You are here: Home / Þórarinn Guðmundsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Minnum félagsmenn á morgunverðinn kl.9 í fyrramálið hjá Bílabúð Benna. Komið við seðjið hungrið og hittið félaganna einnig verða stórkostleg sértilboð í gangi til félagsmanna. Hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsmenn Bílabúðar Benna.
Er það ekki bara gott skemmtiatriði á árshátíðinni að komast að því hverjir eru í skemmtinefnd.
Ég skora á skemmtinefndina að halda nafnleyndinni og koma ekki fram fyrr enn á árshátíðinni.
Tóti
Árið 1987 stóð ég í þeirri framkvæmd að smíða mér nýjan jeppa, hafði ég frétt af Terrible Green þar sem settur hafði verið aukamillikassi ( sjá pistil Snorra hér að ofan ) smíðaður af Árna Brynjólfsyni í Hafnarfrði .
Setti ég mig í samband við Árna og smíðaði hann Borg Warner gír í Scoutin hjá mér sem einnig var útbúinn 360 Chrysler mótor, 727 skiptingu, Dana 20 millikassa og Dana 44 hásingum, þessi bíll var á 40 tommu Mudderum til að byrja með en fór strax fyrsta veturinn á 44 tommu Mudder eftir slæma reynslu af þeim fyrri.
Milligí þessi reyndist algjört þarfa þing til að koma þessum bíl áfram og reyndist ágætleg . Þennan búnað notaði ég til 1990 en þá breytti ég bílnum enn frekar og setti m.a í hann Dana 60 aftur hásingu, beiskiptan gírkassa og Np 205 millikassa.
Á sýningu Ferðaklúbbsins haustið 1989 var Scoutin til sýnis ásamt Econoline Þorgríms St. Árnasonar úr Keflavík sem hafði látið útbúa á svipuðum tíma milligír úr Np 203 þennan bíl átti Þorgrímur í nokkur ár og virkaði vel.
Þórarinn Guðmundsson
R18
Þóraarinn Guðmundsson 2 fullorðnir 1 barn.
Karl Sigurjónsson 3 fullorðnir
Þórður Antonsson 2 fullorðnir 1 barn
Fórum á föstudag Búðarhálsinn og Sóleyjarhöfðavað í Setrið í þokkalegu færi þó aðeins væri farið að blota í lægðum sem ekkert mál var að þræða fyrir. Vakti það furðu okkar að engin væri í Setrinu því þar er enn mikill snjór og hægt að komast um með þokkalegu móti. Aðfaranótt laugardags rigndi og á laugardag gekk á með skúrum sem juku aðeins blotann á heimleiðinni. Fórum heim Kvíslarveituveg sem var nokkuð góður með lítilli aurbleitu nema á smá kafla norðan Kjalvatna.
Kv.
Tóti.