Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.12.2005 at 23:33 #529176
Ég er búin að vera með Hiclone í mínum Patrol 2,8 í rúmlega ár. Búin að vera á sömu dekkjum og felgum og verið að aka í alla staði á sambærilegan hátt. Ég hef skrifað niður þegar ég tek olíu í hvert skipti ekna kílómetra og magn af olíu. Þetta er ég búin að yfirfara og það eru á bílinu 2,5-3,5 lítrar sem hann er að fara með minna af eldsneyti að jafnaði heldur en hann gerði. Túrbínan var að koma inn í kringum 2100 sn/min en kemur nú inn við 1800 sn/min. Togið hefur aukist og finnur maður það vel á gilinu hérna fyrir norðan. Nú rennur maður upp á 3 gír (ekki með lækkuð hlutföll) sem maður gerði ekki áður nema með harmkvælum. Athugið eitt af því að menn eru að tala um þrengingu í loftrörinu. Leiðiskóflur í gufutúrbínum gegna svipuðu hlutverki það er að beina gufuþrýstingi undir réttu horni inn á hverfilhjólið. Það er það sem Hiclone gerir að það er búið að koma loftinu á snúning og það léttir túrbínuni störfin að þurfa ekki að höggva í loftið þvert á stefnuna sem loftið er að streyma í átt að hverfilhjóli túrbínunar. Semsagt þessi þrenging sem þetta veldur yfirvinnst með aukinni fyllingargráðu túrbínunar. Ég er búin að setja svona í nokkra bíla og það hefur engin vilja skila þessu. Menn spyrja hvers vegna þetta sé ekki komið í allar vélar. Má maður þá spyrja á móti af hverju eru margir já ótrúlega margir að hanna soggreinar og sogport sem eru ferköntuð? Það er þekkt í streymisfræði að rör eða sívöl port eru öllu betur til þess fallin að flytja hina ýmsu miðla. Öll Glussakerfi væru gerð úr prófílrörum ef það hentaði betur. Lofkældar Deutz vélar eru með sambærilegum búnaði á bak við viftuna, verkfræðingar Deutz halda fram að það auki kæliafköst sama blásara. Ég er ekki tilbúin í að skila mínu. En ef menn spyrja af hverju eru ekki allir með hiclone þá má eins spyrja afhverju eru ekki allir bílar með sverara púst og k&n loftsíu? En ekki vantar að þeim búnaði sé hampað. Ég hef sett Hiclone í einn mótor sem menn sáu ekki merkjanlegan mun og var sú vél með aflöngum ferköntuðum sogportum þannig að áhrifana gætti ekki. Mæli semsagt með Hiclone þar sem þú getur skilað því eftir 30 daga kjósir þú það.
29.11.2005 at 23:49 #534158Ef EGR ventillinn er ekki tengdur þá verður eyðslan ekki meiri miðað við venjulegan akstur. Munurinn er sá að þú getur kanski séð meiri svartan reyk úr bílnum. En ef EGR ventillinn lekur þá getur eyðslan farið upp. Einnig hefur maður séð inn í soggreinar á vélum þar sem EGR ventillinn er tengdur, og þær hafa stundum verið orðnar mjög proppaðar að innan og þannig heft til muna loftflæði inn á vélina.
28.11.2005 at 23:06 #534150Ég er með Patrol 1992 á 38 tommu dekkjum og með orginal hlutföll. Ég hef frá því að ég keypti bílinn alltaf skrifað hve marga kílómetra ég hef ekið á tanknum. Kílómetrastaða þegar ég keypti bílinn var hann ekin 226.298 km en er komin í 272.000 km núna. Ég hef mest komið bílnum upp í 19,3l/100 km og minnst í 12,03l/100 km. Innanbæjar á Akureyri um vetur hefur meðaleyðsla verið 14-15 l/100 km. Svo hefur maður lent í miklum mótvind með mikinn farangur o.þ.h. að þá hefur eyðslan farið upp og kanski upp í 16-17l/100km. Svo er eitt sem ég tek mjög vel eftir er að ef ekið er með lítinn loftþrýsting í dekkjunum þá fer eyðslan fljótt upp. En mér finnst að 22l/100 km sé allt of mikil eyðsla. Veistu hvort það er búið að skrúfa upp olíuverkið? Hefur verið farið í spíssa? Hefur verið skipt um tímareim og olíutími stilltur upp aftur? Er leki á lofthliðini frá túrbínu? Kemur svartur reykur frá pústinu? Er egr ventillinn í soggreinini í lagi eða er búið að blinda hann? Er wastegateventillinn á túrbínuni í lagi? Er orginal pústkerfi undir bílnum? Þá gæti hljóðkútur verið orðin hálf stíflaður hef lent í því í nokkrum bílum(ekki bara Patrol). Þetta eru nokkur atriði sem geta haft áhrif á eyðslu. Vona fyrir þína hönd að þú náir eyðsluni niður.
24.11.2005 at 23:25 #533808Það ættu menn ekki að gera nema með mikilli varúð og þá helst að hafa öryggisloka sem blæs út. Það eru dæmi um að vélar hafi sveifarásbrotnað þegar boostið fer upp úr öllu valdi. Einnig verður mikið álag á stangarlegur og heddpakningar.
23.11.2005 at 23:35 #530964Það má ekki gefast upp strax. Það verður að reyna að auglýsa þetta meira. Mér finnst verst að myndin af bílnum er ekki alltaf á forsíðuni. Er ekki hægt að fá hana upp á forsíðuna í einhvern lengri tíma??? Maður veit að það eru margir að skoða þessa síðu sem eru ekki félagar og þegar þessi umræða er komin á aðra eða þriðju síðu þá koma klárlega færri til með að sjá þetta.
23.11.2005 at 23:31 #533802Það þarf ekki að bæta mikilli olíu við olíuverkið til að ná túrbínuþrýstingnum upp í ca 1 bar. Á olíuverkinu er membra sem tengist við ferskloftshlið túrbínunar og gefur þannig aukið olíumagn þegar þrýstingur fer upp. Nú er það svo að ég er búin að prófa þetta í nokkrum bílum og allir hafa þeir verið að opna Wastegate ventilinn í kringum 0,5 bar þrýsting. Ef þú setur stífari gorm í wastegate ventilinn þannig að hann opni við ca 1,0 bar þá fylgir olíuverkið með á eftir. Einnig hef ég kannað við hvaða þrýstingi öryggislokinn framan á soggreininni er að opna og það hefur verið í kringum 1,2 bar. Að mínu mati er ekki ráðlegt að fara upp fyrir 1 bar. Þeir bílar sem ég hef hækkað túrbó þrýsting hafa menn verið ánægðir með aflaukningu og það sem meira er að vélaranr hætta að mökkreykja við álag. Þannig að ég vill meina að air fuel ratio ventillinn í olíuverkinu geti koverað 1 bar. Ætli menn hins vegar hærra en það þarf að fara að skrúfa upp olíu á verkinu.
23.11.2005 at 22:54 #533436Best er á SD 33T að nota 10w-40. Það sem er líka við 15w-40 er að þegar startað er í gang fyrir neðan 0°C þá er hún mun lengur að komast á smurstaði heldur en 10w-40 og þar af leiðandi lengur að ná upp þrýstingi. Vélaframleiðendur á Dieselvélum í dag almennt ráðleggja ekki notkun á 15w-40 olíum nema umhverfishitastig sé +15°c eða hærra allt árið. Það sama gildir um vörubílsmótora og það eru ekki margir sem keyra vörubílsmótora á 15w-40 í dag, 10w-40 og 5w-30 er það sem menn eru farnir að nota. Mekaniskan smurmæli getur þú nálgast í Barka eða Landvélum. Þú þarft að fá nippil fyrir 1/8 rör snitti (minnir mig) og slöngu á milli sem er olíuþolin. gangi þér vel.
23.11.2005 at 01:08 #533190"which means the fuel will, theoretically, burn more completely in the combustion chamber. Trouble is, there’s a lot of intake tract" . Ég skil ekki hvernig eldsneytið á að brenna betur fræðilega ef það vantar loft með. Maður lærði snemma að til að bruni gæti átt sér stað þá þyrfti O2 eða súrefni. Það sem ég hnýt um þarna er að ef eldsneytið brennur fræðilega séð fullkomnum bruna þá er greinarhöfundur PM komin í 360°. Fullkomin bruni þýðir ákveðið hlutfall á mylli eldsneytis í kg og lofts í kg. Lambda gildi fyrir fjórgengis bensínvélar er t.d. 14,7:1 sem þýðir að til að brunin verði sem fullkomnastur fræðilega séð þá notar vélin 14,7 kg af lofti á móti einu kg af eldsneyti. Bara smá pæling.
22.11.2005 at 21:25 #532498Ég hef nokkra reynslu af þessu í vörubílunum. Það sem maður tekur mest eftir þar er að þeir sem nota fýringarnar mest, eru sjaldnast með vandamál í þeim og gildir þá einu hvor tegundin er W eða E. Þó er til í dæminu að það er munur á milli týpa frá sama framleiðanda eins og gengur. Við vorum með til dæmis eina gerð af fýringum í SCANIA sem var frá Webasto og reyndist ekki vel. Alltaf verið að skipta um glóðarpinna og eldhólf. Svo í næsta módeli á eftir kom ný týpa einnig frá Webasto og reyndist hún milku betur. Bara svona smá innlegg til þín Elli og vona að þér komi til með að líka vel við Eberspacher fýringuna.
22.11.2005 at 21:06 #533424Ég hef lent í því að bilun var í rafmagnslúmi fyrir mælinn. Það er rétt að það er ekki sami skynjari fyrir ljós og mæli. Venjulegur smurrofi fyrir ljós gefur samband í jörð þegar þrýstingur lækkar niður fyrir 0,9-1,0 bar (1 bar = 1,02 kg/cm2). Til að vera pottþéttur er gott að setja mekaniskan mæli á þrýstiportið fyrir smurmælinn og skoða hvað gerist. Það er öruggt að vélin smyr nóg þar sem hún myndi bræða fljótt úr sér ef ekki væri nægur þrýstingur. Því næst myndi ég mæla vírana frá skynjarnum og upp í mælaborð. Það er alltaf skemmtilegra að hafa smurmæla í lagi.
kveðja að norðan.
20.11.2005 at 23:05 #533176Sælir
Hiclone virkar mjög vel í Galloper og Pajero. Það ásamt sverara pústi myndi fríska svona bíl mikið. BJB er að smíða gott púst fékk svoleiðis í Patrol sem ég á og þetta smellpassaði í bílinn eins og orginal væri.
Kveðja
20.11.2005 at 18:03 #533206Sæll Benni.
Það getur verið að skekkjan sé inni í maskinuni. Ef þú hefur ekki tekið hana í sundur til skoðunar þá er möguleiki á að skekkjan leinist þar. Snekkjan sem brotnaði hjá Gauta á 44 tommu Crusernum var einnig snúin að innan verðu. Við tókum hana sundur til að skipta um í henni og þá sá maður það.
07.11.2005 at 01:09 #530908Sælir. Slæmt að ekkert hefur spurst til bílsins. En ég mundi biðja ykkur að ath eftirfarandi:
Bílnúmer-Gæti verið komið annað númer á bílinn
Þau einkenni sem gera bílinn þekkjanlegan geta öll verið farinn. Þannig var í mínu tilfelli að það var nánast ógjörningur nema fyrir mig að þekkja bílinn þegar minn bíll fannst. Allt sem einkenndi bílin var farið af honum. Þannig að allir rauðir Patrolar með þessu boddýi liggja undir grun. Ég er viss um að ef að frambrettið sem vantaði á minn bíl hefði verið á honum hefði verið erfitt að þekkja hann. Búið var semsagt að fjarlægja allt sem gerði bílinn þekkjanlegan. Skoða alla rauða Patrola þó þeir séu með öðru númeri. Ef eigandinn getur bennt á eitthvað sérstakt sem hann man eftir gæti það hjálpað. T.d. þá var búið að laga eitt ljósagler á mínum bíl með silikon kítti og það væri merkilegt ef það væri nákvæmlega eins á öðrum svona hvítum bíl. Verum vakandi ef við sjáum Rauðan Patrol með eldra laginu. Þessum mönnum sem gera svona er nefnilega trúandi til að gera hvað sem er og það er kanski ekki tiltökumál fyrir þá að skipta um númeraplötur á bílnum og setja jafnvel stolnar plötur.Kveðja að norðan og vonandi finnst bíllinn:
04.11.2005 at 17:44 #528484Ástæðan fyrir því að það var "bara" leitað á höfuðborgarsvæðinu er eftirfarandi. Sá sem tók bílinn tók á hann olíu á leið til Rvíkur, hann mætti moggabílnum í Húnavatnssýslu, hann henti barnabílstólum úr bílnum sem voru skráðir hjá vís við hringtorgið við Hvalfjarðargöng. Það hringdu margir í mig úr Rvík sem sögðust hafa séð bílinn í Rvík. Þegar þessar vísbendigar eru skoðaðar væri þá ekki svolítið skrítið að leita á Þórshöfn eða Neskaupstað???. Hafandi í huga allar þessar upplýsingar ásamt því að löggann giskaði strax á hver væri að verki þar sem handbragðið var með þeim hætti sem raun bar. Sjálfur fékk ég um 8 eða 9 hringingar um að sést hefði til bílsins í umferðini í Reykjavík ásamt lögregluni.
Kveðja að norðan.
03.11.2005 at 23:07 #530888Það er mín reynsla að það sem virkar best er að koma sem flestum auglýsingum á stað í svona leit. Ég varð sjálfur fyrir þessu þann 03-10-05. Og það er merkilegt að þetta gerist líka 03-11-05. Það sem ég gerði var að sjálfsögðu kærði ég þetta til lögreglunar og verð ég að segja að þeir unnu mjög gott starf. Einnig leitaði ég sjálfur að bílnum og auglýsti á öllum netmiðlum, Fréttabalðinu, DV og Morgunblaðinu. visir.is og mbl.is. eða alls staðar sem mér datt í hug. Talaði við flugskólana þar sem þeir eru að fljúga yfir Reykjanes Hellisheiði og fleiri staði. Talaði við öryggismiðstöð Íslands ásamt Securitas og leigubílastöðvarnar. Ég fékk nefnilega strax símhringingar um að bíllinn hefði verið í umferðini í Reykjavík. Það er nú tilfellið að það er erfiðara að fela svona tæki á minni stöðum úti á landi það er alveg klárt mál. Strákar verum með opin augun og sendum sms og tölvupósta á alla sem okkur dettur í hug.
Kveðja að norðan
-
AuthorReplies