Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.02.2012 at 15:39 #748353
Ég á flottan gang handa þér 😉 smellpassar undir patrol https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfu … 27&t=31667
08.09.2009 at 00:04 #206334Sælir
Ég er með hús af dodge ram w250 árg 81 sem er búið að sandblása og er gersamlega strípað. Er með eins hús fyrir utan skúr sem er með öllu í (mælapanel og fl) þannig hægt er að sjá hvar rörin mega liggja.)
Er tilbúinn að afhenda það strax í byrjun næstu viku líklega. Vitiði um einhvern eða getur ÞÚ smíðað búr inní húsið? (3ja manna hús)
látið mig vita
Tommi
tommifreerider@hotmail.com
8486328
30.05.2009 at 17:24 #648154Hvað varstu að ná úr þeirri vél?
29.05.2009 at 04:28 #648148Hvers konar hp og tog tölur erum við að tala um með fínum jeppa ás, flækjum og msd???
En gott að fá einhversskonar eyðslutölur!
28.05.2009 at 15:44 #648144já ég hef eitthvað aðeins skoðað það, sent inn fyrirspurnir hvað sé sniðugt að gera og hvers konar eyðslu við erum að tala um, en hef ekki fengið neina sérstaka umræðu, sem mér finnst skrítið. (reyndar sendi ég ekki inná f4x4.is)
Það er náttúrulega skemmtilegra að eiga við gamla dótið. En á móti kemur vil ég ekki þurfa borga heilan helling aukalega í bensín bara útaf þetta er gamalt.
Spurning hvort þetta sé ekki fljótt að borga sig upp?
En þið 360 menn þið megið tjá ykkur um jeppa sem þið hafið átt með svona mótor, hvað hann var að skila í poweri og eyðslu, og over all hvort þið voruð sáttir eða ekki.
28.05.2009 at 01:12 #648140Fór í Bíljöfur minnir mig að þetta heiti á Smiðjuveginum, hann er þar með 3 vélar og ein sem var ný tekin upp án rafkerfis kostar um 700 rottur minnir mig að kallinn hafði sagt. !!!
Dreif mig bara út og spurði ekki um hinar, hefði nú átt að gera það samt.
Síðan var einn að selja svona vél úr dodge magnum með öllu skildist mér á 350 þús 2005 árg.
Menn eru nú eitthvað að selja þetta á ebay, komplett vél og skiptingu úr dodge ram. Spurning hvor maður flytji svona inn…
26.05.2009 at 19:41 #648120Er enginn sem hefur reynslu af þessu efni?
kv
26.05.2009 at 19:40 #648136Ég myndi að öllum líkindum ekki nota 727 skiptingu.
Ég mun pósta myndum og fleiru þegar mynd fer að koma á jeppann.
24.05.2009 at 20:21 #204434Er að spá í að slaka þessum mótor ofan í 81 dodge ram.
planið er þá að finna mótor og skiptingu með öllu draslinu utan á og hugsanlega millikassa líka, (allavega motor og skiptingu)
Á nú eftir að tala við þann sem hugsanlega myndi setja þetta niður (ef þið vitið um einhverja sem gott væri að ræða við að þá megiði láta mig vita) en gaman væri að vita hvað þið myndið halda að svona aðgerð myndi kosta, bara að setja motor ofan í, hundruði þúsunda?
Síðan væri gaman að heyra um hvernig þessir mótorar hafa verið að koma út t.d. ef dótið vill ekki í gang, hefur þá verið auðvelt og sæmilega ódýrt að stinga í samband og sjá hvað er að og síðan skipta um það.
einhver að nota þennan mótor til að snúa 38-44″ dekkjum? eyðslutölur óskast!
Hvað segiði.
24.05.2009 at 20:14 #204433Sælir
Er að hugsa um að láta spreyja þessu duglega á gamlan pallbíl sem ég er að taka í gegn frá a-ö
Sprauta undir hús ofan á gólf, í pall og undir pall.
Er þetta ekki flott hljóð einangrun og góð ryðvörn?
Ef það kemur högg einhversstaðr (til dæmis ofan í skúffu) sem skilur eftir sig djupt far, að þá grenjar ekki vatnið og drulla inn um alla húðina eða hvað?
Hvað hafa menmn verið að setja þykkt lag og hvernig hefur mönnum fundist, er það ekki bara einn í hfj sem spreyjar þessu á eða eru fleiri?
Tómas
27.03.2009 at 21:59 #642588já þú meinar þá eyri, maður er samt staddur í rvk þannig þið norðanmenn megið bara eiga ykkur í öllum snjónum ykkar
En fyrir þá sem vantar vaska að þá er ráðlegt að kíkja í Byko og þá á vaskana sem eru á á afslætti vegna ,,útlitsgalla"
Fékk stóran vask á góðum prís vegna smávægilegra rispa.
19.03.2009 at 03:23 #643900Hef ljósbogann í huga þegar ég kaupi rafmagnsdót
Góður þráður.
07.03.2009 at 20:10 #203985Sælir
Ég þarf hugsanlega að skipta um þak á húsinu mínu
(Dodge ram 1981 pick up)
Ég er búinn að finna annað hús með toppinn í lagi og er að hugsa um að hreinlega skera burðararmana í tvennt og sjóða síðan nýja þakið og hluta úr örmunum í.
Vandamálð er það að ef þetta er ekki gert með millimetra nákvæmni að þá fer framrúðan ekki rétt í, hurðir lokast illa og fl.
Hver getur séð um að skera báði hluti rétt og hugsanlega sjóða á eða allavega punkta í.?
Eru svona æfingar ekki stundum gerðar eftir veltu og því um líkt? í þessu tilfelli erum við að tala um ryð
kv
Tómas
07.03.2009 at 19:55 #642584,,Akureyrinni" hvar er sá staður?
annars þakka ég hin svörin og mun reyna skoða það sem bent var á.
06.03.2009 at 19:13 #203981Það er eitt og annað sem þarf að fara í skúrinn til að gera aðstöðunna skemmtilegri, og mig langar að vita hvar eitthvað af þessu fæst.
1. Silfurlitaður svona ekta skúravaskur með smá borði við hliðina á.
2. Rúllu sem maður boltar á vegg sem rúllar upp loftslöngunni manns.
3. Hvaða staðir eru góðir í loftræstikerfum, vantar blásara og eitthvað, ekki verra að fá smá ráðgjöf.
4. Hvar eru ódýrustu bíla rafgeymarnir, Vaka er að selja þá notaða á 3000 (þetta fer í bíl með 1800 vél) annars hef ég bara séð þá vel yfir 10.000 kallinum.
5. Hvar kaupiði aðallega járnið ykkar?, (járn, stál, ál og allt það)
30.01.2009 at 00:46 #639292hahahah
31.12.2008 at 18:35 #635576Já ég er sammála að það eigi að verlsa flugelda við Björgunarsveitirnar.
En á svolítið öðrum nótum, afhverju lögleiða menn ekki aftur kúlu tívolí bomburnar sem settar voru í hólk og skotið upp.
Það er svo leiðinlegt að geta ekki keypt sér flugeld sem maður hefur eitthvað gaman af. Nema þá kaupa sér einhverja kökufjanda á hundruði þúsunda.
:/
08.12.2008 at 23:49 #634280já það væri gaman að fá frekari umræðu um þetta!!
07.12.2008 at 16:48 #634272Svo ég noti tækifærið og skjóti inn spurningum líka, maður er aðeins að spá í þessari vél ofan í jeppa sem vonandi verður notaður töluvert offroad í erfiðum færum og veðrum hentar hann alveg í það? það er ekkert svona ,,pjatt" stand á honum? ekkert meira en á öðrum innspítingavélum. Þetta fer alveg í gang í fimbul kulda á jökli og svona 😉 en það er kannski verra að óvart drekkja þessu
Gæti maður treyst á þessa vél á jökli?
25.09.2008 at 18:12 #629864já, veistu um einhverja cherokee bíla sem hægt er að hirða vélarnar úr, eða um einhverjar svona vélar sem eru til sölu?
-
AuthorReplies