Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.10.2009 at 16:41 #659718
Ég prófaði aftur núna, og þá virkaði það. Annahvort hef ég ekki hakað við Resize möguleikana, eða þá að viðbótin sem ég þurfti að dánlóda í gær hefur ekki virkað fyrr en eftir endurræsingu á tölvunni.
Ég held að þetta sé margfalt fljótlegri leið til að setja inn myndir en á gamla vefnum, en gaman væri ef maður fengi alltaf beint nýjustu myndir þegar maður smellir á Myndaflipann. Myndir úr ferðum eru sennilega skemmtilegasti hlutinn af f4x4.is og það væri mikil synd ef ferðaglatt jeppafólk hætti að setja inn myndir. Það tekur smá stund að setja sig inn í þetta, en síðan virðist þetta vera nokkuð fljótleg leið til að setja inn myndir.
04.10.2009 at 21:14 #659702Mér finnst nú bara fínt að skoða myndir í þessu safni og leita í því. En…
Nú er ég búinn að reyna þrisvar sinnum að setja inn myndir, fer alveg eftir TFM og myndirnar eru bara svartar. Ég fékk meldingu um að það vantaði eitthvað applet dót til þess að minnka myndirnar, sótti það og setti upp skv. TFM en ekkert virkar…
Er hægt að fá skýringu?
27.09.2009 at 22:34 #659000Ég fékk þær fréttir áðan að það væri kominn snjór á þessa leið en ekkert sem 38" Landróver átti í vandræðum með. En það var alltént ekki sumarfæri þangað inneftir í dag.
23.09.2009 at 13:57 #658504Kærar þakkir fyrir þetta. Þessi útgáfa virkar. Ég þurftir reyndar að "uninstalla" nýjasta MapSource, keyra svo útgáfuna af disknum, og svo uppfærsluna sem þú vísaðir á, en þá virkar þetta og nú get ég skoðað skjalið um lokanir án þess að sætta mig við bjögun á kortinu.
Kveðja
Tryggvi Már23.09.2009 at 08:31 #206712Góðan dag
Ég gat ekki opnað fælinn með upplýsingum um lokanir í Ásahreppi í MapSource hjá mér og fékk meldingu um að útgáfan mín gæti ekki opnað hann. Þannig að ég sótti nýjustu útgáfuna. Þegar ég svo opna kortin þar eru þau öll bjöguð. Landið er allt teygt og hlutföllin röng. Hefur einhver hér lent í þessu eða kann einhverja lausn á þessu?
22.09.2009 at 08:06 #658018Hvar get ég nálgast umræddar tillögur frá Ásahreppi? Ég leitaði á vef hreppsins og umhverfisráðuneytisins og Vegagerðarinnar en fann þær ekki. Eru þetta gögn sem liggja frammi einhvers staðar til kynningar?
02.09.2009 at 10:05 #652394Má ég þá leggja til að skálinn verðu nefndur Rúdolf og fossinn verði nefndur Nafni. Þá er komið stutt og laggott nafn á hann með vísan í nefndan Rúdolf og geta þeir sem vilja kalla hann nafnlausan þá sætt sig við að nafnið hafi bara verið stytt.
03.05.2009 at 14:55 #646834Varðandi kompásinn sem þú segir að sé þveröfugur, þá þarftu að kalibrera hann til þess að hann sýni áttirnar rétt. Þetta þarf að gera reglulega og er lítið mál. Þú ýtir á Menu takkann á tækinu þegar þú ert með áttavitann opinn, velur Calibrate Compass, ýtir svo á Start og snýrð tækinu í tvo hringi, með tækið alveg lárétt. Þetta held ég að sé best að gera úti við, helst á opnu svæði. Þetta þarf að gera þegar þú skiptir um rafhlöður, og ég hef gert þetta þegar ég hef tekið eftir því að áttavitinn virkar ekki alveg rétt. Svo þarf líka að passa að tækið sé lárétt þegar þú notar áttavitann. Áttavitinn í tækinu er að mestu notaður þegar þú ert kyrr, því þegar þú ert á hreyfingu notast tækið frekar við GPS merkið til að ákvarða stefnuna. En þetta er eitthvað hægt að stilla og miklivægt að kynna sér vel leiðbeiningarnar.
15.04.2009 at 21:42 #204249Gott kvöld
Ég er að undirbúa gönguferð umhverfis Langasjó í sumar og var að velta því fyrir mér hvort einhver væri til í að deila upplýsingum um það hvernig sambandi við endurvarpa væri háttað þar. Ég verð með 5w handstöð á göngunni og var að velta fyrir mér hvort maður næði sambandi við annað hvort endurvarpa 42 sem ansi margir á Fjallabaki hlusta á á sumrin, eða einhvern annan „vinsælan“ endurvarpa á þessu svæði.
Með fjarskiptakveðju
Tryggvi Már, R-400724.02.2009 at 20:52 #203904Ég var að velta því fyrir mér hvað manni er óhætt að geyma olíu á brúsum lengi. Ég birgði mig upp í sumar, en þurfti ekki að nota alla brúsana. Er mér óhætt að setja olíuna bara beint á bílinn?
Kveðja
Tryggvi Már24.10.2008 at 08:34 #631544Það má vera að einhverjir elski svona fréttir og finnist þær ekki mjög merkilegar. Fyrir þá sem eiga leið um þetta svæði, ekki síst fyrir þá sem ganga á fjallið, er samt nauðsynlegt að vera meðvitaður um að þrýstingur undir fjallinu er nú þegar orðinn meiri en hann var fyrir gosið 2000 skv. mælingum jarðeðlisfræðinganna. Áhyggjur þeirra hljóta líka að vera raunverulegar því skv. frétt í Mogganum í gær stendur til að semja við Vodafone um sjálfvirka sendingu aðvarana í alla GSM síma sem eru í nágrenni við fjallið. Með því móti væri hægt að senda SMS á alla sem eru á ferðinni í grennd við fjallið og segja þeim að koma sér í burtu. Aðdragandi Heklugosa er mjög stuttur eins og sjá má á þessum vef [url=http://hraun.vedur.is/ja/heklufrettir.html:2qvowd6z]hér[/url:2qvowd6z]. um gosið sem varð árið 2000. Þar kemur m.a. fram að fyrstu merkja um að gos væri að hefjast hafi fundist um kl. 17.20, en gosið sjálft hófst kl. 18.17. Þar sem fjallið og nágrenni þess er mjög vinsæll viðkomustaður ferðamanna ættum við ekki að gera lítið úr þessari hættu og sennilega þakka fyrir að vel er fylgst með fjallinu.
23.10.2008 at 15:42 #631640Það er af nógu að taka í þessum bransa. Ég tek undir það með Þórði, öll leyfi þurfa að vera til staðar, leigubílstjórapróf, hópferðaskoðun á bíl, hópferðaleyfi og ferðaskipuleggjandaleyfi. Þannig að ég er ekki inni í myndinni þar sem ég er ekki að selja ferðir sjálfur. En það eru fjölmargar ferðaskrifstofur sem selja svona ferðir. Ef þú gúgglar super jeep tours iceland ættirðu að finna flesta sem eitthvað kveður að í bransanum. Í fljótu bragði man ég eftir nokkrum aðilum til viðbótar við þá sem eru nefndir hér að ofan: Iceland Rovers, Mountain-Taxi, Mountaineers of Iceland, A-tours, Nature Explorer, Snæland Grímson, Iceland on track. Svo er það bara gúggl þar til þú finnur það sem þig vantar. Svo eru a.m.k. tvö fyrirtæki með self-drive í bransanum, bílaleigan Ísak, sem tengist ferðaskrifstofunni Ísafold og skrifstofa sem heitir Safaris.is.
05.08.2008 at 17:24 #202744Góðan dag
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver væri á leiðinni í Hrauneyjar á laugardagskvöldið næsta eða snemma á sunnudagsmorgun sem gæti tekið mig og reiðhjólið mitt með sér. Ég fékk þá snilldarhugmynd í kreppunni að hjóla úr Nýjadal til Akureyrar en það gengur engin rúta beint úr RVK í Nýjadal. Hins vegar gengur rúta úr Landmannalaugum um Sprengisand sem hægt er að taka kl. 9.45 í Hrauneyjum og mig langar afskaplega mikið til þess að ná þeirri rútu með einhverjum ráðum. Ég tek að sjálfsögðu þátt í eldsneytiskostnaði.
Þetta er sennilega nokkuð langsótt ósk, en það sakar varla að reyna.
Kveðja,
Tryggvi Már, R-400715.07.2008 at 16:28 #626084Sæll
Hvenær verðið þið á ferðinni þarna. Ég verð á þessari leið í byrjun næstu viku.
Kveðja
Tryggvi Már12.06.2008 at 08:39 #624284Skv. vef vegagerðarinnar er búið að opna inn í Landmannalaugar, úr Hrauneyjum, Dómadalsleið og upp úr Skaftártungum. Jibbi skibbí jei, og það er ekki einu sinni kominn 17. júní.
Enn er allur akstur bannaður á Syðra-Fjallabaki.
06.05.2008 at 09:42 #622246Sælir
Takk fyrir að benda mér á nýjustu útgáfu laganna, gott að hafa þetta svona í heild sinni.
Ég er sammála því að með vísan til þeirrar breytingar sem gerð var í fyrra er hægt að búa til vafa um atkvæðisrétt landsbyggðardeilda á aðalfundi. Ég, sem ekki var á þeim fundi, get hins vegar ekki séð þann vafa með vísan til þeirra laga sem nú gilda í klúbbnum.
Ég er hins vegar sammála því að klúbburinn ætti að taka af allan vafa um atkvæðisrétt með því að setja inn klausu í 3. greinina um að rétti til setu á aðalfundi fylgi atkvæðisréttur. Þannig að allt sé klárt í þeim efnum og að svona uppákomur endurtaki sig ekki.
En það er kannski aðeins of snemmt að leggja fram lagabreytingatillögur fyrir aðalfund 2009 núna
Með kveðju
Tryggvi Már, sem hlakkar til löglegra fjallaferða í sumar06.05.2008 at 08:59 #622238Mig langar aðeins að tjá mig um þessa umræddu 19. grein laganna sem nefnd var á aðalfundinum og er enn að dúkka upp hér. Miðað við fundargerð fundarins í fyrra var fellt út ákvæði sem segir að allir félagsmenn hafi jafnan atkvæðarétt á aðalfundi.
Eftir stendur 19. grein laganna, í kaflanum um landsbyggðarfélög svohljóðandi:
19. grein.
Öllum félögum er heimill aðgangur að almennum fundum, hvar sem er á landinu. Þeir
hafa málfrelsi og tillögurétt á þessum fundum, en eingöngu atkvæðisrétt hjá sinni
heimadeild.Hér er skýrt tekið fram að verið er að tala um almenna fundi landsbyggðadeilda en ekki aðalfund móðurfélags. Þannig að hér er ekkert sem bannar félögum úr landsbyggðardeildum að greiða atkvæði á aðalfundi móðurfélagsins. Ef það hefði verið vilji fundarmanna í fyrra hefði þurft að setja inn ákvæði um það að einungis félagar í Reykjavík hefðu atkvæðisrétt á aðalfundi. Ef slíkt ákvæði væri inni, ætti það að vera í kaflanum um félagsfundi en ég gat ekki fundið neitt slíkt ákvæði í þeim kafla, og í raun ekkert ákvæði um það hverjir hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Nefnt er hér að ósamræmi sé milli þessarar 19. greinar og 3. greinar laganna sem er svohljóðandi:
3. grein.
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Hann skal haldinn árlega í maí
mánuði.
Fundurinn skal boðaður félagsmönnum skriflega með minnst sjö daga fyrirvara og með
auglýsingum í blöðum. Í fundarboði skal greina fundarefni svo og allar tillögur, sem
ætlast er til að bornar verði undir atkvæði. Rétt til setu á aðalfundi hafa einungis þeir sem
hafa staðið full skil á gjöldum til félagsins.Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki ósamræmið, því hér er einungis sagt að allir þeir sem borgað hafa sín gjöld mega sitja aðalfund og engin ákvæði hér sem takmarka rétt landsbyggðarfólks til þess að greiða atkvæði.
En nú langar mig til þess að benda á að undir liðnum Fróðleikur -> Fundarskrár er útgáfa af lögum félagsins frá 2004, en ekki nýjasta útgáfa þeirra. Það finnst mér frekar bagalegt að ekki sé hægt að finna nýjustu heildarútgáfu laganna á vef félagsins.
Annars ætti maður að vera á fjöllum, en ekki liggja yfir einhverjum lagabókstaf.
Kveðja
Tryggvi Már02.05.2008 at 09:15 #621720Takk fyrir svörin, framboð mitt til að taka þátt í blaðaútgáfu stendur, og fari svo að upplýsinganefnd verði stofnuð upp úr ritnefnd og vefnefnd, mun ég einfaldlega bjóða þeirri nefnd aðstoð mína við þann þátt nefndarstarfsins sem snýr að útgáfu blaðsins. En vefstörfin læt ég vera.
Kveðja
Tryggvi Már02.05.2008 at 08:14 #621712Góðan og blessaðan
Mig vantar bara að vita hvað verður um framboð til nefnda sem hugsanlega verða lagðar niður/sameinaðar öðrum nefndum. Ég bauð mig fram í ritnefnd til þess að koma að útgáfu Setursins. Ég hef ekki áhuga á að koma að vefvinnu en samkvæmt lýsingu á starfi upplýsinganefndar liggur vinnan fyrst og fremst í því að ritstýra vefnum en ekki riti á pappír. Er ekki öruggt að verði breyting á nefnd, fellur framboð sem sett kemur fram, áður en breytingin er lögð til, sjálfkrafa niður?
Kveðja
Tryggvi Már15.04.2008 at 23:30 #619828Ég hef áhuga á að taka svolítið virkari þátt í starfi klúbbsins og býð mig fram í ritnefnd. Tryggvi Már Gunnarsson, R-4007.
-
AuthorReplies