hans nafnið Sindy vs. Barbí. En þar sem mönnum þotti þetta synd er þá ekki rétt nafngift Syndí ? mér er spurn.
Kv. vals
10.03.2003 at 14:03 #470320NEI !! það er ekki í lagi, ef eitthvað hefði gerst væri foreldri eða forráðamaður ábyrgur.
Kv vals
10.03.2003 at 14:00 #461358Sælir, ég sé ekkert að því að nota Gíroseðilinn sem félagsskirteini, en sem hugmynd:
Þeir sem eru handhafar af skotvopnaleifi geta valið um að fá skíteini í kortastærð en greiða þá sérstaklega fyrir það. Er það raunhæfur möguleiki að félagsmenn 4X4 sem vilja þannig félagsskirteini krossi við reit á umsókn "já, ég vil!!" og greiði þá ! "500kr." í viðbót við félagsgjaldið eða það sem þetta kostar.
Kv. vals
07.03.2003 at 13:27 #470086Það er annaðhvort sjálfskipting eða beinskipting + skriðgír.
Ég er með sjálfskiptingu í bílnum mínum og finnst það mun betra en beinskipting
-
AuthorReplies