Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.04.2008 at 07:55 #620104
Mig langar bara að stinga upp á því að nota tækifærið og sýna líka 25-50 bestu myndirnar úr ljósmyndkeppninni á sýningunni. Eins gæti verið flott ef að við hvern jeppa væru nokkrar myndir af þeim í aksjón á fjöllum, þannig að gestirnir fái tilfinningu fyrir því til hvers er verið að breyta þessum bílum.
Ég er með ágætis sambönd inn í stafræna prentsjoppu og gæti kannað með verð á prentun á svona myndum, ef áhugi er fyrir því.
Með kveðju
Tryggvi Már
06.03.2008 at 00:11 #616352Ég er með
Tryggvi Már, R-4007
23.12.2007 at 17:32 #607528Óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakka ferðafélögum í frábærri nýliðaferð í Strút góð kynni.
Jólakveðja
Tryggvi Már
30.11.2007 at 23:28 #604426Ég má bara til með að benda ykkur á þessa frábæru mynd frá Róbert. Hér fer semsagt fram verkleg kennsla í að koma dekki á felgu. Sjá mynd [url=http://www.flickr.com/photos/robbik/2074602254/:2v640rqr][b:2v640rqr]hér.[/b:2v640rqr][/url:2v640rqr]
Hvað varðar mismunandi útgáfur af MapSource, þá neitaði gamla útgáfan að uppfæra sig beint þegar ég skipti yfir í vista. Ég þurfti að ná í uppfærsluna manúalt á vef Garmin og stýra uppsetningunni sjálfur. Kannski skiptir það einhverju máli hjá einhverjum, því MapSource virkaði ekki 100% í Widows Vista.
28.11.2007 at 20:38 #604402Róbert kóari er að setja myndir úr ferðinni á flickr – síðuna sína. Þær eru allar taggaðar með sama tagginu, nebblega Strútur 2007. [url=http://www.flickr.com/photos/robbik/tags/str%C3%BAtur2007/:3gby0ags][b:3gby0ags]Myndir frá Róbert.[/b:3gby0ags][/url:3gby0ags]
Síðan vil ég þakka öllum sem hafa sett myndir á netið, þær eru mjög skemmtilegar.
26.11.2007 at 09:44 #604380Já, hann ætlar að reynast erfiður, sannleikurinn. En ég skal laga þetta í myndasafninu Þengill.
Uppfært: get ekki breytt myndatexta.
Uppfært aftur: jú víst, ég gat breytt myndatexta, fann bara ekki leiðina að því í fyrstu tilraun.
26.11.2007 at 09:42 #604378Þetta er skemmtilegur ferðasöguþráður. Ég var greinilega heldur þreyttur í gærkvöldi þegar ég renndi yfir hann og þegar ég skautaði yfir nafnarugling og tíðnirugling skautaði ég greinilega yfir meiri rugling. Ég veit að breska heimsveldið hefur staðnað síðan Gandhi bauð því byrginn forðum, en að það hafi fest sig í brekku niður í móti og verið skilið eftir er álíka satt og að ár renni upp í móti, og að tíðnin sé 6,443MHz eða hvað það nú var
En upp Sléttjökul fórum við, og niður Botnjökul (skv. korti Landmælinga 1:250 000) með allt í rauða djöfuls botni. Ferðin gekk mjög vel allt þar til að við komum að lækjunum nær skálanum. Þar lentum við í smá brasi og máttu margir þiggja spottann, þar á meðal ég. Síðasta lænan var einna erfiðust og þegar yfir hana var komið var val um að fara í torfærubras til að komast síðustu 200 metrana að skálanum. Við útivistarfríkin ákváðum að labba á meðan aðrir brösuðu í lækjum og brekkum.
Eftir mjög góðan mat á laugardagskvöldið fóru ég, Magnum og Kristinn til baka og börðum klaka undan bílunum okkar og losuðum aðeins um þá. Það var hugguleg kvöldstund í fallegu tunglsljósinu hjá okkur.
Sunnudagsmorgunn rann svo upp, svona eins og morgnar gera oftast, og eftir morgunmat og skálafrágang var hafist handa við að koma bílum af stað. Einir tveir startarar voru stirðir, svolítið af dekkjum frosin föst, en allir komust af stað. Yfir árnar fórum við aftur, sumir með spotta, aðrir ekki. Rétt við Mælifell fór eitt dekk af felgu og var heilmikið bras að ná því undan þar sem allt var gaddfreðið. En dekkið komst á og var ferðin yfir Mælifellssand hin dægilegasta, alltént fyrir okkur sem ókum í förunum, en 44" GMC tók við af Einari í ruðningi þegar færið tók að þyngjast. Við Bláfjallakvísl batnaði færið og eftir brúna yfir Markarfljót við Mosa skánaði skyggnið. Við komum svo á Hvolsvöll um kl. 20. og þar lauk ferðinni svona formlega.
Ég setti örfáar myndir í myndasafnið, en á von á fleirum frá honum Róbert kóara, sem tók margar myndir, sérstaklega á laugardeginum í blíðunni. Set inn tengil á þær um leið og hann setur þær á netið.
Takk aftur fyrir mig.
25.11.2007 at 23:36 #604372Jæja, þá er maður kominn heim eftir nærri 11 tíma akstur í dag. Þetta var frábær ferð, bjart og fallegt í gær, blint og hvasst í dag. Set inn myndir á morgun eða hinn.
Takk fyrir mig og heimsveldið
Tryggvi
22.11.2007 at 21:52 #604252Mig langar bara að benda á að fyrsti flutningsmaður tillögunnar er stjórnarmaður í Norðurvegi ehf. Mér finnst þingmaðurinn vera á mjög gráu svæði og einfaldlega vera að byggja undir eigin atvinnustarfsemi með stuðningi fjölda þingmanna. Ályktunina sjálfa má finna hér: [url=http://www.althingi.is/altext/135/s/0021.html:1a34r0sz]Þingsályktunartillaga um uppbyggðan veg yfir Kjöl.[/url:1a34r0sz] Þar kemur meðal annars fram þessi frábæra tugga stjórnmálamanna að ekki þurfi að fjölyrða um gagnsemi vegarins. Mér finnst það nú eiginlega grundvallaratriði að menn fjölyrði um það og geti gert grein fyrir því hvernig þessi stytting á að styrkja byggðirnar. Þegar ég innti einn frambjóðanda Framsóknarflokksins eftir þessu í síðustu atlögu að Kjalvegi fékk ég þau svör að m.a. yrði hægt að fara á skíði í Kerlingarfjöllum. Hugmyndin eins og ég skildi hana var sem sagt að leggja veginn og sjá svo til hvort og þá hvernig hann myndi styrkja byggðirnar. Þess vegna geta þessir ágætu þingmenn, sem eru að styrkja fyrirtæki 1. flutningsmanns með tillögunni, ekki fjölyrt um gagnsemi vegarins.
22.11.2007 at 15:45 #602190Ég er algerlega sammála því að vel hefur verið staðið að undirbúningi. Ég er kominn með punktana og rútu í GPS hjá mér og sitthvað fleira. Ég sauð saman smá tékklista fyrir ferðina og ef einhver hefur áhuga á að fá hann er ekkert mál að hafa bara samband, tryggvimar (hjá) internet.is og ég sendi hann um hæl. Þessi listi er samsuða úr hinum og þessum listum sem ég hef notað í gönguferðum, rútuferðum og rjúpnaferðum og ekkert víst að hann henti öllum en það má þá sigta úr honum það sem menn vilja.
Kveðja
Tryggvi semerorðinnspenntur
16.11.2007 at 17:35 #602158Obbosí, ekki alveg sá besti á netinu greinileg, færslan kom tvisvar, hálfkláruð í bæði skiptin.
16.11.2007 at 17:35 #602156Jæja, þá er rétt rúm vika í brottför og spennustigið farið að hækka verulega. Ég er búinn að uppfæra kortið í GPS tækinu mínu og kaupa dráttarkrók, svona gulantil að binda tógið í, ef svo ólíklega vill til að einhver festi sig. Til stendur að setja spiltengi á bílinn í næstu viku og verð ég þá hugsanlega með spil í láni.
Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með langtímaspánni og óhætt að segja að hún komi manni stöðugt á óvart. Samkvæmt norsku spánni sem vísað er í hér að ofan hefur nú verið spáð alls konar veðri um næstu helgi, allt frá 3-4°C hita og mikilli rigningu, yfir í -12°C og snjókomu. Ég er að hugsa um að halda mig við spána eins og hún er núna, -12°C og bjart á laugardegi, -10°C og él á sunnudegi.
14.11.2007 at 19:02 #602126Eftir smá tékk á netinu sýnast mér spár benda til þess að dagana fyrir ferð, fimmtudag og föstudag, eigi að kólna. Sjá t.d. hér: [url=http://weather.cnn.com/weather/forecast.jsp?celcius=true&locCode=BIRK&zipCode=559255032857:3ft7y7eh][b:3ft7y7eh]CNN spá[/b:3ft7y7eh][/url:3ft7y7eh]
Svona löguðu verður náttúrlega alltaf að taka með fyrirvara en fyrir menn eins og mig með frekar háan nördastuðul hafa svona spár umtalsvert skemmtanagildi, þá sérstaklega að fylgjast með þeim breytast, sem gerist oft nokkuð ört.
13.11.2007 at 10:12 #602110Það var nú ekki erfitt að finna farþega, hann heitir Róbert Kárason.
13.11.2007 at 10:04 #602108Ég var að enda við að skrá mig. Þetta verður mín fyrsta ferð með 4×4, en ég á ennþá eftir að véla farþega með mér, get ég ekki skráð farþega síðar?
22.10.2007 at 23:43 #600726Fyrir utan það sem er komið fram hér að ofan þarf bíllinn líka að fara í svokallaða leyfisskoðun hópferðabíla. Það er gert á hefðbundnum skoðunarstöðvum. Hægt er að nálgast skoðunarhandbók hópbíla á vef vegagerðarinnar.
04.09.2007 at 16:49 #595968Heyrst hefur að eftir 50 ára framleiðslu séu Landróvermenn búnir að þróa hátæknilausn á meintum hitaskorti í Landróver og að það hafi verið ein ástæða þess að Ísafold valdi Defender:
[img:1zaypjx9]http://farm1.static.flickr.com/165/407808347_c0697745c4.jpg[/img:1zaypjx9]Sagt er að Comfort pills séu væntanlegar eftir önnur 50 ár.
Landróverkveðja,
Tryggvi Már
24.04.2007 at 08:40 #200182Góðan dag
Er einhver hér sem veit hvar hægt er að fá lánaða / leigða stóra kerru sem gæti tekið 20-30 reiðhjól. Ég er að fara í ferð með stóran hóp skólakrakka í Þórsmörk og sú hugmynd hefur komið upp hjá nokkrum þeirra að taka hjólin sín með og hjóla jafnvel hluta leiðarinnar.
Kveðja, Tryggvi Már.
16.02.2007 at 11:56 #579080Jæja. Ég hef fylgst svolítð með þessari umræðu um Kjalveg í fjölmiðlum og velti ýmsu fyrir mér sem Norðlendingur og Sunnlendingur. Einn punktur í þessa umræðu gæti verið breyting á heildarhæð leiðarinnar.
Skv. svolítið ónákvæmum mælingum mínum breytist hlutfall fjallvega á milli Akureyrar og Reykjavíkur úr u.þ.b. 14% leiðarinnar í u.þ.b. 46% Hæsti fjallvegur á núverandi leið er Öxnadalsheiði sem liggur í u.þ.b. 540 metra hæð en skv. gögnum Norðurvegar fer nýja leiðin hæst í 720 m. Þá velti ég því fyrir mér hvort hlutir eins og hálka og snjóþekja á vegum muni ekki draga úr ferðahraða sem dregur þá úr gildi styttingarinnar í km. Þessar tölur mínar eru hraðunnar með tölvukortum LMÍ og væri gaman ef mér fróðara fólk í landmælingum tæki að sér að reikna þetta hlutfall nákvæmlega út.
Eins hef ég verið svolítið gagnrýninn á málflutning Norðurvegar og fylgjenda vegarins um samfélagsleg áhrif á Norðurlandi og Suðurlandi. Í nýlegri grein Halldórs Jóhannsonar stjórnarformanns Norðurvegar var t.d. tekið fram að ekki þyrfti að ræða þau áhrif. En ég vil einmitt ræða þau því þau eru ein meginrök þeirra sem vilja leggja veginn. Að efla byggðir á Suðurlandi og Norðurlandi.
Tveir frambjóðendur Framsóknarflokksins á Suðurlandi, Bjarni og Eygló Harðar hafa farið mikinn á bloggvef mbl.is og kvartað yfir því að andstaðan við veginn sé runnin undan rifjum fólks í 101 Reykjavík sem vilji stöðva framþróun á landsbyggðinni. Þegar Eygló var hins vegar spurð nákvæmlega hvaða þróun gæti ekki átt sér stað án uppbyggingar á Kjalvegi fékk ég eftirfarandi svar: "Sjálf hef ég meiri áhuga á auðveldari flutningi á fiski á milli landshluta og almennt fólksflutningi á milli þessara svæða. […] Ég hef líka séð fyrir mér möguleika sem opnast fyrir að taka ferðamenn í skemmtiferðaskipum á land í Eyjum, ferja þá yfir í Bakkafjöru, og keyra síðan með þá yfir hálendið. Hugsanlega gætu skemmtiferðaskipin síðan tekið við þeim á Akureyri og siglt síðan áfram. Allt jafnvel án þess að eiga viðkomu í Reykjavík " (Sjá [url=http://eyglohardar.blog.is/blog/eygloh/entry/122244/#comments:gkhq08jc][b:gkhq08jc]alla umræðuna á síðunni hennar hér.[/b:gkhq08jc][/url:gkhq08jc] Þannig að við erum semsagt að tala um það að auka umferð trukka og stórra bíla um svæðið og draga þannig úr gildi Kjalvegar sem öræfasvæðis með tilheyrandi kyrrð, lágmarksvegalagningu og fjarlægð frá ys og þys bæjarlífsins. Ómar Ragnarsson hefur bent á það að hægt sé að gera bílinn vel færan fyrir rútur á svipaðan hátt og í Þingvallaþjóðgarðinum, með hámarkshraða í kringum 50 km/klst. Þá standa eftir fiskflutningar. Þannig að eins og umræðan í dag er það eini samfélagslegi ávinningurinn af veginum í málflutningi þeirra sem hæst hafa um mikilvægi þess að leggja veginn. Er það ekki frekar lítill ávinningur af því að fórna Kili undir hraðbraut? Nú vil ég ekki fullyrða að þetta sé eini ávinningurinn fyrir N-land og S-land en ég vil líka heyra rök fyrir því að samfélagsleg uppbygging í umræddum landshlutum krefjist þess að vegurinn verði lagður. Þau hafa ekki komið fram hingað til þanngi að ég hafi sannfærst.
Hins vegar vil ég hrósa Norðurvegi ehf. fyrir að opna þessa umræðu strax á frumstigi undirbúnings. Þannig gefa þeir öllum þeim sem áhuga hafa á að tjá sig um verkið að gera það áður en nokkrar ákvarðanir hafa verið teknar. Ég sé t.d. ekki Landsvirkjun fyrir mér í svona öflugri kynningarherferð á Skaftárveitu áður en ákvörðun hefur verið tekin og öll leyfi fengin
09.02.2007 at 11:07 #579848Sælt veri fólkið. Þetta er nú bara þriðja innleggið mitt á þennan vef en ég get bara ekki orða bundist um þessar hugmyndir Norðurvegar. Langaði bara að vísa á smá bloggfærslu sem ég skrifaði á [url=http://tryggvimar.blog.is:1orwfqhk][b:1orwfqhk]bloggið mitt[/b:1orwfqhk][/url:1orwfqhk] um þetta mál.
-
AuthorReplies