Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.12.2005 at 13:40 #531168
Ég vil taka það fram að ég er ekki að setja sjórn klúbbsins á sakamannabekk, alls ekki, heldur lýsi ég frekar trausti á hana. Það sem ég á við er að lögfræðingar og aðrir slíkir gætu túlkað skrif Ofsa sér og sínum til framdráttar.
kv. vals.
16.12.2005 at 13:33 #531166Ef ekki er farið með rétt mál þá er það vegna þess að mér finnst þetta alveg skelfilegur þráður, bæði hvað varðar lengd og efni. Ég hef lesið ca. 70-75% af þræðinum og rangfærslur af minni hálfu skýrast með upplýsingum í þeim hluta sem ég hef ekki lesið og kannski ástæða til að biðjast velvirðingar á því. Það breytir samt sem áður ekki innihaldinu og gott ef félagsmenn sem aðrir láti hér við sitja.
kv. Valur Sveinbjörnsson
Es. Skelfilegt að manngarmurinn skuli bera sama nafn og ég.
16.12.2005 at 10:24 #536162Mikið rosalega líður mér ílla að sjá þetta nafn hér í hverjum þræðinum á fæti öðrum.
kv. Valur Sveinbjörnsson
16.12.2005 at 09:32 #531158Ég held að menn þurfi að fara að slappa af, stráksfíflið á allt slæmt skilið en það gæti verið búið að gera Klúbbinn skaðabótaskyldan því Ofsi er búinn að segja okkur að mynd- og kennitölubirting sé með samþykki stjórnar, það væri alveg til að bíta höfuðið a skömminni ef þessi sjúklingur færi nú í mál við Klúbbinn. Ef við lifðum á 16 öldinni mundum við einfaldlega hella yfir hann restinni af tanki Patrolsins og kveikja í kallinum en núna er 2005 og bráðum 2006, Bush nýbúinn að afnema pyntingar o.s.f. Það er ekki tilhlýðilegt fyrir Klúbb sem er alla daga að reyna að bæta ímynd sína að hvetja til líkamsmeiðinga og annað í þeim dúr. Það eru fullt að rugluðu fólki, ekki bara bílaþjófar, sem gætu tekið upp á því að gera aðför að þessu vesalingi og bæri fyrir sig að stjórn ferðafélagsins 4X4 hefði hvatt til þess. Mér finnst persónulega að Skúli formaður hefði átt að skrifa svona póst.
Ég skil vel að menn séu ævareiðir og heitir í hamsi en nú finnst nóg komi og látum réttaríkið sem við lifum í sjá um þetta mál, þrátt fyrir að við séum ósáttir við hvað svona menn sleppa auðveldlega. Það væri auðvelt og gaman að ræða um refsingar fyrir mismunandi brot, nauðgarar sleppa í flestum tilfellum eða fá væga dóma að flestra áliti. Þar er oftast talað um ungar stúlkur en í þessum þræði er verið að tala um járn, málningu og slatta of olíu, allt steindauðir hlutir. Því hvet ég stjórnina til að íhuga afstöðu sína í svona málum.Kv. vals.
12.12.2005 at 13:24 #533544Hvert verður farið í næstu nýliðaferð.
kv. vals.
12.12.2005 at 13:05 #53354269:32 kl.
09.12.2005 at 14:36 #535414Það er búið að fara hedd hjá mér, einvörðungu vegna álags þ.e. eins og sumir segja “ standan flatan“ þangað til allt bullsýður og málmar fara að bráðna. Þegar það gerist fær maður sér allt það sem Benni taldi upp og aðeins meira, nema brakið í framliðnum og þó. Ég er með ’98 2,8 tdi og á þeirri vél er ekki hægt að plana heddið vegna þess að sprengihólfið er ekki upp í heddið í kringum ventlana eins og er á bensín vélum, heldur er lítið stálklætt hólf (sprengihólfið) sem liggur upp í heddið við hliðina á ventlunum, ofan í þetta hólf kemur svo spíssinn og glóðakertið. Ventlarnir standa niðurúr heddinu og leggjast ofan í bolla á stimplunum, þar á milli er nánast ekkert rými. Það hefur verið reynt að plana þessa tegund af heddum en ekki tekist ennþá að ég viti, því eru menn ekkert að spá í það frekar og skipta þeim út ef þau verða leiðinleg. Nú er ég búinn að eiga minn Pajero í 6 ár og hef reynt að fylgst með því sem er að fara í þeim, ég hef aldrei heyrt að heddpakkning hafi farið heldur það að sprungur hafi myndast í brunahólfinu vegna hita og ef loftbólur eru farnar að koma í vatnskassann þá er eitthvað svoleiðis í gangi og best að rífa bara strax. Annað, ef/þegar þú tekur heddið af þá skaltu athuga vel blokkina, við hitan getur myndast tæringarbollar á kantinum á slífinni og ef ekki er gert við það fer heddið fljótlega aftur vegna þess að ef smá vatn kemst inn í sprengihólfið, eykst hitinn verulega sem álið í heddinu þolir ekki. Ég vona að þetta tæknibull skiljist, ef ekki þá þarftu bara að heimsækja Kistufell eða álíka staði og leita þér upplýsingum.
kv. vals.
08.12.2005 at 14:13 #535348Og svo er eitthvað sem heitir bor, snitttappi og tappi, getur ekki verið flókið.
kv .vals.
07.12.2005 at 13:20 #534828Enga vitleysu Hlynur, það er óþarfi að flytja Hafnarfjöðr eitthvað. Það vita allir bæði Reykvíkingar og Akureyringar sem og aðrir að Hafnarfjörður er Nafli alheimssins og óþarfi að vera að rífast um það.
Kv. vals.
07.12.2005 at 08:23 #534818Ég fer fram á að gerð verði skoðanakönnun hjá klúbbsfélögum ef klúbburinn ætlar að skrifa undir að þarna sé miðja landsins. Ég hef enga skoðun á hvar miðjan er en mun taka afstöðu þegar könnuninn verður gerð, mér finnst þetta flott framtak.
kv. vals.
29.11.2005 at 13:41 #531334Þakka þér fyrir þessa lesningu Selma. Félagsmiðinn hefur verðir mér svolítil ráðgáta en ofanverð skrif eru einnig til gamans gerð. Ég gat með engu móti náð flipanum aftan af miðanum svo ég gæti límt hann á félagsskírteinið og ber kanturinn þess merki. Mörg góða ráð komu hérna á þennan pistil um hvernig maður skyldi bera sig að þessum gjörningi sem ég reyndi svolítið á föstudagskvöld síðastliðið en ekkert gekk. Á laugardeginum komu Ditto og frú Ditto í heimsókn til að ræða lífsins gagn og gæði og bar ég þessi vandræði mín á borð fyrir þau. Það er skemmst frá því að segja að frú Ditto svipti bakhlutanum af miðanum á augabragði eins og hún hafi aldrei gert annað og þar kom í ljós límið sem ég haf verið að leita að svo lengi. Ég skellti að sjálfsögðu miðanum á félagsskírteinið en fékk að heyra um þumalfingur að annað í þeim dúr það sem eftir lifði heimsóknarinnar. Það var mál manna að þetta væri alfarið kvenmans verk að ná bakhlutanum af félagsmiðanum, því er það spurning hvort þú gætir ekki tekið hann af áður en þú sendir hann til félagsmanna því að karlmenn eru jú í meirihluta í klúbbnum.
kv. vals.
27.11.2005 at 17:27 #534006Til að útskýra notkunina á þessum apparati þá sést það vel á myndinni hans Hafsteins. Hugmyndinn er að tengja saman tvo bíla, ekki til að draga, heldur til að íta þ.e. sá aftari sem er í troðinni slóð ítir á þann sem er fyrir framan. Þegar jeppi er að troða slóð vinnur það þannig að hann treður með tveimur hjólum, framhjólunum, og ítir með afturhjólunum en þegar þessi aðferð er notuð eru tvö hjól sem troða en sex hjól sem íta sem veldur margfaldri drifgetu samanlagt. þetta er sama og Synergi eða 2+2=5.
Þessi gandur hefur fært þeim sem hafa notað hann svo mikla gleði að menn hafa slegið þessu saman og kallað fyrirbærið Gleðigandur.
kv. vals.
27.11.2005 at 11:41 #533992Var að heyra í Benna (Hmm). Þeir eru á leið í bæinn og ef mér skilst rétt þá er Óskar Abba fyrstur, hann er með brotið afturdrif og er því bara á framdrifin. Á stæðan fyrir því að Oskar er fyrstur er að Benni er með gleðigandinn í afturendanum á honum ! og ýtir honum áfram og segir Benni að þessi gandur sé algjört undratæki. Óskar á örugglega eftir að grobba sig af því að hafa rutt leiðina fyrir hópinn með brotið afturdrif.
Ég sagði Benna frá metingi milli Pajero og hinna tegundana hérna á vefnum en hann sagði mér að það væri af og frá að það væri einhver metingur, hann væri bara alltaf fyrstur svo einfallt væri það.kv. vals.
25.11.2005 at 16:08 #531328Þetta er að verða frábært, ég komst ekki með Trúðunum í Nýjadal en get í þess stað dundað mér í að reyna að finna límið, ef ekkert lím er að finna get ég dundað mér í að kroppa gamla miðan af. Ef límið fer með gamla miðanum hef ég úr mörgu að ráða t.d. teppalímband úr BYKO, Jötungrip, Algrip, tonnatak, Límkytti, plástur og örugglega fleira, þannig að mér leiðist ekkert um helgina.
Góða helgi, kv. vals.
25.11.2005 at 14:17 #531322Heyrðu ! er verið að mismuna félagsmönnum, af hverju fær Birgir miða með lími en ekki aðrir maður þarf að fara að athuga sinn gang !!!.
Nei, svona í alvöru þá væri gott ef póstþjónar klúbbsins mundu senda nýja miða á þá sem fengu miða án líms, ekki það að ég get örugglega fundið út úr því að láta hann hanga á félagsskyrteininu en mér finnst þetta bara ansnalegt.kv. vals.
25.11.2005 at 08:46 #531314Er það límið undir gamlamerkinu sem maður á að nota þ.e. kroppa gamlamerkið af án þess að taka límið með og líma síðan nýja merkið með gamla límið !! snild, svona á að spara, þetta líst mér vel á. Þakka þér fyrir þessa útskýringu Jóhannes mér hefði aldrei dottið þetta í hug. Ég mun reyna þessa aðferð í kvöld og ef það tekst ekki nota ég bara plástur það hlýtur að halda.
kv. vals.
25.11.2005 at 08:34 #533912Það er gott færi frá Þingvöllum framhjá Sandkluftarvatni, upp á Uxahryggi og niður í Lundareykjadal. Línumenn hafa verið að störfum þarna við lagningu háspennulínu til Norðuráls og hafa því haldið þessum kafla opnum en þeir eru að ljúkja störfum þarna því er óvíst um hvort færið helst svona gott mikið lengur.
Hlynur hvað ertu gamall, eða er langt síðan þú hefur fengið að tala !kv. vals.
24.11.2005 at 22:11 #531300Ég er engu nær um hvað ég á að gera við merkið sem ég fékk frá klúbbnum. Það sem mér dettur í hug er að fá mér lím og líma þetta yfir 5 merkið á félagsskyrteininu en er ekki viss. Ef þessi tilgáta er rétt hvers vegna fékk konan mín ekki svona merkið og svo hitt ef verið er að senda okkur svona í sparnaðarskyni þá þarf að fylgja með hvernig á að meðhöndla svona lagað.
Ég er búinn að bíða með að endurnýja þennan póst í von um að fleirri hafi borgað og fengið svona sendingu og einnig í von um að þeir sem senda þetta komi með einhverja útskýringu í staðin fyrir svona vitiborið koment eins og frá Ásgeirkv. vals.
24.11.2005 at 21:55 #533906Fór þessa leið í dag á Pajero 38“. Þurfti að spila mig upp þrisvar, það er töluverður snjór í veginum og lægðum sem erfitt er að krækja hjá. Það er kannski hægt að fara þetta á minna breyttum bilum en þá fleirri saman og hafa nægan tíma en ég mundi ekki mæla með því.
kv. vals.
22.11.2005 at 15:04 #533356Það er einnig mjög gott að setja allan þann þrýsting sem til er á kerfinu á púðann, fá sér brúsa með úðara og svona fingurpumpu setja í hann sápublöndu og úða á allan púðann, samskeyti, lokana og annars staða sem mögulega getur verði loftleki. Ef loftið sleppur einhvers staðar út kemur það strax í ljós því sápublandan freyðir þar sem gatið er.
Ef þetta er 800kg. loftpúði þá er vandamálið auðskilið, þú þarft öflugri púða. Ég er með 2 stk. 1.600kg. að aftan hjá mér, ef ég nota aðeins annan til að halda bílnum upp er þrýstingurinn orðin ansi hár.kv. vals.
-
AuthorReplies