Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.03.2006 at 13:43 #547978
Bump steer kemur fyrir bæði vegna Panhard rod að aftan sem framan. Hefur í raun ekkert með stýrisganginn að gera, heldur hliðar færslu á hásingu við fjöðrun. Mishæð á Panhard og tog eða millistöngum í stýrisgangi getur valdið einskonar bump steer, svipuð upplifun fyrir ökumannin.
Þvingunina sem talað um verða menn ekki varir við með handaflinu einu nema um miklar skekkjur sé að ræða í smíði á stífum og staðsetningu festinga. Áhrif þvinguninnar eyðist oft í fóðringum sem fyrir bragðið endast skemur. þvingunin er ekki alltaf til vandræða og getur hreinlega verið hluti af virkni fjöðrunarkerfisins. Gerir bílinn stöðugri í hraðakstri minkar "body roll" og flytur þyngdarkrafta á milli horna sem eykur "traction". En flest af þessu verða menn lítið varir við í daglegri notkunn. Það er ekki fyrr en reynir á öfgarnar, það er ýtrustu getu fjöðrunarbúnaðarins að menn upplifa muninn. Hvort sem það er á kappakstursbraut, sérleið eða torfærum slóða.Kveðja
Steini
31.03.2006 at 11:45 #547972A stífu og trailingarma fjöðrunin er líklegast einhver liprasta og besta afturfjöðrun sem hægt er að hugsa sér. Ef þú kemur henni við ertu í góðum málum. Ekki er hún einungis sterk og laus við þvingun. Heldur býður uppá óvenju slaglanga misfjöðrun. Þá er hún algerlega laus við hvimlett "Bump steer" sem hrjáir flesta bíla með "Panhard rod" eða þver/ská stífu eins og menn hafa kallað það fyrirbæri hér. Gallinn hinsvegar við A stífuna og helsta ástæða þess að engin notar hana nema Land Rover (í Defender) er plássið sem hún tekur. Menn geta þó losnað við "Bump steer" með annari aðferð, en það er "Watts linkage". A stífunni var einmitt skift út fyrir radíusarma og "Watts Linkage" í Discoverinum. Sem gaf bílnum meiri fólksbílaeiginleika í akstri á kostnað jeppaeiginleika. Vegna aukinnar tregðu sem er innbyggð í nýja fyrirkomulagið. Allt þetta má auðveldlega smíða frá grunni t.d. A stýfu fjöðrunina með öllu tilh. Skipta menn þá gjarnan út kúluliðnum í A stífunni fyrir stóran "Rod enda" Sem reyndar fæst núorðið stillanlegur til að mæta sliti (þ.e. kúluliðurinn).
Ef ykkur vantar nýjar fóðringar í Roverdótið, þá er óhætt að hafa samband en við í Tomcat á Íslandi eigum alltaf fóðringar á lager á góðu verði. Þá er rétt að benda á grein í aprílhefti Land Rover Monthly, bls 110 en þar er lýst Max Traction Extreme breytingu á Range Rover Classic. Í sama blaði ræðir sami greinahöfundur við John Cockburn en hann vinnur með Paul Williamson hjá Tomcat UK. Hann hefur reyndar verið hjá okkur með anna fótinn á milli þess sem við heimsækjum hann. Saman erum við í þróunarsamstarfi með allt sem við kemur Tomcat og LR tengdum vörum. Eitt af því sem þessir snillingar gera er að smíða veltibúr í allar tegundir jeppa og keppnistækja. Ítreka ég hér með boð mitt um að fá tilboð í einhvern tiltekinn fjölda búra í einhvern ákveðin fjölda mismunandi tegunda bíla. Það skal vera hagkvæmara að gera þetta í hóp. Svo væri etv athugandi að fá þá til að mæta með sýnishorn ef áhugi er fyrir hendi og taka pantanir, þeir verða hvort eð er töluvert á ferðinni hér í sumar vegna rallýþátttöku Tomcat.Með bestu kveðjum
Steini
Þorsteinn Svavar McKinstry
698 9931
mckinstry@tomcat.is
24.02.2006 at 13:18 #543786Ekki er hægt að gefa út eina alsherjarreglu um festingar á veltibúrum í jeppa. þetta er að sjálfsögðu mjög mismunandi milli bíla. Þeir eru grindarlausir, með sambyggðri/innbyggðri grind eða sjálfstæðri oftar en ekki mjög sveigjanlegri grind. Landrover Defender hefur t.d. mjög stífa grind og yfirbyggingin er byggð beint á hana þannig að engir boddýpúðar eru til staðar. Í því tilfelli er í góðu lagi að festa búrið beint í grindina eins og reyndar oftast er gert með LR Defender. Í því tilfelli heldur festingin einnig við yfirbygginguna á nokkrum stöðum. Annars eru fætur búrs oft settar á undirtöður festar við sílsa og aðra stífa og berandi hluta yfirbyggingar þannig að tryggt sé að fæturnir stingist ekki t.d. niður úr gólfi.
Talandi um sveigju á grindum þá er gamann að segja frá því að ég gerði tilraun með Defender 110 sem stóð í hægra framhjól og vinstra afturhjól en gagnstæð hjól á lofti. (þurfti litla tröppu til að komast upp í hann) Svignun grindarinnar var vart mælanleg þó mátti finna að framhurðir stífnuðu örlítið í lásum. þó ekki það mikið að vont væri að opna eða loka. Ég hef átt aðrar tegundir jeppa (látum liggja milli hluta hvaða tegundir) sem allir hafa sveigt grindurnar nánast eins og um hluta af fjöðruninni væri að ræða. Bitnar á akstureiginleikum. Þar sem stífleiki grindar er eitt af frumskilyrðum góðra aksturseiginleika. Þetta má reyndar oft laga en nú er umræðan komin út um víðan völl.Steini
24.02.2006 at 01:26 #543782Veltibúrið á myndinni minnir á búrin frá Safety Devices í UK. en gæti einnig verið frá Tomcat Motorsports Ltd. Tomcat framleiðir búr í margar tegundir jeppa bæði utanáliggjandi og inní. Segja má að utanáliggjandi búr séu frekar hugsuð fyrir bíla til notkunnar í skóglendi en inni-búr fyrir meiri hraða t.d. mótorsport. Á utanáliggjandi búrin er oft sett grind fyrir búnað og farangur. Að smíða búr geta allir gert sem til þess hafa verkfæri, aðstöðu og ÞEKKINGU! Hvernig á að festa, hvar á að krossstífa og svo frv. Til eru reglur um þetta hjá LÍA sem menn gætu eflaust nálgast. En gott er að miða við ef búr er keypt hvort heldur er hér heima eða erlendis frá að það uppfylli skilyrði og standist reglur FIA/MSA/LÍA. Búr sem eru framleidd skv þessum stöðlum eru örugglega í lagi. Ákveðinn staðall er um fótastærð, samsetningar, festingar, efni, sverleika, þykt og fl. Þar sem ekki er um mjög marga mismunandi tegundir bíla að ræða gæti verið snjallt fyrir hóp manna að fá tilboð t.d. frá Tomcat í ákveðin fjölda ósamsettra búra í tiltekna bíla. Þannig mætti eflaust gera góð kaup.
Kveðja
Steini
E.S: Ef þetta er "alvöru" búr á myndinni þá eru fætur inni í brettunum sem ná niður í outriggerana á grind Defendersins.
30.01.2006 at 15:47 #540638Eðlilegast mun vera að tengja Voltmælinn þannig: +(plús) í rofin straum í svissbotni, oft sver grænn, fjólublár eða hvítur, jafnvel með litrönd er annars allur gangur á háð framleiðanda og landi (mjög mismunandi enda ekki einn samræmdur staðall). -(mínus) í góðan tengi punkt í boddýi/grind eða þ.h. Einnig – fyrir ljós, + fyrir ljós inná annað mælaljós eða side/park ljós öryggi/rofa. Þannig tengdur lifnar hann við þegar svissað er á og sýnir ástand geyma, en sýnir hleðslu þegar bíllinn er í gangi og ljósin kveikna með öðrum mælaborðsljósum. Öruggast er að mæla eða nota prufulampa til að finna hentugasta tengipunktin í svissinum því t.d. er algengt að órofin + frá geymi sé brúnn, rofin + fyrir töflu og tæki sé grænn og + fyrir kveikju hvítur. 1q fjölþættur bílavír er meira en nóg nema mælt sé með öðru eða lögnin sé þeim mun lengri. Original mælalagnir eru algengt 0,5q thin wall nú til dags.
Kveðja
Steini
25.01.2006 at 19:46 #540314Hér á þessari slóð að neðan geturðu séð myndir af herlegheitunum. Meðan á breytingum stóð og eftir. Eigandi RRC jeppanns sem þú ert að spyrjast fyrir um er kallaður Dassi og er einn af Land Rover snillingunum hjá B&L. verður að segjast eins og er að bíllinn er stórglæsilegur hjá honum. hann hefur vakið athygli jafnvel langt út fyrir landsteinana.
Kíktu á þetta:
http://www.strob.tk/
en þú getur einnig fundið myndir og spjall á landrover.isKveðjur
Steini
E.S: Ég er með símanr hjá Dassa ef þú þarft að ná sambandi við hann.
29.12.2005 at 01:29 #537362Bæði Tomcat og Wildcat eru upphaflega hannaðir og smíðaðir af Andrew Bowler (kallaður Drew) Elstu bílarnir eru kallaðir Bowler. Drew skipti upp fyrirtækinu sínu fyrir nokkrum árum og seldi vini sínum Paul Williamson Tomcat hlutann. Drew hélt hinsvegar Bowler Wildcat hlutanum og selur núna eingöngu fullsmíðaða bíla. Tomcat geta menn hinsvegar fengið allt frá kitti og upp í Turn-key (fullbúinn). í grundvallaratriðum eru þetta eins eða samskonar bílar, sama kram og sömu lausnir. En eins og bent er á hér að ofan er Bowlerinn á röra grind. hann er reyndar með grennra/efnisminna búri einnig. Standard Bowler Wildcat er u.þ.b. 1800 kg en Tomcat eins og þessir sem hér eru (í Grafarvoginum) eru 1420 kg. Drew framleiðir örfáa bíla á ári eftir pöntunum 4-8 stk en Tomcat framleiðir 1-2 á viku. Grunnútgáfa af Bowler kostar hingað kominn u.þ.b. kr. 8.500.000,- (varlega áætlað) en sambærilegur Turn Key Tomcat u.þ.b. kr. 3.500.000,- færi rétt yfir 4m á 38" Ekki er óraunhæft að áætla að menn gætu smíðað sér Tomcat fyrir 2.000.000,- á einum vetri í tómstundum. Áhugasamir geta snúið sér beint til mín á info@tomcat.is til að fá frekari upplýsingar eða til að berja herlegheitin augum. Því sjón er sögu ríkari.
Kveðja
Þorsteinn
-
AuthorReplies