Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.05.2005 at 23:11 #522572
Vegagerðin hefur ekkert með veginn inn að Jökulheimum að gera og skiptir sér ekki af honum, hvorki heflar hann eða skefur né opnar hann eða lokar.
kv. vals.
13.05.2005 at 20:52 #522488Samkvæmt mínum heimildum þá er vegurinn upp í Jökulheima þurr og fínn. því æti su leið að vera vel greiðfær.
Nú er bara að athuga hvort þessi þráður fái að vera í friði eða hvort honum verði líka eytt.kv. vals.
13.05.2005 at 13:37 #522550Ég er búinn að skrifa þrjá pósta í dag og hlít að hafa skrifað eitthvað viðkvæmt því þeir eru allir farnir út.
vals.
03.05.2005 at 16:04 #522150Ég get skrifað á þennan þráð en ekki á þráð Ofsa, Skoðanakönnun. Hvernig er það er hægt að setja inn kríteriu þar sem hægt er að útiloka vissa aðila í að skrifa á hina og þessa þræði ??
Fyrirgefðu Benni, ég ætlaði ekki að breyta umræðunni á þræðinu þínum, en ég horfi bara með forundran á skjáinn
kv. vals.
03.05.2005 at 15:58 #522148Ég ætlaði að skrifa á þráð sem Ofsi startaði en fæ bara Castor-kjaftæði en ætla að athuga hvort ég komist hérna í gegn.
Áfram Glanni, Lella og Einar.
vals.
29.04.2005 at 21:58 #521944Það er ekkert mál að fara húsafell-Langjökul. Við fórum þessa leið síðasta laugardag á jökullinn og var það ekkert mál en jökullinn var aftur á móti skelfilegar. Hann er/var mjög ósléttur og ekki óalgengt að aftur- eða framhjól fóru meter á loft í verstu ójöfnunum. Það tók um tvo tíma að komast frá þursaborg í Jaka en að öðru leiti var svakalega gamann og má sjá myndir af ferðinni á http://www.sh.is/langjokull/.
kv. vals.
28.04.2005 at 08:27 #521708Ég verð að viðurkenna fávisku mín í þessu þar sem ég skil ekki eða veit ekki hvað þetta datum er. Ég miða við Hjörsey og þessi venjulegu hnit, er einhver misvísun í þessum datum miðaða við þetta "venjulega" ??. Ég get örugglega fundið út úr því ef ég fer að vinna í GPS tækni en ef einhver spakur maður getur útskýrt þessi fræði í stuttu máli væri það vissulega gott.
kv. vals.
24.04.2005 at 20:51 #521702Það er vanin að gefa upp hnit á svona hættustöðum, ef þú hefur þau þá væri það vel þegið ef þú gætir sett þau á vefinn.
En þakka þér fyrir að láta okkur hina vita af þessu, það er aldrei af varlega farið.
kv. vals.
21.04.2005 at 18:38 #521498Þakka ykkur fyrir þetta strákar, það er gott að heyra Gísli að einhver hafi farið þarna í vetur. Þeir sem fylgdust með umræðunni eftir gos þá varð lítið gos ca. 2km. sunnan við ketilinn sem hefur verið við útfallið í nokkur ár. þetta gos olli sigkattli sem var ca. 10-20m. djúpur og um 500m á breydd. Þetta er eiginlega spurning hvort sá ketill sé sýnilegur ennþá eða hann sé fullur af snjó þannig að engin hætta stafi að förumönnum.
kv. vals.
20.04.2005 at 15:55 #195857Þar sem nú stendur til að taka túr á Vatnajökli væri gott ef einhver hefði upplýsingar um færð austur af Svíahnúk eystri við Grímsfjall. Í gosinu 1. nóv. síðastliðin myndaðist sigketill rétt fyrir sunnan hefðbundna akstursleið austur frá Grímsfjalli, eða undir henni, sjá mynd á meðfylgjandi vefslóð.
http://www.raunvis.hi.is/~mtg/04gv/041105-129SG.JPG
Ef einhver hefur farið þarna um væri gott ef hann/hún mundi deilda með okkur hinum upplýsingum um staðhætti þarna.
Þetta er bara spurning um hvort þarna sé allt ófært, er snjór búinn að fylla í ketilinn eða hafa menn ekki hætt sér í að skoða aðstæður.Kv. vals.
19.04.2005 at 21:22 #521268Vegasalt ! er það ekki efnið sem dreift er á göturnar á vetrum eða þegar hálka er, eða tæki til að vigta salt t.d. fyrir saltsíld.
Ég er frá Hafnarfirði og þar römbuðum við eins og að ramba á brún hengiflugs. Ég fer ekki ofan af því að ramba er réttari málsnotkun þó að aðrir en Hafnfirðingar viðurkenni það ekki.
kv. vals.
Þetta er gamalt þrætuepli við nærsveitir og er nú bara skrifað til gamans.
19.04.2005 at 21:12 #521318það var ótrúlegt að horfa á þessa frétt, Sigríður hlýtur að hafa misskilið spurninguna og heyrt lægra í stað hærra ! Annars hvernig í andskotanum getur það verið hagkvæmara að kjósa dýrari kostinn, þrátt fyrir að dísel bílar eyði aðeins minna, þeir eru einnig dýrari í innkaupum en það er kannski ekki ætlast til að hún átti sig á því.
Ekki kv. vals.
15.04.2005 at 16:13 #521170Efnið heitir "Krómstál" en það er oftast notað í þetta, þykktin fer eftir notkun þ.e. þyngd bílsins, lengd stangar ofl. Hjá Gísla þarf hún að vera nokkuð sver þar sem hafið er langt þ.e. ef stífleikinn á að vera góður, en grennri stöng þýðir minni stífleiki. Það er líka hægt að hafa grennri stöng og minna haf þannig að sveigjan á stönginni verði meiri þ.e. stöngin tekur upp meiri tregðu ef sveigjan er mikil.
Vona að einhver skilji þetta
kv. vals.
15.04.2005 at 11:07 #520932Það er óþarfi að vera uppstökkir þó að menn komi fram með kvartanir eða ábendingar. Það er ekkert nýtt að heimasíðumál klúbbsins hafa verið í ansi döpru ástandi. Nýasíðan er hálfkláruð og margt eftir en einnig er margt sem er að koma í ljós að lofar góðu, eins og að geta leiðrétt pósta sem sendir hafa verið inn, hraðinn ofl. það er óþarfi að fara úr límingunum ef menn benda á góða hluti bara af því að þeir hafi verið gagnrýnir.
Ég er tildæmis fúll yfir mörgu á þessum vef, einnig tímann sem smíðin hefur tekið og svo að hann var settur í loftið lítið unnin. En svona er staðan 15. apríl 2005 og við breytum ekki fortíðinni heldur horfum fram á við. Gefum þessum köppum séns, þó að sá tími sé löngu liðinn, verum óhræddir að koma með ábendingar um það sem betur má fara og hættum að klóra augun úr hvor öðrum fyrir þær sakir.
kv. vals.
13.04.2005 at 12:06 #521060Hei ! flott að geta farið inn og leiðrétt villur án vandræða, þessum vef smiðum er ekki alsvarnað.
kv. vals.
Eitt jákvætt atvik er bara flott, meira af svona.
13.04.2005 at 12:01 #521058Ég hef miklar efasemdir um þann ágæta félagsskap FÍB. Ég held ég ljúgi ekki upp á neinn að það eru þeir sem hafa keyrt þessi ósköp yfir okkur, þessi breyting á dísel gjaldinu hefur verið þeirra hugafóstur í mörg ár og eru þeir þá aðallega að hugsa um smábíla en ekki um hag þeirra sem aka um á meðal stórum bílum og þar yfir. Það væri kannski allt í lagi fyrir litlu deildina að fá þá til sín en fyrir restina af klúbbnum !!. Svoleiðis fundur mundu bara fuðra upp í rifrildi.
Ég reiknaði í vetur að kostnaðarauki minn, ef miðað væri við nýju lögin og lítraverð væri 44,7 kr/L yrði um 50.000kr. Ef rétt er að lítrinn færi í 111.0 kr./L verður kostnaðaraukinn minn um 90.000kr. á ársgrundvelli.
Ég er eiginlega búinn að skipta um skoðun, það væri fróðlegt að fá forráðamenn FÍB í heimsókn á fund 4X4 og heyra hvernig þeir verja þessar gjörðir !!
kv. vals.
13.04.2005 at 11:26 #521070Í fyrstu virðast allar myndirnar vera inn en það er sama vandamál hjá mér með textann, hann er allur farinn. Gótt væri að fá svör við því hvort að þessu verði kippt í liðinn því myndasafnið er lítils virði ef texta vantar.
kv. vals.
01.04.2005 at 12:51 #520206Góður -:)
19.03.2005 at 15:41 #519358Benni, þú byrjaðir nokkuð bara vel en svo mistir þú algjörlega tökin á þessu. Ég vona að þú keyrir betur en skrifin hjá þér í þessum pisli.
kv. vals.
19.03.2005 at 11:22 #519346Eftir að Patrolmann byrjaði á þessum æsingaskrifum sínum halda margir að þeir geti það líka. Að vera að eyða plássi á spjallrás 4X4 fyrir svona bull undir nafnleynd er náttúralega óþolandi, menn eiga að vera málefnalegir, skrifa undir nafni annars að láta þetta vera og legg ég til að vefstjóri eyði þessari vitleysu. Ég er samt farinn að gruna að hér sé um sama manninn að ræða á fleiri svona pósta en ef rétt er á ný heimasíða að loka á svona vitleysinga.
kv. vals.
-
AuthorReplies