Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2007 at 21:52 #582462
Sæll .
Pajero frá 1986 til 89 disel turbo beinskiptur eru flestir með 4:88 Eitthvað af bensínknúnu bílunum er með þetta líka .
‘Eg er ekki viss , en ég held að þetta passi í yngri bílana . Skoðaðu þetta allavega , þetta myndi verða ódýrast svona ef þetta passar .
Viljirðu enn lægra þarftu trúlega að leita í sér verslanir svo sem Arctic trucks , Bílabúð Benna ,Klipptrom á Akureyri eru dugleigir að redda ollum fjandanum .
Millikassinn er frekar leiðinlegur hvað hann er hár í lága drifinu . Gæti trúað það væri rétt rúml. einn á móti kannski tveim þrem ??
Kv.V
27.02.2007 at 19:53 #582434Sá stóri í lottóinu !
26.02.2007 at 22:48 #582336Maður hálf skammast sín að klikka svona hryllilega á Skjálfandafljótsbrúnum , sem eru nánast í bakgarðinum
Það ruglaði mig aðeins að þetta var talið vera á vinsælum ferðamannastað já , svona rétt hjá allavega .
‘Eg var á ferð með frænda mínum fyrir ca 40 árum síðan . Vá , usss djöfull æðir tíminn áfram !
Já og þá fórum við sem leið lá um gamla veiginn um Mývatnsöræfin og svo í Öskju .
Þarna á leiðinni var kofi , alveg nauða líkur þessum sem var á myndinni að tarna . Annaðhvort við Jökulsána eða upp með Herðubreiðartöglum eða lindum .
Set þessa mynd inn bráðlega , þegar ég er búinn að finna hana .
Kveðja Valli .
26.02.2007 at 22:15 #582330Brýrnar gætu verið Þjórsárbrýrnar . Get ekki tengt þetta beinlínis við neinn sérstakann ferðamannastað , en látum þetta vaða .
Næst er Siglufjarðarskarðið
Þarf að grafa í gömul albúm núna , en þetta er trúlega gamla sæluhúsið við Jökulsána .
Eða húsið sem stóð á Öslkjuleið í Herðubreiðarlindum . og eru þau nú bæði löngu horfin .
25.02.2007 at 23:03 #199795Sælir .
Hvað er besta stöðin ?
Stöð sem er versluð í USA þarf væntanlega eitthvað uppdeit til að virka hér, ekki satt .
Er að pæla í Icom M402SA
Svo þarf að skrá þetta .Hvað er það í krónum talið ?Kv . V
19.02.2007 at 14:34 #580902Sæll .
Vinur minn sem býr í Keflavík sem er einn ryðsælasti staður landsins vill meina að besta sem er gert er að gera ekki neitt . ÞEAS ryðverja ekki flötinn sem er sjálfur botninn á bílnum . Grunna vel botninn í bílnum innan frá , undir teppinu , og nota þunnt holrúm spray eða þunnan tectil með . Hinns vegar er nauðsynlegt að ryðverja öll holrúm vel .
Sílsa og alla bita og lokuð rými . Þá er gott að nota þunt holrúmspray sem fæst á brúsum víða á bensínstöðvum og varahlutaverslunum .
Hættan við að setja þykka tectilinn á botninn er að með tímanum harðnar hann og þá kemst oft raki á bakvið og þá er fjandinn laus .
Einhverstaðar á höfuðborgarsvæðinu er náungi sem hefur ryðvarið fornbíla . Hann notar hert vaselín , tectil og olíu saman . Hann hitar þennan mjöð í UÞB 60 gráður og spreyjar þessu svo á allt . Undirvagn , holrúm og alla fleti . Þetta efni harðnar ekki . Gallinn er að þetta er frekar subbulegt , en svín virkar .
19.02.2007 at 00:58 #580880Það sem ræður úrslitum er seigjan og höggþolið í olíunni við hámarks hita .
tökum dæmi . 15/40 jarðolía annarsvegar og 5/30 gerfiefnaolía hinns vegar .
Höfum hitann 90 gráður , sem er orðin slatti .
Við þessar aðstæður er ekki endilega víst að þykkri olían sé að smyrja betur .
‘I dag eru vélar hannaðar einmitt fyrir þunnar gerfiefnaolíur hvort sem það er jákvæð þróun eða ekki .
Olíuframleiðendur eru með upplýsingar um sína framleiðslu á bensínstöðvum og smurstöðvum. Þar er auðvelt að skoða seigju olíunnar við ýmis hitaskylirði . ‘Olíklegt er að þeir séu að framleiða og selja olíu sem er ekki að skila sínu hlutverki undir miklu álagi .
Það er í sjálfu sér ekkert að því að nota extra þykka olíu á vél sem er að tapa þrýstingi með því að hlífa henni kaldri , eins og á reyndar að gera við alla mótora . það má seigja að með því er bara verið að fá smá frest í leguskipti .
18.02.2007 at 21:56 #580876Sæll .
Nú ertu að bera upp spurningu sem þarfnast frekari upplýsinga áður en gefin eru ráð .
Hvernig bíl ertu með ?
Sumar vélar , sérstaklega nýrri og háþrýstari vélar eru þannig hannaðar að það má helst ekki nota þykka olíu hér norður á mörkum hins byggilega .
Til dæmis þegar Toyota LandCruser 60 og 80 bíllin , og fleiri , komu fyrst voru sumir að nota of þykka olíu , einhverja gamla sem dugði vel fyrir 30 árum .
Þetta einfaldlega skemdi Toyota vélarnar vegna þess að í miklu frosti var Toyotan svo snögg í gang að vélin gekk þurr augnablik erftir gangsetningu . Olían var ís köld og þykk .
Þetta er nánast úr sögunni í dag þegar menn nota orðið rétta þykkt sem framleiðandinn gefur upp .
Sumir fletir vélarinnar þola illa mjög þykka olíu á meðan aðrir þurfa kannski þykkri olíu vegna slits (rýmdar) .
Mín skoðun er, ef þetta er einhver drusla sem þú ætlar ekki að láta endast nema eitthvað tímabundið , notaðu þá þykkri olíu .
Hins vegar ef þessi bíll er þér einhvers virði , skaltu áður en langt um líður taka upp vélina .
Spurning að fara í 10/40 fjölþykkt ???
Fyrst skaltu ganga úr skugga um að mælar og sendar á vélinni virki rétt .
Ef allt er eðlilegt á þessi olía sem þú notar að halda góðum þrýstingi .Kveðja V
17.02.2007 at 09:16 #580736Sælir .
Þetta munar slatta , einnig hjálpar að bæta aðeins við olíuverkið .
Settu svo HiClone Ca. þrem – fjórum tommum frá bínunni loftsíumeigin , þá ertu farinn að finna virkilega mun .Kv. V
16.02.2007 at 13:49 #580654Veik von ??? . Ef er búið að boddýhækka bílinn 2" + er möguleiki að kælivatnið nái ekki að fylla elementið , því þá er orðin óhagstæð hæð á elementinu miðað við hæð kælivatns á vél og vatnskassa .
Lausnin er kannski bara lítil vatnsdæla eins og er notuð í rútum með elementin í hitastokkum í þaki , þeas. ef ekki er stífla í elementinu .
Spurning að hafa framendan hærrra , keyra upp á smá kant eða haug og bíða smá stund , vita hvort það breytir einhverju .Kv V.
16.02.2007 at 13:24 #580652Sæll .
Eftir að hafa fullvissað þig um að blásarinn er að blása rétta leið þá skaltu aftengja miðstöðina (vatnslögnina) , aftengdu elementið , báðar slöngurnar .
Látu renna heitt vatn úr krananum í gegn og láttu renna á góðum dampi í gegn . vonandi kemur óhreint út um hinn endann . Kveiktu nú á miðstöðinni og gáðu hvort hún hitnar með heita kranavatninu .
Ef ekki , þá er líklega stýfla sem hindrar .
Henni nærðu úr með að nota stýflulosunarefni sem þú notar ef stýflast hjá þér vaskinn . Þetta þarftu að gera varlega .
Þetta efni inniheldur sterkann sóda . Blandaðu þetta 50% með köldu vatni og settu trekkt á aðra miðstöðvarslönguna og festu hina upp, þannig að ekki renni úr henni . helltu Ca 1 liter af blöndunni í elementið . Láttu þetta gramsa í hálfa til eina mínútu , ekki lengur . Það virkar betur að blása nett í slönguna sem er bundin upp til að koma smá hreifingu á sódann í elementinu .
Mæli ekki með að drekka mikið af þessu gumsi
Settu nú aftur heitt vatn á eftir sódablöndunni og skolaðu vel og lengi á eftir . Ef allt er eins og bendir til , áttu að fá mikið magn af drullu út . Þetta má endurtaka ef þurfa þykir .
Þetta er allavega þess virði að prófa þetta , ekki sýst ef Toyota elementin eru á útlimaverði
Gott að hafa aðstoðarmann eða konu við hendina . Þessi vökvi er skaðlegur fyrir húð og augu og ber því að nota einnota hanska eða eitthvað svipað .
‘Eg hef gert þetta oft með frábærum árangri .
Gangi þér vel .Kveðja V.
12.02.2007 at 19:12 #580142Ok . Gæti verið að flotin hafi staðið of hátt frá byrjun .
Fáðu upplýsingar á netinu , (hugsanlega eiga menn hér Edelbgock biblíuna ), um hvernig flothæðin á að vera .
Svo er líka spurning hvort bíllinn lætur bara illa í akstri í torfærum , eða á öllum snúningi , hvernig er hægagangurinn ?
Loftskrúfurnar eiga að vera UÞB einn og hálfur út . Allavega ekki minna .
Þú getur prófað að lækka flothæðina aðeins og prófa útkomuna . Ef hann lagast , skaltu fara aðeins lengra niður með flotin , en bara lítið í einu .
Gætir hugsanlega leyst málið með því .
12.02.2007 at 15:23 #580136‘i fyrsta lagi , er þetta gamall blöndungur ?
Annað . Það geta staðið opin aftari hólfin ef kamburinn og pinnin á milli er ekki rétt stilltur . Sérð það ef þú lýsir með vasaljósi niður í hólfin með bílinn í gangi hvort mikið bensín er á ferðinni Það á ekki að sjást neitt bensín nema á inngjöf .
Flotholtin geta staðið á sér , eða nálin í bensíninntakinu ekki fullkomlega þétt .
Þú getur prófað að finna teikningu á netinu af svona blöndungi , það hjálpar .
Þú getur svo opnað inntaksventilinn og þrífið vel nálina og sætið , blásið úr því . ‘I svona tilfellum borgar sig að gera bara eitt í einu og prófa á milli .
Hreinlæti númer eitt .
11.02.2007 at 23:04 #580086Þetta bendir meira á að mótorinn sé orðinn afskaplega þreyttur , sennilega knastás og sveifarás orðnir rúmir (slitnir) ber meira á því á funheitri vél þegar olían er orðin heit og þunn .
Skoðaðu líka búnaðinn sem er að senda í ljósið (sendirinn á vélinni)
Pajero er original á frekar innvíðum felgum.
11.02.2007 at 22:46 #580100Lappnn er með 19 rillur . Ef þú ert að spá í að setja þetta unit í Bronco með Dana 44 þá er það ekki að passa . Þar ertu líklega með 30 rillu öxul .
Svo minnir mig að Dana í Lappanum sé með millimetramáli en Fordinn er í tommum .
11.02.2007 at 22:37 #580122Þú ert líklega með Nalla vélina sem er í M.a Econoline og fleiri Fordum .
International smíðaði þessa vél fyrir Ford og var hvergi að spara kílóin í hana .
-
AuthorReplies