Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.06.2008 at 21:06 #624946
Olíufélögin dans öll í kringum sömu krónutöluna, sá sem bíður lægst er leiðandi á markaðnum. Þegar ég bjó í Danmörk fyrri 14-19 árum var bensínið 30-40% dýrar á íslandi en danmörk. Núna hefur þetta snúið við því í dag kostar benzin í danmörk 186,40 ísl. kr/lítri en 174,4 kr/lítri hjá Atlantsoliu.
Að myrða kindiberann hefur aldrei gefið góða raun og verður okkur ekki til framdráttur.
kv. vals.
25.06.2008 at 20:36 #624806Ég googlaði á netinu og fann vitið en það hafði hreiðrað um sig vírus í því og hafði greinilega verið þar lengi, einskinvirði svo ég henti því. Restin hefur aldrei verið til staðar.
kv. vals.
25.06.2008 at 14:23 #624884Benni þú misskilur eitthvað, ég er í alveg ferlega góðu skapi enda farinn að lesa spjallið aftur og hef í flestum tilfellum gaman af skrifum þínum. Síðasti póstur átti að vera í léttum dúr enda las ég hann yfir tvisvar, en ég skildi ekki þetta með ‘nefið, mandóm og tóm orð. En hafði samt gaman af því.
kv. vals.
25.06.2008 at 13:43 #624880Strangt til tekið er bannað að fara með dekkin yfir hvítulínuna á ljósum þegar rautt logar en löggjafinn fettir ekki fingur út í það, einhversstaðar verður að vera slaki sérstaklega þegar engin skaðast.
Vefnefnd hefur notað svona slaka þegar að margra mati hefur átt að loka á tvíræð skrif sumra.
kv. vals.
25.06.2008 at 13:05 #624876Auglýsingar, spjall eða annað sem men geta sett fram á opinberum vettvangi.
.
Í 9. grein laga b. liður segir um skyldur Vefnefndar: Daglegur rekstur og ritstjórn síðunnar.
Þetta er súr biti að kyngja en einhver verður að japla á honum. Oft vaknar spurning um ‘á að loka eða ekki’. Það er nú einu sinni þangið að margir vefir sem hafa haft opið spjall hafa verið lokað vegna þess að spjallverjar hafa ekki getað stillt sig í ritsmíði sinni og með þessari ritstjórn er ætlað að koma í veg fyrir að eins fari fyrir okkar síðu.
En þá kemur spurningin ‘hvenær á að loka og hvenær ekki’. Á svona síðu er hægt að setja allan andskotann eins og auglýsing á stolnum varningi, landabruggi eða ærumeiðandi ummæli (ekki er verið að gefa neitt í skin varðandi auglýsinguna sem setti þennan þráð af stað). Einnig er hægt að auglýsa felgubolta, dekk eða lofa náungann. En þarna á milli er einhverstaðar rauð lína og er vefnefndaraðilar kostanir til að ákveða hvoru megin ummæli eða auglýsingar lenda. Þegar ummæli á spjallþræði hafa lent á línunni og menn eiga erfitt með að meta hvoru megin þau liggja eru þau sett í innanfélagsmál, lokaðan spjallþráð félagsmanna 4X4.
Það er gott heilræði sem Snorri kom með en það er að lesa póstinn yfir áður en hann er sendur og ef menn eru reiðir lesa hann að mistakosti þrisvar. En ég er ekki sammála að Úlfurinn skrifi undir dulnefni því að með því að klikka á dulnefnið fást allar upplýsingar um hann.
Undirritaður var í vefnefnd á síðasta kjörtímabili og kynntist því starfinu ágætlega. Á því tímabili fengum við fyrirspurnir frá aðilum sem vissu ekki hvoru megin þeir voru við rauðulínuna. Í flestum tilfellum fengu þeir brautargengi, sumir breytingatillögu og aðrir neitun. Þeir sem hafa orðið fyrir því að lokað hefur verið á auglýsingu þeirra ættu að senda fyrirspurn á vefnefnd, jafnvel með brettri auglýsingu og fá þeirra sjónamið.
.
Það virðist alltaf koma fram undirbeltis áróður þegar svona umræða fer í gang s.b. bjórkvölds auglýsingar klúbbsins. Þeir sem hafa tök á því ættu aðeins að nota kollinn.
Það er löng hefð fyrir því að félagsskapur sem stofnar til samsætis kaupi veigar og selji svo aftur á kostnaðar verði, með því er hægt að hafa stjórn á því sem er neitt í slíkum samkvæmum. Einnig er engin virðisauki af slíkri sölu þess vegna engin skattur. Löggjafinn hefur ekki fett fingur út í þetta fyrirkomulag enda eru þetta lokuð samkvæmi fyrir félagsmenn og í raun verið að vinna með þeirra fjármuni.
Þegar við félagarnir förum í lengri eða skemmri ferðir tekur oftast einhver að sér að kaupa inn, sjá um skálagjöld og svo framvegis og svo gera félagar upp þann kostnað sem af þessum ferðum hlýst. Þetta á einnig við um þorrablót klúbbsins eins og aðrar uppákomur. Hvenær er þetta ólöglegt og hvenær telst þetta hluti af lífsgæðum sem við Íslendingar teljum okkur búa við.
I upphafi skal endirinn skoðaður.Kv. vals.
20.06.2008 at 21:36 #624702Það er kannski rétt hjá þér að þetta sé ekki réttin vetvangurinn fyrir svona fyrirspurn en prufum.
Þegar ég setti rafkerfið í Pajero-inn minn (ekki aukarafkerfi) þá fékk ég ekki rafmagn á hina ýmsu tæki eins og lúgu, útvarp, rúður og annað í þeim dúr. Eftir mikið maus eins og að ríf öryggjaboxið í tætlur, teikna það upp, fara eftir leiðslum, athuga relay og fleira sem ég man ekki eftir kom í ljós að í öryggjaboxinu fram í húddi er rofi sem tekur út allt neyslurafmagn. þ.e. með einum rofa er hægt að taka út allt neyslurafmagn, hægt er að setja hann í gang aðaljós virka stefnuljós og svoleiðis en inniljós, útvarp og svoleiðis er úti.
Ég veit svo sem ekki hvort eitthvað í lýsingu við þetta er að há þínum bíl en ef það hjálpar þá er tilgangnum náð.
kv. vals.
09.06.2008 at 13:37 #624228Svona við fyrstu sýn þá gæti það verið töluvert mál að breyta þessu en aftur hásingin í Pajero er þræl sterk og er með öllu sama, diskum, skálum og loftlás. Því að fara yfir lækinn til að …….
kv. vals.
03.06.2008 at 12:20 #623896Það er rétt sem Benni benda á að heildarmyndin er aldrei skoðuð. Það er bara farið þangað sem einhverja peninga er að hafa. Nokkur atriði eru aldrei nefnd þegar talað er um mengun í heiminum:
.
-Millilandaflug, aldrei hefur verið ódýrara að ferðast milli landa eins og nú.
-Skipaflotinn mengar meira en allur bílafloti landsmanna.
-Tvinnbílar, skipta þarf um rafgeyma á fimm ára fresti, meðalkostnaður 500.000kr. þessa rafgeyma þarf að framleiða og farga.
-Vísindaleg staðreynd, meðalhitinn í heiminum hefur lækkað síðastliðin 10 ár en stóð í stað milli 2002 og 2003.
-Steinholtjökull, Gígjökull í Þorsmörk og Sólheimajökull voru ekki til á áttunda áratugnum en eru bara myndalegir í dag.
-Vindmyllur eins og þekkjast í Danmörk geta aldrei sparað þá mengun sem fer í framleiðslu þeirra.
-Meir mengun vegna framleiðslu á tvinnbílum er mun meiri en þessir bílar spara í mengun.
-Ef CO2 mengun eykur hitastig í heiminum, af hverju lækkaði þá meðalhitinn eftir stríðsárin.
-Um miðja síðustu öld uppgötvuðu vísindamenn Óson O3 og að það héldi óæskilegum geislum frá yfirborði jarðar, flottur árangur. Eftir miðja öld fundu menn aðferð við að mæla Ósonið, gottmál. Þegar ¾ voru liðnir af öldinni uppgötvuðu vísindamenn að göt voru á Ósoninu yfir norður- og suðupólnum og drógu þá ályktun að heimurinn væri að farast og allt væri þetta Freon-inu, CFCs, að kenna. Kælivélaframleiðendur hafa verið í góðum málum síðan. Það spurði samt engin að því ‘getur verið að götin hafi alltaf verið þarna eða er þetta eitthvað nýtt’.
-Eftir landnám hét Vatnajökull Klofajökull vegna þess að hægt var að ganga í gegnum hann án þess að stíga á ís, því heimurinn var mun heitari þá, engin Pajero var á landinu þá !.
-Náttúrulegar sveiflur skipta engu máli nema það gefi aur í kassann.
-Al Core, þessi flotti og feiti Performans hefur ekki orðið feitur á náttúruvernd heldur vegna þeirra flottu framkomu og útgeislun sem hann hefur, hann flýgur um í einkaþotu og keyrir um í Limósínum. Heldur fyrirlestra þar sem flestir vísindamenn eru nánast að kafna yfir vitleysunni nema þeir sem lifa á fjárframlögum úr kosningasjóðum ríkisstjórna.
-Margaret Thatcher fann upp starfsheitið Global Warming, hnattræn hlýnun til að leysa verkfall starfsmanna kolanáma, með því fékk hún leifi til að reisa helling af kjarnakljúfum og þar með misstu flestir námamenn vinnuna og verkfallið var úr sögunni. Það er nú vitað að MT. fékk vísindamenn til að skrifa skýrslu sem “sannaði“ þessa kenningu gegn fjárframlögum í sjóði þeirra.
-Margir fylgdu í kjölfarið og nýtu sér þessa hugmyndafræði, t.d Alli Kjarni, þúsundir manna/kvenna hafa fulla atvinnu við að breiða þess hugmyndafræði út, t.d. Alli Kjarni. Þessir aðilar eru drifnir áfram af peningum, sumir trúa vitleysunni en öðrum er slétt sama.
.
Nú segja eflaust margir að ég sé bölvaður umhverfissóði, það getur vel verið en ég stoppa þegar ég sé sígarettustubb eða jógúrtdollu á víðavangi og tek það upp og farga því eins og fyrir okkur er lagt. Ég er eins og margir landar mínir að vilja halda mengandi iðnaði frá landinu, þeir geta búið hana til annars staðar. Ég verð svekktur þegar ég les um eitruð fljót og eyðilagða náttúru en ég verð ekki minna brjálaður þegar menn/konur láta gróðrarsjónarmið ráða för í tilgerðalegri náttúruvernd.Kv. vals.
E.s. Það er hægt að halda áfram að telja upp vitleysuna en ég hef bara ekki meiri tíma. Í þessu var löggjafinn að drepa villuráfandi Ísbjörn í vesturhlíð Tindastól!, fávitar, fávitar, fávitar, var ekki hægt að svæfa greiið og senda hann svo heim.
03.06.2008 at 09:05 #202506Hér fyrir enhverju síðan var bíleigendum boðið upp á að kólefnisjafna bílinn sinn. Eitthvað hefur það gengið ílla því nú á að lögleiða það þannig að þessi fárálega fjárplógstarfemi verði lögleg og ríkið sjái um hyrði ágóðan af henni.
Þeir bílar sem eyða meira borga meira !!! dööööö. Hvar er stærðfræði kunnátta þessara manna/kvenna. Bíleigandi sem á bíl sem eyðir 20L/100km. borgar helmingi meira en sá sem á bíl sem eyðir 10L/100km.
Árni M. notar gamalkunna aðferð við að halda verði á eldsneyti áfram háu, en það er að hóta að hækka ennfrekar en hætta svo við og þá verða allir ánægðir. Ég held samt sem áður að flestir hugsandi menn/konur vita að hugmyndin á bak við kolefnisfönunar er pólitík og peningar en hefur ekkert með nátturvernd að gera en peningamálaráðherrann notfærir sé þessa hugmyndafræði, því hann heldur að landar hans séu bara pappakassar.Eldsneytis kveðjur vals.
02.06.2008 at 18:27 #623880Ég setti minn í pústgreinina þar sem pústið safnast sama á leið í túrbínuna. Það er talað um að fara ekki yfir 750°C. Ég spældi heddið hjá mér fyrir nokkrum árum og setti afgas- og vatnshitamæli á vélina í framhaldi af því og í raun keyri ég eftir þeim. Síða þá hefur allt verið í lagi.
kv. vals.
30.05.2008 at 13:58 #623744Vegurinn upp frá Húsafelli er alltaf opin og það eina sem gæti stoppað þig væri drulla eða eitthvað svoleiðis. Það er nóg af snjó á jöklinum eins og er, þannig að þú gætir farið á t.d. Geitlandsjökul og sýnt honum útsýnið ef veður er gott.
kv. vals.
28.05.2008 at 16:20 #623654Er laust sæti í Hjálparsveit 4X4 ??
kv. vals.
E.s. ef það var ekki ég sem kom með þetta þá væri það bara einhver annar.
22.05.2008 at 13:32 #623320Það er fullt af aðferðum við að koma dekki á felgu, bara spurning um að velja þá aðferð sem menn telja öruggasta og auðveldasta. En svo er ein önnur aðferð til, það er að fá sér Baetlock/Kantlás, það gerði ég, því veit ég ekki af hverju ég er að blanda mér í þennan sprengiþráð. Ég er nokkuð viss um að ég lendi ekki í affelgun því það þurfti um 30psi. til að koma dekkjunum uppá innri kantinn og á fjórða tug bolta að utan.Þannig að ég ætla að skilja startspay-ið eftir heima hér eftir.
kv. vals.
E.s. Bazzi fyrirgefðu, ég notaði ekki löngu niðurlagðan bókstaf í nafnið þitt og get ekki leiðrétt “titilinn“ en man það næst.
22.05.2008 at 12:24 #623314Startspay er bara töff og er ekki til annars nothæft en við töffarastæla. Menn eiga ekki að grafa holu nema þeir séu leiðir á dekkinu og ætla að losa sig við það.
Rúnar fór hálfa leið, hann lýsti réttri leið við innri kantinn. Til að koma fremri kantinum á, sem er algengara að fari af, þarf skóflu, drullutjakk eða einhvern staur sem getur borið þyngdina á dekki og felgu. Þegar innri kanturinn er kominn á er dekkið lyft ofan á staurinn þannig að lausi kanturinn snúi niður, tveir aðilar með fjórar hendur þrýsta jafnt á höfuðáttirnar og lofti dælt í. Einfalt og klikkar ekki. Með þessari aðferð hef ég sett dekk á 17,1/4“ felgu án nokkurra vandamála, hef ekki brennt mig og fer með fjölskylduna fjölskyldugarðinn í staðinn fyrir að misþyrma dekkinu og börnunum mínum.
kv. vals.
19.05.2008 at 17:44 #623108Er það ekki rétt hjá mér að VDO er með gíra til að setja kassann. Samrás er að selja Tru Speed sem er bara plöggað inn á vírana frá kassanum, á þessu sýstemi er hægt að stilla hraðamælinn fyrir tvær dekkja stærðir, mjög handy.
kv. vals.
06.05.2008 at 09:44 #202410Í fréttablaðinu um helgina var frétt um konu sem fór 20 metra niðrí sprungu til að pissa, þegar hún var búinn þá kallaði hún í talstöð til að láta vita að hún væri búin og það mætti draga hana upp.
Að öllu gríni sleppt og til allra hamingju slapp hún vel frá þessari lífsreynslu. Þegar maður heyrir af svona atburði er það fyrsta sem kemur upp í hugann “hvar var þetta“. Samkvæmt fréttinni var þetta við Goðastein en hvar. Er einhver sem veit það og gæti gefi okkur upplýsingar um það.
Það er mín bjargfasta trú að opið spjall á að miðla svona upplýsingum, það gæti forðað öðrum frá því að álpast ofaní þessa sömu sprungu. Snjóalögin á Eyjafjallajökli virðast vera að minnka og sprungur að koma í ljós, því er mikilvægt að þeir sem vita af þessum hættum láti vita hvar þær eru.kv. vals.
06.05.2008 at 09:30 #622468Helgi, af hverju sagðir þú þetta ekki strax, við þessi myglaði almúgi lepur ruglið upp úr þeim fréttum sem bersat af hinum ýmsu atburðum og höldum að það sé heilagur sannleikur.
Ég þekki þetta að eigin raun hvernig hlutaðeigandi aðilar geti mistúlkað eða sett í stílinn. Þá á ég ekki við starfsmenn ferðafélags Íslands, með fullri virðingu fyrir þeim, enda veit ég ekkert um þetta einstaka mál.
Við félagarnir vorum að leita okkur að tjaldstæði í Borgarfriðinum þegar við mætum dráttarvél með stærðarinnar heimvagn aftaní og undir stýri situr ekki aldri en 10-11 ára gutta. Á brettinu situr svo húsfrúin, inni í dráttarvélinni. Við leggjum í kantinn eins langt og við getum en það dugði ekki því heyvagninn opnaði afturbrettið á bílnum okkar. þegar við stígum út kemur frúin úr dráttavélinni alveg spænu vitlaus, það brjáluð að við flýtum okkur af staðnum. Renndum beint niðrí Borgarnes á lögreglustöðina. Þar var okkur tjáð að búið væri að kæra okkur fyrir ölvunarakstur í uppsveitum Borgarfjarða. Við buðum blóð en eftir að hafa skoðað skemmdirnar ráðlagði lögregluþjónninn okkur, þekkjandi aðstæður, að gleyma þessu því þetta gæti orðið að hinu versta máli.
Þannig að alltaf er betra að spyrja en dæma en svona er nú mannskeppnum samt sem áður.
kv. vals.
05.05.2008 at 15:31 #622202Hvernig var þessum málum háttað í vetur. Þegar menn urðu ódælir var þeim þráðum varpa inn í innanfélagsmál. Er það ekki þannig sem á að gera þetta.
kv. vals.
05.05.2008 at 14:09 #620704Ég er bara að velta því fyrir mér hvernig þetta verður, því þetta verður samkvæmt samþykkt aðalfundar.
Til að ófélagsbundinn aðili geti séð hvað fer fram á spjallþræði 4X4 verður hann fyrst að borga 6.000+kr. Hann getur ekki metið það hvort hann hafi áhuga á að ganga í klúbbinn fyrr en búið er að strauja kortið !.
Þetta eru bara vangaveltur, ef það er einhver misskilningur í þessu þá væri gott að fá að sjá umrædda tillögu sem var samþykkt. Það var samþykkt fyrir einhverju og vefnefnd hefur unnið í því í vetur, að allir aðilar sem skrifa á spjallið geri það undir nafni, þannig að engin hefur getað drullað yfir neinn nafnlaust. Það fannst mér hin besta lausn frá því sem áður var.
kv. vals.
04.05.2008 at 21:11 #620668Er það rétt sem maður heyrir að samþykkt hafi verið að loka spjallinu !.
–
Margt hefur gengið á á spjallinu en það er nú einu sinni þannig að spjallið er klúbburinn, menn/konur ganga í klúbbinn, þar er mikið af fróðleik, skipulag á ferðum, umræður um hin ýmsu málefni er varðar klúbbinn.
Ég batt vonir við að nýjr stjónarliðar gætu veitt þessum vanþroskaða líð sem hefur riði truntum sínum hér á vefnum tiltal, þannig að spjallið yrði vettvangur heilbrygðra umræðu um sportið sem við elskum svo mikið.
Að loka spjallinum mundi setja klúbbinn aftur um mörg ár, við áhugamenn um ferðamennsku á jeppum mundum finna okkur annan vetvang til samskipta, því vefur án spjalls væri einskins virði. Bara einstefna frá stjórnarliðum til líðsins.
Þrátt fyrir að vanþroska menn hafi verið að gera útaf við spjallið þá er lausnin ekki að loka, heldur er það verkefni að ala þennan líð upp. Ég gekk í klúbbinn vegna spjallsins, ef ekki hefði verið spjall þá ætti ég ekki í dag, frábæra félaga sem ég hef kynnst í gegnum klúbbinn.
Því tel ég að nýjir ráðamenn ættu að huga aðeins að þessu, því ég er sannfærður um að lokun á spjallinu verður upphafið að endalokum Ferðaklúbbs 4X4.
.
kv. vals.
-
AuthorReplies