Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.09.2006 at 20:40 #559602
Smá forvitni, varst þú Þorgeir eitthvað viðriðinn boðið í gráa Pajeroinn í Vöku á laugardag.
kv. vals.
03.09.2006 at 20:30 #559270Hálendi suðurlands hentar vel til dagstúra t.d.:
Dómadalur
Mógilshöfði
Hrafntinnusker
Suðurfyrir Laufafell
Álftavatn
Hvanngil
Emstrar
Markarfljóstgljúfur
Til baka
Niður Öldufellsleið
ÞakgilÞetta er mjög stíf dagleið og eins gott að menn nenni að sitja í bíl en ég segi stundum við þessa erlendu gesti “þið getið hvílt ykkur heim“.
Önnur styttri:
Tindfjallahringur
Upp hjá Gunnarsholti
Langvíuhraun
Hungurfit
Krókur
Markarfljótsgljúfur
Flótshlíð
Og kominn heim fyrir kvölmatÞetta eru tvær mis langar leiðir en það er hægt að fara fyrri ferðina frá markarfljótsgljúfri niður í fljótshlíð eða sleppa gljúfrinu og fara beint austur í Öldufell.
Þegar ég hef skipulagt ferðir fyrir þá sem ekkert hafa farið um Ísland þá fer ég þessar leiðir.
þú þarft ekkert GPS, lestu bara kortin.
kv. vals.
03.09.2006 at 10:18 #559142Gísli, hér er verið að kenna mönnum að rata og þeim sem kemur það á óvart að S er ekki beint í suður hafa mikla þörf fyrir svona námskeið. Að geta keyrt eftir GPS er ekki að kunna að rata heldur kunnátta í notkun á tölvum og ef tölva hrinur og ekki sést til fjalla eru tölvunördar stopp og eiga að halda sig í bílnum þangað til hjápasveitinn kemur og bjargar þeim.
Áttavitinn bilar aldrei og svona til froðleiks og gamans þá var áttaviti uppgötvaður í Kina. Þar lendir menn höfðu áttað sig á að steinflísar, langar og mjóar leituðu alltaf í sömu átt þannig að ferðamenn höfðu með sér þessar steinflísar, tóku laufblað og lögðu í kyrra tjörn og steinflísina á það og biðu í smá stund. þegar steinflísin hafði snúið laufblaðinu vissu þeir hvert skildi stefna.
Ég læt námskeiðhöldurum um að kenna mönnum/konur um misvísun, hver hún er, hvar segulpollin er núna og hvernig hann hreifist.kv. vals.
01.09.2006 at 16:04 #558974Þessi umræða er góð að mörgu leiti en oft kemur fram misskilningur á starfi og hlutverki klúbbsins. Ég skellti inn umræða um fræðslu (ekki námskeið) reyndra jeppamanna í nýliðaferðunum sjálfum því ég haf ekki heyrt að það hafi sérstaklega verið gert. Upptalning Bærings hér fyrir ofan er flott og ég er bara ánægður með kallinn en alltaf koma fram þeir sem misskilja hlutverk meðlima klúbbsins.
Ferðaklúbburinn 4X4 samanstendur af áhugamönnum um ferðalög er var stofnaður af mönnum sem höfðu gaman af að ferðast saman og þó sérstaklega á breyttum bílum, það þiggur engin laun fyrir framlag sitt í þágu meðlima klúbbsins heldur er þetta allt unnið í sjálfboðavinnu. Þeir sem hafa lagt á sig umtalsverða vinnu við að skipuleggja ferðir á vegum klúbbsins hafa fengið að gista í frítt í þeirri ferð sem smá umbun fyrir framlag sitt. Það geta allir skipulagt ferðir, hvort sem það er á vegum klúbbsins eða ekki og oftar en ekki hljómar það í mín eyru sem “ ég ætla í ferð, langar einhverjum að koma með“, því er ekki hægt að staurreka viðkomandi eða forráðamenn klúbbsins ef ferðafélagar hafa annað álit á ferðatilhögun. Þetta er nú einu sinni þannig að ég eða aðrir vitum ekki alltaf af fallegum stöðum eða erum búnir að skoða þá svo oft að okkur langar ekki til að skoða þá aftur.
Ég er alveg viss um að ef fram koma tillögur um minniháttar frávik frá ferðaáætlun þá taka þeir sem skipuleggja viðkomandi ferð því vel og reyna að bregðast við því eftir bestu getu, stundum er það hægt en stundum ekki. Það má bara ekki vera þannig að þeir sem taka þátt í ferð sem félagsmaður/menn/konur hafa skipulagt hellir sér yfir þau að ferð lokinni, heldur ræði ferðatilhögun fyrir ferð eða meðan á ferðinni stendur. Það getur verð mannskemmandi að þegar maður hefur gert allt eftir bestu getu til að gera ferð eins skemmtilega og frekast eru unnt koma aðilar og slátra þeirri góðu tilfinningu sem maður hefur eftir svona ferð.
En eins og ég sagði þá er öllum frjálst að skipuleggja ferð á vegum klúbbsins svo framalega sem öllum reglum og samþykktum klúbbsins er fullnægt því hvet ég þá sem óánægðastir eru til að sýna hvað í þeim býr og slá undir eina ferð hvort sem hún er áætluð af klúbbnum eða eitthvað sem viðkomandi dettur í hug.Lifið heil og sátt og verum ánægð með að einhver nennir að taka svona ósérhlífið starf að sér.
Kv. vals.
31.08.2006 at 08:21 #559018Það er gróf síja í tanknum og svo bara þessi hefðbundna. Fæðidælan er í sjálfu olíuverkinu. það sem ég held að hafi gerst hjá þér er að eitthvað sé úr lagi í olíuverkinu, það er í raun mjög flókið. Þrýstingskúrfa er mjög mismunandi eftir- snúningshraða, túrbínuþrýstingi, inngjöf ofl. og þessu verður ekki komið í lag nema í bekk eins og Framtak hefur. Bensíndraugurinn komst í verkið mitt og veitti mér ótrúlegan verk, þó aðalega veskisverk. Ólíuverkið var sett í bekkinn og kom þá í ljós að þrýstingurinn var fallinn á núning milli 1.800 og 2.900, það lýsti sér þannig hjá mér að fyrst rauk hann af stað og svo bara dó á honum. Svo niðurstaðan er “úr með verkið og á eitthvað viðurkennt verkstæði“
kv. vals.
30.08.2006 at 16:20 #558924Rétt Ofsi, fullt af fínum námskeiðum hafa verið haldin en það sem ég átti við var einhverskonar námskeið í nýliðaferðum !. Eins og tildæmis að fara yfir krokamál á þeim bílum sem eru í ferðinni, ég hef of oft lent í vandræðum með að finna traustann stað til að hengja spottan í í þann bíl sem ætlar að togast á við minn. Ég er tildæmis með fjóra trausta festipunkta að aftan og þrjá að framann svo eitthvað sé nefnt. Í ferð síðastliðin vetur heyrðist oft í talstöðinni “hver er með krokinn í spilfestinguna“.
Þetta er svona tilleg í hugmyndabankan
kv. vals.
30.08.2006 at 13:26 #558914Þegar maður heyrir orðið “Nýliðaferð“ þá sér maður fyrir sér að vanir jeppamenn séu að fræða nýliðana um hinar ýmsu hættur, hvernig hægt er að redda bilnunum, koma dekki á felgu, kenna spottadrátt o.s.f. Ég hef aldrei farið í svona ferð og ekki vona á að ég fari sem nýliði í svona ferð, en ég hef aldrei séð dagskrá yfir þessar ferðir nema: keyrt þangað, sofið þarna og farið heim á þessum tíma. Það væri gaman að því að heyra í forráðamönnum þessara ferða hvernig þessum málum er fyrirkomið. T.d. hvað var kennt annað en að opna bauk og standann flatann.
Bara svona tillaga kv. vals.
23.08.2006 at 16:53 #558498Ég mundu byrja á Íhlutum Skipholti 7, frekar ódýrt og alveg ótrúlegust hlutir í hillunum.
kv. vals.
23.08.2006 at 16:48 #558510Ég sá myndir og lesningu af svipuðum tækjum, þó heldur stærri. Þetta voru bílar sem voru með stórar blöðrur í stað dekkja en þetta var hluti af tilrauna akstri á Suðurskautið. Málið var að þessi tæki drifu ekki rasg…. og eftir eina vindasama nótt voru leiðangursmenn í mestu vandræðum með að finna faratækinn þar sem þau skautuðu undan vindi eitthvað út í buskan.
Ef ég man rétt þá var umræða hérna á vefnum um þetta uppátæki.
kv. vals.
16.08.2006 at 11:49 #198379Hversu magir ykkar hafa farið inn í íshellanaa í Hrafntinnuskeri. Ljótar fréttir um banaslys þegar hrun varð úr veggjum íshellana og maður lét lífið, sjá frétt á mbl.is
Með samúðarkveðju Valur.
13.07.2006 at 19:12 #198247Er staddur í Danmørk og var ad skoda bensín- og olíuverd. 1 DK króna er um 13 Ísl. krónur, en verdid er:
Bensín 10,3 DK = 134 Ísl. líterinn
Dísel 8,4 DK = 109 Ísl. líterinn
Bensínid hefur hækkad tiluvert sídan ég var hérna sídast en kannski er munurinn á bensíni og dísel eins og hann á ad vera á Íslandi.
.
Kvedja frá bændaveldi, vals.
06.07.2006 at 08:26 #555806Það endar stundum á gastækjunum en þá er líka spindilkúlan ónýt.
kv. vals.
30.06.2006 at 15:49 #555246Arkimedes lögmálið:
Hlutur sem sökt er í vökva léttist um það rúmtak sem hann ryður frá sér.
Þetta uppgötvaði kallinn í baði fyrir um tvö þúsund árum síðan, geri aðrir betur.
.
kv. vals.
29.06.2006 at 20:04 #555396Ég vona svo sannarlega að svona kokhreysti komi ykkur ekki um koll. Áður en júli 2005 var liðin voru á anna tug véla farnar, ónýtar, margir bílar stórskemmdir ásamt allskonar vitleysu sem því fylgir, bara í þeim mánuði. Í mínum hóp fór 8 sylindar Ford 250 vél í köku, 1.100.000 kr. láku niður Steinholtsánna og eflaust er enn verið að borga brusann. Þeir sem stunda Þórsmörk og fylgjast með vita að vatnsföll eru ekkert til að leika sér að og virðing þeim til handa bera allir gæfusamir ferðalangar. Þeir sem tala- svo tali nú ekki um sem haga sér eins og ofan kemur fram lenda fyrr en seinna í stór vandræðum
.
kv. vals.
29.06.2006 at 14:18 #555388Taktu vöðlurnar með og álkarlinn og vaddu ánna, ef þú kemst yfir þá kemstu 38“ yfir.
.
kv. vals.
29.06.2006 at 08:23 #555476Ég varð vitni að vítaverðum akstri aðila sem var á bíl merktum Hróahetti, ég hrindi umsvifalaust í fyrirtækið og fékk þar samband við yfirmanninn á staðnum. þegar ég sagði honum frá þessari uppákomu varð hann mjög miður sín (alveg brjálaður í símann en ekki út í mig). Hann þakkaði mér alveg kærlega fyrir að hafa látið sig vita og lofaði mér því að viðkomandi aðili ætti ekki sæla tíma framundann.
.
kv. vals.
28.06.2006 at 13:55 #555240Samkvæmt útreikningum sem við vorum að leika okkar að fyrir svolítið síðan þá er uppdreiftin á einu 38“ Mudder sem fer á kaf í vatn um 200kg. sem þýðir að þegar fjögur dekk, 38“ mudder fara á kaf í vatn léttist bíllinn um 800kg. (Arkimedes lögmálið), við það bætast hásingar og annað drasl sem fer á kaf þegar ekið er í vatni.
.
kv. vals.
26.06.2006 at 15:34 #555216Ég hef unnið við nokkra nýja bíla sem voru ný ryðvarðir og 25.000 kall fyrir þá vinnu mundi ég aldrei borga. Til að ryðvörn sé einhvers virði þarf að taka hurðarspjöld af, hlífðarspjöld innan úr brettum, færa til búnað, losa niður pústhlíf og ekki síst af öllu að hreinsa sand, óhreinindi og lausa málningu osf. Án þessara aðgerða er ryðvörn einskins virði og ég hef ekki ennþá séð bíl sem svona hefur verið staðið að verki nema þá sem komið hafa úr mínum skúr eða maður hefur heyrt af svona annað slægið.
það sem þarf að gera áður en bílnum að ekið inn á ryðvarnarverkstæði er að fara yfir hvernig verkið er unnið, annars er þessu bara fuðrað einhverveginn á bílinn.
Síðasti bíllinn sem ég setti á götuna var aðallega ryðvarinn á plasthlífina innan í brettinu og er ég því nokkuð viss um að hún ryðgar ekki.kv. vals.
26.06.2006 at 15:17 #55520825.06.2006 at 23:26 #555204Firestone púðarnir sem ég er með í bílnum hafa vinnulengd allt að 19 cm. og 3.240 lbs. burðargetu við 100 psi. hvor. Númerið á þeim er 1T14C-7. Þrýstingurinn sem er í púðunum er um 40-45 psi sem er sá þrýstingur sem þar til að halda uppi 1.200 kg.
kv. vals.
-
AuthorReplies