Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.10.2014 at 20:37 #772755
`Hvernig hafa „BILSTEIN B6″ demparar verið að koma út? Mæla menn frekar með einhverjum öðrum. Ég er á Bronco ´73 44“ og gamlinginn er gjarn á að „steypa stömpum“ skvetta upp rassinum og prjóna á víxl þegar keyrt er í ójöfnum. Núna eru undir honum gamlir stillanlegir Ranco demparar. Frúin er ekki alveg sátt við að vera eins og kínverskur ofsatrúarmaður að hneygja sig í gríð og erg, í hverri ferð.
05.03.2014 at 11:32 #453659Gunnar Ingi, það hafði tengi á vír frá háspennukefli að kveikjuheilanum, dottið úr sambandi
22.02.2014 at 10:51 #452784Sæll Birgir.
Ég er með kit frá Fast EZ-EFI (Supports up to 550 hp.) http://www.fuelairspark.com Ég fór á netið og fann innspýtingar og las síðan commentin um þau, þetta fékk fínar umsagnir.
21.02.2014 at 09:58 #452734Sæll Heiðar, já kominn í gang og verður fínstilltur í dag.
19.02.2014 at 22:51 #452602Vorum að setja innspýtingu, var keyrður inn í skúr með Holley klósetti og gekk fínt, settum innspýtinguna í og allt í lagi segir tölvan sem fylgir henni. Er að ath. allar leiðslur og tékka svo á hásp.keflinu og kveikjunni á morgun. takk fyrir ábendinguna
19.02.2014 at 10:01 #452530Góðan daginn.
Hvað getur helst verið að þegar það kemur enginn neisti á kertin, ég er með 351 W. ´76
Kv. Valdi
18.02.2014 at 03:40 #452363Reikna með að Hrossi verði tilbúinn í næstu viku með glænýja innspýtingu og þurfi ekki 200 lítra upp í Kverkfjöll
02.10.2013 at 18:45 #379091Dynex er ekki bara Dynex. Kápuklætt Dynex festist ekki (nánast ekki) inn á milli á spilinu, en ef það gerist þá er auðveldara að losa það en vír. Venjulegt ókápuklætt Dynex festist hinsvegar stundum innri vöfin eru ekki nógu strekkt. Ræða við t.d. Hampiðjuna til að fá verð í kápuklætt Dynex.
22.05.2013 at 00:14 #765687Góður og skemmtilegur fundur á fínum stað
18.03.2013 at 01:36 #764665Mikið hefði nú verið gaman að vera með ykkur í þessari ferð. Samt hræddur um að ef ég hefði tekið með mér hitastigið sem er hér hjá mér, þá hefði vindkæling ekki verið vandamál.
10.02.2013 at 01:08 #763461Sæll Theodór og velkominn í klúbbinn. Þorrablótsferðin verður farin 1.-3. mars. Þú getur örugglega náð sambandi við félagana á Facebook (f4x4 Austurlandsdeild) þar eru auglýstir fundir. Þeir svara þér nú líklega hérna og bjóða þig velkominn.
Kveðja
Valdisemkemstekkiáþorrablót
23.11.2012 at 09:38 #760929Flottar framkvæmdir og væntanlega verður Hrollurinn algjörlega umbreyttur. Ég er samt ekki að kaupa það að bifreiðar geti "flotið" á snjónum með því að hleypa lofti úr dekkjunum, ef þú hefur þörf fyrir það að aka ofaná snjónum, þá skaltu fá þér stór og þung belti í stað dekkja.
26.09.2012 at 16:57 #757777Er einhver áhugi á Urðarferð á laugardag, til baka á sunnudag.
-
AuthorReplies