Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.03.2012 at 11:32 #222860
Hver er að selja Hiclone sem nothæft er í Patrol 2.8 ltr tdi
kv
Þröstur
11.12.2011 at 22:16 #743617Sæll
hér er upplýsingar úr bók fyrir 2.8l 99árg. ætti að vera það samakv
Þrösturps
Þetta er pdf skjal með mynd úr bókinni.
29.05.2011 at 23:13 #730885Er þetta 2.8l vélin með rafmagnsstýrða olíuverkinu? Þá er möguleiki að athuga hvort platan (gefur toppmerkið) sem er á sveifarásnum, bak við tímareimarhjólið er laus. Ef hún er það, þá getur hún færst til og gefið vitlaust toppmerki. Við það fer olíuverkið að stilla sig eftir síbreytilegum merkjum og velin að haga sér illa. Lenti í þessu eftir að hafa tapað trissuhjólinu framan af vélinni.
kv
Þröstur
23.02.2011 at 17:27 #720940Mér sýnist það á teikningunni að það er hraðamælir, 4WD og hlutlaus sem eru með skynjara í millikassanum.
kv
Þröstur
29.01.2011 at 00:28 #716476Lenti í svipuðu þegar ég keypti bílinn minn 99árg. Þá hafði verið skipt um hlutföll og öxullinn í læsingunni gekk ekki nógu langt fram og til baka til að grípa í raufina. (hringurinn með 2 pinnunum í og raufarnar á drifinu). Þegar ég hafði rennt nýja skinnu á öxulinn til að kamburinn kæmist í raufina og að fullu til baka hefur allt unnið eðlilega. Ef hann kastar sér úr læsingu þá mætti kanna þetta.
kv
Þröstur
28.10.2010 at 21:00 #708114Þetta er líka í heimabankanum, þannig að minn seðill þarf ekki að fara í póst.
Bestu kveðjur
Þröstur
21.10.2010 at 10:40 #707206Ertu búinn að tjekka á hosum frá túrbínu að intercooler. Hef lent í því að það losnaði með svipuðum afleiðngum. Einföld aðgerða að hreinsa olíu úr hosunni (ef er) og renna yfir hersluna.
26.04.2010 at 14:48 #212373Ég er bara stoltur.
Ég er einn af þeim sem komst ekki með austur í aðstoð undir Eyjafjöllum. Hinsvegar sá ég viðtalið í fréttunum í gær og get ekki orða bundist. Takk, það er mikið að þessi klúbbur komi fram sem góði gæjinn ekki bara tuðarar út í horni. Svona kynning er margfalt betri en ársbyrgðir af tuði um óréttlæti á vefnum.
Þarna var 4×4 klúbburinn sýnilegur og kom þokkanlega fyrir. Viðbrögð fólks eru framar vonum og allir hrósa.
Bestu kveðjur
Þröstur
16.04.2010 at 14:41 #690760Klikkaði á 2109 var 2119 áður en landmælingafólkið sat og lengi á topnum og bræddi hann meðan þau mældu.
16.04.2010 at 14:27 #690758Dem þetta er of freistandi til að taka ekki þátt
1=10%
2=2209m
3=Langjökull
4=Mýrdalsjökli
5. Drangajökull og eru ekki litlir skálajöklar við Glámu?
6=Hofsjökull var kallaður Arnarfellsjökull þar til danska herforingjaráðið gerði kort af svæðinu og átti erfitt með framburð á nafninu og notaði hof eins og í Carlsberg hof (hrinar sögusagnir)
7= Drangajökull er eini jökullinn sem er nærri góðum rekafjörum en menn gengu yfir Breiðamerkurjökul til að komast um Öræfin. Hvort þeir gátu hirt sprek í leiðinni er ekki vitað:-)
8= Allir
9= Hofsjökli
10= Náði hann ekki yfir 1000m fyrir jeppaferð vesturlandsdeildarinnar en hefur þjapast aðeins við hana.Það er rétt að hún varð 2 mönnum að aldurtila í gosi sautjánhundruð og súrkál með eldingu
Kv
Þröstur
14.04.2010 at 13:10 #690412Munið að hafa snorkel á bílunum og vara ykkur á úrrenslinu við Markarfljótsbrúnna.
Kv
Þröstur
03.04.2010 at 10:20 #688630Er einhver að fara upp að gosstöðvunum í dag 3. apríl? Ef ég fer er það seinnipartinn í dag 15.30 úr Reykjavík
38" Patrol
30.03.2010 at 13:02 #688360Var upp við gosstöðina í gær 29.mars, fór af Akranesi um 15.00 (Reykjavík um 15.30) og kom til baka í nótt. Færið var örlítið þungt í gærdag (4 psi) en fínt á bakaleiðinni (komin för) Veðrið var frábært nánast alveg logn og hraunfossinn stórkostlegur. Það er betra að vera aðeins í fyrra fallinu þar sem maður fær þá betri yfirsýn yfir svæðið.
Góða skemtun
Þröstur
28.03.2010 at 10:52 #688410Fór í gær frá Akranesi kl 16.00 og var um 4 tíma að komast að eldfjallinu. Hefði viljað mæta um 1/2 tíma fyrr upp á byrtu. En þess virði að vera þegar er farið að skyggja. Þannig að ef þið farið um 16 úr Borg óttans þá ættuð þið að sleppa vel. Færið var Óslétt en ekki erfitt var 1 tíma yfir jökulin, á 38" patta.
Góða ferð
kv
Þröstur
22.03.2010 at 13:11 #687790Hefði haldið (endilega leiðréttið mig ef það er ekki) að útsýnið af hálsinum rétt norðan við Einhyrning væri frábært. Upp frá Markarfljótinu og yfir að Einhyrningi
kv
Þröstur
Ps. þá ætti maður ekki að vera að koma of nálægt hættuslóðum.
22.03.2010 at 13:07 #687788Þegar talað er um bakdyrameginn, er þá átt við hjá Álftavatni og niður að Einhyrning?
kv
Þröstur
14.03.2010 at 16:49 #686872Góð umræða
Ég hef lesið marga pistla og það góða en ekki tekið þátt í umræðunni. Kemur það til vegna þess að þetta hefur oftast farið um víðan völl. Þegar maður kemur inn í umræðuna var oftast hafin þessi hefðbundna nissan, toyota, bensín,dísel, umhverfisfasista umræða. Hvort það sé dauft yfir umræðunni er, eins og réttilega er bent á, ekki mælikvarði á áhuga. Ég flokkast undir skilgreininguna umhverfisfasisti, ef það er að marka spjallið hér áður fyrr og hef veigrað mér við að fara inn í þá umræðu, vegna ómalefnalegrar framsetningar. Rólegt af viti er betra en fullt af vitleysu.
kv
Þröstur
13.03.2010 at 10:20 #211401Sælir félargar
Hef tekið eftir breytingu á vefspjalli 4×4 síðunar. Menn hafa verið að setja inn fyrirspurnir og þræðirnir jafnvel haldið í þó nokkurn tíma, (þ.a.s. án skítkasts) með faglegri umræður og yfirvegaðri. Maður hikaði við að taka þátt í spjalli, hér áður fyrr, venga þess hve umræðan var oft ómálefnaleg.
Langaði bara að vekja máls á þessu og vellta fyrir mér hvort ég sé einn um þetta.
Kv
Þröstur
21.02.2010 at 21:22 #684176Hliðarhallinn þegar komið er yfir í Hörðudal er sennilega varasamur ef það liggur snjór í vegslóðanum.
kv
Þröstur
14.02.2010 at 09:33 #683008Keyptu annan hvorn bílinn og hann verður betri bíllinn eftir nokkra mánuði. Kostir og gallar við báðar útgáfurnar og maður þarf að læra á það sem maður á í það skiptið.
kv
Þröstur á beinskiptum
-
AuthorReplies