Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.01.2010 at 09:39 #680340
Í greininni talar hann um að stóru (ekki endilega breyttu) jepparinir séu verstir vegna þess sem þeir komu af stað. Við vorum farnir að breyta jeppum löngu fyrir þennan tíma. Út frá því sem ég skil greinina er hann að tala um marga þætti eins og hvort bílarnir passi inn í það sem er til staðar. Ford 350 (ekki að setja út á bílinn sjálfan) er ekki beinlínis hannaður fyrir innanbæjar snatt og litlu stæðin. Sé kanski ekki óvildina í greininni.
En það er satt þetta með vinina okkar
Bíð eftir að fá póst frá einhverjum þar sem ég var að spá í að snúa jeppanum í bílastæðinu í dag.
baráttu kveðjur
Þröstur
07.12.2009 at 14:10 #670556Flottar myndir
Var á Patrolinum sem nokkrar myndir eru af. Færið var skrítið eins og það væri líka hálka í þessu en veðrið frábært. Takk fyrir fínar myndir.
Kv
Þröstur
05.12.2009 at 20:56 #208917Hefur einhver farið á Langjökul í dag (Laugardag 5.des) og veit hvernig færið er?
Kv
Þröstur
27.11.2009 at 21:29 #208670Er með gírkassann úr bílnum mínum á gólfinu vegna kúplingsskipta. Var að spuglera í að skipta um fremri leguna að ofan, þessa á kúplingsöxlinum. Samkvæmt bókinni þarf að rífa allann gírkassann í sundur til að skipta um legurnar en var að spá í hvort hægt væri að draga þessa legu fram af öxlinum, án þess að rífa allt í sundur. Þetta er bara spurning um leti og ekkert annað.
kv
Þröstur
18.11.2009 at 16:42 #666994Er á ’99 bíl og hef lent í basli með að kaupa legur í bílinn minn. Önnur legan (man ekki hvor) er ekki eins og í fyrri árgerðunum. Þannig að það er munur
14.11.2009 at 13:50 #666616Eina hásingin sem boltar hafa slitnað í, hjá mér, er dana 44. Hefur ekkert með amerískt eða annað stál. Yfirhersla er algengasta ástæða slitinna bolta svo framalega að allt annað sé rétt. Röng gatadeiling og skekkja út frá því hefur vissulega áhrif. Þekki ekki hönnunarforsemdur fyrir þetta dót allt, en reikna með að færri botar séu einnig stærri boltar. (þekki það ekki af eigin raun) Boltar sem eru 8.8 boltar þola 800N/mm2 í brotþol lámark og með 640N/mm2 í flotmörk í togálagi (fyrri x 100=N/mm2 brotþol) (fyrri x seinni x 10= N/mm2 flotmörf) í metrakerfis boltunum margfaldað með þverflatarmáli boltans.
kv
Þröstur
28.10.2009 at 17:52 #664026Var með gamlan Patrol með 24V kerfi. Tók allan 12v straum af öðrum rafgeyminum (þeim fremri nær + inngangnum) þetta fer ekki vel með rafgeyminn ef notað er mikið rafmagn en er einfalt og dugar fyrir útvarp, talstöð og GPS. Annað var bara 24V
kv
Þröstur
19.10.2009 at 15:36 #662906Takk kærlega fyrir það. Gott að vita af því
kv
þröstur
[quote="Sóti":1cbxbwyn]Veit ekki hvort að það passar
En ef svo er þá ég hedd handa þér á góðu verðiKv
Guðmundur[/quote:1cbxbwyn]
19.10.2009 at 14:18 #207530Halló allir sem vita.
Hvernig er með heddið af eldri 6 cyl 2.8l vélinni (árg. 89-96) sem er ekki með vacum dælunni á ventlalokinu. Ef maður er með kambásinn og allt dótið úr ’99 árg. passar hann þá í eldra heddið, þannig að maður geti skrúfað ventlalokið á eldra heddið. Hefur einhver prufað þetta?kv.
Þröstur
25.08.2009 at 09:20 #654746Nánast allar göngustígaframkvæmdir í Þjóðgörðum (þar sem ekki er hægt að koma við stórvirkum vinnutækjum) eru unnar af sjálfboðaliðum. Það skemmtilega við þetta, er að sennilega 90% af því er unnið af Breskum sjálfboðaliðum sem hafa komið hér í hátt í 30 ár. (samtökin heita BTCV) Þessir sjálboðaliðar hafa kostað sínar ferðir til landsins og ríkið skaffað svefn aðstöðu og fæði, sem var lengi vel tjaldstæði og þurrmatur. (hefur þó lagast mikið.) Inn í þeim peningum, sem þessir sjálfboðaliðar hafa borgað til að komast til landsins, hafa að sjálfsögðu verið skattar sem ríkið hefur fengið. Þetta er eins og með björgunarsveitirnar. Í öðrum löndum standa ríkisstjórnir í gífurlegum fjárútlátum til að viðhalda björgunarþjónustu, skaffa allt og borga laun. Hér eru veittir styrkir í formi niðurfellingar á aðfluttningsgjöldum tækja, en lúxus skattur á öllum persónulegum búnaði (meira að segja af aðal fjáröflun þeirra, flugeldunum) og allt í sjálfboðavinnu.
Eru þið vissir um að það sé ríkið sem er að þessu í Dimmuborgum en ekki landeigendur? Landeigendur í Mývatnssveit hafa rukkað inn í Höfðann og hafa viljað rukka inn á fleirri staði.
kv
Þröstur[quote="Ulfr":yruuivzv]Það sem mér finnst oft svo fyndið með svona skattlagningar, og er kannske ekki endilega fyndið heldur meira sorglegt og lýsandi fyrir ríkið hérna, er að skattlagning á ákveðinn flokk til uppbyggingar eða viðhalds innan þess flokks, fer oft í eitthvað allt annað.
T.d. má nefna bifreiðagjöldin öll sem eru lögð á hitt og þetta í tengslum við bíla, svosem olíu- og bensíngjaldið sem eru sennilega besta dæmið um þetta.
Mér finnst vera nóg komið af skattlagningu. Frekar mætti fara að taka til í þessum málum og láta þann skatt renna til þeirra hluta sem hann er ætlaður, en ekki í að borga upp sendiráð útum víða veröld sem enginn sér tilgang í nema til að geyma gamla ráðherra og flokksgæðinga…
Það má vel vera að tekið sé glápgjald af ýmsum stöðum í BNA. Það þarf þó ekki endilega að lýsa skynseminni í því. Ólíkt bandaríkjunum (eftir því sem ég best veit) hefur annsi margt í tengslum við náttúruperlur sem unnið hefur verið að bæta stíga og þess háttar, verið gert í sjálfboðavinnu hér á landi.
kkv, Samúel Úlfr.[/quote:yruuivzv]
16.08.2009 at 09:18 #654108Vorum þarna fyrir rúmri viku. Dálítið vatn á flæðunum enda liðið á daginn þegar við vorum á ferð. Vorum að koma norðan af um Dyngjufjalladal frá Mývatni í Öskju. Aðeins gróft frá afleggjaranumm að söndunum en ekkert slæmt. Gæsavatnaleið er margfalt skemmtilegri og mæli frekar með henni. Ef farið er úr Öskju snemma þarf ekki að hafa svo miklar áhyggjur af flæðunum og góður tími á Urðarhálsinum sem er seinfarin en ekkert slæmur. Afgangurinn fínn. Það er líka þolanlegt símasamband (GSM) mestan huta leiðarinnar.
Kv
Þröstur
14.08.2009 at 09:07 #653774Ground Hawg Mud Tire, Super Swamper TSL Radial og Gumbo mudder eru með 2 falt strigalag í hliðunum en DC (Dick Cepek Mud Country) eru með 3 strigalög. Þarf maður þá að fara með ryksugu til að þau bælist? Veit að þau eru sennilega mjög góð sumardekk, en ég þarf alhliða dekk.
kv
Þröstur
ps
fín heimasíða varðandi dekkjapælingar
http://www.offroaders.com/tech/AT-MT-Ti … Radial.htm
13.08.2009 at 09:30 #653768Takk fyrir svörin.
Eru þessi dekk með mjúkar hliðar þannig að henti til úrhleypingar? Munstrið er gróft og virkar fínt, en það er frekar spurning, hversu vel þau bælast.
kv
Þröstur
11.08.2009 at 09:16 #205707Sá 38″ Dick Cebec dekk hjá Bílabúð Benna og langar að vita reynsluna af þeim. Þetta eru ekki samskonar dekk og 44″ dekkin heldur með grófara mynstri.
kv
Þröstur
24.07.2009 at 10:26 #652140Halló
Ég nota Magelan meridian tengt við mac tölvuna mína og er með forrit sem heitir GPSNavX. Nota skönnuð kort tekin úr Nav track pc forroti. Þetta virkar mjög vel og hefur gert í þau 6 ár sem ég hef haft þetta.
Kv
Þröstur
22.06.2009 at 12:17 #650268Spurning hvort skynjari á sveifarásnum, sem tímasetur kveikjuna, sé að gefa vitlaust merki . Hef lent í því með allt aðra tegund af bíl en kemur fram í óreglulegum gangtruflunum. Reyndar vantar mun fleiri og ítarlegri lýsingu á gangtrufluninni. Snúningshraði, aðstæður, bensínáfylling síðsat o.fl.
03.06.2009 at 14:37 #648390Þetta er forrit sem ég nota með gamla Magelan meridian GPS tækinu mínu. Kortin sem ég nota eru skönnuð NavTrack kort sótt af diski fyrir forritið (Navtrack). Virkar mjög vel og kostar ekki mikið niðurhalað af netinu.
Veit ekki hvernig er með stuðning við Garmin í þessu forriti en það er hægt að spyrja hjá GPSNavX
Kv
Þröstur
07.05.2009 at 13:13 #647192Er með manual í pdf formi hjá mér sem gæti gagnast. Ef þú ert með netfang get ég sent þér þetta hann er 41MB
Glóðarkertin vinna í 20sek og detta þá út
relíið er aftan við abs stjórnboxið en þetta sést allt undir ec.pdf bls 155
reyndar var slóð hérna á síðunni að þessum upplýsingum. Mæli frekar með að finna hana er nefnilega með hámarks sendimagn við 6MB á netþjónustunni minni.
Held að það sé undir "patrkol service manual" prufaðu að kópera þetta inn í leitar rammann hér uppi og sjá hvað kemur út úr því
Kv
Þröstur
ps hef beðið eftir því að airbag ljósið slokni og starta þá.
11.04.2009 at 20:22 #204225Kannast einhver við B dekkin frá Arctic trucks? hvernig þau eru ´varðandi kast og þessháttar?
kv
Þröstur
28.01.2009 at 14:45 #639190Takk fyrir
Hvaða dekk eru þeir að selja? Benni var með Mudderinn en get ekki fundið neitt um það á heimasíðunni hans.
-
AuthorReplies