Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.02.2004 at 09:18 #193636
Myndaalbúm eina ferðina en. Sjáið myndirnar á forsíðu albúmsins núna, tækniupplýsingar frá Ditto sem Pajero eigendur geta flestir notað og haft gagn af og bílaauglýsing og einhverju gömlu hræi.
Ég vil fyrir hönd allar félaga 4X4 og þeirra sem una þessari góðu og skemmtilegu heimasíðu, fara fram á það við þig Marías H Guðmundsson að þú fjarlægir þessa auglýsingu nú þegar og lofir því að gera svona lagað aldrei aftur.
Þetta er jafn óþolandi og ruslasóðarnir á Skjalbreið á sunnudaginn, já ég varð vitni líka að þessum sóðaskap þarna á Skjalbreið, eins fram er tekið í öðrum vefpóstum hérna á síðunni.
kv. vals.
31.01.2004 at 17:34 #485968Myndir af staðsetningu skynjar fyrir afgas- og vatnshita. eru komnar í albúmið mitt. Bíllinn er Pajero ’98 2,8td.
kv. vals.
31.01.2004 at 16:02 #486478Heyr, heyr !! alveg hjartanlega samála. Menn vilja gleyma því til hvers er stofnað. Út frá mínum bæjardyrum séð er þessi klúbbur stofnaður vegna áhuga manna á ferðalögum á snjó, þar geta menn (þar á meðal konur) kynnst öðru fólki með sama áhugamál, skipst á tækniupplýsingum, miðlað af reynslu og lært af öðrum. Skipulagt ferðir með öðrum sem það þekkir ekkert sem heitið getur en kynnast á ferðalagi sem oftast er "bara gaman" svo vitnað sé í orð Jepp á toppi Eyjafjallajökuls.
Þegar ég fer á jökul skil ég allt eftir heima sem getur tafið för, aftursætin ef þannig ber undir. Því slær það svolítið skökku við ef ég samþykktir að taka bíl á litlum dekkjum með sem einsýnt væri að mundi hanga meira eða minna í spotta hjá manni. Skemmst er frá lýsingu formannsins að segja, þegar hann sagði frá nýliðaferð 4X4 í Jökulheima í haust. Með í för var LC DC á 35? að ég held, fínar strákur, snöggir að gera við, hvikir og skemmtilegir. En það breytti ekki því að menn gáfust upp, bundu þá aftaní 44? tröll og drógu þá nánast niður af fjallinu.
Með þessum skrifum mínum er ég alls ekki að segja að klúbburinn sé eingöngu fyrir fólk sem á mikið breytta bíla, heldur fyrir fólk sem hefur áhuga jeppaferðum. Klúbb sem gefur fólki möguleika á að kynnast öðrum með sama áhugamál, skipuleggja (sjálft) ferðir við hæfi þeirra eigin bíla og annarra með bíla í sama þyngdarflokki.
Það þýðir ekkert að vera að væla hérna á vefnum yfir því að aðrir nenni ekki að draga þá á fjöll, svo ég tali ekki um að draga þá niður aftur. Það er bara að mæta á fundi, tala við mann og annan, skipuleggja sínar eigin ferðir með þeim sem eru með bíla í sama þyngdarflokki og fara þangað sem þeir treysta sér. Vefurinn hefur verið notaður í þessum tilgangi með góðum árangri.
Klúbburinn skipulagði þorrablót fyrir menn á minna breyttum bílum sem átti að fram í dag 31.01.04 í Hólaskógi, hvað skráðu sig margir uuuuuu! einn ??. Annað næstu helgi í Setrinu sem haldið er fyrir menn á mikið breyttum bílum, mér skilst að þar sé kominn biðlisti.
Þetta er mín persónulega skoðun, ég hef verið félagi í eitt ár og haft bæði gagn og gaman af. Ég hef ekki nennt að lesa stofnskrá klúbbsins en ætti kannski að gera það.
Kv. vals.
29.01.2004 at 22:33 #486386Heima í bílskúr, treysti eingum nema sjáljum mér í að gera þetta almennilega, enda þá veit ég hvað og hvernig þetta var gert !
kv. vals
27.01.2004 at 14:46 #485958Báða mælana fékk ég hjá Samrás úti á nesi. þeir eru svolítið dýrir en alveg svakalega ódýrir ef maður nær að spara 250.000 kr. í Hedd-skiptingu.
kv. vals.
27.01.2004 at 14:13 #485948Þakka þér heilla óskir.
Ein aðferð til að auka bústið er að færa skynjarann aftur fyrir intercolerinn, nú er hann á milli turbínu og interc. og þegar hann mælir 12psi hleypir hann framhjá en þá verður þrýstingurinn ca. 11psi eftir interc. Með því að færa skynjarann eftir interc. verða þar 12psi og 13psi fyrir interc. ég vona að hægt sé að skilja þetta. Heklumenn mæla með því að ekki sé farið hærra með bústið/þrýstinginn.
Hiclone ! það kannast maður við.
25psi ! það er næstum því nóg til að snúa vélinni. Mig skortir þekkingu til að segja til um áhrifin af svona miklum þrýstingi, t.d. líftími túrbínu, hosur, interc. ofl. Við svona háan þrýsting hitnar loftið heilan helling, þarf þá ekki stærri interc. ? En að öllum líkindum er þetta allt í lagi, eykur kraft og lækkar afgashita, það er bara að prófa.
Hvað afgasskynjarann varðar, þá boraði ég gat á pústgreinina beint fyrir ofan túrbínuna þar sem pústið safnast samann áður en það fer niður í túrbínuna, snittaði 1/4" fyrir nippil og setti skynjarann í. þetta er að öllum líkindum heitasti staðurinn í bílnum. Ég hef heyrt að menn setji skynjarann á eftir túrbínu en þá er hitinn eitthvað í kringum 450°C og ekki eins nákvæmur en skynjarinn endist kannski lengur. Skynjarinn sem ég er með á að þola stöðugt 1.100°C þannig að ég hef litlar áhyggjur.
Í myndaalbúmi mínu er mynd af mælunum á mælaborðinu, ég get sett inn myndir af staðsetningu skynjarana næstu daga.
kv. vals.
27.01.2004 at 12:05 #485940Maður er svolíði fljótur að skrifa, það er ekkert sem heitir "Pajero afgashiti".
Jepp, hvað er "haglon" bara forvitni. Þeir hjá Heklu segja að 13psi sé það hæðsta sem þoranndi er að fara með þrýstinginn inn á vélina en þú ert með 17,6 psi er það ekki svolítið mikið ??.
kv. vals.
27.01.2004 at 11:56 #485938Það er rétt með samhengið á milli afgashita og svarts reyks, ef ég held Pajero afgashita vélarinnar í smá tíma í 750-800°C byrjar hann að reykja. Upp langar og erfiðar brekkur er ekkert mál að fara með afgashitann yfir 900°C en með því að halda honum í/eða undir 750°C held ég vatnshitanum vel undir suðumarki. Þetta er ein aðferð til að lengja endingu vélarinnar.
kv. vals.
27.01.2004 at 00:16 #485444Eftir að villunum í hæðunum fyrir neðan jökulinn var slept var leiðin greið og ekkert nema afgasmælirinn sem tafði för en það fóru aðeins fáeinar mínútur í að hækka sig um þessa 600m frá því á jökul var komið og upp á topp, alveg meiriháttar eða eins og maðurinn sagði sem kom rétt á eftir okkur "bara gamann".
En Georg hvað ertu að skoða á myndinni í albúminu hans thorstb ?? var eitthvað farið að heyrast í öxlinum.
kv. vals
E.s. aldrei friður.
26.01.2004 at 14:49 #485438Sæll Georg, ég er sá sem tók á móti þér við ESSO og var með fimmaurabrandara um nýja öxla. En við vorum á þrem Pajero-um, eina IZUZU pikup og einum LC100. Það tók okkur örlítið lengri tíma en 20mín. að komast uppeftir, þar sem aðeins einn af okkur hafði farið þessa leið áður fyrir mörgum árum og eins og Rauðhetta forðum fórum við út af slóðinni og lentum í vandræðum með púðursnjó. Einnig með nýjar og flottar felgur á LC100 en, þrátt fyrir flottar felgurnar, vildi gúmmíi ekki tolla á, ekki bara einu sinni heldur tvisvar.
Ef engin vandræði hefðu verið, mundi ég giska á að það tæki 30mín. að komast upp eftir en ef notaðar eru bara 20mín. er hætt við að menn ækju fram af hinu megin.
Kv. Vals.
26.01.2004 at 11:24 #485428Ég sem hélt að við værum með fyrstu sem færum á Eyjafjallajökul, miðað við viðbrögðin við þessum pósti en það var nú öðru nær.
Fórum á fimm bílum á sunnudagsmorgun upp Hamragarðaheiðina og yfir til Skóga. Færið með betra móti en allir vorum við á 38". Við sprautuðum upp jökulinn eins og vélarafl leyfði en fjórir aðrir bíla urðu okkur samferða upp. Þegar upp var komið og á meðan við dvöldumst þar komu á annan tug bíla vestur yfir þannig að maður varð ekkert einmanna.
Útsýnið var alveg frábært til allra átta en svolítið mistur vegna sterkra norðan vinda.
Alveg frábær dagur og vil ég þakka ferðafélögum daginn.
kv. vals
22.01.2004 at 20:50 #485426Það lítur út fyrir að jökullinn sé ókannaður í ár, það verður bara ennþá meira spennandi að vera með fyrstu sem fara á hann í ár og gamann að sjá hvort brekkan, sem hélt svo mörgum frá í fyrra vetur, verði eitthvað erfið.
kv. vals
22.01.2004 at 09:36 #193542Hefur einhver farið á Eyjafjallajökul, upp hjá Hamragörðum og niður í Skóga, nýlega. Ég hef aldrei farið þessa leið en er að spá í að fara þarna annan daginn næstu helgi. Ef einhver hefur farið þessa leið nýlega, vinsamlegast upplýsið okkur hina um aðstæður.
kv. vals
16.01.2004 at 14:50 #48450416.01.2004 at 13:46 #193467Fyrirspurn til vefstjóra:
Er ekki hægt að setja inn á vefinn pöntunarform þar sem menn gætu pantað pláss í t.d. Setrinu. Svo væri hægt að opna upplýsingatöflu þar sem fram kæmi ásetningur í skálunum. Það þar ekki að byrta nöfn leigjenda heldur dagsetningu og fjölda gesta.
T.d.
Helgina 6-8 feb. 2004 Þorrablót 4X4
Helgin 16-18 jan 2004 6 manna hópur. ennþá pláss fyrir xx mans
Fullbókað 20-22 feb. 2004
Það mundi örugglega létta mönnum og konum lífið og skítkast og fúkkyrðum mundi fækka hérna á vefnum.
kv. vals
16.01.2004 at 13:16 #484372Stundum erfiður upp brekkur með bilaðann Patrol í spotta
16.01.2004 at 13:13 #484560Glóðakertin eru að duga 70-110 þ.km. í Pajero 2,8 cc. og miðað við lýsingu þína á ástandinu þá er það ca. 99% öruggt að glóðakertunum sé um að kenna. þau kosta á milli 15.000 20.000 í Heklu.
kv. vals
12.12.2003 at 15:04 #482606Ég skil vel að Patrolmann setur ekki mynd af bílnum sínum inn á vefinn, enda frábiður hann menn um að setja myndir af ljótum bílum í myndaalbúmið —
kv. vals
02.12.2003 at 00:17 #481810Ég lenti í þessu fyrst, var að tína texta, skrifa hann aftur o.s.f. Ég hætti að skrifa beint hérna inn en skrifa þess í stað í Word og paste það svo inn á vefsíðuna. Aldrei vandamál eftir það.
kv. vals
27.11.2003 at 13:40 #481482Fín vísa hjá Hlyn, það er bara ein fullyrðing sem ég vil leiðrétta en það er að aðrir sjái bara í afturendann á honum ?, ég hélt að sæist aldrei í afturendann á Patrol fyrir reyk !!
kv. vals
-
AuthorReplies