You are here: Home / Garðar Stefánsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Flott takk fyrir þetta.
Læt hækka hann 40mm, hefur verið hækkaður um 20mm sennilega fyrir 33".
Sé að þú nefnir smá úrklippa að framan… ekki aftan??
Finnst þessi breytingaverkstæði svo misjöfn og taka sum morðfjár fyrir það sem aðrir taka þolanlegt verð.Gott að hafa þetta á hreinu áður en ég legg í þetta. Þakka góð ráð.
Er með 33″ 2007 HiLux og er að velta fyrir mér hversu mikið raunverulega þarf að gera til að koma 35″ undir hann.
Væri gaman að fá að heyra ´hvort ég þarf að hækka hann meira eða bara skera og nýja brettakanta. Kem hingað þar sem mér er sagt að hér viti menn allt og það sé raunverulega vit í því sem menn segja.
Finnst hann full lítill svona á 33 og langar að fara með hann á 35″.
Frábært hvað menn eru duglegir að deila myndunum, virkilega gaman að skoða.
Hvenar er næsta ferð litlunefndar?