Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.04.2008 at 23:36 #621692
Ekki dettur mér í hug að gagnrýna þær stöllurnar á neinn hátt enda eiga þær mitt atkvæði. Hitt er annað mál að hver svo sem er höfundurinn að þessari tillögu, hvort sem það eru þær eða einhver með hangikjöt, bætir það ekkert tillöguna. Ég er jafn mikið á móti því að smyrja afganginum af ritnefndinni á tölvunördana sem eiga að sitja í vefnefnd. Nafnorðið tölvunördar er hér ekki notað í neinni neikvæðri merkingu, byggist bara á reynslu minni í vefnefnd síðustu tvö ár. Í vefnefnd eiga að sitja aðilar með þekkingu á tölvuforritun, heimasíðugerð og svoleiðins tækni “þeir/þau eiga ekki að sitja við skriftir um málefni klúbbsins“.
Þetta er bara mitt álit og er mér alveg slétt sama um álit annara á því áliti.
–
kv. vals.
30.04.2008 at 17:52 #621686Nú liggur fyrir tillaga að niðurlagningu ritnefndar og hlutverki hennar verði varpað á tölvunörda. Nýja nefndin á að heita eitthvað sem ég man ekki en hlutverk hennar er að sinna öllu sem vefnefnd hefur verið að sinna auk þess að gefa úr rit ferðaklúbbsins. Mikil ágjöf hefur verið á vefnefnd á þessu kjörtímabili auk þess að vera að vinna við nýtt vefumsjónarkerfi sem er virkilega að fara af stað núna. Í mínum huga sé ég ekki að tölvunördar fari að setjast við skriftir og betla auglýsingar með allri þeirri vinnu sem fyrir liggur. Það sem fyrirliggur er nýtt vefumsjónarkerfi, halda upp reglu á spjallsvæði, loka á mann og opna á annann, veita aðgang, ávíta menn sem eru í bisnis og svona mætti lengi telja. Ef ætlunin með þessari tillögu er að losna við ritnefnd þá á bara að segja það. Þessi tillaga er svo “farát“ að ég kýs að hún verði feld.
–
kv. vals.
17.04.2008 at 11:25 #620338Það þarf einnig að huga að ísetningu, ef þörf er á aðstoð við ísetningu gerir Breytir bæði, selur og setur í en Benni selur bara (að ég held) ef svo er þarf að finna einhvern til að setja þetta saman. Ljónstaðabræður selja og setja í. Ég mundi einnig kynna mér uppbyggingu á lásnum, hvernig hann virkar upp á endingu og svoleiðis.
Þannig að það verður að hugsa dæmið til enda.
kv. vals.
16.04.2008 at 16:30 #619842Ég vil bara lýsa yfir undrun minni á skrifum sumra hérna og þá sérstaklega vantraust yfirlýsingum á Barböru og Eyþór. Ég hef ekki séð að þau hafi staðið sig illa, heldur tek ég ofan fyrir þeim að standa af sér þessa orrahríð sem dunið hefur á þeim og þá sérstaklega Barböru. Þau yfirgáfu ekki skútuna þrátt fyrir öll skerin sem skútan varð að brölta yfir. Þau voru kosin til tveggja ára og hvet ég þau til klára skipunartímann. Það getur verið að nýr formaður hafi aðra skoðun en þá er það hans að lesa úr þeim málum en ekki einstakra félagsmanna.
Munið að þau voru kosin í lýðræðislegri kosningu og þeirra kjör kemur ekki fyrir aðalfund fyrr en eftir rúmt ár og þá geta spekingar mætt og neitt atkvæðisrétt sinn, en látið vera (ég ætlaði að skrifa þessar árásir en ákvað að skrifa) þessi persónulegu komment hérna.Kv. vals.
08.04.2008 at 13:39 #619924Munurinn á þessu prófílum liggur aðallega í því að mótastaðan er minnst í miðja flæðisins og eykst eftir því sem fjær dregur miðjunni, þannig að í hornum fírkants verður mesta mótstaðan og því minnsti flutningurinn á lofti, sem segir að flatamálið má vera minna í sívölum prófíl en ferköntuðum.
En það eru aðrir þættir sem ráða því að notuð eru rör í staðin fyrir fírkant prófill annað en kassalaga hljóð eða loftmótsstaða. Það þarf minna efni í prófílinn samkvæmt áður lýstri theory og einnig að rör er mun sveigjanlegra en fírkant vegna byggingalags sem gerir það að betra Pústuröri.
kv. vals.
08.04.2008 at 11:44 #619962Ef þú ætlar að skipta um legur í hásingu verður þú að stilla piníon og krans saman aftur, einnig að skoða það vel hvort Skaði hafi komið í heimsókn. Þetta er ekki gert undir bílnum að neinu viti. Þannig að niðurstaða er: rífðu draslið undir keyptu legur og lás og kláraðu dæmið.
kv. vals.
04.04.2008 at 15:28 #619144Sammála þar síðasta ræðumanni. Í viðtali við strákana í hádeginu sögðu þeir að þarna væru menn í sínu nafni að mótmæla en ekki á vegum 4X4 klúbbsins, þrátt fyrir tuðaði fréttamaðurinn á að þarna væru félagar í ferðaklúbbi 4X4. Hér í vinnunni segja þeir sem ekki eiga jeppi að við getum bara fengið okkur annað sport eins og hestamennsku eða eitthvað álíka í staðinn fyrir að vera á þessum heimskautaísbræðurum.
En ég held að við getum samt sem áður leyft okkur að kvarta þó það sé ekki nema vegna þess að það er orðið ódýrara að skreppa til London en á Grímsfjall.
kv.vals.
30.03.2008 at 15:18 #618848Ái !
30.03.2008 at 15:18 #618846Á !
26.03.2008 at 16:27 #618526Aspelund verður nú að skýra þetta betur, nema hann sé að fíflast í okkur !!!
kv. vals.
18.03.2008 at 23:12 #617458Ég var viss um að þessi ferð mundi fyllast strax því ferðin í fyrra var mjög vel heppnuð og við konan værum búin að skrá okkur ef ég væri ekki milli gíra eins og er.
Stef gerir því í skóna að stór hluti þátttakenda úr síðustu ferð væru ekki pör lengur, ég veit um eitt par eins og er, sem ekki er par lengur og kannski að Danni misti dúkkuna sem nú fýkur um Heiðar og úr Danna greipum.
kv. vals.
11.03.2008 at 18:52 #616514Ég held þið séu farnir að súrsa berin. Ef hætta er á að þessi búnaður fari að gefa sig þá verður að gera aðrar raðstafanir, moka, spila eða eitthvað álíka. Allavega að skoða festinguna sem dráttaraugað er fest í, svo ég tali ekki um öryggistaug eða farg á dráttartogið.
Mér finnst menn orðnir svolítið hysteriskir í staðinn fyrir að fanga þessu framtaki í tilraun við að lífga upp á vefinn. Seljendur af alskonar dóti eða mat hafa styrkt klúbbinn með ýmsum hætti, gegn því að við mynnumst þeirra í orði eða riti. Vefnefndin leitaði eftir seljenda af jeppadóti til að taka þátt í þessu happadrætti gegn því að við segðu frá gefanda happdrættisvinningsins. Ég skil ekki hvað er svona flókið í þessu og því síður það að ritara fari að líkja þessu við kaupfélagsstarsemi hérna á spjallinu.
kv. vals.
07.03.2008 at 11:49 #615878Ég vil nú byrja á að þakka Snorra fyrir greinagóða lýsingu á þessari uppákomu, ég skil að Stóri Bjór skuli vera reiður en bið samt um að menn sýni stillingu í skrifum sínum hérna á vefnum. Það eru skýringar á flestu og tvær hliðar á öllum málum. Ég ætla samt sem áður ekki að taka afstöðu í þessu máli en sýnir að við verðum að undirbúa svona ferðir vel, hafa pappíra og lykla með í för.
Hvað uppákomu Tómasar varðar þá er það ofur einfalt, þeir sem höfðu komið sér fyrir fara út, þeir sem hafa pantað fara inn og svo má athuga með pláss.
Ég átti pantaðan skálann í Sveinstindum eitt haustið og var með hóp sem fyllti skálann. Þegar við komum að skálanum var hópur búinn að koma sér fyrir. Með réttu augnaráði og hljóm í röddinni ásamt þumlinum tók þessi hópur saman föggur sínar og yfirgaf staðinn, ég vona að þau hafi fengið inn einhversstaðar.
Þetta er ofur einfalt, þeir sem undirbúa sig og panta ganga fyrir. Þeir sem fara í von og óvon verða að kyngja því ef óvon verður upp á, það er ekkert um að semja.
kv. vals.
06.03.2008 at 10:21 #616642Allt hefur sína kosti. Ég er búin að vera með 6.000 punda spil í fjögur ár og notað það ca. 200 sinnum en sett í blökk svona 5 sinnum. Ég er á 2.2 tonna jeppi eins og þú. Kostirnir við svona lítið spil er að það er miklu hraðvirkara en sterku spilin, ef ég vil sterkara spil þá eru sett lægri hlutföll í gírinn og sverari vír/dinex. Einnig er það mjög handhægt, einnar handa ásetning.
Flestar festur er léttar og oft þarf ekki nema aðeins að taki í en ef festan er veruleg þá nota ég blökk. Oftast eða alltaf er betra að nota spil, þá fær maður mýkra tog og jeppinn kemst fyrr uppá hjarnið.
En eins og alltaf þá hafa þessi tól, hver svosem þau eru, sína galla og kosti en mesti kostur litla spila er hraðinn en ókosturinn að þau eru lítil.
kv. vals.
28.02.2008 at 10:53 #615102Það sem ég á við er að menn eru svo heitir í afstöðu sinni, ekki það að ég vilji að við hættum að ræða málin alltaf gaman að því. Ég mundi miklu frekar vilja heyra “samband náðist á þessum stað“ og “heyrði í Tóta þegar hann var, og ég var“ og “ júhú, bara snillingar“ og svona umræður. Það er alltaf skemmtilegra að byggja upp en mun auðveldara að rífa niður.
kv. vals.
28.02.2008 at 10:07 #615096Þessi umræða er í margt skemmtileg, leiðinleg en þó að mestu leiti stórundarleg. Hér skiptast menn í tvo flokka, þeir sem eiga Tetra stöð og þeir sem ekki eiga.
Þeir sem eiga mæra þær í alla staði sem þvílíkar framfarir í fjarskiptatækni þær eru, bara snilld og möguleikarnir ótrúlegir.
Og svo hinir sem ekki eiga, bandbreiddin er bull, fáir geta tala, gengur af VHF dauðu, vinur minn heyrði að !, MHz þetta og kHz hitt, skrifað í þannig stíl að engin venjulegur maður/konur skilja.
Hvað gerðist þegar VHF-ið kom á markaðinn: VHF-ið gengur af CB-stöðinni dauðri, hún verður verðlaus og við töpum stórfé. Hvað gerðist, CB-stöðin er dauð, bara vegna þess að VHF-ið er miklu betra. Ef Tetra gengur af VHF-inu dauðu þá er það bara gott, því það erum við sem veljum það besta sem er í boði í það og það skiptið. Ef Tetra nær ekki framgangi hér á landi þá er það vegna þess að sú tækni er ekki eins góða og VHF.
Mikið vildi ég að þið hættuð þessu bulli og leifðuð “evolution“ að halda áfram því það erum við sem dæmum lifandi eða dauða þeirra tækni sem kemur, þrátt fyrir að ritarar finnist/haldi hitt eða þetta.
Kv. vals.
22.02.2008 at 21:10 #614868Árið 425 eftir Krist ákveð konungur, sem hét Akameno að mig minnir, að kristna þjóð sína. Auðveldasta leiðinn var að breyta ríkjandi hátíð þjóðar sinnar, sólhátíðinni í Kristna hátíð. Sólhátíðinn var reyndar þremur dögum eftir sólstöður. Kannski voru sólstöður 25 des. fyrir tæðum 1.600 hver veit. Þetta er ástæðan fyrir því að við höldum upp á fæðingardag frelsarans á þessum degi en hefur ekkert með það að gera hvenær kallinn kom í heiminn.
En Páskarnir eru eftir !!
kv. vals
22.02.2008 at 15:58 #614856Til frekari fróðleiks til undirbúnings björkvölds, þá er neysla methanóls og bútanóls hættuleg mönum en engan skildi örvænta þó menn stundi áfengisgerð heimavið. Því nefndar alkahol tegundir er ekki hægt að framleiða við heimabrugg, aðeins á tilraunastofum eða við flokin framleiðsluferli. Svo við getum drukkið úr rauðvíndallinum undir ofninum í geymslunni óhrædd.
–
Til að fullnægja spurningaþyrstum einstaklingum (mhn) þá er hér ein sem björfullir instaklingar geta rætt á björkvöldi.
–
Afhverju eru Páskarnir svona snemma í ár 22. mars, en voru um miðja apríl í fyrra ?.
kv. vals.
19.02.2008 at 08:50 #614502Mér þykir leitt ef þú tekur það þannig að ég hafi verið að kalla þig bullara Þorvaldur, það var ekki meiningin heldur tók ég bara svona til orða. En eftir að hafa séð kassann sem þú verst að ræða um þá erum við að bulla um gjör ólíka kassa. Þeir sem ég þekki er settir saman á flangs og ekkert tiltökumál að skeyta milligír á milli.
kv. vals.
18.02.2008 at 14:13 #614486Þetta er bull að ekki sé hægt að setja milligír í Pajero. Það er tölverður fjöldi af þessum jeppum komnir með milligír, bæði eldri týpum og nýrri. Best er að tala við Jeppaþjónustuna Breytir, þeir leysa málið.
kv. vals.
-
AuthorReplies