Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.01.2010 at 20:03 #675428
Umhverfisnefnd Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur og Fjallarallfélags íslands telur sig hafa hagsmuni að verja og mun senda erindi fyrir fundinn. Óvíst er hvort tekst að senda fulltrúa. Í erindinu munum við fara fram á eðlilegan aðgang og afnot af slóðum og vegum á svæðinu sem er til umfjöllunar. teljum við að eðlileg nýting á vegum og slóðum geti vel farið saman með verndun þeirra svæða er þeir liggja um og geti jafnvel verið nauðsynlegur þáttur í vernduninni. Þessir slóðar eru oft eina aðkomuleið að þeim svæðum er þeir liggja um. Þá eru slóðar þessir og vegir okkar íþróttamannvirki og er auk þess fólgin í þeim miklir möguleikar til nýsköpunar fyrir ferðamennsku og tengda atvinnustarfsemi á svæðinu sem hefur alla burði í að vera sjálfbær og umhverfisvæn. Þá má einnig líta til þess að ákveðin hefð er fyrir umferð okkar um þessa vegi.
Vonandi verður þetta málefnalegur og gagnlegur fundur þar sem hægt verður að fella saman eðlileg nýtingar- og verndunarsjónamið í sanngjarna niðurstöðu.
Þorsteinn Svavar McKinstry
Umhverfisnefnd BÍKR og ICCRC
13.11.2009 at 13:21 #666502Sæll Viggi
Þó þessi beygjutjakkur sé etv. ekki professional græja þá er ekkert sem mælir gegn því að nota hann ef þú átt passlega klossa fyrir rörin. Ef þú ert með of rúma klossa þá leggjast rörin saman og markerast. Hafðu samband við torfærudrengina og fáðu að skoða hvernig þeir leysa þetta. Eins er þér velkomið að skoða hjá okkur Tomcat köllum en við smíðum búr sem uppfylla FIA kröfur. Ef þú ert ekki afbragðs suðumaður og með góða græju, fáðu þá frekar hjálp en að lenda í því að þurfa að hluta búrið í sundur aftur og endur-sjóða. Menn klikka oftar á suðunum en beygjunum. Skoðaðu teikningar af búrum hjá FIA svo allt verði skv. reglum eða fáðu kunnáttumenn til að aðstoða þig. Ef þig vantar aðstoð eða eitthvað annað t.d. GRP boddý, stóla, galla, stýri, öryggisbelti og svo frv. er þér velkomið að hafa samband við okkur.
Steini
29.10.2009 at 20:38 #664238Gas- eða olíudemparar?
Hvoru tveggja gas og olíudemparar eru í raun olíudemparar. Eini munurinn á þessu tvennu er að í gasdempara er olíunni haldið undir gasþrýstingi (köfnunarefni) til að hækka suðumark olíunnar. Gasið sem slíkt á ekki að hafa nein áhrif á virkni demparans að öðru leiti. Þetta þýðir að þar sem mikið langvarandi álag t.d. vegna hraðaksturs dofnar virkni demparans ekki eða síður. En ef olían sýður freyðir hún og þynnist það mikið að hún veitir stimplinum í demparasílindernum ekkert eða minna viðnám.
Þeir gasdemparar sem hér eru vinsælastir og algengastir eru þess utan monotube þ.e.a.s. sílinderinn sem stimpillinn leikur um er jafnframt veðurkápan/húsið. Þetta þýðir að verði demparahúsið / veðurkápan fyrir skemmdum t.d. dæld vegna grjóts eða þ.h. er demparinn ónýtur. þar sem algengustu gasdempararnir á almennum markaði eru ekki viðgeranlegir. Undantekningin frá þessu væru sérstakir keppnisdemparar t.d. strutta insert í McPerson dempurum (rallýbílar og þ.h.)
Þó eru til viðgeranlegir gasdemparar en það eru svipaðir demparar og notaðir eru t.d. í torfærunni og ralli þar sem ekki er McPerson útfærsla og þá oft í s.k. coil over (gormurinn áfastur demparanum). Þessir demparar eru allir monotube en það gerir minna til því þeir eru viðgeranlegir. Helsti ókosturin við þessa annars yfirleitt frábæru dempara er verðið (þannig 12" langur dempari með reservoir en ekki coil over kostar frá 75.000,- pr. stykkið frá ónefndum framleiðanda sem er frekar ódýr).
Hagkvæmustu dempararnir og jafnframt mjög góðir eru líklegast KONI olíudemparar. Þeir hafa ýmsa kosti aðra en að vera mjög góðir og vandaðir demparar eins og að vera viðgeranlegir og ótrúlega endingagóðir. Sjálfur á ég Koni dempara sem ég hef látið gera upp tvisvar sinnum og hef ekið tæpa 200.000 km á þeim nú þegar. Þá eru Koni olíudempararnir twin tube. Þ.e.a.s. sílinderinn sem stimpillinn leikur um er varinn af ytra húsi sem jafnframt er auka olíuforði sem kælir demparann. Stærsti kosturinn við þetta er líklegast að demparinn skemmist ekki þó hann verði fyrir hnjaski vegna uppbyggingarinnar. Rétt er að taka fram að flestir aðrir framleiðendur leysa þetta svona en reyndar geta botnar og neðstu hlutar demparanna verið berskjaldaðir á sumum tegundum. Stærsti ókosturinn við þessa dempara væri að þeir hafa tilhneigingu til að ofhitna vegna langvarandi álags (dæmi um slíkt álag væri hraðakstur á grófum slóða eða erfiðum vegi) Fer það ekkert á milli mála þegar og ef það gerist. Bíllinn verður nánast "demparalaus".
Ef þú ert að smíða þér jeppa sem er ekki "Turretaður" (demparinn stendur lóðrétt inn í gorminum) þá er skynsamlegast að nota twin tube dempara til að hlífa demparanum. Ef hinsvegar þú ert með "Turret" þá getur þú leyft þér að vera með monotube enda ver þá gormurinn demparann fyrir hnjaski.
Ef þú þarft að aka hratt um ójafnan veg í langan tíma í senn er gasdempari líklega hetugur. Ef hinsvegar um er að ræða eðlilegan hraða og jafnvel rólegheitaskak yfir fjöll og firnindi þá er olídemparinn hentugur.
Til að gera þetta svo ennþá andstyggilegra við að eiga er hægt að finna bæði monotube og twin tube dempara sem olíu og gasdempara þó e.t.v. sé ekki mikið framboð hér heima.
Þetta er reyndar alls ekki svo einfalt að hægt sé að skera úr um þetta svona heima í sófa þó þumalputtareglan hér að ofan sé góð og gild. Dæmi um hve ólíklega þetta getur allt látið þá get ég upplýst það að í Tomcat jeppunum sem við feðgar og reyndar fleiri keppum á í ralli (urðum Íslandsmeistarar 2006 og 2009) eru Koni demparar að framan og Bilstein að aftan. Þetta fyrirkomulag er reyndar í endurskoðun hjá okkur en hefur reynst ágætlega. Sjá má á youtube.com ef leitað er undir tomcat rally iceland einhverjar myndir af því hvernig þeir höndla. en við glímum við sömu vandamál og flestir alvöru jeppar þ.e. mikla "unsprung weight" (ófjaðraða vikt) sem gerir allt álag á fjöðrunarbúnaðinn margfallt miðað við t.d. léttbyggða fólksbíla og jepplinga með klafafjöðrun.
Við Tomcat menn notum veturna til að græja og gera – kaupa inn og skoða sýningar og verður það ekkert öðruvísi þennan vetur. Ef einhver hefði áhuga á að fljóta með t.d. og vera með í demparakaupum seint í vetur er mönnum (og konum sem eru einnig menn) velkomið að hafa samband og sjá hvort leiðir okkar fari ekki saman. Þá getum við látið sérsmíða gorma undir jeppa og hefur það komið vel út, en er etv. svolítið dýrara en þetta alódýrasta. Við rekum lítið verkstæði þar sem við sinnum sérhæfðum verkefnum og okkar eigin bílum Þar getum við hornaviktað jeppa og bíla sem er oft lykillinn að bættum akstureiginleikum og drifgetu án mikilla breytinga á bílum. Einnig getum við mælt fjöðrunargorma (stífleika) með sama búnaði en þá þarf að taka gormana úr. Getur verið gott til að velja saman gorma og finna samstæða og ónýta/heila gorma.
Kveðja
Steini
Þorsteinn Svavar McKinstry
tomcat.is
22.06.2009 at 14:39 #650098Afsakið síðbúið ( var ekki kominn með aðgang að nýju síðunni) svar en það er rétt sem kemur hér fram að ofan. Við hjá Tomcat á Íslandi (tomcat.is) sérmíðum bremsuslöngur í alla bíla. Við höfum reyndar einbeitt okkur að keppnistækjum en getum ekki síður smíðað standard slöngur eða td. lengri vegna breyttra jeppa þar sem þörf er á möguleikanum á aukinni fjöðrunarlengd. Við erum með 7/24 þjónustu þannig ef menn lenda í vandræðum er bara að slá á þráðinn og við björgum málunum eftir bestu getu.
Kveðja
Steini
Þorsteinn Svavar McKinstry
Tomcat á Íslandi
-
AuthorReplies