Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.02.2006 at 22:55 #541726
Þegar skipt er um olíuverk sem er stjörnuverk eins og er í Patrol þá þarf að tíma verkið inn með slagklukku ef menn ætla að fá tímann alveg réttan, en það er lykilatriði til þess að vélin vinni sem best. Þetta er gert með spesverkfærum þ.e. stykki sem skrúfast í verkið í miðjuni (boltinn sem er í miðjum hausnum tekin úr þ.e. á milli spíssarörana) og þangað gengur inn pinni sem tengist svo við slagklukku í hinn endann og mælir hann liftingu á dælustimpli. Þetta er allt að finna í viðgerðarbókum fyrir vélina. Ef þú átt slagklukku og ef þú átt þetta spesverkfæri þá er þetta ekki mikið mál. Annars myndi maður ráðleggja mönnum að fara á dieselverkstæði t.d. framtak eða vélaland.
Gangi þér vel með þetta.
23.01.2006 at 20:33 #539976Þetta hljómar eins og um brunna díóðu sé að ræða. Einnig myndi ég prófa að mæla hvort um spennufall er að ræða á plús eða mínus hlið. Ef þú ert með rafmagnsmæli getur þú tengt hann við plúspól á alternator og plúspól á rafgeymi þarna ætti ekki að vera meira en 0,1-0,2 Volt. Ef þú tengir svo mælinn við mínuspól á rafgeymi og hinn endan á mælinum beint á hús alternatorsins og færð einnig 0,1-0,2Volt er það öruggt að bilun er í alternator. Ef þú færð hins vegar 4Volt á milli mínuspóls á rafgeymi og frá húsi alternatorsins þá er jarðsamband einhverstaðar á leiðini ekki í lagi. Sama gildir um plúshliðina. Hef sjálfur komið að svona bilunum þar sem sambandsleysi var á tengjum. Hef einnig lént í því að fá spennufall upp á 2-3 volt í pólskó rafgeymis. Hins vegar er það rétt sem lýst var að ofan að þegar glóðarhitunin er að koma inn eftir að sett er í gang verður töluvert spennufall. Gangi þér vel að finna þetta.
12.01.2006 at 18:31 #538456Ég hef rekið mig á að það stendur oft ekki í hvaða styrkleikaflokki boltarnir eru. En þeir sem eru merktir eru undantekningarlaust merktir 10.9. Hef séð þetta bæði í stórum og smáum bílum.
kveðja
04.01.2006 at 01:38 #537784Sælir. Ef þú ert að leita að álprófílum og samsetningum fyrir það, þá veit ég að járnsmiðjan Varmi á Akureyri hefur selt svona búnað frá 1980 og eitthvað. Þannig að þetta er örugglega til fyrir sunnan líka t.d. Málmtækni, Héðni eða Sindra.
26.12.2005 at 14:10 #537110Þeir eiga eitthvað til í Aukaraf. Hef sett svoleiðis í og er það frekar einfalt.
16.12.2005 at 00:08 #536090Það eru til barkar með heilofnum vír í til dæmis eins og notað er á blautpúst á bátavélum. Einnig eru svona soghosur í mörgum gerðum tækja með vír í þ.e. soghosur. Barkinn sem er á myndini fyrir ofan er lofræstibarki og þar er gúmmíið mikið þynnra. Veggþykkt á svona sogbörkum er um 4-5 mm. Hins vegar er þetta svo nálgt afgasgreininni að það gæti valdið vandamálum. En þetta rör sem ég á getur HÞH fengið ef hann vill. Þú getur hringt í mig eða sent mail og ég sendi þér rörið.
kveðja
15.12.2005 at 22:34 #524550Þetta er alveg rétt hjá EIK. Vatnskassar hafa mislangan líftíma og fer það mikið eftir því í hvaða ásatndi frostlögur/kælivatn hefur verið. Það er nefnilega ekki út í bláloftið þegar talað er um að skipta eigi um frostlög á tveggja ára fresti (gildir um þennan blá glycol frostlög ekki langtímafrostlög) það er vegna þess að þá missir frostlögurinn tæringarvörn en ekki endilega frostþol. Maður hefur séð vatnskassa sem er fimm ára gamall og hann var ónýtur. Ef heddpakkning fer þá aukast útfellingar í vatnskassa. Ef menn eru í vafa þá er hægt að fá í flestum apótekum strimla til að mæla pH gildi. Þetta er gert á skipavélum t.d. til að sjá hvort bæta þurfi tæringarvörn í kælivatni. En nýtt element getur breytt mjög miklu ef menn eru með gamlan vatnskassa. Svo gæti verið munur á vatnsdælum í 2.8l og 4.2l vélunum.
15.12.2005 at 22:22 #536086Ef þú ert að meina sogrörið fyrir túrbínuna sem liggur upp í loftsíuhúsið, þá á ég svona rör. Þetta rör er með gúmmífóðringu að innanverðu á þeim stað sem að kemur upp á flansinn á túrbínuna. Ég mæli með að rörið sé notað þar sem það liggur ekki svo langt frá pústgreininni og svona barki eins og þú ert að spá í gæti þolað hitann illa. Þetta rör sem ég á er í góðu lagi og þegar ég setti Snorkel á bílinn þá kom annað kit þarna á milli. En þú getur athugað í Barka eða Landvélum hvort þeir eigi heppilegan barka í þetta. En það gæti verið gott að barkinn væri með járngormi í svo að hann sogist ekki saman þegar hiti verður undir húddinu, ef þú villt setja barka í þetta. Hitaþolin barki er kanski til sem passar í þetta hjá þér. Gangi þér vel með þetta.
15.12.2005 at 21:06 #536078Venjulega eru boltar í pústgreinum betri í gæðum heldur en 8.8 boltar. Algengt er að vélarframleiðendur noti 10.9 bolta í pústgreinar. Ef þetta er patrol hjá þér myndi ég endurnýja alla boltana. Þeir sem ég þekki og hafa notað snitteina hafa af einhverjum orsökum oft verið að herða á þessu og tala um að boltarnir hjá þeim séu að losna. Ég hef ekki lent í því með orginal bolta. Pinnbolta ættir þú að geta fengið í Fossberg, Sindra(þeir keyptu Ísbolta minnir mig) Ísól og einnig í umboðinu. Þá gæti vel verið að svona boltar séu seldir í Vélalandi eða Kistufelli. Pinnboltar eru betri en snittteinn að því leiti að þá er brjóst á boltanum sem gengur ekki inn í heddið og ef boltinn brotnar þá er möguleiki á að brjóstið standi út úr heddinu og því auðveldara að losa brotin bolta. Gangi þér vel.
15.12.2005 at 01:23 #536028Með réttum upplýsingum það er mitt mat.
15.12.2005 at 01:11 #531138Mér finnst gæta svolítils misræmis í því hvernig tekið er á málum manna sem stela peningum af fólki eða þá þeim sem stela bílum eða öðrum lausafjármunum. Ef þið lesið fréttir liðinar viku kemur fram að maður sem stal peningum í gegn um heimabanka fólks var hnepptur í gæsluvarðhald í nokkra daga. Maður sem stal þremur bílum að verðmæti ????? er frjáls maður þegar hann hefur játað og getur hafist handa við þessi störf sín um leið aftur. Maður hefur lesið dómasöfn þar sem menn með mörg mál á bakinu og eru kanski á skilorði er ekki gerð sérstök refsing bara af því að hann hafði svo mörg mál. Maður var tekin hér á Akureyri um síðustu verslunarmannahelgi ölvaður og próflaus og með langan sakaferil að baki og var ekki gerð sérstök refsing. Verður það ekki eins í okkar tilfelli???
15.12.2005 at 00:26 #531128Sælir félagar. Ég lenti í því að bílnum mínum var stolið. Það er spurt hvort að það séu myndir af þessum bílum hér á netinu þá var ekki mynd af bílnum mínum hér fyrr en honum var stolið. Þá var sett sambærileg auglýsing inn á síðuna og fyrir þennan bíl, og kann ég klúbbnum mínar bestu þakkir fyrir hjálpina. Ég er hins vegar búinn að setja mynd af bílnum inn á netið núna með nokkrum upplýsingum.
15.12.2005 at 00:24 #535856Sælir félagar. Ég lenti í því að bílnum mínum var stolið. Það er spurt hvort að það séu myndir af þessum bílum hér á netinu þá var ekki mynd af bílnum mínum hér fyrr en honum var stolið. Þá var sett sambærileg auglýsing inn á síðuna og kann ég klúbbnum mínar bestu þakkir fyrir hjálpina. Ég er hins vegar búinn að setja mynd af bílnum inn á netið núna með nokkrum upplýsingum.
14.12.2005 at 23:41 #524534Ef menn eru með þrýstikerfi það er með tappa sem heldur uppi þrýstingi á kerfinu þá má vatnskassinn vera neðar en efsti punktur vélar eða miðstöðvar. Það sem þarf hins vegar að gæta að er að það séu lofttappar á hæstu punktum og einnig á stöðum sem eru miklar lykkjur á. Á Patrol 2,8 er lofttappi á efri vatnshosuni og einnig er lofttappi við miðstöðvarelementið sem er aftur í bílnum ef hann er útbúinn með því.
14.12.2005 at 23:27 #196866Sælir félagar. Mér hefur dottið í hug að það gæti verið gott að menn verði að vera skráðir notendur og já ég meina með öllum upplýsingum þ.e. kennitölu réttu nafni og símanúmeri, til þess að geta verið hér á spjalli og sett inn auglýsingar. Þannig var þetta t.d. á http://www.geirinn.is. Ef menn fóru inn á síðuna sáu þeir einungis forsíðuna og ef menn vildu halda áfram kom síða sem á stóð. „ÞÚ VERÐUR AÐ VERA SKRÁÐUR NOTANDI TIL AÐ KOMAST INN Á SÍÐUNA“ Mér finnst að þetta væri eitthvað sem vert væri að skoða. Um framkvæmd á svona þekkir vefnefnd kanski betur til og þá hvort þetta er mögulegt.
Kveðja að norðan
14.12.2005 at 00:50 #535880Sælir. Það væri bara mjög gaman að skreppa í þennan túr. Sá síðasti var góður og ég ætla að skoða dagatalið hjá mér með þetta.
kveðja Bjössi
14.12.2005 at 00:26 #531034Þetta eru afar góðar fréttir fyrir eigandann þó svo að það þurfi eitthvað aðeins að skrúfa í bílnum til að koma honum í samt lag, þá verður hann allavega með sinn bíl aftur. Óska eigandanum til hamingju og vona að það náist það sem upp á vantar í báða bílana þar sem þetta var sami aðili og tók þennan svarta. Ég lenti í þessu 3 okt og var viku að finna minn bíl. Er núna að verða kominn með hann í samt lag. Ég fékk þó aldrei frambrettið brettakantinn eða símstöðina. Einnig hefur annað lauslegt sem var í bílnum ekki skilað sér svo sem NMT símstöð vatnsheldur vinnukuldagalli (neyðargalli) ásamt verkfæratöskum. En hvað um það til hamingu með að vera búin að endurheimta bifreiðina.
Kveðja að norðan.
11.12.2005 at 23:03 #531016Þessu setti fylgdu 2 lyklar að herlegheitunum. Það á hins vegar eftir að skipta um settið í þessu verði. Skipti sjálfur um í mínum bíl og það tók mig um eina kls.
11.12.2005 at 12:43 #531012Sælir.
Ég keypti nýtt cylendrasett í heilan bíl. Í því var sviss með stýrislás og svissbotni ásamt boltunum til að festa hann utan um stýrisleggin. Cylendrar í hurðir þ.e. allar ásamt cylendra í lok fyrir olíutank. Þetta kostaði allt saman um 40.000 kr með vsk.
08.12.2005 at 23:33 #529178Enþá að læra á spjallið. var búin að skrifa nóg.
-
AuthorReplies