Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.12.2007 at 00:44 #607268
Set hér inn slóð að mynd af hluta festinganna sem fást reyndar til að byrja með aðeins í Húsasmiðjubúðunum í Grafarholti, Skútuvogi og Ögurhvarfi ásamt Fóðurblöndunni Hvollsvelli.
Steini
http://i9.photobucket.com/albums/a53/darri88/QF4.png
18.12.2007 at 12:04 #201410Mig langar til að vekja athygli jeppamanna á vönduðum festingalausnum á skikkanlegu verði sem við feðgarnir hjá Tomcat á Íslandi rákumst á í leit okkar að fljótvirkum en traustum festingum fyrir hluti eins og slökkvitæki, tjakka sköft og þh. sem maður vill hafa tiltækt í jeppanum. Við eins og eflaust margir aðrir erum með slökkvitæki í Tomcat keppnisbílunum sem við viljum geta hrifsað fljótt og fumlaust úr festingum sínum. Original festingarnar, sem eflaust eru ágætar í malbiksakstri halda einfaldlega ekki þegar reynir á þær við krefjandi aðstæður. Þá tókum við upp á því að bæta við e.k. farangursól sem heldur mjög vel en tekur langan tíma að losa. Þá rákumst við á Quick Fist, hjá félögum okkar í Bretlandi sem kom okkur í samband við framleiðandan í BNA og til að gera langa sögu stutta þá eru þessar festingar nú fáanlegar á Íslandi í Húsasmiðjunni og Fóðurblöndunni.
Ég hef oftsinnis undrast hugsunarleysi jeppamanna þegar kemur að frágangi farangurs. Hef ég jafnvel séð vel útbúna jeppa með lausa drullutjakka inni í farþegarýminu. Þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér hvernig færi ef jeppi þannig frágengin velti. Sjálfur velti ég jeppa tvisvar á síðasta sumri í annað skiptið á yfir 150 kmh. í bæði skiptin sluppum við algerlega ómeiddir þökk sé ströngum reglum og nákvæmum öryggisskoðunum fyrir hverja keppni. Sjálfur hef ég farið á jökla með hópi áhugamanna og einnig atvinnumönnum og veit hvaða kraftar eru í gangi og hvernig margir sleppa fram af sér beislinu (til þess er leikurinn gerður) og veit ég þess dæmi að menn hafa meiðst er laus farangur kemur fljúgandi í þá vegna lélegs frágangs (sögur af slíkum slysum fara eðlilega ekki hátt). Þessar Quick Fist vörur fann ég fyrir sjálfan mig og keppnislið mitt til að endurbæta festingar á hlutum eins og verkfærum og slökkvitækjum og vegna samstarfs við fyrirtæki í Bretlandi var okkur falið umboð fyrir þetta á Íslandi. Þar sem markaðurinn er örsmár hér heima er hæpið að réttlætanlegt sé að leggja út í kostnaðasama auglýsingaherferð sem myndi svo á endanum leggjast á verðið, er það von mín að fréttir af þessu fari manna á milli svo allir frétti af, geti notið og gert jeppamennsku á Íslandi öruggari og þægilegri.
Kveðja
Steini
18.12.2007 at 11:37 #607144Fyrirtæki í bandaríkjunum sem er í eigu Íslenskra hjóna, Emil og Kristín, býður teygjuspotta á ágætis verði. Kíkið á þetta gaman að sjá hve gæðalegt þetta er hjá þeim.
Kveðja
Steini
22.10.2007 at 20:27 #600644Til hamingju með Land Roverinn og velkominn í hóp alvöru jeppamanna. þú færð hljóðeinangrun í Bílasmiðnum en einnig getur þú keypt þetta í kiti beint frá Bretlandi. Ég hef séð auglýst og fjallað um hljóðeinangrun Í farþegarými, innaná vélarhlíf (húdd) og yfir vél og kassa. Hægt er að fá svo góða einangrun að menn hafa verið að pirra sig á suðinu í mælaborðklukkunni á 90 km hraða (var þetta etv. einum of?) Ég hvet þig til að gerast áskrifandi að einhverju Land Rover blaðanna en þau eru full af ábendingum og auglýsingum um allt og allt er viðkemur þessum jeppum. Sjálfur er ég svo langt leiddur af Land Rover dellunni að ég er áskrifandi að fjórum LR tímaritum frá Bretlandi og einu frá Bandaríkjunum. Þau er: Land Rover Owner International, Land Rover Monthly, Land Rover Enthusiast, Land Rover World og LRL Land Rover Lifestyle. Þér er velkomið að hafa samband og fá nokkur eldri blöð ef þú vilt reyna að finna eitthvað út úr þessu.
Steini
E.S: Á mjög slæmum dögum nota ég eyrnahlífar og stundum með intercomi ef fleiri en einn eru í bílnum
17.10.2007 at 17:52 #600206Vindlingakveikjari, felgujárn, startsveif og svona mætti eflaust telja áfram, margt hefur breyst á ótrúlega stuttum tíma,
Steini
20.09.2007 at 21:29 #597474Ekki er mér kunnugt um rafmagnsteikningar á vefnum. En er ekki allt undir sólinni þar einhverstaðar, vandamálið er líklegast bara hvernig á að finna það. Eða öllu heldur hvernig á að leita.
Hinsvegar veit ég að rafmagnsteikningar finnurðu í Haynes bókunum sem eru til yfir flesta eða alla bíla. Þetta þekki ég sjálfur og hef notað vegna Land Rover en í öllum þeim bókum eru teikningar fyrir allar árgerðir og þar með allar hugsanlegar breytingar og afbrigði. Þá gæti þetta verið í Service Manual viðkomandi umboðsverkstæðis, þeir gætu hugsanlega útvegað þér þetta. Hvernig bíl ertu með og hvert er vandamálið? E.t.v. les einhver þráðinn sem getur hjálpað. Þá eru þessar bækur seldar í Bílanaust N1.
Kveðja
Steini
03.09.2007 at 10:21 #595884Takk fyrir góðar og gagnlegar ábendingar. Nú leggst maður undir feld og sefur á þessu, fer og skoðar og vonandi verður komin niðurstaða í talstöðvamálin fyrir næsta vor, þegar næsta keppnistímabil hefst. Ég held að auk þess sem það er stórt öryggisatriði að vera í talstöðvasambandi, sérstaklega þar sem ekkert eða slæmt símasamband er, þá hjálpi það þjónustuliðinu að undirbúa viðtökurnar út af leiðunum ef þeir vita fyrirfram hvað þarf hugsanlega að gera. Því tíminn er knappur til viðgerða en með góðu skipulagi er hægt að gera ótrúlegustu hluti á skömmum tíma við einfalda bíla eins og Tomcat jeppana, sem eru jú í grundvallaratriðum einfaldir gamlir Land Roverar með öllum sínum kostum og göllum.
Að öðru máli, þá er fyrir minn smekk svolítið skemmtileg þróun í rally á Íslandi. Jeppaflokknum vex fiskur um hrygg og eru komnir nokkrir skemmtilegir bílar og grunar mig að enn einn verði með á næsta ári. Er það sérsmíðaður Dakar Pajeró. Það átta sig etv. ekki margir á því að jeppana sem eru útbúnir sem rallýbílar má auðveldlega nota einnig á jöklum. Gefur þetta mönnum kost á að nota leiktækin allt árið um kring.
Ef menn þyrstir í fróðleik eða aðstoð við að komast í gang með eitthvert rallýjeppaverkefni er óhætt að hafa samband við okkur Tomcat strákana. Við getum jafnvel leyst einstaka verkefni fyrir menn sem etv. hafa ekki aðstöðu. Þá getum við útvegað allt til alls sem nota þarf til að breyta jeppa í rallýbíl. T.d. veltibúr, stóla, belti, stýri og annað sem þarf til að gera jeppana keppnisfæra. Hægt er að ganga mislangt í útbúnaði en alltaf þarf að uppfylla ákveðnar grunn-öryggiskröfur.
Kveðja
Steini
E.s: Gott að heyra að vel gengur Þórður, við sjáumst einhverstaðar á ferðinni (eða ertu etv. hættur öllum rútuakstri)
02.09.2007 at 21:35 #595880Einfalt og sterkt er mjög sennilega lykilatriði í þessari vangaveltu. Lítið stutt loftnet og jafnvel e.k handstöðvar þannig að loftnetið sé inni í bílnum (ef svo ólíklega vildi til að einhver velti) Best ef hægt væri að festa á stokk, hengja utaná öryggisbelti eða á mælaborð í e.k. vöggu / grip og tengja í aux (auka útgang) á intercomi þannig að báðir heyri samskiptin jafnvel þó annar þurfi að lykla eða halda á mic og lykla. Lengstu sérleiðir eru ca. 40 km t.d. Kaldidalur, aðrar eru eflaust erfiðar vegna mishæða og hrauns t.d. Hekla, Skógshraun og Tungnaá. Er líklegt að þessar minni stöðvar dragi þetta án stórra loftneta sem eru ekki æskileg.
Steini
E.S:
Hvernig er það Þórður ertu búinn á Hólum eða er lokaspretturinn framundan?
02.09.2007 at 20:29 #200731Við Tomcat menn erum að hugleiða talstöðvarmál. Okkur vantar líklegast 5 stöðvar. Ekkert endilega allar rásir í heimi en möguleikan að geta rætt saman á sérleiðum oft upp til fjalla. hvernig ber maður sig að og hver er besti kosturinn?
Steini
31.08.2007 at 17:48 #595650Hér er það sem þú ert að leita að og það á góðu verði:
http://www.nordskogperformance.net/prod … /index.htm
Kveðja
Steini
22.08.2007 at 23:28 #595160Sæll Börkur. Ætli ég sé ekki einfaldlega að verða valtari með aldrinum. Þó reyndar hafi þyngdapunkturinn í mér frekar færst niður á við. Sem skv. Newton gamla ætti að auka stöðuleika minn. Það versta við þetta allt saman er að velturnar koma ekki einusinni adrenalínflæði af stað, enda fjórða veltan mín og þ.a.l. næstum hversdagsleg uppákoma. Að velta svona bíl er ekkert stórmál. Maður er spenntur í 4 pt belti í körfustól með head restrain (hliðar-höfuðstuðningi) og í eldtefjandi alfatnaði með hjálm. Mest munar um höfuðstuðningin – maður finnur bókstaflega ekki fyrir svona veltu.
Ef menn ganga með það í maganum að prófa þá er bara að setja sig í samband og fórna sér í að prófa. Hvort heldur er í keppni eða á æfingabrautinni. Og það sem fyrst áður en mér tekst að rústa öllum bílunum… eða þannig.Kv.
Steini
22.08.2007 at 18:19 #595156Þetta hlýtur að vera mynd frá Ameríkuhreppi og það frá Texas af öllum guðsvoluðum stöðum á jörðinni. Þarna hefur einhverjum snillingnum tekist að bæta nokkrum kílóum við ófjaðraða vikt bílsins. Það kemur líklegast ekki að sök þar sem jeppinn hefur líklegast verið óakandi hvort eð er.
Kv.
Steini……sem var að velta Tomcat jeppanum sínum í annað sinn í sumar á 145 kmh (í keppni) á Gunnarsholti og veit greinilega allt um aksturseiginleika jeppa.
Fékk ekki skrámu og ók Tomcat jeppanum til Reykjavíkur enda ekkert að ef frá er talið ónýtt framboddýið sem flettist af við veltuna.Sjá nánar:
http://www.blog.central.is/tomcat
og
tomcat.is undir team tomcat
04.08.2007 at 11:48 #594400Engin fyrirstaða er í ánnum (það eru reyndar nokkur vöð) óbreyttum jeppum sem ekið er af skynsemi og varúð á leiðinni inn í Laka. Þetta er falleg leið og slóðinn að mestu ágætur. Þú getur valið um að fara fram og til baka aðalslóðann (F206) eða nokkra aðra möguleika til baka. Skoðaðu þetta á korti og þá sérðu að þú kemst t.d. hring með hrauninu eða í gegnum það. E.t.v. er ekki skynsamlegt að fara einbíla slóðana í hrauninu. Þá geturðu rennt fyrir silung í Lamba- og Kambavatni (veit ekki með hvort seld eru leyfi eða hvar). Ekki aka fram hjá Fagrafossi í Geirlandsá sem blasir ekki við þegar þú ekur framhjá. Skilti er við slóðan að honum og minnir mig að hann sé strax eftir annað vaðið sem reyndar er örlítið stórgrýtt en ekkert sem skemmir þó (fært, jafnvel smáfættum standardjeppum). Fagrifoss stendur sannarlega undir nafni eins og þú átt eftir að sjá. Lakagýgar eru á listanum yfir það sem allir góðir Íslendingar verða að heimsæja. Þarna varð mikið hamfaragos 1783 og í kjölfarið féllu fimmtungur þjóðarinnar. Gosið í Laka er eitt mesta hraungos sem vitað er um á jörðinni og hafði áhrif viða um heim. Í dag er þetta allt með kyrrum kjörum og er fallegt að ganga þarna um og skoða í gígana. Alltaf er einhver umferð í Laka þannig að menn eru ekkert einir lengi ef eitthvað bjátar á og þeir þurfa hjálp einhverra hluta vegna. Gott kort er nauðsyn, þá minnir mig einnig að þessari leið sé lýst í hálendisleiðabókinni "Ekið um óbyggðir". Góða ferð.
Steini
12.07.2007 at 12:51 #593528Nei ekki var þessum hlutum ætlaður staður í Tomcat. Heldur náskyldum ættingja, græna Defender 110 bílnum okkar. En það verður að segjast eins og er að það hvarflaði hinsvegar að mér að sprauta uppeftir á Tomcat með varahlutinn. Vegirnir um svæðið er sennilega einhverjir skemmtilegustu slóðar á Íslandi. En að sjálfsögðu er ekki hægt að bjóða veiðimönnum og öðrum ferðamönnum uppá það að eiga von á að mæta Tomcat með allar flóðgáttir opnar á léttu stökki í miðri eyðimörkinni. Þess utan ætti ég auðvitað að vera duglegur í réttingadeildinni (eins og öllum ætti að vera ljóst orðið eftir mótorsportþáttinn í gær) sjá þennan slóða:
http://youtube.com/watch?v=lOtlo4XnnjY& … ed&search=
Þessi er líka skemmtilegur:
http://youtube.com/watch?v=ILtZd8FnmeI
Steini
11.07.2007 at 21:29 #593524Kærar þakkir fyrir góð viðbrögð. Það er eins og alltaf, allir boðnir og búnir til að hjálpa ef á þarf að halda. En sem sagt búið að koma varahlutinum af stað áleiðis upp í vötn.
Kærar þakkir þeim er höfðu samband og buðu aðstoð.
Steini
11.07.2007 at 19:22 #200523Sælir allir ferðamenn. Er einhver á leið í Veiðivötn í kvöld eða á morgun? Þarf að koma smá-varahlut svo mögulegt verði að sinna áríðandi „fyrirbyggjandi“ viðhaldi á jeppa af ónefndri gerð (fyrsti stafurinn er; Land Rover defender 110 CSW). Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan ASAP! (eins fljótt og auðið er) í síma 698 9931, Þorsteinn.
Kveðja
Steini
02.07.2007 at 21:09 #593072Gerum ekki lítið úr þessu… Trabant DeLux og er ekið af hetjunni Erni Dalabónda (rúmlega 70 ára þ.e.a.s. Dali) og fyrverandi landpósti, eins og sést langar leiðir.
Steini
02.07.2007 at 16:04 #593068Það vantar ekki glæsileikann, hrein veisla í tónum og myndum. Eitthvað frá Íslandi líklegast. En "tónlistin" í öskrandi áttunni er líka ljómandi falleg í þessu myndbandi:
http://www.youtube.com/watch?v=ILtZd8FnmeI[url=http://www.youtube.com/watch?v=ILtZd8FnmeI:2vxsh6tn]http://www.youtube.com/watch?v=ILtZd8FnmeI[/url:2vxsh6tn]
Steini
30.06.2007 at 17:41 #464260Fjallarall – Jöklarall
Þetta er í raun bráðsnjöll hugmynd og vel framkvæmanleg bæði að vetri og sumri. Keppnisformið er til og má vel útfæra það fyrir Íslensku jeppana. Þar sem þessir jeppar eru ekki með veltibúr og menn hafa etv takmarkaðan áhuga á að koma sér upp slíkum búnaði yrði þetta líklegast s.k. Road Rally. þ.e.a.s. "keppni" í almennri umferð. Til þess að keppni sem þessi fengist leyfð og samþykkt af viðkomandi yfirvöldum væri réttast að láta einhvern klúbb innan LÍA sjá um skipulagninguna og leyfin, eftir að jeppakallarnir hafa ákveðið leiðir og þess háttar atriði. Er velkomið að leggja hönd á plógin með ykkur 4×4 mönnum og munu Tomcat rallíkallar ekki liggja á liði sínu ef áhugi er fyrir hendi. En sjálfir göngum við með slík eða svipuð áform í maganum.
Með kveðju
Steini
19.06.2007 at 23:30 #592632Já fuss og svei, ég átti auðvitað að að reyna í það minsta að milda söguna eitthvað pínulítið með einhverri hvítri lygi. Það er ljótt að segja sannleikann þegar hann særir, eða hvað. Ég veit ósköp vel að það bíður mín pollur í gólfinu ef rignir og skafl í aftursætinu ef skefur. Það gerir bara ekkert til, einfaldlega ekkert. Þetta er nefnilega bara bíllinn minn og hann er eins og öll önnur mannana verk, ófullkominn. Ég gæti meira að segja sagt eina fallega og góða sögu um Patról.. ef ég aðeins kynni einhverja. En þetta er jú allt í hálfkæringi sagt og sem betur fer er smekkur manna mismunandi. Hugsið ykkur bara annars, ef allir ættu patról og væru kvæntir sömu konunni.
Steini
-
AuthorReplies