Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.10.2007 at 23:58 #600648
Til að þetta virki þarf sjálfsögðu að vita hvað á að hljóðeinagra frá stýrishúsinu og vinna út frá því .
Þið getið hlaðið endalaust drasli í gólfið án þess að nokkuð lækki að heitið geti .
Fyrst er að setja steinullarmottu neðan í húddið , síðan sníða til mottu á hvalbakinn , síðan setja vel ofaná gír og millikassa .
Svo til að taka gamla Landann úr sambandi við sveitina þá má setja hann í borgarleg klæði innan stokks með fyrrnefndum teppalagningum og fínheitum
Kveðja Valli S.
17.10.2007 at 14:56 #600188Skrítið að lesa þessar greinar á sama tíma og eitt leyðindar mál er í gangi með þetta umdeilda fyrirtæki .
Vinur minn sem býr úti á landi þar sem ekkert Isaga umboð er til staðar var með kút á leigu fyrir nokkrum árum .
Hann ákvað að flytja burt tímabundið vegna atvinnu og sagði upp leigu á kútnum símleyðis og sendir hann svo til Isaga með næsta flutningabíl .
Isaga heldur áfram að rukka leigu og er búið að vera mikið þras og vesen út af þessu .
Isaga gaf sig hvergi og sendi áfram rukkanir sem félaginn greiddi eitthvað af í von um að Isaga stöðvaði þessar endalausu rukkanir sem voru vegna kúts sem var komin til þeirra .
Þetta endaði með lögsókn á hendur vininum og er nú reikningurinn kominn út í algjört rugl , eða 350,000 krónur sem vinurinn þarf að borga .
Held meira að seigja að hann sé búinn að þvi til að losna út af vanskilaskrá .
Skora á menn sem eru með viðskipti þarna að hafa allt á hreinu og alla pappíra til reiðu gagnvart svona yfirgangi Isaga .
02.10.2007 at 18:10 #595232‘I gegn um tíðina hafa glatast óhemju margir sjaldgjæfir og oft á tíðum ómetanleigir gullmolar í hreinsunarátaki hjá sveitarfélögum .
Núna gengur eitt slíkt átak yfir á Akureyri .
Hverjum hlut sem tengst getur bíl eða járniðnaði er velt við og límdur á miði og vandlega tekin mynd og skráð niður staður og stund gjörningsins .
Gamlir bílar eru þar engin undantekning og gildir einu hvort um er að ræða flak af bíl eða heilan og óskemdan bíl , ef hann er ekki á skráningarnúmeri . Allt þarf að fjarlægja .
Hreysi á vegum hestamanna er stutt frá aðstöðu sem ónefnt félag hefur aðstöðu og fær það að standa óáreytt á meðan límdur var fjarlæingarmiði á hverja skrúfu á umráðasvæði félags þessa .
Það er tvennt ólíkt hvort gengið er svona harkalega til verks eða tekið vel til í kring um sig .
Það er full ástæða til að vekja fólk til umhugsunar um þennan mikilvæga menningararf og standa um hann vörð .
Gamlir Willy´s jeppar með íslenska húsinu eru orðnir ansi fáir eftir .
Rússajepparnir nánast horfnir .
‘Eg á núna 5 Bronco bíla og er ég hvergi hættur .
Einn þeirra hef ég átt sem fyrr seigir í 21 ár .
Allar upplýsingar um gamla jeppa /bíla vel þegnar .
Kveðja Valli S.
02.10.2007 at 12:39 #595228Sæll .
Hvað varðar rúðurnar er best að láta skera þær á næsta glerverkstæði . Allt slétt gler sem er auðvelt að vinna með .
Þetta er óþolandi ósiður að þurfa alltaf að rústa rúðum í gömlum bílum sem standa og bíða eftir uppgerð .
‘Eg á ekki mikið af hlutum sem eru á lausu . Ætla helst ekki að rífa neitt af þeim bílum sem ég er með í dag .
Hvað er þetta sem þig vantað aðallega ? Kveðja Valli .
18.09.2007 at 23:44 #597374.
14.09.2007 at 16:53 #595224Þetta er gott innlegg og er ég sammála þessu að koma á koppinn nokkurs konar deildum innan 4×4 vefsins með spjall og gagnasöfnun , varahluti og allt sem við kemur þessum tegundum .
‘Eg er mikill áhugamaður um varðveislu gömlu jeppanna og sögu þeirra .
Okkar saga er að mínu mati mjög merkileg og sérstök .
Allar þessar breytingar á jeppum frá stríðslokum og reyndar miklu fyrr því fljótlega var farið að smíða íslensk hús á tildæmis Ford T og fleyri upp úr þar síðustu aldamótum .
Svo taka við dekkjastækkanir um 1980 og er sú þróun einnig sérstök á heimsvísu .
Þess vegna er svo mikilvægt að td. þessir jeppar sem voru í byrjunarliðinu í nútímabreytingum glatist ekki .
Elsta heimild sem ég hef um dekkjaúrhleypingar er úr Bárðardal um 1950 .
Þá var hleypt úr dekkjum á tractor sem notaður var við mjólkurflutninga á veturna þar í sveit .
Við það gekk töluvert betur að þæfa snjóinn þarna á mörkum hinns byggilega
Það verður bara gaman að geta séð þessa þróun með eigin augum á safni , hvenær sem það verður .
13.09.2007 at 11:23 #595218Reyndar er ég að sumu leyti sammála að aðal áherslan verði gagnvart 66 -77 bílanna . Hinir eru að sjálfsögðu með , ekki viljum við glata 78 línunni vegna rangrar uppsetningar á starfseminni .
Eins og einn sagði , þá erum við bara á ‘Islandi og markhópurinn ekki stór .
Bronco er alltaf Bronco sama hvað hann er gamall
‘Eg er með einn ferðaklárann eftir örlitlar strokur og nýjann skoðunnarmiða í gluggann .
1966 orginal , einn úr sveitinni með pínu fjósalykt
12.09.2007 at 23:04 #595212Það er hægt að sjá aðeins hvernig þetta byrjaði [url=http://bronco.com/cms/node/18:2j0j8fuu][b:2j0j8fuu]hér[/b:2j0j8fuu][/url:2j0j8fuu]
Eitthvað er misjafn kosnaður við lénin .is eða .com – .dk osfrv. hef ég heyrt .
Veit ekki sérlega mikið um síðugerð .
Svo væri sniðugt að starta bara bloggi um þetta og sjá til hvernig undirtektir verða .
‘Eg sé fyrir mér allar árgerðir og stærðir , breytta og original bíla í þessum tilvonandi félagsskap .
‘Eg geri mér ekki fulla grein fyrir hve margir eru með gamla jeppa í uppgerð inní skúr .
Willy´sinn gamli með Íslenska sveita tréhúsinu er nánast horfinn og sama er uppi á teningnum með Austin Gipsi jeppana . Rússarnir , eða GAS 69 með íslensku yfirbyggingunni eru nánast horfnir líka . ‘Eg á reyndar einn með íslensku stálhúsi .
Það væri gaman að geta varðveitt söguna um hvernig íslendingar hafa breytt jeppum í marga áratugi á sinn hátt , sem er einstakur í heiminum .
12.09.2007 at 11:43 #595208Sælir Broncokallar ! og konur að sjálfsögðu.
Frábært að fólk sýnir þessu áhuga og getur hugsað sér að taka þátt í félagskap í framtíðinni sem hnígur að varðveislu gamla Bronco frá 65 og upp til 77 og jafnvel til okkar tíma .
Fyrsta sem þarf að hyggja að er að koma í veg fyrir að þessum bílum og varahlutum í þá verði fargað .
Geimsluhúsnæði hefur verið ákveðið vandamál og þekki ég það afskaplega vel .
Þegar menn fara að ræða saman koma oft upp hugmyndir og vitneskja um ýmsa hluti eins og gamlan Bronco einhverstaðar inni í hlöðu eða skúr
Síðan væri gott ef kæmu hugmyndir um tölvusnilling sem væri fáanlegur til að setja upp spjallþráð eða bara heimasíðu .
Allar upplýsingar um þessa bíla vel þegnar og einnig hugmyndir um framhaldið .
Kveðja Valli .
07.09.2007 at 22:55 #595202Það má líklega finna eitthvað að aksturseiginleikum í gamla Bronco orginal bíl .
Málið var að á þessum tíma var ekki mikið um bíla sem voru fjórhjóladrifnir með eiginleika fólksbíls að hluta .
Menn voru að ofkeyra þessa bíla og velta þeim .
Mín reynsla er allt önnur .
‘I gegn um árin hef ég einu sinni velt Bronco og það var ekki hjá því komist á nokkurn hátt öðruvísi en með veltu .
Með soðnu drifunum erum við ekki að tala um liprasta jeppa ewer . En hann seiglaðist ótrúlega meðan öxlarnir héldu
Þetta voru magnaðir tímar 1985 – 6 og allt að gerast .
Alltaf verið að prófa eitthvað og brasa heilu næturnar við breytingar .
Nú er þetta allt talið eðlilegt og sjáfsagt í dag .
Bara gaman að því .
Man eftir ferðalagi í blæjuWillys um sprengisand í mars 1987.
Það var svo skelfilega kalt ! ! Allt frosið sem gat frosið
Blæjan rifin , gangtruflanir , festur og allur pakkinn
07.09.2007 at 00:51 #595194Sælir .
Ef þið vitið um Bronco eða parta í Bronco , allar árgerðir væri ég til í að fá að vita af því . E- mail : harley@harley.is
Lýst vel á að stofnaður
verði Bronco Klúbbur sem stendur fyrir varðveislu þessara bíla og sögu þeirra .Kv. Valli S
23.08.2007 at 12:31 #200683Fyrst umræðan er komin af stað með að standa vörð um gamla jeppa er tilvalið og nausynlegt að Broncoinn fái sitt félag og sameinaða áhugamenn um þann frábæra og oft umdeilda jeppa sem kom hingar fyrst á haustdögum árið 1965 .
‘Eg á eina 5 svona yndisvagna sem eru á ýmsum stigum hrörnunnar vegna húsnæðisleysis
Þeir eru frá 1966 til 1974 .
Einn þeirra er á 44 tommu og er í hópi fyrstu jeppa á ‘Islandi sem var breytt , eða árið 1985 , þá settur á 35 tommu mudder og rafspinn að framan og aftan . Fljótlega settur á 40 tommu mudder og síðan á 44 mudderinn sem er því miður orðinn ófáanlegur í dag .
23.08.2007 at 12:22 #588746Það er löngu kominn tími á að stofna félagsskap sem setur markmiðið á að forða gömlum jeppum frá glötun .
‘Eg á persónulega eitt stykki Gas 69 árg.1965
og annan , líklega 56 model . Báðir eru er orðnir býsna daprir.
Báðir þessir eru með’Islenska húsinu , samt ekki þessu sem stóð langt útfyrir undirvagninn , sem var í mörgum tilfellum skelfing á að horfa .
20.08.2007 at 22:15 #595034Takk fyrir ábendinguna Hlynur , ég fæ frekar takmarkaða niðurstöðu út úr þessari gömlu umræðu .
Galli eða ekki galli .Hvað er málið , er búið að laga gallan og er komin reynsla á þessi dekk í dag ?
Veit af svona 42 gangi sem er rúmlega hálf slitinn og í góðu lagi .
Mér finnst þetta flott dekk, með flottu munstri og sorglegt ef þetta er ekki að gera sig .
Svo er líka spurning með 41 tommu Irok radial dekkið
Er komin reynsla á þau dekk .
20.08.2007 at 21:05 #200671Heyrst hafa ýmsar sögur af 42 Irok dekkjunum .
‘Utlitslega eru þessi dekk líkleg til að gera góða hluti en menn eru ekki á einu máli hvernig þessi dekk koma út í raun .
Hef heyrt að þetta séu frábær akstursdekk að sumarlagi , það er reyndar ekki það sem mig vantar að vita ,heldur þegar kemur að vetrarakstri , úrhleypingum og djöfulgangi .
Mér lýst afar vel á þessi dekk án þess að hafa prófað þau .
Hef heyrt að fljótlega myndist ljótar sprungur við felgubrúnina við úrhleypingu og gjörn á að affelgast .
Þegar kemur að dekkjaumræðunni er oft heitt í kolunum .
Nú værui gott að skera úr um 42 Irokinn hvort hann er góður kostur eða drasl .
Nú er lag að tjá sig og láta nú móðan mása og seigið hvað ykkur finnst um þessa togleðurshringi .
Kveðja Brjóturinn .
06.08.2007 at 23:29 #594434Það er klárt að það er tilgangur með því að stansa rákir í boddýhluti bíla .
Styrkurinn í boddýinu er byggður að stórum hluta á þessu .
Það er ekkert mál að láta stansa plötur á næsta blikksmíðaverkstæði og kostar ekki mikinn pening.
Mæli með þessum rákum ef um stóra fleti er að ræða , sérstaklega í sjálfberandi boddýum eins og í Cherokee .Cheerio !
04.08.2007 at 13:23 #594380Þetta er orðið að stóru vandamáli að umgangast hestamenn svo þeim líki . Hef heyrt ljótar sögur af frekju og yfirgangi hestamanna , sérstaklega gegn hjólafólki .
Sem meðlimur í mörgum akstursíþróttafélögum og klúbbum og fyrrverandi hestamaður get ég metið stöðuna út frá því .
‘A Akureyri til að mynda er bæjarstjórn búin að velta á undan sér að úthluta svæði til að stunda akstursíþróttir að einhverju viti í meira en 20 ár .
‘A þeim, tíma hefur átt sér stað gríðarleg uppbygging í aðstöðu hestamanna og ber að nefna reiðstíga mælt í tugum kílómetra á svæðinu , myndarlega hesthúsaaðstöðu, nú er að rísa stór reiðhöll , hagar og hólf út um allt .
Þessir sömu hestamenn og eru að fá þvílíka bómullarmeðferð hjá bæjar apparatinu eru núna með mótmæli við akstursíþróttasvæði sem átti að rísa í hlíðunum neðarlega í Hlíðarfjalli , fjarri aðstöðu hestamanna .
Samt telja þeir að þetta svæði trufli ástundun hestamennsku og telja jafnvel öryggi þeirra ógnað .
Þetta þýðir að allt er stopp núna á meðan hestamenn eru að rýna í hlutina , gera nákvæmar hávaðamælingar osfrv. og eru í leiðinni að tefja fyrir mjög þörfu málefni í þágu bæði ökukennslu og ástundunar akstursíþrótta .
Þetta heitir á ‘islensku , ofstopa frekja og yfirgangur .
Landsspjöll eru víða um landið eftir rekstur stóða . Má nefna ljótt traðk á stóru svæði á landmannaleið , á Fjallabaki nyrðra , í Nýjadal , við Þeystareyki ,og svo má lengi telja .
‘Eg get ekki heldur séð neina fegurð stafa frá þessum ósnertanlegu reiðvegum sem þræða sig um landið .
‘I minni sveit voru hestarnir vandir við venjuleg umhverfishljóð og það haft sem hluti af tamningunni .
‘I dag , má ekki heyrast í nokkru tæki nálægt þessum taugaveikluðu ofvermduðu borgarbykkjum , þá telja hestamenn öryggi sínu ógnað .
Svona hestar fóru beint í "tunnuna" og lokið fest vel á hér í denn .
Eitt verð ég að nefna að lokum sem lýsir hestamönnum nútímans .
Tveir vélhjólamenn voru á ferð og voru að mæta stóðrekstri við ristahlið .
Að sjálfsögðu sýndu hjólamennirnir tillitsemi og stöðvuðu vélarnar á meðan reksturinn fór hjá .
En viti menn . Þetta dugði ekki hestamönnunum , Nú skyldu hjólin vera dreigin út fyrir veiginn , fram af háum kanti til að borgarbykkjurnar sæju þau ekki og fældust ekki við hjólin sem var búið að drepa á .
Er þarna ekki of langt gengið ?
Það verður að stöðva þennan óþolandi yfirgang hestamanna og blása til sóknar .
Það eru svo ótal mörg tilvik sem heyrst hafa um þetta hestafólk og þeirra yfirgang að varla er ástæða til að rekja það frekar .
Ef menn vita um fleiri dæmi , endilega skrifa grein .
Kveðja, Brjóturinn.
27.07.2007 at 18:23 #593990Ef ég man rétt þá ertu með mjög lágt lágadrif millikassanum í þessum bíl . Auk þess lágan 1. gír í gírkassa .
Að færa hásinguna er bara hið besta mál og gerir bílinn betri í akstri á fjöllum .
‘Eg myndi prófa að keyra með óbreytt drif og setja það á biðlistann fyrst um sinn .
Einbeita mér að fjöðrunarkerfi þe. dempurum og gormum og frágangi á stýrisbúnaði .
4:71 drif er það sem er í boði úr gamla Landrover fyrir lítinn pening .
27.07.2007 at 00:53 #593986Ein góð regla varðandi jeppa og ýmislegt annað bull sem þarf að réttlæta
Ef stórt er gott þá er stærra betra ! Farðu í allavega 38
04.06.2007 at 16:28 #591898Staðreyndin er að þú ert greinilega búinn að full nýta þá burðargetu sem framleiðandinn gefur upp fyrir þessar hásingar .
Hef lent í svipuðu , þá var verið að setja allt of þunga vél í bíl sem endaði svona að burðargetan var ekki nægjanleg .
Þú ættir að sleppa við grindarskipti en hásingarnar verða að fjúka ef þú ætlar að fá skoðun .
Sýnist sem þú sért með Súkku , þá er Willy’s eða Hilux hásingar ódýrasta og þægilegta lausnin .
Miðað við að þú sért með úrtakið fyrir framdrifið hægra meigin .
Spurning með hvort þú þarft ekki afturhásingu með miðjusetta drifkúlu .
Man ekki hvar úrtakið er á Súkkunni .
-
AuthorReplies