Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.04.2010 at 12:06 #690400
Við fórum nokkrir uppeftir í gær til að líta á gosið, það er skemmst frá því að segja að það er búið. Það sást hvergi í glóð að neinu viti en hiti í öllu þarna. Þeir sem voru þarna á ferðinni fóru allir eða flestir niður þegar fór að rökkva enda ekkert að sjá en samt var mjög gaman að ganga þarna um og skoða ummerkin.
kv. vals
19.02.2010 at 09:20 #683930Ástæðan fyrir leka út við hjól á hásingu er að legan er slitin, þá kemur skekkja öxullinn og pakkdósin nær ekki að þétta. Skiptu um leguna og pakkdósina annars þarftu að rífa þetta aftur.
kv. vals.
17.02.2010 at 16:44 #683292Til að leiðrétta þetta með Víkartind þá var það tryggingafélagið sem réð ferðinni og þáði aðstoð of seint. Það sama mun gerast ef ferðalangar verða að tryggja sig fyrir mögulegum slysum eða uppákomum eins og varð um síðustu helgi á Langjökli. Tryggingafélagið kemur þá til með að standa undir kostnaði við björgun og ræður því hvenær verður brugðist við og í hvaða magni. T.d. dagin eftir með fáeina björgunarmenn.
Svo væri annað sem ekki mætti tala um að það væri ódýrara að bíða eftir að einhverjir ferðalangar mundu rekast á viðkomandi, hvernig sem ástandið á þeim væri.
En þetta tal um tryggingar er algjör steypa því það verður aldrei tryggingarfyrirkomalag á þessu á með einstaklingar hafa áhuga á björgunarstörfum.
kv. vals.
15.02.2010 at 15:20 #683264Mér líst vel á að allir sem fara út af malbikinu kaupi tryggingar fyrir allt og öllu, þá væri líka hægt að kaupa skot-kökuna-Egill eða Guðrún Ósvífusd. á 500 kall. þá væru einnig tryggingafélögin orðnar ábyrgar fyrir öryggi ferðalanga hvort sem þeir fara á jökul, í fjallaklifur, utanvegaakstur eða í eina af laugunum sem Ofsi nefnir í bók sinni. Þá þyrfti að bjóða út þessa björgun eins og í siðuðu þjóðfélagi og þá verður gaman hjá okkur. Tútturnar bjóða í björgun á suðurhluta Langjökuls og svæðið í kringum Bárðarbungu. Rotturnar fengju torfuna í kringum Rottuholuna. Sóðarnir mundu fá……
Það sem mér finnst skemmtilegast, og einnig leiðinlegast, er að mjög dagfars prúðir menn ríða fram á ritvöllinn með þvílíka steypu, það er eins og að þeir sjái ekki fram fyrir lyklaborðið áður en þessi vitleysu er send fyrir almenningssjónir. Það verst er að þeir sem ekki þekkja til trúa þessu og taka þátt í vitleysunni.
Ég er alveg sammála Sýssla að skoða málið og fara yfir hvað gerðist og hvað má betur fara en af fréttum að dæma þá var allt gert rétt. Konan hafði fengið góð fyrirmæli sem hún fór eftir enda var þetta giftusamleg björgun við erfiðar aðstæður. Ég skal ekki segja hvers vegna farið var af stað við svona veðurspá eða hvers vegna þau verða viðskila við hópinn en það er allt í lagi að fara yfir málið og athuga hvort hægt að er auka öryggið. Þá má meðal annars mæla með að fyrirtæki sem starfrækja svona þjónustu láti alla hafa staðsetningarbúnað sem viðkomandi virkjar ef eitthvað kemur upp á.
kv. vals.
12.02.2010 at 08:49 #682688Ef þú vilt vanda þessa hækkun þá má gera hana svona eins og sýnt er á þessari mynd.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … emId=27129
kv. vals.
10.02.2010 at 08:35 #210623Það er verið að auglýsa Pajero 1998 á 38“, ekki ætla ég að auglýsa hann hér en það sem vakti athygli mína er að hann á að vera á loftpúðum allan hringinn. Ég hef átt svona pajero síðan 1999 og sett töluverða vinnu í að reyna að koma púðum undir hann á framan, það er ekki hægt nema setja hann á hásingu. Myndirnar af þessum pajero sýna að hann er en á klöfum því er spurningin hvort fundin hafi verið leið til að koma púðum undir hann að framan. bjorngb getur þú upplýst okkur pajero eigendur um það.
kv. vals.
31.01.2010 at 12:56 #680344Þetta er svo sem ágætis grein sem er skrifuð þegar lítið er um að skrifa. Hún beinist ekki að fólki sem ekur um á breyttum jeppum heldur beinir hún sjónum að kreppunni eða réttara sagt, hinum falska uppgangi, á vestrænni heimsvísu.
kv .vals
22.01.2010 at 14:45 #678486Flott hjá þér Halldóra, bara slá í kusurnar og koma sér af stað. Þó að mín pússa hefur ekki farið með þá hefur mér þótt þetta framlag og ferðir alltaf flott framtak og gaman að fylgjast með ykkur.
En látið ekki svarthöfða eins og Bjarka slá ykkur út af laginu, þið hafið allaveg mína hvattningu. Verst er að lítið hefur sést af hvítagullinu þannig að það verður ekki mikið "challenge" í þessari ferð en við vonum bara það besta.
kv. vals.
19.01.2010 at 09:19 #677708Óli, það eru töluverð pólitísks áferð á þessu hjá þér, en nýliðar geta ekki spurt um ýmislegt sem varðar ferðina eins og þeir hafa verið að gera nema hringja eða fá einhverja greidda félagsmenn til að spyrja fyrir sig.
Ég tel það rangt að loka fyrir skrif og auglýsingar á síðuna og er alveg sammála því sem hér að ofan er skrifað. Þessi síða er kynningarrit Ferðaklúbbs 4X4 og án kynningarits gengur engin í klúbbinn. Ég hef áður sagt að ástæðan fyrir því að ég gekk í klúbbinn, fór í ferðir og kynntist alveg frábæru fólki, var opin og skemmtileg umræða um áhugamálið á vef 4X4. Því tel ég það mjög misráðið að útiloka þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu sporti.
Það stríðir einnig gegn megin hlutverki ferðaklúbbs 4X4, að ná til áhugamanna/kvenna um ferðalög utan alfara leiða, til að kynna þeim góða hætti við ferðalög um hálendi Íslands, utanvegaakstur og annað sem er svo mikilvægt fyrir þetta sport sem við höfum svo mikinn áhuga á.
Með því að útiloka væntanlega félagsmenn og aðra sem uppfylla ekki fram kominn skilyrði, þá mun skrif og lestur á þessari síðu verða svipur hjá sjón vegna þess að það er staðreynd að nýliðar og þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu sporti halda uppi umræðunni hérna, það sést orðið afskaplega lítið af þeim nöfnum sem báru uppi síðuna hér áður fyrr.
kv. vals.
09.01.2010 at 13:44 #675418Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að þessi kynningarfundur sé á sama tíma og mánudagsfundur 4X4. Ég tel að forráðamenn klúbbsins ættu að sækja þessa kynningu því þetta er eitt af aðalefnum ferðakubbsins.
kv. vals
25.09.2009 at 13:57 #658068Ég hef aðeins fylgst með þessari umræðu hérna á netinu en ekki náð að lesa alla póstana þrátt fyrir að fyrrverandi Formaður hafi skammað mig og aðra félagsmenn fyrir að fylgjast ekki með umræðunum.
Það sem mér finnst gleymast í þessari umræðu eru mannréttindi. Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki eru fráir á fæti, á að útiloka þá í að njóta lífsins gæða sem felst í "augnkonfekti" sem íslensk nátttúra er. Félagsmenn í 4X4 Ferðaklúbbnum hafa farið með langveikbörn og aðra sem ekki hafa haft heimangengt vegna ýmissa þátta, til að sýna þeim undur og fegurð landsins. Ætla einhverjir búrókratar sem eru sjálfskipaðir náttúrusinnar með sína sýn á hver má og hver má ekki að segja við þetta fólk "nei, þú getur verið í þínum hjólastól eða hangið á þínum hækjum, þessi gæði eru bara fyrir mig og aðra sem geta gengið".
Væri nú ekki nær að framfylgja þeirri vinnu sem hefur verið í gangi að skrá, merkja og stika slóða þannig að landið bíði ekki skaða af þó að ferðamenn ferðist um landið. Hvað er það sem sveitastjórnamenn eru hræddir við, er það að landið verði útspólað og ljót !, Er það að ferðaþjónustan getið blómstrað !, að landslíður eða aðrir ferðamenn geti notið gæðanna sem landið bíður uppá, að þeir missi atkvæði ef þeir sýni ekki einhverja "náttúru ímynd".
Mér finnst þessi nálgun á þennan málaflokk röng og hljómar þannig í mín eyru "þetta er of erfitt, lokum bara draslinu það er mun auðveldara". Fólk þarf að spyrja sig "hvað erum við að gera hérna og hvernig eigum við að láta okkur líða vel á með á því stendur". Þeir aðilar sem ráðast í þessar stöður sem eiga að þjóna almenningi, eru borgaðar af almenningi og eiga að vera fyrir almenninginn. It is good to be a king, Það er þetta sem fer mest í taugarnar á mér.
kv. vals.
17.06.2009 at 13:22 #649910Ég er alveg viss um að vefnefndarmenn og aðrir sem vinna sjálfboðavinnu við að þjóna félagsmönnum væru afskaplega fegnir ef aðilar sem kynnu eitthvað í þessum efnum biðu fram aðstoð sína.
kv. vals.
10.06.2009 at 14:46 #648792Jú, ég sé bara eina línu og tel ekki miklar líkur á að fyrirtækið sem ég starfa hjá sem er með 5.100starfsmenn fara að breyta vafranum sem er í notkun hérna bara fyrir mig. Því tel ég að vefur 4X4 eigi að geta tengst þeim vöfrum sem eru í notkun í þjóðfélaginu.
Hér hafa menn verið að setja út á gagnrýni sem fram hefur komið, menn skildu athuga það að góð gagnrýni getur verið gulli betri svo ég tali ekki um að hún er eina ráðgjöfin sem ekki þarf að borga fyrir. Öll mannanna verk eru gagnrýnisverð og það þarf bara að vinsa frá stúbiskar athugasemdir og þá eru menn komnir með gott efni til að vinna með.
Mér líst vel hann á við fyrstu sýn en tek undir með þeim sjóndöpru, ég verð stundum að píra augun til að sjá hvað skrifað er t.d. “boldað nikkname“ skyggir verulega á innihald póstsins.
En til hamingju félagar með nýja vef og komið með uppbyggilegar athugasemdir sem Vefnefnd getur unnið með.
kv. vals.
Es. Þar sem þetta er fyrsta innleggið á nýjan vef þá vil ég endurtaka það sem ég sagði um vorið 2004, að þar sem ég tala um menn þá eru konur líka kvennmenn.
26.05.2009 at 10:19 #648166Jón, móðuharðindin
–
vals.
18.05.2009 at 09:35 #647690Friðrik, á nótuna kemur nafn klúbbsins og kt. en ef ég þarf að nota nótuna fyrir skattinn hvað þá. Ég hef lent í vandræðum með að fá nafnið mitt á nótuna vegna þess að afslátturinn er í nafni klúbbsins.
kv. vals.
15.05.2009 at 15:03 #647624Já, það breytir eflaust helling að velja annað grjónafat, sérstaklega þar sem Truber, 90 Cruser og Pajero eru með sömu sjálfskiptinguna ásamt fullt að öðru drasli. Þetta er allt sama járnadraslið sama hvaðan það kemur 😉
kv. vals.
15.05.2009 at 12:00 #647618Átta mánuðum seinna hrundi olíuverkið.
Þín vegna vona ég að þetta verði allt í góðu lagi.
kv. vals.
15.05.2009 at 08:18 #647614Ekki gott, þar sem hann drap á sér eru dísur eflaust rifnar og þarf að skipta út. Olíuverkið er í hættu.
Ekki hlusta á tal um tvígengisolíu, það er of seint, dragðan inn á verkstæði þitt eða annars og tappaðu öllu af honum sem þú getur, taktu olíuverkið og spíssana úr og láttu athuga það, vonandi sleppur þetta. Ef þú ert með Komandreil (skrifað á íslensku) vél í honum kann ég fá ráð að gefa.
Ég tala af reynslu, þetta gerðist hjá mér og kostaði á endanum í kringum 300.000kr. og ekkert nema vandræða gangur.
kv. vals.
14.05.2009 at 10:29 #204381Eina af aðalfréttum Bylgjunar var að jeppi hafi verið stöðvaður og það hafi komið í ljós að það var græn díselolía á tanknum úúúúú. Hver var ökumaðurinn ???, sem verður af 200.000kr.
Í síðustu viku voru um 200 ökutæki stöðvuð og reyndist einn með litaða olíu.
Ég ræddi við vegagerðarmanninn sem tóka hann og sagði hann mér að þetta hefði verið stór flutningabíll sem viðkomandi var ný búinn að kaupa og skýldi sér á bakvið að hann væri að keyra á olíu sem var á bílnum þegar hann keyptan. Sorry 1.200.000 kall, takk fyrir.
kv. vals.
12.05.2009 at 08:59 #646078Þegar svona frétt er skelt hérna inn verður að fylgja með hvað er í gangi. Það fyrsta sem ég hugsaði var að einhverjir félagsmenn hefðu svikist undan merkjum og farið að spæna upp hálendisvegi landsins.
Þetta voru erlendir ferðamenn sem þvælast hér um án allrar leiðsagnar. Það sem kom fram á aðalfundinu á laugardag var að það á að búa til myndband um utanvegaakstur til sýningar á t.d. Norrænu og vonandi taka Bílaleigur það til sýningar.
Þetta er góð hugmynd og vonandi kemst hún í framkvæmd, eins geta félagsmenn komið með hugmyndir í þessu dúr svo ég tali ekki um að taka þátt í að koma henni í framkvæmd.
kv. vals.
-
AuthorReplies