Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.01.2005 at 01:23 #195315
Mikið hefur verið rætt um ágæti Hiclone bæði á aflaukningu- og eldisneytissparnað í vélum bifreiða. Ég er einn af þeim sem hef látið skoðun mína í ljós hvað þetta undratæki snertir og hef sagt í einhverjum pósta minna að þessi aðferðafræði ofbyði minni eðlisfræðikunnáttu og að ég gæti ekki með nokkru móti séð hvernig þetta gæti haft þessar afleiðingar eins og áður er nefnt í för með sér. Þessa skoðun mína lét ég í ljós án þess að hafa skoðað málið öðruvísi en að lesa pistla sem menn hafa birt hér á vefnum. Ég benti ennfremur á að þeir aðilar sem væru að fjárfesta í þessu tæki ættu að prófa það hlutlaust þannig að sem réttasta niðurstaða fengist, ekki láta tilfinningar, væntingar, óskir og umsögn annar hafa áhrif á niðurstöður og geta þannig brosað framann í heiminn, því að það gæti verið falskt bros (ekki að skilja að brosandinn væri falskur heldur að niðurstaðan væri fölsk).
Ég er ekki að halda því fram að menn (og konur, ég segi þetta bara einu sinni) séu eitthvað grunnhyggnir eða einhverjir vitleysingar, alls ekki, heldur það að það eru tvö element sem reka menn áfram, en það eru langanir og réttlæting. Langanir um árangur þ.e. meiri kraft og minni eyðslu og þegar það lætur standa á sér kemur réttlætingin: ?jú jú hann fer með minna eldsneyti og ég finn það á X snúning upp brekkur? en þegar maður gengur á þá, þá draga þeir alltaf úr árangrinum ?það var nú ekki alveg eins mikið og ég hélt?.
Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er, að ég framkvæmdi prófun á áður nefndu tæki á bílnum mínu, ég hef gert margar tilraunir sem eru ekkert ósvipaðar og þessi og kann því að gera hana eins hlutlaust og hægt er með þeim tækjum sem til umráða eru í það og það skiptið. Væntingar mínar til tækisins voru á skalanum 1 til 100 ca. mínus 100 (-100) eftir umræðuna á netinu, kynningar og lestur greina fóru væntingar mínar í ?50. Eftir að einn félagi minn setti svona í bílinn sinn og umræður við hann fóru væntingar mínar í ca. 0 eða jafnvel í plús tölu.
Ég hirti þetta úr bílnum hans og gerði mínar tilraunir en þar sem þetta er orðin svolítið langur pistill ætla ég að koma með lýsingu á tilrauninni ásamt niður stöðum í næsta pistli.
Kv. vals.
R-3117
21.01.2005 at 13:50 #514114Fjárhæð olíugjalds skal vera 45 kr. á hvern lítra af olíu.
Lög 2004 nr. 87 9. júníLítraverð Atlantsolíu 44,7kr./L. 20.01.2005
Lítraverð + Olíujald * vsk. = FÍB verðlag
44,7 + 45 * 24,5% = 100,7kr./L
Öll gjöld eru lögð á vöruna áður en virðisauki er reiknaður ofan á.
kv. vals.
21.01.2005 at 11:44 #514106Þessir útreikningar eru miðaðir við að bílarnir sé með mæli, ef miðað er við fastagjaldið verða forsendurnar nokkuð flóknari og erfiðara verður að fá klára niðurstöðu. Ef ég man rétt þá er hagkvæmara að vera með mæli ef akstur er undir 24.500 km./ár. ef kostnaður við sjálfann mælinn er ekki tekin með.
kv. vals.
21.01.2005 at 11:35 #514104Jón, miðað við lítraverð hjá Atlastolíu 20.01.05. 44,7 kr./L. og aukaálag 45kr. + VSK. á lítrann, eyðsla 16,2L/100km. 25.000 km./ár þá hækkar þinn árlegi kostnaður um 82.454kr.
Áfram FÍB.
kv. vals.
Es. dísillögin: http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl? … l&leito=olíaolíanolíannaolíuolíumolíunaolíunnarolíunniolíunumolíurolíurnar#word2
20.01.2005 at 08:51 #513862Það kemur !
kv. vals.
18.01.2005 at 20:40 #513854Ef þú ert með aur sem þú vilt losna við er miklu betra að gefa mér hann, því samkvæmt mínum mælingum dregur þessi búnaður úr vinnslu vélarinnar.
kv. vals.
26.12.2004 at 16:05 #511714Enda Latur !
22.12.2004 at 13:03 #511382Ég mæli með loftpúðum en ef þig vantar tækniupplýsingar um Pajero vil ég benda þér á Pajero tækniþráðinn sem Ditto startaði. Þar er mikið efni um þessa bíla bæði um fjöðrunakerfi og annað.
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2546
kv. vals.
21.12.2004 at 13:27 #511256Sæll Eiríkur, því miður þó aðalega mín vegna var ég ekki kominn með tölvu þegar þessi ferð var farinn og félagi minn, já, klúðraði trökkunum. Það ætti að vera hægt að komast langt á ferðalýsingum sem fylgja myndum.
þegar stækkun á albúminu hefur farið fram set ég restirnar af myndunum inn.
kv. vals.
21.12.2004 at 12:01 #511252Ég er kominn með 77 myndir inn á myndaalbúmið mitt og er það orðið fullt. Ég hef minnkað myndirnar eins og hægt er svo að gæði þeirra skerðist sem minnst og nú biðla ég til vefstjóra um stærra pláss til að getað lokið við að koma inn myndaséríunni sem ég er byrjaður á
Með von um skjót viðbrögð.
kv. vals.
R3117
17.12.2004 at 13:13 #511242Ein lausn á þessu vandamáli er að vefstjóri, hver svo sem hann er, fari massíft í gegnum albúmið og eyði þessum sölumyndum út, eins og síðustu myndum sem eru um haugryðgaðan Suberban sem engin nennir að gera upp hvað þá að fara með alla þessa þyngd á jökul.
Einn leiður á sölumyndum í myndaalbúmi 4X4.
kv. vals.
08.12.2004 at 16:06 #510680Ég er með mælir á sjálfskiptingunni hjá mér og finnst það veita mér meira öryggi að sjá hvað er að gerast. Ég staðsetti nemann þar sem vökvinn kemur út af henni á leið til kælana.
Ég hafði heyrt að sjálfskiptivökvinn þoldi ekki meira en um 100°C en eftir að ég setti mælinn í og brunaði upp Skálafellsjökul á fullu gasi, fór hitinn í 157°C og runnu á mig tvær grímur við það. Þegar svona gerist fer maður í rannsóknarvinnu og upp úr því kynnti ég mér eiginleika sjálfskiptivökva.
Um tvær megingerðir er að ræða hjá ESSO þar sem ég leitaði mér upplýsinga en það eru ATF D-3 og ATF SHC. D-3 olían er sú sem venjulega er notuð en við aðstæður eins og við erum að notum bílana er betra að nota AFT SHC olíuna þar sem hún þolir meiri hita, sjá meðfylgjandi. Ef hitinn fer upp fyrir það hitastig sem hún er gerð fyrir er mér sagt að olían brotni niður og geti myndað einhverskonar slípimassa sem getur verið hættulegt fyrir sjálfskiptinguna.
Moibil ATF D-3 hefur Flash Point -> 177°C
Moibil ATF SHC hefur Flash Point -> 210°CÞað skal tekið fram að við mikið álag á A/T ljósið til með að kvikna en eftir að ég setti auka kælir fyrir sjálfskiptivökvann hefur ljósið aldrei kviknað og þegar ljósið kviknar ekki við 157°C hvað er þá hitastigið þegar það kviknar. Allavega nota ég ATF SHC olíuna framvegis. Þetta er ekki auglýsing fyrir ESSO, ég er viss um að hin olíufélögin eða aðrir olíusala eigi sambærilegar olíur en þetta var bara fyrsta símanúmerið sem ég sá.
Það er annað í þessu, það er ekki nóg að setja mæla eða aðrar græjur í bílana, maður verður að vita hvað maður er að lesa út úr þeim upplýsingum sem maður fær.
kv. vals.
08.12.2004 at 14:09 #510256Á 1998 bílnum er ramminn tekin úr í heilu lagi en til að komast að þesu þarf að taka plastið, sem er í kringum rammann, úr og þá sést vel að gúmmíkanturinn sem liggur frá rúðurammanum út á plastið heldur rammanum við boddy-ið. Eftir að þetta hefur verið gert er mjög auðvelt að losa rammann en ef þú ætla að losa rúðuna úr rammanum þá þarf að tegja, toga og skekkja rammann til að það sé hægt, allavega kann ég ekki patent lausn á því en að taka rammann úr er nokkuð auðvelt án þess að rýfa allann bílinn.
kv. vals.
06.12.2004 at 11:02 #510324Bestu skilyrðin fyrir loftnetið er að setja það á miðjan toppinn til að fá endurkastið af blikkinu. Ég leysti það með því að setja álplötu endir blikkið til að styrkja undirstöðuna en það er alveg spurning með VHF loftnet hvort að þörf sé á þessu auka endurkasti þar sem VHF eru nokkuð öflugar stöðvar.
kv. vals.
06.12.2004 at 09:43 #510382Kærar þakkir.
kv. vals
06.12.2004 at 00:14 #195000Verður Félagsfundur hjá Reykjavíkurdeild í kvöld, 6 des. 2004. Ég hef ekki séð neitt auglýst ???
kv. vals.
02.12.2004 at 08:23 #510080Eru ekki allir sammála um að á meðan verið er að koma myndaalbúminu í lag ásamt öðru efni að taka út þessar ljótu toyotu-auglýsingu sem trónir á forsíðu myndaalbúmsins. það er nógu erfitt að geta hvorki sett inn myndir né séð nýjar en að hafa svona myndir, sem flestir félagar, eru sammála um að eigi ekki heima í myndaalbúmi félagsins.
kv. vals.
30.11.2004 at 15:26 #508460Bæði póstur og myndir að tapast, ég var að kvarta yfir þessu í pósti í gær en sá póstur er farinn út, hversu margar myndir og póstar eru tapaðir ??? ég bara spyr !!
kv. vals
29.11.2004 at 13:12 #194977Hvað er að gerast með myndaalbúmið. Nýjustu dagsetningarnar er 17.11.2004. og myndir eftir þann tíma horfnar úr albúminu, ma ma ma maður bara skilur þetta ekki !!!!!
kv. vals.
25.11.2004 at 15:09 #509482Það eru diskar allann hringinn, því þarf ekki að herða út í.
Ég fékk mér nokkuð stóra sprautu setti slöngu upp á stútinn og hinn endann á slöngunni á loftskrúffu bremsudælunnar, opnaði og saug þ.e. dróg upp í sprautuna. Hviss pang – búið.
kv. vals
-
AuthorReplies