Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.06.2006 at 15:16 #555022
Í minni sveit þótti það manndómur að gera gis að sjálfum sér og viðurkenna mistök sín enda gerum við þau allir svona endrum og eins. En greiðslukortið hjálpaði til að mistökin komu ekki í ljós fyrr en of seint.
kv. vals.
21.06.2006 at 13:56 #555018Fyrir hálfu öðru ári síðan ætlaði ég að setja græna olíu á bílinn minn, nánar tiltekið í janúar 2005. Það eina sem klikkaði var að það var ekki búið að finna upp grænu olíuna þá en stuturinn var vel grænn. Ég ætlaði að skjótast með frúna á Skjaldbreið en í Gjábakkahrauni kom gjörningurinn í ljós og þegar þannig er komið er ekkert annað en að aftengja drifsköftin og þiggja spottann. Það er alveg sama hvaða dísel græja það er ef reynt er að keyra á vökvanum sem kemur úr græna stuttnum þá lenda menn í vandræðum.
kv. vals.
21.06.2006 at 12:15 #555010Það er grundvallaratriði að diskarnir í sjálfskiptingunni fái stanslausa smurningu, þ.e. að sjálfskiptivökanum sé dælt stöðugt yfir diskana. Það er kannski auðveldast að útskýra það þannig að dælan er tengd vélinn og ef hún er ekki í gangi dælir dælan ekkert. Þegar sjálfskiptur bíll er dregin snýr skaptið diskunum þurrum, semsagt engin kæling og diskarnir brenna upp.
Suma bíla er leyfilegt að draga á litlum hraða eða undir 30km/h en ekki langa vegalengd í einu. Þegar ég þurfti að láta draga minn bíl skreið ég undir og aftendi drifsköptin, það er eina örugga leiðin.kv. vals.
21.06.2006 at 00:07 #554984Ekki spurning, stoppa, vera kurteysir sýna samstarfsvilja og ekki vera með múður enda geri ég ekki ráð fyrir að menn hafi eitthvað að fela. Skrif mín gengu ekki út á að sleppa eða stinga af heldur túlkun á lögunum. Lögin eru í sjálfum sér einföld þegar maður hefur kynnt sér þau og við eigum öll að fara eftir þeim, bæði borgara og þeir sem fara með lögvaldið því það er hægt að brjóta lög hvoru megin sem maður er, með valdið eða ekki með valdið.
Ég kvet að sjálfsögðu alla, jeppamenn sem aðra, að sýna vegagerðamönnum sem og lögreglu virðingu og samstarfsvilja.kv. vals.
20.06.2006 at 22:34 #554974Verði starfsmenn vegagerðarinnar varir við eitthvað misjafnt kalla þeir lögregluna til til að athuga með meinnt brot, taka skýrslu og sekta, samasem vegagerðin hefur ekki lögregluvald er aðeins lögreglu til aðstoðar og aðeins þegar lögreglan er til staðar. Ef slys verður getur lögreglan falið borgara að stýra umferð, ef um óeyrðir er að ræða og er lögreglu ofviða getur lögreglan skipað borgara sér til aðstoðar osf. Ef ég mundi neita starfsmönnum vegagerðarinnar að kíkja í tankinn verða þeir að kalla til lögreglu sér til aðstoðar. Löggjafavaldið getur ekki ennþá veitt borgara, hjálparsveitarmanni eða embættismanni lögregluvald og sent hann eins sins liðs út á mörkina til að gæta löggæslu. Í lögum, eins og fram kemur hér að ofan, hafa nokkur embætti löggæsluvald þar með taldir varðskipsmenn, tollgæslan, hreppstjórar, héraðslögreglan þegar þeir sinni því starfi, ég hef aldrei séð vegagerðina nefnda þarna. Í vetur voru umræður á alþingi um að veita vegagerðinni þetta vald en sú tillaga féll í grýttann jarðveg löggjafavaldsins og hefur ekki komið til framkvæmda.
Strákar lesa lögin og fylgjast með því sem fram fer á alþingi.kv. vals.
20.06.2006 at 18:08 #554966Ég lít á þessa umræðu um hvort Vegagerðinn hafi leyfi til að stöðva menn og káfa á þeirra eigum, ég held ekki og það hefur ekkert með hvort menn aki um á litaðri olíu eða ekki. Ég tel það aftur á móti alveg sjálfsagt að stoppa og leyfa þeim að hirða svolítið af olíunni enda ekkert að fela. Ef ég mundi nú neita þeim um að taka sýni eða neita að stopp hvað gerist þá ??, siga þeir þá lögreglunni á mann, elta þeir mann eða hvað. Hvað ef einhver er staðinn að því að vera með litaða olíu á tanknum, getur löggjafavaldið sektað viðkomandi þar sem aðili sem ekki hefur löggjafavald framkvæmdi aðgerðina. spyr sá sem eitthvað veit en ekki allt.
kv. vals.
19.06.2006 at 10:57 #554852Meira af svona.
vals.
14.06.2006 at 16:48 #554520Vegurinn upp í Skálpanes er opin öllum vegfarendum og ekki hægt að loka honum í nafni “einkavegur“. Það er bundið í lög. Ef einhver fær leifi til vegagerðar á hálendinu eða annars staðar, getur sá hinn sami ekki meinað öðrum að nota hann. Það féll dómsmál árið 2002 þar sem vegfarandi keyrði slóðann yfir Hrafntinnusker, sá hinn sama og forráðamenn Ferðafélag Íslands héldu að þeir ættu. Sá dómur féll vegfarandanum í vil þar sem þarna er slóði og þessi akstur telst ekki til utanvegaakstur.
kv. vals.
05.06.2006 at 22:49 #553934Ég var að fletta í gegnum Pajero-þræði sem ég fékk með því að fara í “leit“ þar er gríðalegt magn af upplýsingum um hvernig maður ber sig að við svona aðgerð. Ég set hérna inn tvo þræði, annar er lengsti þráður sem hefur verið í gangi á spjallsvæði 4X4 og hinn er bara fróðlegur.
https://old.f4x4.is/new/forum/?file=bila … ingar/2546
https://old.f4x4.is/new/forum/?file=bila … ingar/1556Ef þú Halli ætlar í breytingar á Pajero, (Pajeró) ráðlegg ég þér að fara í leit og hefja lestur þú getur ekki annað en grætt á því.
kv .vals.
30.05.2006 at 12:23 #553362Ég vissi það að ekki stæði á svörum frá Klakanum, ég var nefnilega ekki með það á kláru hvort grillið væri innifalið í 1.000 kallinum. Ég er alveg sammála að grillveislur gerast ekki ódýrari, þakka þér fyrir Sigurlaugur.
kv. vals.
30.05.2006 at 09:41 #553350Ég skil þetta þannig, 1.000kr. á bíl og 600 kr. á fullorðin á tjaldstæði. Ef það er einn í bíl kostar það hann 1.600 kr. ef það eru 6. í bíl, kostar það 767 kr. á mann.
Ég veit svo sem ekkert um þennan 1.000 kall, hvernig hann er til kominn en Klakinn ætti ekki að vera í vandræðum með útskýra það.kv. vals.
23.05.2006 at 15:06 #552870Nú sýnist mér menn ætla yfir lækin til að sækja vatnið. Þegar ég setti afgas- og hitamæla í bílinn minn fór ég í Samrás úti á Seltjarnanesi og fékk þar fína digitalmæla, auðvelt að lesa af þeim og einnig eru þeir mjög snöggir, það er hægt að sjá þá í myndaalmúminu mínu.
Þegar ég náði í mælana sá ég hjá honum hraðamælabreytir og þegar ég sá hvað menn eru að pæla hérna hringdi ég í kallinn og komst að því að hann hefur verið að framleiða svona kítt sem hann kallar “tru speed“ og selja erlendis í nokkur ár. Það er hægt að fá þetta á einhvern 15.000 kr. kall hjá honum. Það tekur um 10 mín. upp í eina klukkustund að koma því fyrir í bílnum, þetta eru fjórir vírar, plús, mínus og svo tveir kliptir inn á hraðamælinn.
Hann er með fullt af öðru dóti sem vel er hægt að nota til að hækka dótastuðulinn í jeppanum en ég ætla ekki fara út í hvað það er heldur lofaði ég upp í ermina á tilvonandi formanni. Ég sagði honum við vildum fá hann á mánudagsfund til að kynna okkur hvað hann hefur fram að bjóða.
Svo þegar ég spurði hann hvers vegna hann væri ekki félagi í klúbbnum sagðist hann hafa reynt nokkrum sinnum að gerast félagi á netinu en ekki tekist og væri nánast búinn að gefast upp á því. Ég er í framboði í vefnemd og til að undirbúa það starf fór ég á forsíðuna til að athuga hvernig hægt væri að gerast félagi og sá ekki neina auðvelda leið til þess. Hér þarf að taka til hendinni ef við ætlum að fjölga félögum í klúbbnum. Jæja, þar hafiði framboðsræðuna mína, við skulum sjá hvernig þetta fer í kvöld og hvort ég geti staðið við stóru orðin.kv. vals sem er í framboði.
22.05.2006 at 13:41 #553110Ég fékk umrætt fundarboð með dagsskrá og alles, þar sem bersýnilega hefur eitthvað misfarist einhversstaðar í kerfinu, væri þá ekki góð hugmynd að birta dagskrá fundarins hérna á vefnum, halda þennan fund og klára málið. Það má kjósa um fyrirkomulag fundaboðsins, hvort sem það verður e-mail, Setrið, póstsending eða bara hérna á vefnum eða blanda af þessu öllusamann.
Það er ómögulegt að aflýsa fundi aftur, ég trúi ekki að neinn nenni að standa í svoleiðins.Sjáumst á Aðalfundi annað kvöld.
kv. vals.
22.05.2006 at 12:05 #553062Með skemmtilegri dögum, ferðin og undirbúningurinn í toppi, þakka kærlega fyrir mig.
Er einhver sem á addressuna á heimasíðu Einstakra barna, ef svo er þá væri gaman að fá hana.
kv. vals.
11.05.2006 at 08:41 #197944Ég þarf að fá mér dekk í haust og þá er úr vöndu að ráða. Ég hef reynt að fylgjast með nýju AT-dekkjunum en finnst þögnin svolítið undarleg hérna á vefnum, ég hélt að þeir sem væru á þessum dekkjum væru sí blaðrandi um ágæti þeirra en öðru nær, maður heyrir allskyns sögur um hávaða, víraslit, komi maður á svona dekkjum og kvarti er umsvifalaust skipt um og nýtt sett í staðinn, drifgeta ekki eins og vonir stóðu til, þau slitni með undraverðum hraða og svo framvegis.
Ég veit ekki hvort þetta eru sögusagnir eða öfund og vona að svo sé því miklar vonir eru bundnar við þessi dekk.
Ég vil byrja hérna þráð þar sem eigendur þessara dekkja og jafnveld þeir sem selja þau geri líðnum ljóst hvað sé hæft í þessu eða að þessar sögur séu bara bull og vitleysa og aldrei í sögunni hafi komið betri dekk á markaðinn.
kv. vals.
11.05.2006 at 08:21 #550978Hva, afhverju ertu ekki félagi, ég hef fengið félagsgjaldið margfalt til baka í formi afslátta t.d. hjá bílanaust þar sem menn kunna að verðleggja.
En þessi þráður er ekki um félagaveiðar heldur ferðina hans Davíðs en ég bíð spenntur eftir að heyra hvert skal halda og hvaða veður hann hafi pantað.kv. vals.
10.05.2006 at 10:39 #552274Það sem ég hef heyrt er þessi dekk eru góð að öll leiti nema því að ekki er hægt að hleypa úr þeim og því eru þau ónothæf við akstur á snjó.
kv. vals.
23.04.2006 at 13:26 #197831Nú er hafið hlaup í Skaftá, úr báðum Skaftárkötlumnum að áliti sérfræðinga þar sem hlaupið er mikið. Er einhver sem á GPS-punktana af kötlunum því það verður áreiðanlega sig og gott að vita hvar þeir eru. Við erum að fara þarna um á næstu helgi og því örugara að vita nákvæmlega hver þeir eru.
kv. vals.
30.03.2006 at 16:48 #547888Ekki ætla ég að taka afstöðu til hvort stóru bílarnir eigi að borga sama og minni bílarnir en það verður að skoða þetta í samhengi. Þessir stóra fordar eru skilgreindir sem vörubílar í lögum og/eða reglugerðum, innflutningsgjöld eru lægri og þar fram eftir götum, það má ekki leggja þeim í íbúðargötur heldur á sér merkt vörubílastæði. Það er spurningin um hvort eigendur, núverandi og tilvonandi, verði ekki að gera sér grein fyrir þessum hömlum. Svo má einnig spyrja sig að því "er réttlætanlegt að bifreiðaeigendur sem borga lægri gjöld njóti sömu fríðinda og þeir sem borga hærri gjöld".
En eins og ég segi, tek ég ekki afstöðu til þessara hluta heldur velti hér upp spurningu, en vona samt sem áður að gjöld á þessum stóru bílum verði lækkuð sem og á öðrum bílum.kv. vals.
Es. þegar ég segi bíla á ég að sjálfsöðu við jeppa.
30.03.2006 at 15:52 #547808Ég hef farið með kolrangan vinkil inn í þetta dæmi, ég átti að sjálfsögðu að senda félagana á þetta námskeið því ef ég slasast kemur þessi kunnátta mér að engu gagni.
k. vals.
-
AuthorReplies